Morgunblaðið - 18.08.1988, Page 44

Morgunblaðið - 18.08.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 Gildruplata og tónleikar Ljósmynd/Karl Óskarsson Gildran tók upp plötu fyrr á árinu, en ekki varð af útgáfu á þeim degi sem stefnt var að. Platan er nú loks að koma út og Gildran heldur tónleika í kvöld í Duus til að kynna hana. > Platan, sem verður önnur plata sveitarinnar, fyrsta platan Huldumenn kom ut í maí í fyrra, kemur líklegast út öðru hvoru megin við helgina og eru það Gildrumenn sem gefa hana út í samvinnu við Steinar. í upphafi var ætlunin að gefa plötuna út á því sem næst ársafmæli Huldumanna, en það gekk ekki upp af ýmsum ástæðum. Eins og áður sagði verður Gildran með útgáfutónleika í kvöld kl. 22.00 í Duus, en sveit- in mun einnig leika í Zeppeiin á föstudag og laugardag. Gaman að byrja aftur á núlli Bubbi Morthens, platan 56 og sænskiráheyrendur Bubbi Morthens er í þá mund að fara að senda frá sér nýja plötu, plötu sem á eru fimm lög og ber heitið 56. Þetta verður þó ekki eina platan sem frá Bubba kemur á árinu, því f næsta mánuði er væntanleg frá honum plata með enskum textum, sem sænska fyritækið Mistlur gefur út í Svíþjóð, auk þess sem fregn- ir herma að hann muni taka upp plötu með Megasi innan skamms sem kemur út fyrir jól. Ljósmynd/BS Bubbi er nú staddur í Svíþjóð í tónleikaferö með sænsku hljómsveitinni Imperiet. Imperi- et er að kveðja Svía, því hljóm- sveitin hættir í haust og eru all- ar líkur á að Christian Falk, sem starfað hefur með Bubba að plötugerðinni ytra, stofni sveit með Bubba sem myndi þá fylgja eftir plötunni hans. Fyrir stuttu kom út í Svíþjóð smáskífan Moon in the Gutter, sem á er lagið Skapar fegurðin hamingj- Fimmtudagskvöldið 28. júlí spiiuðu á Zansibar hljómsveit- irnar Síðan skein sól og Ipan- ema. Zansibar er, einsog sjáf- sagt flestir vita, Casablanca á fimmtudagskvöldum, þar sem boðið er öllu jafnan uppá lif- andi tónlist. Þótt Zansibar hafi starfað stutt hefur strax skapast þar sérstakt og skemmtilegt andrúmsloft. Mikið er leikið af þessu bless- aða hip hoppi sem öllu tröllríð- ur um þessar mundir og ekki nema gott eitt um það að segja. A svæðið var mættur góður hópur fólks, enda er öllu jafnan vel mætt á Zansi- bar, betur en á aðra tónleika- staði. ________ Tónleikar á þrælaeyjunni x w f Morgunblaöið/BAR AIK í sóma í Zansibar „The girl from Ipanema" er þekktur djassstandard sem margir frómir djassarar hafa brúkað. Hljómsveitin Ipanema spilar ekki, svo að ég viti þetta lag, en láta sér nægja að nefna sig eftir heimabæ stúlkunnar. Ipanema hefur hefur í sumar æft upp nokkuð sterka dagskrá sem þau frumfluttu þetta kvöld fyrir hálf áhugalausum gestum Zansibar. Hljómsveitin er í flesta staði ágæt. Létt popp án alls brodds — hlutlaust en vel áheyrilegt. Af hljómsveitarmeð- limum var það helst söngkonan unga sem heillaði útsendara Rokksíðunnar með sterkri rödd og kraftmiklum flutningi. Eins var gaman og óvenjulegt að sjá svo örugga og hispurslausa sviðsframkomu hjá óvanri söngkonunni. Blautar varir, Bannað o.sv.fr. Síðan skein sól eru nokkuö góðir, nokkuð skemmtilegir og töff á sviði. Er hægt að fara fram á meira? Ég spái þeim bláeygur, frægð og frama í framtíðinni. Þeir kunna þetta allt og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. En, einhvern- vegin entist ég ekki til að hlusta á þá til enda. V. una? með enskum texta, og fékk þær viðtökur gagnrýnenda að vera með bestu smáskífum árs- ins. Rokksíðan sló á þráðinn til Bubba til Svíþjóðar. Sænskir syngja Leadbelly Hvernig hefur gengið að spila fyrir sænska áheyrendur? Það hefur gengið mjög vel og það hefur verið mjög gaman. Það er gaman að vera að byrja aftur á núlli, sem einhver sem enginn þekkir og að ná tökum á áheyrendum sem vita ekkert við hverju þeir eiga að búast. Það hefur gert mér gott að koma fram fyrir svo stóran hóp ókunn- ugra; það er svo langt síðan það hefur gerst. Ég hef verið að spila svipaða dagskrá og ég hef spilað heima, reynt að þreifa mig áfram og líka valið lög eftir því hvernig skapi ég hef verið hvert kvöld; látið áheyrendur syngja með mér í Leadbelly- lögum og þessháttar. Mistlur- menn hafa verið að kvarta yfir því að ég spili ekki nóg af plöt- unni og að ég spili ekki Moon in the Gutter, þannig að kannski ég fari að gera meira af því. Bubi, af hverju 56? Mér fannst það bara svo gott nafn. Við fyrstu hlustun finnst manni sem lögin séu hvert úr sinni áttinni. Þetta er kannski ekki alveg rétt. Mér hefur til að mynda allt- af fundist Foxtrot og, Klóak- krossfarar vera tengd þó á öðru þeirra sé einskonar Crazy Horse-hljómur. Eina lagið sem kannski er öðruvísi, fönklagið Freedom for Sale, setti ég á plötuna til gamans, til þess að kanna hvaða viðbrögð það fengi. Varð það lag til um leið og lögina á Frelsi til sölu? Já og þá í þessari útsetningu. Við tókum það einnig upp í reggítakti og við reyndum að gera úr því rokklag, en það gekk ekki upp. Það var of mikið af hröðum gítargripaskiptingum og það var því geymt. Enskar raddir í laginu eru bakraddirnar á ensku. Já, fólk á líklega eftir að mis- skilja það, en ég nota bakradd- irnar til að undirstrika það sem ég er að syngja um. Undanfarið hefur dunið yfir okkur straumur af engilsaxneskri tónlist úr út- varpsstöðvunum og mig langaði til að hafa raddirnar á ensku til að sjá hvort fólk tæki yfirleitt eftir því og þá hvort það áttaði sig á því sem ég væri að segja. Það er kannski of langsótt, en enski textinn er í fullu samræmi við það sem ég er að segja í laginu og það var ætlunin frá upphafi. Dylan eða Zappa? Snúum okkur að kassagítar- hliðinni. Lengra lagið minnir nokkuð á sitthvað sem Dylan var að gera á sínum tíma, t.d Desolation Row. Textarnir sem ég geri eru yfir- leitt í kringum tíu til tólf erindi og ég sker þá niður; suma allt niður í þrjú. Þessi texti var upp- haflega tuttugu og tvö erindi og ég gat ekki skorið hann meira niður en í átján erindi og sat því uppi með texta sem þurfti átta til tíu mínútna lag. Mig langaði líka til að brjótast út úr þriggja mínútna munstrinu; að gera eitt- hvað sem væri ekki sölulegt. Hvað Dylan áhrifin varðar, þá held ég að þú gætir eins sagt að ég sé undir áhrifum frá Zappa. Þarft þú ekki samt að semja söluleg lög til að fylgja á eftir plötunni sem kemur út í næsta mánuði? Ég held það varla. Það eru að vísu á plötunni lög sem eru kannski söluleg, lög eins og Moon in the Gutter, en ég held að ég sé bara svo lélegur söngv- ari að ég geti ekki sungið 100% sölutónlist, ég verð alltaf að setja minn persónuleika í lögin; ég hef bara ekki topp-tíu rödd- ina. Kannski er það einmitt út af því sem menn eru að eyða peningum í mig hérna úti, þeir heyra kannski að ég hafi eitt- hvað fram að færa annað en topp-tíu moð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.