Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Þingkosniiigar boð- aðar í Singapore Singapore. Reuter. ÞINGIÐ i Singapore var rofið á miðvikudag, og tilkynnt að nýjar kosningar yrðu haldnar þann 3. september nk. eða fimmtán mánuðum fyrr en áætlað hafði verið. Lee Kuan Yew, forsætisráðherra og hæstráðandi í Singapore, beindi þeim tilmælunum til Wee Kim Wee forseta sem varð að sjálfsögðu við þeim. Ekki kemur það þó flatt upp á fréttaskýrendur að Lee skuli vilja kosningar nú. Efnahagur Singap- ore er í blóma, laun há, atvinnu- leysi sáralítið og verðbólga nánast engin. Kosningaskylda er í Sin- gapore og stjómmálasérfæðingar segja ekki nokkum vafa á að Þjóð- arflokkur Lees muni fara með sig- ur af hólmi, það sé aðeins spum- ing um hversu stór hann verði. Stjómarandstaðan í Singapore er mjög sjálfri sér sundurþykk. Alls bjóða 20 stjómarandstöðu- flokkar og fiokksbrot fram í kosn- ingunum að því er ætlað er. Eng- inn afgerandi leiðtogi stjómarand- stöðunnar virðist ógna veldi Lee. í síðustu kosningum fékk Þjóð- arflokkurinn í fyrsta skipti frá því Singapore fékk sjálfstæði 1965 aðeins nauman meirihluta á þingi. Fréttaskýrendur segja að efna- hagsástandið í Singapore, sem þá var ótryggt, hafí ráðið miklu um það, en síðan hafí verulegur bati orðið og trúlegt að Lee og flokkur hans bæti við sig fylgi. Enda þótt forsætisráðherrann hafí sætt æ meiri gagnrýni síðustu ár fyrir einræðisstjóm og mannréttinda- brot, takmörkun á ritfrelsi og fleira, muni hann án efa ná nægi- legum meirihluta til að geta haldið um stjómartaumana enn um hríð. Charta 77: Tékkar kasti af sér fjötr- um óttans Prag, Reuter. TÉKKNESKA mannrétt- indahreyfingin Charta 77 birti á miðvikudag yfirlýs- ingu þar sem Tékkar eru hvattir til þess að losa sig við „fjötra óttans“, láta skoðanir sínar í ljós og taka afleiðing- nnnm Yfirlýsingin var birt í tilefni þess að tuttugu ár verða liðin frá innrás Sovétmanna í Tékkó- slóvakíu á sunnudag. í henni segir að innrásin 21. ágúst árið 1968 hafí verið hræðileg ógæfa fyrir tékknesku þjóðina og hafí komið í veg fyrir tilraunir til að koma á pólitískum umbótum og mannúðlegra þjóðfélagi. Mannréttindahreyfíngin hef- ur birt yfirlýsingar í tilefni innr- ásarinnar árlega síðan hún var stofnuð árið 1977. Hreyfingin hefur þá ávallt hvatt til þess að allir sovéskir hermenn í landinu, sem taldir em um 80.000, verði fluttir burt frá Tékkóslóvakíu. Engin slík krafa kemur fram í yfirlýsing- unni í ár, en sovésk stjómvöld em hins vegar hvött til að „at- huga atburðina 1968 af raun- sæi. Forseti libanska þingsins, Hussein Husseini, gengur út úr Mansour-byggingunni, þar sem þinghald hef- ur farið fram siðan þinghús landsins skemmdist af völdum sprenginga. í gær áttu þingmenn að kjósa næsta forseta landsins en Husseini frestaði kjörinu þar sem allt of fáir þingfulltrúar mættu tíl leiks vegna óanægju margra kristinna með framboð Suleiman Franjiehs (innfellda myndin). Þeir telja Franji- eh of hallan undir Sýrlendinga. Forsetakjör í Líbanon: Frestað vegna fjar- veru þingfulltrúa Beirut. Reuter. FORSETI líbanska þingsins, Hus- sein Husseini, frestaði i gær kjöri forseta landsins sem fram átti að fara i gær. Ástæðan var sú að aðeins 38 þingmenn voru viðstadd- ir en lágmarksfjöldi til þess að Enn neyðarástand íKhartoum Reuter Hér sést yfír eitt þeirra svæða í Khartoum, höfuð- borg Súdans, sem urðu verst úti eftir flóð í Nílar- Chíle: fljóti. Þúsundir borgarbúa urðu heimilislausar og ótt- ast er að sjúkdómar breiðist út í borginni á næstunni. kosning væri lögmæt var 51. í yfirlýsingu þingforsetans var sagt að nýr fundur yrði ákveðinn „eins fljótt og mögulegt væri.“ Her- flokkar kristinna manna sem andvígir eru Sýrlendingum, höfðu hvatt til að kosningarnar yrðu hundsaðar og margir óttuðust að hryðjuverk yrðu framin í tengsl- um við forsetakjörið. Fyrir þingfundinn höfðu meira en 2.500 vopnaðir lögregluliðar og her- menn komið sér fyrir skammt frá og leyniskyttur voru á húsaþökum til að veijast tilræðismönnum. Aðeins 19 af 41 þingmanni kristinna kom á þingfundinn. Abdallah Rassi innanríkisráðherra sakaði kristnu herflokkana um að beita valdi til að hindra a.m.k. 15 þingmenn í að mæta og sagði herliða kristinna hafa komið sér fyrir í nánd við þinghúsið. „Itrekaðar óskir okkar um að her landsins grípi í taumana og aðstoð- aði þingmenn við að sinna skyldum sínum hafa verið árangurslausar," sagði ráðherrann við fréttamenn. Talsmenn kristnu herflokkanna segjast vilja koma í veg fyrir að hinn 78 ára gamli Suleiman Franjieh, sem er auðugur landeigandi úr hópi kris- tinna maroníta og frá norðurhluta landsins, yrði lqörinn en hann nýtur stuðnings margra múslimskra þing- manna. Mikilvægast er þó að Sýr- lendingar, sem hafa 25 þúsund manna herlið í landinu, styðja hann einnig. Á miðvikudag lýsti leiðtogi sértrúarhóps drúsa, Walid Jumblatt, yfir stuðningi við Franjieh og sagði að frambjóðandi drúsa myndi draga sig í hlé. Franjieh var forseti á árunum 1970 -1976 og telja flestir kristnir Líbanar að hann beri mikla ábyrgð á upphafi borgara stríðsins sem geis- að hefur í landinu árum saman en tengsl hans við Sýlendinga er þó heisti ásteytingarsteinninn. Franjieh er talinn sigurstranglegastur af þeim rúmiega tug manna sem bjóða sig fram. Annar sterkur frambjóðandi er Michel Aoun, sem einnig er krist- inn maroníti og er yfirmaður líbanska hersins. Samkvæmt reglum stjómarskrár landsins um skiptingu embætta milli trúflokka í landinu á næsti forseti landsins að vera kristinn. Óttast er að nái Franjieh kjöri geti það orðið til þess að ríkisheildin leysist endan- lega í sundur. Pinochet boðar tíl kosninga í haust Santlago. Reuter. AUGUSTU Pinochet, forseti ChUe, hefur skýrt frá þvi að kosningar um áframhaldandi herstjórn í landinu muni fara fram i október. Hann hafnar algjörlega þeirri tUiögu að kosið verði um frambjóð- anda sem þjóðareining gæti rikt um. Þetta kom fram í ræðu, sem for- við erum fleiri heldur vegna þess setinn flutti í bænum Punta Aren- as, á miðvikudag. „Við erum sann- færðir um að við komum vel út úr kosningunum , sem fara fram f byijun október," var haft eftir Pinochet. „Við munum sigra í heið- arlegri baráttu, ekki vegna þess að að við erum betri. Látið ekki ein- hver samtök bera fram tillögu um að kosið verði um annan frambjóð- anda,“ tilkynnti hann bæjarbúum sem hrópuðu til hans hvatningar- orð. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar í Chfle hafa farið þess á leit við her- ráðið að kosið verði um frambjóð- anda, sem landsmenn gætu komið sér saman um, en þeirri tillögu hefur Pinochet þegar hafnað. Herráðið, sem nú fer með völdin í Chfle, kemur saman þann 30. ágúst n.k. til þess að útnefna for- setaframbjóðanda kosninganna f haust. Búist er við að Pinochet verði fyrir valinu. Fundin fjöldagröf frá Stalíns-tímanum Moskvu. Reuter. SOVESKT vikurit skýrði frá þvi á miðvikudag að grafir 500 manna, sem Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, lét taka af Ufi seint á fjórða áratug aldarinnar, hefðu fundist i skógi í Hvita-Rússlandi. Talið er að fleiri en eitt lík séu i hverri gröf. Grafirnar komu i ljós þegar gasleiðslur og vegir voru lögð um svæðið. sum bamanna grófu sig undir girð- inguna og komust inn á svæðið. Þegar seinni heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að hreinsanir Stalíns héldu áfram var girðingin umhverfis svæðið í skóginum högg- vin niður og notuð til eldiviðar. Saga staðarins gleymdist svo smám saman. Áður en Míkhaíl Gorbatsjov, leið- togi Sovétríkjanna, komst til valda fyrir þremur árum mátti ekki minn- ast einu orði á ógnarstjóm Stalíns á árunum 1928-1953 en nú er mikið fjallað um þetta tfmabil í sovéskum fjölmiðlum. f ritinu segir að yfirvöld á staðn- um vinni nú að þvf að yfirheyra ellilífeyrisþega í nágrenninu. Sumir þeirra hafi í æsku orðið vitni að því þegar hópar fólks voru fluttir f flutningabílum eftir „dauðavegin- um“ svonefnda inn í skóginn. Flutningamir stóðu yfír frá árinu 1937 til 1941, þegar Þjóðverjar réðust inn f SovétrSin. Haft er eftir sjötugum manni, sem var vitni að morðunum, að fólkið hafi verið skotið í skógar- ijóðri sem afmarkað var með hárri girðingu og gaddavír. Fullorðna fólkinu f nágrenninu stóð stuggur af staðnum og forðaðist hann en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.