Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 48
NYTT SÍMANÚMER ^ 606600 FOSTUDAGUR 19. AGUST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Uffe Ellemann-Jensen: Kolbeinseyj ardeil- an gæti farið til Al- þj óðadómstólsins UFFE Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur segir í samtali við Morgnnblaðið að ef ekki náist samningar í deilunni um Kolbeinsey geti Danir þurft að visa málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Uffe Elllemann segir að þeir hafi í allt sumar beðið um viðræður við íslend- inga um Kolbeinsey en þeir geti ekki sætt sig við eyjuna sem viðmiðun- arpúnkt í landhelgi íslendinga „Óskum okkar um viðræður um Kolbeinsey hefur verið fálega tekið af íslendingum. Ef samningar um Kolbeinsey takast ekki gæti reynst nauðsynlegt fyrir okkur að vísa mál- inu til Alþjóðadómstólsins í Haag,“ segir Uffe Elleman Jensen. „Að mínu mati væri okkur skylt að gera slíkt y til að vemda hagsmuni okkar." Aðspurður um hvort hann setti einhver tímamörk á niðurstöður af samningum um Kolbeinsey sagði Uffe Elleman svo ekki vera en bætti því við að þolinmæði þeirra væri ekki endalaus. „Ég vil taka það fram að ég er ekki sammála þeim röddum sem segja að það að málum á borð við Jan Mayen málið og Kolbeinseyjar- málið sé vísað til Alþjóðadómstólsins skaði vináttu Norðurlandaþjóðanna. Þvert á móti, þetta er sú leið sem y* siðaðar þjóðir fara í að leysa deilu- mál sín,“ segir Uffe Elleman. Hvað Jan Mayen málið varðar segir Uffe Elleman Jensen að hann sé hissa á yfirlýsingum Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar formanns Utanríkis- málanefndar í því. Hér sé um að ræða deilu milli Dana og Norðmanna sem komi íslendingum hreint ekki við. Aðspurður um af hveiju Danir hefðu ákveðið að vísa málinu til Al- þjóðadómstólsins en reyna ekki að semja um það við Norðmenn sagði hann að slíkar samningaviðræður hafi staðið yfir í átta ár án árang- urs. „Þar að auki buðum við Norð- mönnum að setja deiluna í gerðar- dóm en því var hafnað," segir hann. . „Við verðum að gæta hagsmuna Grænlendinga í þessu máli. Fiskveið- ar eru þeim jafnmikilvægar og þær eru íslendingum. Eg vil einnig geta þess að við höfum sagt Norðmönnum að við viljum ná samkomulagi við þá um málið og getum þessvegna hvenær sem er fallið frá málsókn okkar fyrir Alþjóðadómstólnum," segir Uffe Elleman Jensen. Morgunblaðið hafði í gærkvöldi samband við Eyjólf Konráð Jónsson, formann utanríkismálanefndar Al- þingis, vegna framangreindra um- mæla. „Ef það er rétt eftir danska utanríkisráðherranum haft, að Jan Mayen málið „komi íslendingum hreint ekki við“, þá annað hvort þekkir hann ekki forsögu málsins, og lausn þess með merkum samning- um 1980 og 1982, eða vill ekki viður- kenna staðreyndir," sagði Eyjólfur Konráð. „Ef hann er hissa á ummæl- um mínum um málið, er ég stein- hissa á ummælum hans.“ „Mér sýnist, þegar betur er að gáð, að ráðherrann sé varkárari í ummælum um Kolbeinseyjarsvæðið og vil ekkert um það segja fyrr en þau liggja skýrar fyrir og raunar líka bíða með frekari athugasemdir varð- andi Jan Mayen málið í von um að einhvers misskilnings gæti, sem leið- réttur verði,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Morgunblaðið/Þorkell Gjafir til Viðeyjarkirkju skoðaðar Viðeyjarkirkju, næstelstu kirkju landsins, bárust margar góðar gjafir á opnunarhátíð kirkjunnar og Viðeyjarstofu í gær. Davíð Oddsson borgar- stjóri, kona hans Ástríður Thorarensen, Sólveig Ásgeirs- dóttir biskupsfrú og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands virða hér fyrir sér munina. Böm Skafta Þorlákssonar og Önnu K. Jónsdóttur, þau Geirlaug, Svava og Þorlákur gáfu kirkjunni handofinn altarisdúk úr damaski eftir Sigríði Jóhannsdóttur og Leif Breiðfjörð. Leifur smíðaði einnig kertastjaka til minningar um Ólaf Stephensen stiftamt- mann og Sigríði Magnúsdóttur, konu hans, sem nokkrir afkom- endur þeirra hjóna gáfu. Dóm- kirkjan gaf Viðeyjarkirkju altaris- bækur, biblíur, helgisiðabækur og sálmabækur. Sjá bls. 18—19. Endurskipulagning fyrirtækja: Erlendu lánin fara í greiðslu bankaskulda Fyrirtækin þurfa að greiða um 110 milljónir króna í lántökukostnað MILLJARÐUR sá sem ákveðið var að mætti taka að Iáni erlendis til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar fyrirtækja fer í greiðslu bankaskulda þeirra. Af þessum milljarði króna á að veita um 80-90% til fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Þeir sem sækja um þessi lán þurfa að greiða 6% fjárfestingar- skatt auk annars kostnaðar, sem samtals nemur 5% og því greiða fyr- irtækin um 110 milljónir króna i lán- tökugjald. Bankamir eru byijaðir að afgreiða þessi lán en forráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja vilja fá fjár- festingarskattinn felldan niður. Þeim óskum hafa stjómvöld ekki svarað enn. Samband fiskvinnslustöðva mun halda stjómarfund á Akranesi í dag þar sem þetta mál verður rætt auk annarra. Ágúst Elíasson framkvæmdastjóri Sambands fiskvinnslustöðva segir að þeim sem sóttu um lánin hafi verið Ráðgjafanefnd ríkisstjórnarinnar: Hlutafé verði ekki skatt- lagt umfram annað sparifé Skattfrjáls sveiflujöfnunarsjóður fyrir útflutninginn RÁÐGJAFANEFND rikisstjómarinnar í efnahagsmálum lauk í gær gerð tillagna um aukningu eigin fjár fyrirtækja. Tillögur nefndar- innar fela meðal annars í sér að hlutafé verði boðið út í auknum mæli og að hlutabréf í fyrirtækjum verði ekki skattlögð umfram annað sparifé. Þá leggur nefndin til að í stað Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins verði stofnaður sveiflujöfnunarsjóður. „Það þarf að gera það á allan hátt gimilegra en það er í dag fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki að leggja fé í áhætturekstur. Til dæm- is þarf að skattleggja hlutafé í fyr- irtækjum eins og annað sparifé, en þannig er málum alls ekki hátt- að í dag,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að margar af tillögum nefnd- arinnar væru ekki nýjar, en unnið væri að því að setja saman tillögu- pakka, sem forsætisráðherra verð- ur svo afhentur um helgina. „Sveiflujöfnunarsjóðurinn er hugsaður þannig að Verðjöfnunar- sjóður hætti störfum og í stað hans yrði útflutningsfyrirtækjum heimil- að að frysta hluta tekna sinna í góðæri ef þau gætu og þeir pening- ar yrðu ekki skattlagðir fyrr en þá að þeir yrðu teknir í notkun er verr áraði,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði að nefndin hefði ekki lagt til nákvæmlega hvemig menn fengju að geyma þetta fé, hvort það yrði á gjaldeyrisreikningum eða á þann hátt annan, sem menn teldu henta best. Einar Oddur sagði að það væri sama til hvaða efnahagsráðstafana yrði gripið, þeim myndi óhjákvæmi- lega fylgja töluverð lífskjaraskerð- ing. „Mesta lífskjaraskerðingin yrði auðvitað ef engar efnahagsaðgerð- ir yrðu gerðar," sagði hann. „Það blasir við að viðskiptakjör íslend- inga hafa verið að skerðast stór- kostlega. Útflutningsframleiðslan á í vök að veijast vegna þess hvað raungengið er orðið ofboðslega hátt og er hreinlega við það að stöðvast. Það væri náttúrlega hin versta lífskjaraskerðing sem hægt væri að hugsa sér ef það gengi eftir. Við erum að reyna að gera tillögur, sem koma í veg fyrir að svo fari.“ Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. sent bréf þar sem þeir voru beðnir um að segja af eða á hvort þeir tækju lánin á fyrrgreindum kjömm og átti að svara þeim fyrir 15. ágúst. Ágúst vissi ekki um neinn sem hefði hafnað láni. Hann nefnir sem dæmi aðila sem fékk 18 milljóna króna lán. Af því var strax tekin 1,7 millj- ón í kostnað. Kostnaðurinn skiptist þannig að auk 6% skattsins eru tek- in 3,5% í þinglýsingar og banka- kostnað og síðan taka bankamir 1,5% í vaxtamun. Skákþing íslands: Hannes Hlíf- ar efstur HANNES Hlífar Stefánsson er efstur að loknurn 4. umferðum á Skákþingi íslands, sem fram fer í Hafnarborg, með 3,5 vinninga. Margeir Pétursson er í 2. sæti með 3 vinninga og biðskák og Jón L. Arnason er í 3 sæti með 3 vinn- inga. I fjórðu umferð vann Jóhannes Ágústsson Þröst Þórhallsson, Róbert Harðarson vann Benedikt Jónasson, Karl Þorsteins vann Þráin Vigfússon, Ágúst Karlsson vann Ásgeir Þór Ámason, Jón L. Ámason og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli og skák Margeirs Péturssonar og Davíðs Ólafssonar fór í bið. Fimmta umferð hefst kl. 18 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.