Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 ÁHRIFARÍKUR BÍLÞVOTTUR Á ÞVOTTASTÖÐINNI LAUGAVEGI 180. Á aðeins 6-8 mínútum sér bílþvottastöðin Laugavegi 180 um að þvo, þurrka og bóna bílinn þinn. Einnig er hægt að láta háþrýstiþvo undirvagninn. Þvottastöðin er opin frá kl. 8:00-20:00 mánudaga til laugardaga og frá kl. 10:00-20:00 á sunnudögum. Geysissvæðið gert ör- uggara og aðgengilegra Geysisnefnd hóf fyrir skömmu framkvæmdir á hverasvæðinu í Haukadal, Geysissvæðinu, til þess að gera þennan fjölsótta ferða- mannastað öruggari og aðgengi- legri fyrir gesti og gangandi, en um það bil 200 þúsund manns koma árlega að Géysi og nærliggjandi hverum. Auk fegrunar á umgjörð þessarar einstæðu perlu í íslenskri náttúru hyggst Geysisnefnd skapa möguleika á að veita undirstöðu- fræðslu um það hvað er að sjá og hvers vegna á hverasvæðinu. Um- ræður innan Geysisnefndar hafa staðfest, að nefndarmenn telja að leiðbeiningar og fræðsla á vel skipu- lögðum og fallegum göngustígum sem falla að umhverfínu, séu hald- betri öryggisráðstafanir á svæðinu til lengdar og fyrir fjöldann, heldur en mannheldar girðingar og bann- skilti. Aðalgirðingu Geysissvæðis- ins þarf að endurnýja, en í fyrsta áfanga verða lagðir 4 metra breiðir göngustígar, alls 2500 fermetrar. Þá verða gerðir stígar og göngu- pallar úr tré þar sem það hentar til þess að auðvelda ferðamönnum skoðun svæðisins, en árlega hafa orðið á milli 20 og 30 slys þar sem menn hafa brennt sig á hveravatni. Við göngustígana verður síðan komið upp merkingum með nöfnum hvera og ömefnum og á eins konar torgi við aðalhlið Geysissvæðisins verður einnig komið fyrir upplýs- ingum sem varða svæðið. Mörk svæðisins verða því óbreytt og sömuleiðis aðalgönguleiðir milli hvera, en þær verða afmarkaðar mun snyrtilegar en áður með gerð stíganna og kapp verður lagt á að færa svæðið í þann búning sem þessari náttúruperlu ber. Göngustígakerfinu verður í aðalat- riðum skipt í þrennt. Aðalstígurinn verður 4 metra breiður og liggur á milli aðalhliða í svipuðu fari og gamli malarstigurinn. Frá honum liggur „hverastígur", 2,5 metra breiður upp fyrir Strokk, Fötu og Blesa og niður aftur vestan Geysis á aðalstíg. Þriðja gerð stíganna er umhverfís smáhverasvæðið. Þar er gert ráð fyrir malarstígum og tré- brúm um 1,5 metra breiðum, en aðalstígar eru hellulagðir tiltölulega smáum hellum, 10x20 sm, steypt- um í tveimur litum. Við aðalinnganginn er myndað torg eða útvíkkun á stígnum, þar sem gert er ráð fyrir því að koma Ljósmynd/Snorri Snorrason fynr jrfírlitskorti með nöfnum Geysir í Haukadal. Metsölublað á hverjum degi! Skortur á starfsfólki á dagvistarstofnanir Ekki víst að hægt verði að opna allar deildir í haust Talsverður skortur er nú á starfsfólki á dagheimili, skóla- dagheimili og leikskóla og aug- lýsa forstöðumenn þeirra stift eftir fóstrum og ófaglærðu starfsfólki. Að sögn Bergs Felix- sonar, framkvæmdastjóra Dag- vistar barna, eru um 200 af lið- lega 600 stöðum lausar og geng- ur misjafnlega að ráða í þær. Ekki er enn Ijóst hversu margar stöður verða ómannaðar í haust en ekki er víst að hægt verði að opna allar deildir strax í haust vegna mannfæðar. Þeir sem treystu á að fá pláss fyrir börn sín í haust, geta því þurft að sýna sýna biðlund. „Biðlistinn eftir plássum styttist ekki á meðan skortur er á starfs- fólki, svo mikið er víst. Ástandið nú virðist svipað og í fyrra. Það hefur verið skortur á starfsfólki undanfarin 3 ár,“ sagði Bergur. Keflavík - eignaskipti Til sölu nýlegt endaraðhús við Heiðarbraut í Keflavík, 150 fm ásamt 30 fm bílskúr (5 herb. ásamt eldhúsi á tveimur hæðum). Góður staður. Skipti á 3ja eða 4ra herb. íb. á Stór-Rvíkursvæðinu æskileg. Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 92-11420.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.