Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Vopnaðir bankaræningjar yfirbugaðir í Vestur-Þýskalandi: Einn gíslanna lét lífið er lögregla hóf skothríð Höfðu óbreytta borgara á valdi sínu í 52 klukkustundir Bonn. Reuter. VESTUR-ÞTSKU lögreglunni tókst í gær að hafa hendur í hári mannanna tveggja sem brut- ust inni banka í Gladbeck í Vest- ur-Þýskalandi á þriðjudag. Lög- reglumenn, í þyrlum og bílum, umkringdu ræningjana, sem báð- ir eru dæmdir sakamenn, á hrað- braut á milli Kölnar og Frank- furt. Höfðu mennirnir þá haldið Flokksþing repúblikana: Tilnefning Bush formlega staðfest New Orleans. Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandarikjanna, var á aðfaranótt fimmtudags formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblik- anaflokksins í kosningunum í Bandarikjunum i haust. Bush flutti í nótt sjónavarpsræðii, sem talin var sérlega mikilvæg en samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Michael Dukakis, fram- bjóðandi demókrata, meira fylgis meðal bandarisku þjóðarinnar en varaforsetinn. Phil Gramm, öldungadeildar- þingmaður frá Texas, bar fram formlega tillögu þess efnis að Bush yrði tilnefndur sem forsetaefni flokksins. Lofaði hann mjög frammistöðu Bush í embætti vara- forseta og vöktu ummæli hans mik- inn fögnuð meðal fulltrúa á flokks- þingi repúblikana sem fram fer þessa dagana í New Orleans. „Ron- ald Reagan og George Bush unnu markvisst að því að efla varnir landsins en Michael Dukakis hefur lagst gegn sérhveiju nýju vopna- kerfi sem sett hefur verið upp,“ sagði Gramm og sagði ljóst vera að það yrði ógnun við öryggi þjóðar- innar ef Dukakis yrði næsti forseti Bandaríkjanna. George Bush sagði í gær að hann væri fullur bjartsýni og tilbúinn í slaginn. Aðspurður um inntak ræðu Mandela senn laus úr haldi? Durban, Suður-Afríku. Reuter. FORSETI Suður-Afríku, P.W. Botha, sagði í gær að hann væri vongóður um að samkomulag væri á næsta leiti um lausn blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandelas úr haldi. Komið hefur í ljós að Mandela er með berkla í öðru lunganu og dvelst hann nú á sjúkrahúsi. „Sjálfur tel ég að með tilliti til aldurs og heilsu Mandelas þá væri ekki skynsamlegt af honum að fara aftur í fangelsið og ég vona að hann geri mér kleift að bregðast við á mannúðlegan hátt svo að frið- ur haldist í Suður-Afríku," sagði Botha á fundi með flokksfélögum sínum. Mandela hefur setið í fang- elsi í 26 ár sakaður um undirróður gegn ríkinu. „Verði Mandela jafn samvinnu- fús og hann hefur reynst að undan- fömu tel ég að árangur náist," sagði Botha. Hann útskýrði mál sitt ekki nánar en minnti fólk á að hann hefði áður boðið Mandela frelsi gegn því að hann afneitaði öllu of- beldi. Áheyrendur fengu á tilfínn- inguna að þetta væri ekki lengur óhjákvæmilegt skilyrði fyrir frelsi blökkumannaleiðtogans. Þrýstingur hefur aukist á stjóm- völd að undanfömu um að láta Mandela lausan og í gær tók dag- blaðið Beeld, sem styður ríkisstjóm- ina, undir þær kröfur. sinnar, sem hann flutti í nótt, kvaðst Bush ætla að gefa bandarísku þjóð- inni „hlutlæga mynd af stefnu og sjónarmiðum" andstæðings síns. Samkvæmt skoðanakönnun banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC og dagblaðsins The Washington Post, sem birt var í gær, hefur Michael Dukakis þriggja prósenta forskot á George Bush. fjölda óbreyttra borgara í gíslingu í samtals 52 klukku- stundir. Mennimir höfðu tvær konur í haldi þegar þeir náðust. Önnur kon- an lét lífíð er lögregla hóf skothríð á BMW-bifreið ræningjanna á hrað- braut, sem lokað hafði verið af og Iiggur yfir Rínar-fljót milli Kölnar og Frankfurt, en hin særðist alvar- lega. Bankaræningjamir hlutu báð- ir skotsár sem og kona ein sem sleg- ist hafði í för með þeim. Lögreglu- mennimir slupþu allir ósárir. Mennimir, vopnaðir vélbyssum, réðust á þriðjudag inn í bankaútibú í bænum Gladbeck. Þeir tóku tvo starfsmenn bankans sem gísla og hótuðu að myrða þá yrði ekki farið að kröfum þeirra og þeim afhent reiðufé og bifreið. Eftir að lögregla hafði setið um bankann í 14 tíma var farið að kröfum mannanna sem flúðu með gíslana tvo, karl og konu. Lögregla reyndi að veita mönnun- um eftirför aðfaranótt miðviku- dagsins en það reyndist erfítt því Reuter Annar bankaræningjanna, Hans JUrgen Rösner, beinir byssu að blaðamönnum í miðbæ Kölnar í gær. þeir skiptu á bílum a.m.k. tvisvar um nóttina. Um nóttina óku þeir til Oldenzaal í Hollandi þar sem þeir létu bankastarfsmennina lausa. Ræningjamir stefndu norður og komu til Bremen í gær. í Bremen lögðu mennimir hald á langferða- bifreið með 25 farþegum. Þeir skip- uðu bílstjóranum að keyra að bensínstöð þar sem þeir myrtu einn farþegann, ungan ítala, og vörpuðu líkinu út úr bflnum. Einn lögreglu- maður lést og nokkrir slösuðust er þeir misstu stjóm á bifreið sem þeir óku á eftir langferðabifreiðinni. Síðar létu mennimir flesta far- þegana lausa og skiptu á rútunni og grárri BMW bifreið sem þeir óku er þeir náðust. í för með ræningjun- ’ um var unnusta annars þeirra sem slóst í hópinn á miðvikudag. Hún slasaðist á fæti þegar mennimir skutu á eftir tveimur farþegum langferðabifreiðarinnar sem reyndu að flýja. Talið er að mennimir hafí verið undir áhrifum vímuefna. Að sögn sjónarvotta nejrttu þeir einnig áfengis sem þeir höfðu komist yfír á bensínstöð í Bremen.Á meðan á flóttanum stóð vildu þeir ólmir tala við blaðamenn og veittu viðtöl bæði í Köln og Bremen þar sem þeir beindu byssu að blaðamönnum og lýstu yfír því að þeir mætu líf sitt einskis. ZIA-UL-HAQ, FORSETI PAKISTANS, TÝNIR LÍFI í FLUGSLYSI Óvissa um hvað við tekur: Valdabarátta irnian hers- ins gæti siglt í kjölfarið FULLSNEMMT er að spá nokkru um, hvað taki við í Pakistan eftir fráfall Zia ul-Haq forseta i fyrradag. f flugslysinu létust einnig nokkrir þeir áhrifamenn innan hersins, sem Zia sjálfur hefði án efa talið æskilegra að tækju við af sér en Ishaq Khan, forseti þingsins, sem er nú forseti samkvæmt stjórnarskránni. Eins og einræðisherra er háttur hafði Zia Iáðst að leiða hugann að því að hann yrði ekki eilífur og því er nú enginn sjálfsagður arftaki innan seilingar. Ishaq hefur gefið þá yfirlýsingu eina að kosningar verði eins og áformað var. Zia hafði ákveðið að flokkar fengju ekki að bjóða fram og vandséð hvort Ishaq megnar að halda þeirri stefnu til streitu. Sú tilgáta sérfróðra að fráfall Zia gæti orðið Benazir Bhutto til ávinn- ings er að svo stöddu nánast út í bláinn, að mínum dómi; erfitt að sjá fyrir sér að annað gerist en herinn haldi völdum. Það gæti svo verið áhorfsmál hvaða maður reyndist þar sterkastur. Valdabaráttu innan hersins er þvi ekki unnt að útiloka. Zia ul-Haq fæddist í bænum Jul- lundar 12. ágúst árið 1924. Hann gegndi herþjónustu í breska hem- um í Búrma, Malaja og Indónesíu í seinni heimsstyijöldinni og að henni lokinni komst hann smátt og smátt til metorða innan hersins, þótt ekki væri framinn jafn skjótur og hann hefði kosið. Sfðar hækkaði Ali Bhutto hann í tign og tók hann fram yfír sex foringja og gerði hann að yfirmanni herafla landsins. Nokkrum árum síðar stýrði Zia valdaráni gegn Bhutto. Stjómartíð Bhuttos hafði ein- kennst af óróa og pólitískri spill- ingu. Zia sakaði Bhutto um að hafa látið myrða ýmsa keppinauta. Bhutto var leiddur fyrir rétt og dæmdur til hengingar. Zia ákvað að dómnum yrði fullnægt. Um allan heim var aftakan for- dæmd. En eftir að Sovétmenn réð- ust inn f Afganistan gerðist Zia einn skeleggasti gagnrýnandi Kab- úlstjómarinnar og innrásarliðsins, þótt flestir áttuðu sig á að sú af- staða mótaðist ívið meira af hags- munastöðu Pakistans. Hann ávann sér með þessu hylli Vesturlanda, einkum Bandaríkjanna, sem studdu Pakistan með mikilli hemaðar- og fjárhagsaðstoð eftir að Zia hafði nánast opnað landið fyrir flóttafólki frá Afganistan. Þegar Zia rændi völdum sagðist hann ætla að sitja í þijá mánuði og efna síðan til kosninga og stuðla að því að lýðræði kæmist á. Hann ríkti í ellefu ár og var jafn afhuga að láta af völdum þegar hann féll frá og þegar hann komst til áhrifa. Engum blandast hugur um að styrkur hans lá í þvf að sjá leiki andstæðinganna fyrír jafnvel áður en þeir virtust vita þá sjálfír. Óbil- andi trú á eigin hæfni og óskeikula dómgreind gerði honum auðvelt að réttlæta harðýðgislega innanlands- stjóm. Zia viðurkenndi aldrei að hann sæktist eftir völdum valdanna vegna. Hann virðist hafa trúað því í einlægni að hann væri einn fær um að stjóma. En af mörgu varð þó ráðið að sætleiki þess var honum ekki jafn leiður og hann lét. Hann þótti sterkur persónuleiki, brosandi og landsfoðuriegur. Honum tókst með klókindum og lagni að afla sér álits á alþjóðavettvangi, en vinsæld- ir hans heima fyrir voru blendnar. Hann hikaði framan af ekki við að losa sig við andstæðinga sína, og var ekki vandur að meðulum. Hann lagði sig í líma að sýna lönd- um sínum hversu alþýðlegur hann Zia ul-Haq var, ferðaðist um á hjóli á tfmabili til að benda mönnum á að skilja bflinn eftir heima og spara þannig orku. Þar sem fáir bflar eru í einka- eign, náði þetta framtak ekki tilætl- uðum áhrifum. Öðru dæmi um manngæsku hans var hampað er hann lét bílstjóra sinn nema staðar þar sem hafði orðið umferðarslys og skipaði hon- um að taka hinn særða upp í og fara tafarlaust með hann á sjúkra- hús. Daginn eftir fór Zia með ljós- myndaraskara að vitja mannsins á sjúkrabeði. Læknir einn missti út úr sér, að það hefði getað kostað slasaða manninn lífið að hann var ekki meðhöndlaður rétt eftir slysið. Lét læknirinn að því liggja að það hefði verið með herkjum að tókst að bjarga lífí hans. Sfðan hefur ekki til læknis þessa spurst. Zia sagðist vera dyggur múslimi og hann vildi efla veg islam. Stefna Zia hvað þetta varðaði mæltist mis- jafnlega fyrir, sumir töldu að ekki væri nóg að gert, aðrir vildu fara hægar í sakimar. Benazir Bhutto Almennt hafa framfarir í Pakist- an á stjómartímabili Zia ul-Haq verið tregar og hagur þjóðarinnar hefur lítið skánað. Sú stefna Zia að vingast við Bandaríkjamenn stafar ekki aðeins af andúð hans á kommúnistum, heldur veldur þar og úlfúðin milli Indveija og Pakist- ana. Um árabil hafa Bandaríkja- menn litið homauga hvað Indveijar hafa verið hallir undir Sovétmenn og var Bandarfkjamönnum vemleg nauðsyn að verða sér úti um banda- mann í þessum heimshluta, ekki síst eftir að íran hafði sagt skilið við þá. Hvaða skoðun sem menn hafa á stjómarfari Zia ul-Haq er augljóst að um kænsku hans verður ekki deilt. En hvað hann skildi eftir sig og hvað tekur við í Pakistan er auðvitað gáta, þótt öll merki séú um að herinn haldi þar áfram völd- um. Hvort sem kosningunum í nóv- ember verður haldið til streitu eða ekki. Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.