Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Drangsnes: Bygging tengibyggingar við grunnskólann hafinn Laugarhóli, Bjarnarfirði. FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við byggingu tengibyggingar við grunnskólann á Drangsnesi, en fyrirtækið Fjarðarsmiðjan í Garðabæ var lægstbjóðandi í verkið eftir upplýsingum frá verkfræðifyrirtæk- inu er bauð verkið út. Tengibyggingin rúmar nýjan inngang i skól- ann, snyrtingu og einnig kennarastofu á efri hæð. Tengist bygging- in við norð-austurenda skólans. í vikunni 8.—13. ágúst, risu grunnveggir nýrrar tengibyggingar við grunnskólann á Drangsnesi. Þarna mun um að ræða byggingu sem síðar meir mundi tengja gamla skólann við viðbyggingu skólahús- næðis. Að vísu er þama aðeins um litla byggingu að ræða, sem mun hýsa nýjan inngang í gamla skólann fyrst um sinn, ásamt nýjum salemum og snyrtiaðstöðu. Verður þessi við- bygging upp á tvær hæðir, en á efri hæðinni verður kennarastofa, en slíkt rými var ekki fyrir í skólan- um, nema á skrifstofu skólastjóra upp í íbúðarrými hans, og þurfti þá að fara niður í kjallara og upp í íbúðina til að komast í þá kennara- stofu. Það var fyrirtæki í Garðabæ, Fjarðarsmiðjan, sem átti lægsta til- boð í þessa byggingu, eða rífar 6 milljónir króna. Verkið er nú hafið. Lokið er við að rífa gamia anddyr- ið, grafa fyrir sökklum og steypa upp veggi að grunni byggingarinn- ar. Þá er efni til framhalds verksins komið á staðinn. Tilboð Fjarðarsmiðjunnar, sam- kvæmt verklýsingu, var að reisa húsið fokhelt. Mun því byggingar- stigi að öllum líkindum náð fyrir haustið. Þá mun hafa verið unnið að end- urbótum á bókhlöðu Drangsness. Þar em komnar nýjar tröppur og útihurð. - SHÞ Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Framkvæmdir við grunnskólann á Drangsnesi. Bókhlaðan á Drangsnesi, sem nú hefir verið lagfærð. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafólagsins: 19.-24. igúst (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Gengið á tveimur dögum i Álfta- vatn með viðkomu í Hrafntinnu- skeri. Gist tvær nætur í Álfta- vatni og síðan haldið í Emstrur og gist. Frá Emstrum verður gengið á Einhyrningsflatir, þar sem billinn bíöur og flytur hópinn til Þórsmerkur. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 24.-28. ágúst (5 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Sama tilhögun og í feröinni 19. ágúst. Fararstjóri: Kristján Maack. 26.-31. ágúst (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Sama tilhögun og í ferðinni 19. ágúst. Fararstjóri: Sigurður Kristjáns- son. Athugið fá sæti laus f ferðirnar. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu. Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag íslands. Ifcfrf Útivist, c,0„n , Helgarferðir 19.-21. ágúst: 1. Þórsmörk - Goöaland. Frá- bær gistiaöstaða í Útivistarskál- unum Básum. Gönguferöir við allra hæfi. Missiö ekki af sumrinu í Þórsmörk. 2. Hungurflt - Markarfljóts- gljúfur - Laufafell. Mjög fjöl- breytt ferð við Fjallabaksleið. Gist í tjöldum. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafólagsins sunnudaginn 21. ágúst 1. Kl. 08.00. Þórsmörk - dags- ferð. Verð kr. 1200. 2. Kl. 10.00 Höskuldarvelllr - Selsvallafjall - Vlgdfsarvelllr. Ekið að Höskuldarvöllum og gengið þaöan á Selsvallafjall um Vesturháls að Vigdisarvöllum. Verð kr. 800. 3. Kl. 13.00 Krýsuvlk - Vigdfsar- vellir. Frá Krýsuvík er gengið yfir Sveifluháls að Vigdísarvöllum Verð kr. 800. Miðvikudagur 24. ágúst, kl. 08. Þórsmörk - dagsferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn i fylgd fullorð- inna. Ferðafélag fslands. Laugardagur 20. ágúst: Strandganga í landnámi Ingólfs - aukaferð Kl. 10.30 Krfsuvfkurberg - Háa- berg - Herdfsarvfk. M.a. gengiö hjá Seljabót og Álnaboga. Verð 900 kr. Kl. 13. Háaberg - Herdfsarvfk. Siðdegisgangan er styttri og léttari. Skemmtileg strandganga yfir gömul og gróin hraun. í bakaleið verður gengið á Eld- borg undir Geitahlið og hinn sögufræga Deildarháls. Verð 900 kr. 20. ferð verður sunnudaginn 28. ágúst samkvæmt prentaöri dag- skrá. Brottför frá BSf, bensfnsölu. Dagsferð i Hrafntinnusker sunnudag kl. 8. Sjáumstl. Útivist. AGLOW - kristileg samtök kvenna Fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.00-22.00 í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi. Byrjað verður með kaffi og köku kr. 200,- Gestur fundarins verður Carolyn Kristjánsdóttir. Allar konur velkomnar. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferöir Ferðafólagsins -19.-21. ágúst 1. Þórsmörk - Rjúpnafell. Tjaldað í Stóraenda. 2. Þórsmörk. Gist f Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. 3. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins i Laugum. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar atvinnuhúsnæði húsnæði óskast Verslunarhúsnæði óskast Rótgróin sérverslun óskar eftir leiguhúsnæði á góðum stað í Reykjavík. Stærð ca 40 fm. Upplýsingar í símum 622820,44721 og 53761. Til leigu lager- eða iðnaðarhúsnæði, flatarmál 860 fm, á góðum stað í borginni. Þeir, sem áhuga hafa á húsnæðinu, leggi inn upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. ágúst nk. merktar: „B - 2348“. Til leigu skrifstofuhúsnæði 200 fm með vönduðum innréttingum í virðu- legu húsi í miðbænum. Bílastæði. Leigutími: 5 ár eða eftir samkomulagi. Lúxus íbúð með húsgögnum 150 fm íbúð á efstu hæð í hjarta borgarinn- ar. Tvö bílastæði í bifreiðageymslu. Leigist frá 1. sept. '88 til 1. júní '89. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Miðbær - 4724“. Ibúð Í4 mánuði Ungt, rólegt par utan af landi bráðvantar 2-3 herbergja íbúð í 3-4 mánuði (með húsgögn- um kæmi til greina). Meðmæli og fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 93-66666 allan daginn og 91-84194 eftir kl. 19.00. tilkynningar Lögmannsstofa Ég hef flutt lögmannsstofu mína á Linn- etsstíg 1, Hafnarfirði. Valgarður Sigurðsson hdi, Linnetsstíg 1, pósthólf 76, 222 Hafnarfjörður, sími 53033. [ nauðungaruppboð | Vestur-Skaftafellssýsla IMauðungaruppboð Þriðja og síðasta á eigninni, Vikurbraut 21A, Vík i Mýrdal, þinglýst eign sláturhússins V/kur hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 22. ágúst 1988 kl. 13.00. Uppboösbeiöandi er Rikissjóður íslands. | lögtök Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opin- berum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1988 skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskatt- ur, lífeyristryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingargjald atvr. skv. 36. gr., kirkju- garðsgjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, að- stöðugjald, atvinnuleysistryggingargjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysa- tryggingargjald v/heimilisstarfa og sérstakur eignarskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 16. ágúst 1988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.