Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
35
VISA ísland f imm ára:
Útgefin greiðslukort
bráðum 100 þúsund
GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIÐ VISA ísland varð fimm ára þann
8. ágúst s.l. í tilefni af afmælinu og væntanlegrar útgáfu 100 þúsund-
asta VISA- kortsins hefur verið ákveðið að veita viðtakanda þess 100
þúsund króna ferðaúttekt að eigin vali.
Félagið var stofnað 15. apríl 1983 hérlendis og tóku auk þess út um
sem sameignarfyrirtæki fimm banka
og þrettán sparisjóða. í árslok 1985
var félagsforminu síðan breytt í
hlutafélag; Greiðslumiðlun hf. og
jafnframt gerðust sjö sparisjóðir í
viðbót eígnaraðilar. Alls eru hlutha-
far því 25 innlánsstofnanir eða 83%
bankakerfisins.
Útgefin VISA- kort eru nú nær
100 þúsund talsins. Af útgefnum
kortum eru um 80.000 VTSA- kort
virk í hveijum mánuði og lætur nærri
að yfir 70% allra heimila í landinu
séu með VISA og meir en helmingur
allra landsmanna á aldrinum 18- 67
ára.
VISA ísland er aðili að VISA Int-
emational fyrir hönd eignaraðila
sinna og tengist þannig útbreiddasta
og tæknivæddasta greiðslusiptakerfí
heims, „Visanet".
Mikla athygli hefur vakið innan
VISA- samstarfsins á alþjóðlegum
vettvangi hversu mikil og ör korta-
notkun er orðin hér á landi, segir í
frétt frá fyrirtækinu. Ekki það
hversu korthafar eru í sjálfu sér
margir, þvi víða em fleiri kort í
umferð miðað við íbúaijölda, heldur
hitt hversu oft menn nota kort sín.
Meðal færsluíjöldi á kortreikning hjá
VISA er nú rúmar tíu færslur í mán-
uði en er að meðaltali í heiminum
um þijár færslur í mánuði.
í júlímánuði notuðu korthafar
VISA kort sín um 600 þúsund sinn-
um innanlands og 65 þúsund sinnum
erlendis. Erlendir VISA- korthafar
greiddu í sama mánuði um 50 millj-
ónir króna fyrir vöm og þjónustu
10 milljónir í reiðufé.
Á þeim fimm ámm sem liðin em
frá stofnun VISA- íslands hefur ver-
ið bryddað upp á ýmsum nýjungum.
Má þar nefna sfmgreiðslur, til
greiðslu leikhúsmiða, smáauglýs-
inga, vegna póstverslunar o.fl., boð-
greiðslur til sjálfvirkrar millifærslu á
ýmsum fastagjöldum, áskriftum
blaða og tímarita o.fl., raðgreiðslum,
til að dreifa greiðslubyrði vegna
stærri viðskipta, ferðakostnaðar,
tryggingargjalda o.fl. Þá fylgja
VISA- viðskiptum nú ferðaslysa- og
sjúkratryggingar og viðlagaþjón-
usta, korthöfum að kostnaðarlausu.
í fyrra var hafin útgáfa Gullkorta,
sem em einkum ætluð þeim sem eiga
tíð erindi til útlanda vegna viðskipta
og fundahalda eða í embættiserind-
um.
Nú er unnið að undirbúningi þess
að tölvuvæða kortaviðskiptin enn
meir en þegar er, m.a. með uppsetn-'
ingu búð- og símskanna (EPTOS),
þ.e. sjálfvirks heimilda- og færslu-
streymiskerfis um tölvutengsl við
verslanir og þjónustustaði. Jafnframt
því að auka hraða og öryggi í við-
skiptum dregur við það úr pappír-
snotkum og skrifborðs- og skráning-
arvinna minnkar.
Starfsmenn VISA íslands em nú
um 30 talsins, en auk þess vinna um
150 manns við störf tengd VISA á
140 afgreiðslustöðum banka og
sparisjóða víðsvegar um land. Skrif-
stofur VISA em nú að Höfðabakka
9 í Reykjavfk. Stjórn VISA- ísland
skipa: Jóhann Ágústsson fyrir
Landsbankann, formaður, Sólon R.
Sigurðsson fyrir Búnaðarbankann,
Sigurður Hafstein fyrir Samband
íslenskra sparisjóða, Gunnar Sigur-
jónsson fyrir Samvinnubankann,
Halldór S. Magnússon fyrir Iðnaðar-
bankann og Ólafur St. Ottósson fyr-
ir Alþýðubankann. Hafa hinir þrír
fyrsttöldu verið með frá upphafi, sem
og framkvæmdastjóri fyrirtækisins
Einar S. Einarsson.
(Úr fréttatilkynningu.)
Morgunblaðið/PPJ
Fokker 50 á Reykja víkurflugvelli
Prófuð hefur verið undanfarið ný flugvélategund, Fokker 50, á
malarbrautunum á Egilsstaðaflugvelli, en vélartegundin er arf-
taki Fokker-27 vélarinnar, sem notuð hefur verið hér í innanlands-
flugi undanfarna áratugi.
Verkfræðistofnun Háskólans:
Húsin standast gildandi
reglur varðandi burðarþol
EFTIRFARAN ADI fréttatil-
kynning frá Verkfræðistofnun
Háskólans birtist í Morgun-
blaðinu á föstudaginn. Vegna
mistaka við þá birtingu fer til-
kynningin aftur hér á eftir.
Samkvæmt beiðni borgarverk-
fræðings og byggingarfulltrúans í
Reykjavík hefur Verkfræðistofnun
Háskóla íslands gert athugun á
burðarþoli eftirtalinna húsa í
Reykjavík: Eldshöfði 18, Eldshöfði j
16, Suðurlandsbraut 22, Suður- i
landsbraut 24, Réttarháls 2, Elds-
höfði 14 og Skipholt 50C.
Tilgangurinn með þessari at-
hugun er, eins og kemur fram í
bréfi byggingarfulltrúans til Verk-
ísafjarðarflugvöllur:
Flugslys sviðsett um helgina
HALDIN verður flugbjörgunar-
æfing á Vestfjörðum um helgina
á vegum Flugmálastjórnar og
Nato. Æfð verða sameiginleg
viðbrögð ríkja við Norður—Atl-
antshaf við flugslysum í far-
þegaflugi á Atlantshafsflugleið-
unum. Æfing þessi er haldin ár-
lega til að samræma björgunar-
aðgerðir borgaralegra aðila og
hernaðaraðila ef til þess kæmi
að farþegavél færist hér um slóð-
ir.
Sett verður á svið flugslys á ísa-
fjarðarflugvelli sem bæði opinberir
aðilar og sjálfboðaliðar taka þátt í.
Æfingunni er stjómað af Almanna-
vamanefnd en þátt í henni taka
lögregla, slökkvilið, sjúkrahús,
björgunarsveitir, Landhelgisgæsla
og að hluta til heilbrigðisþjónusta
í Reykjavík. Að sögn Guðjóns Pet-
ersen, framkvæmdastjóra Al-
mannavama ríkisins, mun „slysið"
sjálft eiga sér stað á Isafírði en
fylgst verður með hvemig sjúkra-
flutningar til Reykjavíkur ganga
fyrir sig og viðbragðshraði sjúkra-
húsa í höfuðborginni kannaður.
fræðistofnunar, „að fá fram sjálf-
stætt mat Verkfræðistofnunár á
burðarþoli húsanna". Athuguninni
er nú lokið fyrir nokkm og hafa
niðurstöður verið kynntar bygg-
ingaryfírvöldum í Reykjavík.
Með athuguninni er leitast við
að varpa nokkm ljósi á þá spum-
ingu hvort umrædd hús standist
gildandi reglur og hvort burðar-
þoli þeirra sé á einhvem hátt
áfátt. Meginniðurstöður athugun-
arinnar em:
— Húsin standast gildandi regl-
ur varðandi burðarþol.
— Húsin standast jarðskjálfta-
álag samkvæmt íslenskum staðli
IST 13.
— Jarðskjálftaþol húsanna
virðist viðunandi.
Ennfremur, íslenskar hönnun-
arreglur era ekki einhlítar og er
nauðsynlegt að endurskoða þær
og lagfæra.
Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem
betur mætti fara í hönnun húsanna
og hefur ábendingum þar að lút-
andi verið komið á framfæri.
Gísli Jónsson,
prófessor, stjómarformað-
ur
F.h. Verkfræðistofnunar
skóla íslands
Ragnar Sigbjömsson,
f ramkvæmdastjóri.
Há-
Kaupmannahöfn:
Daði Guðbjömsson heldur sýningu
Jónshúsi, Kaupmannahöfn
DAÐI Guðbjörnsson listmálari opnaði nýlega myndlistarsýningu
í félagsheimilinu í Húsi Jóns Sigurðssonar. Sýnir hann 15 olíumál-
verk og 10 grafíkmyndir hefur þegar selt nokkrar þeirra. Sýning-
in stendur út þennan mánuð og er opin miðvikudaga til sunnu-
daga á opnunartíma félagsheimilisins.
Listamaðurinn er fæddur í
Reylqavík 1954 og stundaði nám
í Myndlistaskólanum í Reykjavík
1969—76 og síðan í Myndlista-
og handíðaskóla íslands til 1980.
Hélt hann sína fyrstu einkasýn-
ingu það ár í Galleríi Suðurgötu
7, en hafði tekið þátt í samsýn-
ingu í Ásmundarsal tveim ámm
fyrr. Hefur sfðan hver sýningin
rekið aðra víða um Evrópu, en
Daði hefur sýnt í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð, Þýzkalándi, Sviss
og Hollandi. í síðasttalda landinu
dvaldi han árlangt við nám í Rij-
ksakademi van Beeldende Kunst-
en f Amsterdam. Er Daði löngu
vel þekktur heima, en hefur ekki
sýnt fyrr hér í Höfn, heldur í
Aarhus Kunstbyggning 1986, þar
sem hann tók þátt í grafíksýningu
og fékk mjög góða dóma í Jyl-'
landsposten fyrir fínlega myndir
sínar. Þá má nefna, hve skemmti-
leg íslenzk nöfn hann velur mynd-
unum.
Frá 1. júní hefur Daði Guð-
bjömsson dvalið í fræðimannsí-
búðinni hér í húsi ásamt eiginkonu
sinni Guðbjörgu Siguijónsdóttur
píanókennara og ungum syni
þeirra. Daði hefur kynnt sér
danska myndlist, eldri og yngri,
og hefur notið þess vel að dvelja
þessa mánuði í Kaupmannahöfti.
Hér er margt að sjá í myndlist,
ekki sízt fyrir íslendinga, segir
Daði, þar sem dönsk og íslenzk
málaralist tengist frá upphafi og
erlendir strauma berast gjaman
hér um. Em listasöfnin afar
áhugaverð, ekki sízt Statens
Museum for Kunst í næsta ná-
grenni hér við Austurvegg og af
miklu er.að taka í athyglisverðri
nútímalist. Daði hefur einnig mál-
að þessar vikur og em öll málverk-
Morgunblaðið/Guðrún L Ásgeirsdðttir
Daði Guðbjörnsson við „Tvíeggjað málverk“.
in á sýningunni unnin hér í Höfn.
Hinn íjósblágræni litur koparþaka
borgarinnar í nýju málverkunum
er greininlega áhrif frá dvölinni,
enda segir Daði þann lit ásamt
rauðbrúna múrsteinslitnum vera
sérkenni borgarinnar.
- G.L.Ásg.
Verkfræðistofnunar.
Óttar P. Halldórsson,
prófessor.
Júlíus Sólnes, prófessor.
Sýningum að
ljúka í Nor-
ræna húsinu
t
SÍÐUSTU forvöð að sjá Sumar-
sýningu Norræna hússins með
Iandslagsmálverkum eftir Jón
Stefánsson í sýningarsölum húss-
ins eru um næstu helgi.
Á sýningunni em 36 myndir úr
eigu stofnana og einstaklinga. Sýn-
ingin var opnuð 23. júlí sl. og hefur
aðsókn verið mjög góð og margir
erlendir gestir hafa skoðað hana
sem og íslendingar. Sýningunni
lýkur sunnudaginn 21. ágúst. Sýn-
ingársalir em opnir kl. 14—19.
I anddyri hefur staðið yfír sýning
á íslenskum steinum, sem félagar
úr Félagi áhugamanna um steina-
fræði hafa safnað víða um land.
Þama getur að líta marga mjög
sérkennilega steina og fágæta úr
íslenskri náttúm.
Stjómarmenn hafa verið á sýn-
ingunni og veitt upplýsingar um
steinana og hefur sýningin vakið
mikla athygli. Henni lýkur einnig
sunnudaginnn 21. ágúst.
(Fréttatilkynning)
Þriðja bók-
in um Raiju
ÞRIÐJA bókin af tíu f bókaflokkn-
um um Raiju, finnsku stúlkuna
sem send var til Noregs til að al-
ast þar upp, er nú komin út. Bók-
in heitir III álög.
Raja og fylgdarlið hennar beijast
áfram í stórhríð og nistingskulda —
í átt til landsins við hafið í norðri.
Þau em að lotum komin þegar þau
rekast á yfirgefið býli sem ill álög
hvíla á.
Raija veit ekki að álagastaðurinn
á eftir að gjörbreyta lífi hennar með
dularmögnum -sínum, grimmd og
illsku — og þar hittir hún ljóshærða
risann sem vill kaupa ást hennar og
svífst einskis til að fá vilja sínum
framgengt.
Bækurnar um Raiju em eftir
norsku stúlkuna Bente Pedersen, en
hún hefur einnig skrifað smásögur
og hlotið athygli í heimalandi sinu.
(Fréttatilkynning)