Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGIJST 1988
33
Afmæliskveðja:
Friðrik Pálmason,
bóndi, Svaðastöðum
Friðrik bóndi á Svaðastöðum í
Skagafirði er sjötugur í dag. Þótt
fátt bendi til þess að senn fari að
hausta að í lífí hins síunga og
lífsglaða Svaðastaðabónda, þá verð-
ur þeirri staðreynd víst ekki mót-
mælt, að sjö áratugir eru nú liðnir
frá því Friðrik kom í heiminn á hinu
rótgróna og glæsilega heimili á
Svaðastöðum.
Mér verður það alltaf minnisstætt,
þegar ég fyrst hitti Friðrik að máli
fyrir nokkrum árum. Áhugi minn á
hinum víðfrægu Svaðastaðahrossum
hafði gert það að verkum að mig
langaði til að koma að Svaðastöðum,
ræða við Friðrik og fá að skoða hross
hans. Er ég har upp erindið í síma
var því vel tekið, og kvað Friðrik
best að ég kæmi um það leyti, sem
stóðréttir yrðu í Laufskálarétt í
Hjaltadal. Varð það að ráði að þá
kæmi ég norður, og gisti áður eina
nótt á Svaðastöðum.
Er þangað var komið snemma
föstudags, aðfaradags réttardagsins,
var mér tekið með kostum og kynj-
um. Ásta húsfreyja var að vísu ekki
heima, en það breytti því ekki að vel
var tekið á móti aðkomumanni og
veitt vel í mat og drykk þann dag
allan og næstu nótt á eftir! — Og
sem dagurinn leið við frásagnir af
mönnum og hestum, varð mér smám
saman ljóst, að aldrei verða sundur-
skilin hin margrómuðu Svaðastaða-
hross og Svaðastaðamenn, sem í ár-
hundruð hafa ræktað þau og gert
þau að bestu hrossum _á íslandi og
þótt víðar væri leitað. Á Svaðastöð-
um rennur allt saman í eitt: Menn
og hestar, nútíminn og gömul minni,
huldufólk í bæjarhólnum og undar-
legir atburðir í nútíð og fortíð. Sá,
sem ekki þekkir Svaðastaðamenn og
aðra Skagfírðinga austan Héraðs-
vatna, getur aldrei skilið innsta eðli
Svaðastaðahrossanna. Á sama hátt,
getur sá sem aldrei hefur kynnst
Svaðastaðahrossunum, aldrei kynnst
Skagfírðingum til hlítar. Mér fínnst
einhvern veginn eins og Friðrik á
Svaðastöðum sé ómissandi hlekkur í
allri þessari keðju: Hann stendur
öðrum fæti fast i nútímanum, um
leið og hann stendur þétt í hinn fót-
inn f sögunni og uppruna sínum.
Allir sem að Svaðastöðum hafa
komið, hafa kynnst kímnigáfu Frið-
riks, og hinni léttu lund hans. Menn
og skepnur spretta ljóslifandi fram
þegar hann hefur frásögn sína, og
dregur fram takta og kæki manna
sem hann hefur mætt, eða breytir
röddu sinni til að gefa sögunni nýja
vídd. Allt þetta tal hefur mér þó fund-
ist vera græskulaust, og Friðrik hef-
ur aldrei þurft að upphefja sjálfan
sig á því að gera lítið úr öðrum.
Sama ættin hefur nú búið á Svaða-
stöðum síðan um 1760. Lengst af
hefur Svaðastaðaheimilið verið vel
stætt fyrirmyndarheimili, sem miðlað
hefur umhverfí sínu frekar en að
þiggja af því. Svaðastaðabændur
voru margir vellauðugir, og áttu
sumir tugi ef ekki hundruð jarða.
Það er því þessu fólki vfðs fjarri að
hugsa eins og kotungar, — miklu
frekar er rausnin þeim eðlileg. Ég
minnist þess til dæmis, að eitt sinn
sagði Friðrik mér að hann hefði áður
átt jörð eina í vestanverðum Skaga-
fírði. Ég lét í ljós undrun fyrir þessu,
og spurði hvemig hefði staðið á því.
Og svarið kom, eins og ekkert væri
sjálfsagðara: „Já, gömul frænka mín
gaf mér hana“. — í Ijósi þessa er
það líklega ekki svo undarlegt, þótt
Friðrik eigi það til að gefa vinum
sínum eitt og eitt tryppi, ef honum
býður svo við að horfa!
Friðrik var ekki gamall, er faðir
hans féll frá, og það kom í hans hlut
að taka við búi á Svaðastöðum. Pálmi
faðir hans dó árið 1938, er Friðrik
var tvftugur að aldri, og ári síðar
dó Anna Friðriksdóttir móðir hans.
Á þeim tíma var enn mannmargt á
Svaðastöðum; fjöldi vinnufólks og
skyldmenna var þar með fasta bú-
setu. Það stóð þó ekki lengi, því
stríðsárin og eftirstríðsárin gerðu
það að verkum, að fólkið fluttist úr
sveitum landins suður á mölina.
Smám saman varð Svaðastaðaheim-
ilið að aðlaga sig þessum breytingum
eins og önnur sveitaheimili, og það
kom í hlut Friðriks og Ástu Hansen
konu hans, að stjóma þeim breyting-
um. Það hefur þeim tekist með ágæt-
um: Allir sem að Svaðastöðum koma,
fínna að þar býr nútímafólk, en um
leið skammast það sín ekki fyrir
fortíð sína né forfeður, og gömul
gildi em þar enn í heiðri höfð. Óvíða
er eins gott að koma og að Svaða-
stöðum, og þótt þau hjón Friðrik og
Ásta séu ólík um margt, þá eru þau
samtaka í takmarkalausri gestrisni
við þá sem að garði ber. — Það er
í samræmi við þessa gestrisni og
höfðingsskap þeirra Svaðastaða-
hjóna, að þegar ákveðið var að halda
upp á sjötugsafmæli Friðriks í dag,
dugði ekkert minna húsnæði en fé-
lagsheimili sveitarinnar. Ekki efa ég
að þar verður margt um manninn;
skyldfólk, nágrannar og vinir.
Friðrik' Pálmasyni vini minum
sendi ég mínar bestu afmæliskveðj-
ur. Megi hann njóta sem flestra
ævidaga til viðbótar. — Mætti ég að
lokum vera svo djarfur að óska hon-
um einnar afmælisgjafar, þá væri
hún sú, að forlögin höguðu því svo,
að einhver afkomenda hans taki við
búi á Svaðastöðum, þegar þau Ásta
telja tímabært að draga saman segl-
in.
Anders Hansen
í dag, 19. ágúst 1988, er einn
þekktasti hrossabóndi landsins, Frið-
rik Pálmason, Svaðastöðum, Skaga-
fírði, sjötugur.
Mér þykir því vel við hæfi að senda
þessum ágæta frænda mínum nokk-
ur orð í tilefni dagsins.
Friðrik fæddist að Svaðastöðum
19. ágúst 1918, sonur hjónanna þar,
Pálma Símonarsonar og Önnu Frið-
riksdóttur.
Pálmi Símónarson var f. 5. júní
1968 að Brimnesi í Viðvíkursveit,
d. 8. sept. 1938 á Svaðastöðum, for.:
Símon bóndi í Brimnesi f. 1827, d.
1874, Pálmasonar, bónda í Brim-
nesi, Gunnlaugssonar, af Stóru-
brekkuætt í Fljótum, — og k.h. Sigur-
laugar f. 1828, d. 1910, Þorkels-
dóttur. Sigurlaug var systir Jóns
bónda ríka á Svaðastöðum.
Pálmi hafði tekið við búi að Svaða-
stöðum að Jóni Þorkelssyni látnum
vorið 1900.
Anna var f. 13. jan. 1879 að Ytra-
Vallholti, d. á Svaðastöðum 21. júlí
1939, Friðriksdóttir, alþm. og b. að
Skálá, Málmey o.v., f. 1840, d. 1917,
Stefánssonar og síðari konu hans,
Hallfríðar, f. 1858 d. 1949, Bjöms-
dóttur, hreppstjóra og dbrm. á Skálá
í Sléttuhlíð, Þórðarsonar. Þau hjónin
eignuðust tvo syni, þá Jón bónda í
Axlarhaga og Friðrik. Þá ólu þau
upp nokkur fósturböm.
Ljóst er af framanrituðu að Frið-
rik er kominn af nokkmm öflugustu
ættum Skagfírðinga og má rekja
ættir forfeðra hans til hinna fomu
Ásbiminga.
Ó, þér mörgu alda hlynir,
Ásbimingar, Hjaltasynir!
hvem skal nefna, hróðrarvinir?
hvar skal byija? nær skal hætt?
Þar bjó hreysti, þar bjó fræði,
þama vonska, héma gæði:
Hrólfur sterki kom í kvæði;
Konráðs, Skúla, Péturs ætt'
Sigurðs einnig sæmd skal rista;
síðast tel ég þó hinn fyrsta;
Albert jöfur allra lista,
er ei þama kyn þitt fætt?
(Matthías Jochumsson)
Svaðastaðaheimilið var eitt mesta
efnaheimili landsins og stóð á göml-
um merg.
Drýgstan hlut í þeirri uppbygg-
ingu hafði átt Jón Þorkelsson hinn
rfki, er getið er hér að framan en
hann bjó ásamt systrum sínum Unu
og Rannveigu lengi á Svaðastöðum.
Ég leyfí mér að vfsa til skrifa Jóns
Sigurðssonar alþm. á Reynistað um
Jón í Skagfirðingaþáttum:
„Fór auður hans vaxandi ár frá
ári og bar margt tii þess. Ber þar
fyst að telja óvenjulega hagsýni Jóns,
sem var alkunn. Hann sat á ágætri
jörð á þeirrá tíma mælikvarða, og
tók við henni af föður sínum, sem
var talinn stórefnaður. Hann hafði
mikið bú og gagnsamt, hvemig sem
áraði, enda ávállt fyrir hendi margra
ára fymingar til að mæta harðindum.
Árið 1882 tíundaði Jón 25 hundr.
lausafjár, 1890 27 hundr. og 1896
22 hundr. lausafjár. Lægst varð
tíund Jóns 1884, 19 hundruð lausafj-
ár.
Jón var glöggskyggn á k^sti hesta,
og hestamaður svo af bar. Átti ágætt
reiðhestakyn sem faðir hans. og ól
upp mikið af reiðhestum, sem hann
seldi austur í sýslur eins og áður er
getið, fyrir gott verð. Hann átti einn-
ig marga sauði bæði heima á Svaða-
stöðum og í fóðmm, sem hann seldi
fyrir enskt gull. Þetta hvort tveggja
átti mikinn þátt í að Jón hafði ávallt
mikið handbært reiðufé. Eftir að
vesturferðir hófust, sóttust vestur-
farar mjög eftir að selja Jóni bú sín,
því hjá honum var vís greiðsla út í
hönd. Komst hann þá oft að góðum
kaupum og gaf þó aldrei minna fyr-
ir en aðrir buðu. Jón á Svaðastöðum
rak um langt skeið einskonar einka-
banka á heimili sínu. Lánaði hann
mönnum víðsvegar um hémð, ungum
og gömlum, venjulega gegn einfaldri
kvittun og án tryggingar. Vextir
vom 5—6%, en lánstíminn fór nokkuð
eftir atvikum, þ.e. eftir því til hvers
átti að nota lánið. Oft vom þetta
bráðabirgðalán, sem vom endur-
greidd eftir eitt ár eða skemmri tíma,
en önnur vom veitt til fleiri ára. Jón
var mjög vægur í kröfum um greiðslu
höfuðstólsins, ef vextir vom greiddir
skilvíslega, og hljóp vel og drengilega
undir bagga með þeim, er hann
treysti og höfðu reynst honum skila-
menn og gerði það jafnvel óbeðið.
Jón Þorkelsson var meðalmaður á
vöxt, bjartur yfírlitum, fríður sýnum,
kvikur á fæti og að öllu hin gjörvu-
legasti maður. Vakti hann athygli á
yngri ámm sínum ásamt bræðmm
sínum. Hólmfríður Ámadóttir
kennslukona sagði frá því á gamals
aldri, að sér væri minnisstætt frá
bemskuárum sínum, er þeir Svaða-
staðabræður Jóhannes, Jón og Bjöm
komu eitt sinn frá Hólum og riðu
um hlaðið á Kálfsstöðum. Hestar
þeirra vom einlitir, brúnir eða dökk-
jarpir. Allir höfðu þeir tvo til reiðar,
reiðtygin falleg og undirdekkin
ísaumuð, svipumar silfurbúnar. Allir
vom þeir í svokölluðum kavíum, en
svo nefndust kápur með sérstöku
sniði, er þá vom í tísku og með harða
hatta. Telur hún sig ekki hafa séð
öllu glæsilegri samreið en þeirra
Svaðastaðabræðra að þessu sinni.
Jón var mikill sláttumaður á yngri
ámm og beit afbragðs vel. Hann var
síglaður, ágætur húsbóndi og manna
vinsælastur. Má telja það einstakt
um mann, sem átti kaup eða við-
skipti við fjölda manna og varð allt
að fé. Það var og samróma fullyrðing
samtíðarmanna Jóns, að enginn hefði
kunnað frá því að segja, að Jón hefði
nokkm sinni beitt harðdrægni og því
síður notað sér neyð snauðra manna
sér til flár. Gmn höfðu menn um,
að hann rétti einstökum mönnum
hjálparhönd, er þeim lá mest á, en
tæki jafnframt af þeim órjúfandi
þagnarheit um hjálpina, enda var þá
ekki ætlast til endurgjalds. — Hann
var því mjög frábitinn, að velgjörðum
hans væri haldið á lofti, mun jafnvel
hafa móðgast af því, ef svo var
gjört. Jón var talinn mesti peninga-
maður hér á landi á 19. öld. Til
skipta eftir hann komu meðal annars
um 13 þúsund krónur í gulli.“
Ekki er hægt að skrifa um Svaða-
staðamenn og Svaðastaðaheimilið án
þess að víkja nokkuð að hrossunum.
Svo mjög er þar samofín saga manna
og hrossa á skagfírska vísu.
Þegar rætt er um íslensk hross í
dag er yfirleitt talað um þijá megin-
stofna. Það er Svaðastaðakynið,
Hornafjarðarstofninn og Hindisvík-
urstofninn.
Nú er oft talað um Austanvatna-
hross, en þegar betur er að gáð eru
þau upprunnin á Svaðastöðum.
Nefna má hér hina velheppnuðu
hrossarækt í Kirkjubæ á Rangárvöll-
um er hófst með því að Eggert Jóns-
son, útgerðarmaður frá Nautabúi í
Skagafirði, keypti tuttugu rauðble-
sóttar hryssur, sem flestar voru frá
Svaðastöðum og stóðhestana Rand-
ver 357 frá Svaðastöðum og Ljúf
353 frá Blönduósi.
Sagan segir að Þorkell Jónsson
bóndi að Svaðastöðum, sem fæddur
var 1788, hafí haft mikinn áhuga á
að bæta reiðhestakyn sitt. Hann
hafði mjög glöggt auga fyrir hestum.
Eitt sinn komu samtímis að Hofs-
stöðum Þorkell á Svaðastöðum og
húsmaður frá Ytri-Brekkum. Reið
maður þessi brúnni hryssu og elti
hana hestfolald með sama iit. Þor-
keli varð starsýnt á folaldið og falar
það þegar til kaups og bauð að borga
það tvennum gjöldum. Húsmaðurinn
kvað það ekki falt. Næsti vetur var
harður með miklu fannkyngi, er olli
víða heyskorti. Kemur þá eigandi
folaldsins, sem Þorkell hafði falað
um sumarið, og býður honum það
til kaups, en getur þess um leið, að
nú á útmánuðum sé það því miður
ekki mikils virði. „Ég tek mér sjálf-
dæmi,“ segir Þorkell „og borga sama
verð og ég bauð þér í sumar.“ Þegar
seljandinn er með peningana milli
handanna segir hann: „Þetta eru
vandræði, folaldið kemst ekki upp í
Svaðástaði í þeirri ófærð, sem nú er,
því ófært er að kalla fullorðnum hest-
um.“ „Ég sæki folaldið í dag,“ segir
Þorkell. Söðlaði eldishest sinn og
reið til Brekkna og kom með folaldið
um kvöldið. Reiddi það fyrir framan
sig. En í þetta sinn var reiðverið
tvöfaldur þófi. Taldi Þorkell þetta
óefað sín bestu hrossakaup og undir-
stöðu góðhesta sinna.
Skilyrði til hrossaræktar eru frá-
bær í Blönduhlíðinni. Bithagar góðir
og snjólétt. Við fráfall Þorkels tók
Jón sonur hans við hrossaræktinni
og bætti mjög.
Eftir fráfall Jóns fékk Pálmi
Símonarson hrossastofninn til eign-
ar.
Yfír það tímabil, sem Pálmi bjó á
Svaðastöðum, er álitið, að hann hafí
haldið vel í horfínu með hrossarækt-
ina, enda seldi hann margt hrossa.
Gæðin héldust. Um aldamótin keypti
Pálmi 2 hryssur, aðra rauðblesótta
en hina brúnnösótta af Lárusi Sig-
urðssyni frá Brekkukoti í Hjaltadal.
Einnig keypti hann gráskjótta hryssu
undan Narfastaða-Kúfu. Þessar
hryssur hleyptu góðri framvindu í
reiðhestakynið á Svaðastöðum.
Afmælisbamið Friðrik hefur svo
haldið merki hins viðurkennda góð-
hestakyns á loft ásamt fjölskyldu
sinni. Hér er um mikinn og vandmeð-
farinn arf að ræða.
Einkenni góðhesta þessara eru
þau helst, að liturinn er brúnn eða
rauður, oft eru hrossin rauðblesótt
og glófext. Þau eru fínleg, frið og
kostamikil og langflest hafa þau all-
an gang. Skapgerðin er ljúf.
. Við þessar góðu aðstæður ólst
Friðrik upp. Hann naut menntunar
á þeirra tíma vísu, að Laugarvatni
og á Hólum. Foreldrar hans féllu frá
á árunum 1938 og 1939. Tók Frið-
rik þá við Svaðastaðabúinu rétt
tvítugur að aldri.
En hann stóð ekki einn. Hann
kvæntist hinni ágætustu konu, Ástu
Hansen, en hún er dóttir Friðriks
Hansen, bamakennara og vega-
vinnuverkstjóra á Sauðárkróki, og
fyrri konu hans, Jósefínu Erlends-
dóttur frá Bejnakeldu.
Friðrik og Ásta hafa því senn stað-
ið fyrir búi á Svaðastöðum ! 50 ár.
Þau eignuðust 3 böm, Pálma verk-
taka á Sauðárkróki, Önnu Hallfríði
og Friðrik. Friðrik dó ungur, mikill
efnismaður og hvers manns hugljúfí.
Bamabömin eru 4, hið mesta dugn-
aðarfólk. Búskapur Friðriks nú er
eingöngu hrossabúskapur, en áður
hafði hann bæði sauðfé og nautgripi.
Mér fínnst það hæfa vel að reka
eingöngu hrossabúskap á Svaðastöð-
um enda skilyrði óvíða betri í landinu
eins og áður er nefnt.
Ég vil að lokum ítreka kveðjur
mínar til hins lífsglaða og orðheppna
Skagfírðings. Honum og skylduliði
öllu sendum við bestu kveðjur frá
okkur fyrir sunnan. Ég er þess full-
viss að það verður mikið sungið í
afmæli hans og fjöldi verður þar
kátra skuddadrengja.
Þegar veltur veðra-hjól
að vetrar-þrasi,
gott er að eiga sumarsól
f sínu glasi. _
Þó að ellin feyi fætur
og felli þunga á bak
hitar mér um hjartarætur
himneskt koníak.
(Jón Jónsson, Skagfírðingur.)
Hilmar Björgvinsson