Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
-4
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Islenski fáninn blakti við hún á opnunarhátíðinni í Viðey. Um 200 gestir voru samankomnir í eynni í tilefni hennar.
Biskup íslands, herra Pétur Sig-
urgeirsson, blessar framkvæmd-
irnar í Viðey við messu í Viðey-
jarkirkju.
Anægjulegt að geta notið afmæl-
is Reykjavíkurborgar í Viðey
- sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í ávarpi sínu á opnunarhátíð í Viðey í gær
„Viðey með Sundum hefur á
ný verið reist til þess vegs, sem
föðurleifð Reykjavíkur ber.“ Svo
fórust Sverri Hermannssyni,
fyrrverandi menntamálaráð-
herra, orð á opnunarhátíð Við-
eyjarkirkju og Viðeyjarstofu í
gær. Um 200 boðsgestir sóttu
Viðey heim af þessu tilefni,
þeirra á meðal forseti íslands,
borgarfulltrúar, ráðherrar, þeir
sem yfirumsjón höfðu með fram-
kvæmdum í eynni og hjónin
Stephan og Ingibjörg Stephen-
sen, sem gáfu þjóðkirkjunni Við-
eyjarkirkju að gjöf 1983. ís-
lenska ríkisstjórnin gaf
Reykavíkurborg Viðeyjarkirkju,
Viðeyjarstofu og það land sem
byggingunum fylgdi, á 200 ára
afmæli borgarinnar, 18. ágúst
1986.
Hátíðin, sem var haldin í gær, á
202 ára afmæli Reykajvíkurborgar,
hófst með því að um 60 boðsgestir
gengu til messu í Viðeyjarkirkju og
lék Lúðrasveit Reykjavíkur ættjarð-
arlög fyrir messu. Hún hófst kl. 14
með því að biskup íslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, lagði blessun
sína yfír framkvæmdimar í eynni
og vígði nýtt fjögurra radda pípu-
orgel. Séra Þórir Stepensen, staðar-
haldari í Viðey, predikaði og annað-
ist altarisþjónustu ásamt dóm-
kirkjuprestunum séra Hjalta Guð-
mundssyni og Lárusi Halldórssyni.
Davíð Oddsson flutti ritningarorð.
Dómkórinn söng undir stjóm Mar-
teins H. Friðrikssonar dómorgan-
ista. Meðhjálpari var séra Andrés
Ólafsson.
Að messu lokinni var opnunar-
hátíð Viðeyjarstofu haldin á hlaði
Stofunnar. Fjöldi gesta bættist í
hópinn og voru um 200 manns í
eynni er Hjörleifur B. Kvaran, form-
aður Viðeyjamefndar, afhenti borg-
arstjóra mannvirkin. Hjörleifur tók
við formennsku af Bimi Friðfínns-
^ Kristján Magnússon
Séra Hjalti Guðmundson og Þórir Stephensen þjóna fyrir altari í fyrstu messunni sem er haldin í nýupp-
gerðri Viðeyjarkirlgu. Til hliðar sést í Vigdísi Finnbogadóttur en hún situr stól er gerður var fyrir
Skúla fógeta Magnússon.
syni en auk Hjörleifs áttu sæti í
nefndinni þeir Þórður Þ. Þorbjam-
arson og Guðmundur Pálmi Krist-
insson. Borgarstjóri tók við lyklum
að mannvirkjunum og þakkaði fyr-
ir. Óskaði hann viðstöddum til ham-
ingju með afmæli borgarinnar og
sagði það gott að geta notið af-
mælisins í Viðey um leið og hin
sögufrægu mannvirki væru heimt
úr helju vanrækslu og niðumíðslu.
Rakti hann gang framkvæmdanna
og lagði áherslu á að nægu fé yrði
varið til Þjóðminjasafns. Þannig
gæti það sinnt verkefnum sínum
og sögulegar minjar yrðu varðar
gegn tímans tönn. Þakkaði borgar-
stjóri fyrrverandi menntamálaráð-
herra og öllum þeim sem að viðgerð-
um í Viðey stóðu. Einnig öllum
þeim sem færðu kirkjunni gjafir.
Morgunblaðið/Þorkell
Minntist hann Skúla fógeta Magn-
ússonar en Viðeyjarstofa var byggð
sem emættisbústaður hans. „Stund-
um hefur verið sagt að nefna megi
þrjá menn sem feður Reykjavíkur,
Ingólf Amarson, Skúla Magnússon
og Jón Sigurðsson. Nú er hugur
okkar ekki síst hjá Skúla, þessum
eljumanni, sem lét ekki niðurlæg-
ingu, eymd og örbirgð sem þá var,
buga sig.“ Óskaði borgarstjóri
Reykvíkingum þvínæst til hamingju
með að „þessi helgidómur, þessi
stássstofa þjóðarinnar, elsta hús
landsins, sem varðveitt er í uppr-
unalegri mynd ásamt næstelstu
kirkju landsins, skuli á ný vera sá
sómi sem henni ber.“
Þá talaði Sverrir Hermannssonj
fyrrverandi menntamálaráðherra. I
ávarpi sínu drap hann á hina gömlu
málvenju að tala um að Reykjavík
og nágrannabyggðir liggi „með
Sundum". Lýsti hann þá ánægju
sinni með hversu vel Reykjavíkur-
borg hefði farist verkið úr hendi
og sagði hann það hafa verið sitt
ánægjulegasta verk, að afhenda
Reylq'avíkurborg byggingarnar að
gjöf.
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona,
flutti ljóð Matthíasar Johannessens,
„Viðey“. Það hefst svo;
„Siglir tíminn með Sundum
leggst við akkeri krefjandi stundar
slær fugl stórum vængjum viðhaf "
Menntamálaráðherra, Birgir
Isleifur Gunnarsson flutti einnig
kveðju ríkisstjómarinnar { ávarpi
og rakti sögu Viðeyjar stuttlega.
Sagðist hann telja að þær fram-
kvæmdir og lagfæringar sem ráðist
hefði verið í, væru til marks um
Biskup íslands, herra Pétur Sig-
urgeirsson og dómkirkjuprest-
arnir Þórir Stephensen, Hjalti
Guðmundsson og Lárus Hall-
dórsson, ganga frá Viðeyjar-
kirkju að messu lokinni.
4