Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 25 vanda nna? AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON og ÓLAF Þ. STEPHENSEN Jafnvægi í ríkisfjármálunum er ein aðalforsenda þess, að efnahagsað- gerðir beri árangur, að áliti flestra sem um þessi mál fjalla. Halli og lánsfjárþörf ríkissjóðs eykur enn á þensluna á fjármagnsmarkaðn- um. Hann benti á að niðurfærsluleið hefði verið farin erlendis í stórfyrir- tækjum sem ættu í rekstrarerfið- leikum, t.d. í bandariskum flug- félögum, þar sem samið var við starfsmenn og viðskiptamenn um launalækkun og lækkun annars til- kostnaðar svo fyrirtækin gætu starfað áfram. „Ég held hins vegar að við yrðum §arri því að ná árangri með þessum hætti. Fólk myndi einfaldlega ekki skilja þetta. Við viljum miklu frekar láta taka af okkur með öðrum hætti. Við trúum því að skerðingin jafnist betur út með öðrum hætti en áttum okkur ekki á því að tekju- tilfærslur í þjóðfélaginu stafa af verðbólgunni og fylgifiskum henn- ar. Það þarf hugarfarsbreytingu þannig að fólk skynji það að verð- bólgan er af hinu illa. Við getum haldið áfram að safna skuldum svo lengi sem við höfum lánstraust en þá erum við aðeins að velta vandan- um yfir á næstu kynslóð,“ sagði Friðrik. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur og framkvæmdastjóri Verzl- unarráðs íslands, segist ekki trúað- ur á niðurfærsluleiðina. Hann segir að ekki sé víst að laun myndu lækka í öllum fyrirtækjum, og það sé þeg- ar hindrun í vegi þess að þessi leið hafi tilætluð áhrif. Þá segist Vil- hjálmur telja að þótt launalækkunin gengi eftir, myndi lækkun verðlags- ins taka langan tíma. Einnig sé hæpið að takist að lækka alla vexti með niðurfærslu. „Mikið af þessum pappírum, sem eru á háum vöxtum, eru þriðja aðila pappírar og menn ráða ekkert við verð á slíkum plögg- um frekar en verðið á notuðum bílum,“ sagði Vilhjálmur. Ámi Benediktsson framkvæmda- stjóri Félags Sambandsfrystihú- sanna sagði að af því sem rætt hefði verið um að undanförnu litist sér best á sambland af gengis- breytingu og niðurfærslu eða geng- isbreytingu að nokkru marki en það mikla niðurfærslu að gengisfelling- in valdi ekki verðbólgu. Ef hægt væri að jafna þetta þannig út væri jafnframt hægt að lækka vexti mjög verulega, jafnvel niður í 10% eða minna, og þar með ætti að vera hægt að afnema verðtrygg- ingu af lánum. Það myndi aftur þýða það að þeir einstaklingar sem verst eru settir núna, og þola verst gengisfellingu eða niðurfærslu, myndu koma best út úr þessu þar sem að þeirra greiðslubyrði myndi léttast. Hliðarráðstafanir Til viðbótar þessum meginleiðum sem hér hafa verið raktar verða að koma hliðarráðstafanir til að tryggja að tekjuaukinn haldist í fyrirtækjunum með því að slá á innlenda þenslu sem leiðir til launa- skriðs og eftirspurnar. Ráðgjafar- nefnd ríkisstjómarinnar hefur orðið ásátt um ýmis úrræði sem miða að þessu eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær. En annað þarf að koma til: „Það sem að skiptir mestu máli er að byggja upp eigið fé fyrir- tækjanna. Það gerist ekki nema verðbólgan náist niður í nánast ekki neitt og skilinn sé eftir hagnað- ur. Þetta gerist ekki nema með handafli, en það er núna notað í neikvæðri merkingu yfir að stjóma," sagði Árni Benediktsson. Friðrik Pálsson tók í svipaðan streng þegar hann sagði að fyrir- tækin geti aldrei gengið nema þau fái að hafa hagnað og mynda sinn eigin höfuðstól. Ráðgjafamefndin vinnur nú að tillögum um leiðir til að auka eigið fé fyrirtækja og gera þeim auðveldara að mæta afkomu- sveiflum. Helst er horft á breytingu á skattalögum til að ná þessu mark- miði. Friðrik Pálsson nefndi við Morgunblaðið þann möguleika að setja í skattalög heimildir fyrir fyr- > irtækin til að leggja til hliðar fjár- muni í eigin verðjöfnunarsjóði. Ámi Benediktsson sagði að hægt væri að fá meira fé beint inn í fyrirtæk- in, t.d. með því að auka skattfrelsi áhættuijár en um leið að skatt- leggja meira það fé sem menn hefðu í áhættulausu braski með verðbréf, t.d. ávöxtun fjár sem gæfi yfir 3% raunvexti. Niðurskurður ríkisútgjalda brýnn Vilhjálmur Egilsson segir að for- senda þess að einhverjar efnahags- aðgerðir geti tekist, sé jafnvægi í ríkisrekstrinum til þess að minnka þenslu og eftirspurn eftir fjármagni og hömlur á gegndarlaust inn- streymi erlends lánsfjármagns. Það er ljóst að í fyrra tilvikinu verður fyrst og fremst að horfa á útgjalda- hlið ríkissjóðs. Vilhjálmur segir að ef að líkum láti verði halli ríkissjóðs um 2.000 milljónir á þessu ári, en ekki 700, eins og talað hafi verið um. Þar valdi meðal annars slæm staða margra ríkisstofnana og fyr- irtækja, sem hafi tilkynnt að þau séu spmngin á limminu. Þama er til dæmis um að ræða lögregluna, Ríkisskip, Landakot og fleiri stofn- anir. „Ef þetta gengur. eftir verður búið að hækka skattana um íjórar krónur fyrir hverja eina, sem hallinn hefur náðst niður. Ef á að hækka skattana enn meira er verið að höggva tvisvar í sama knémnn. Það þarf að draga saman og lækka kaupmátt til þess að koma atvinnu- lífínu á réttan kjöl, en með skatta- hækkun til að koma ríkissjóði á réttan kjöl er of langt gengið. Það þarf að taka til hendinni á útgjalda- hliðinni," sagði Vilhjálmur. Um þetta virðast allir sammála, sem skoðað hafa þessi mál, jafnt nefndarmenn í ráðgjafanefnd ríkis- stjómarinnar sem forystumenn at- vinnulífsins. Féð, sem ríkissjóður tekur að láni, rennur ekki til upp- byggingar atvinnulífsins, heldur fer það í rekstur opinbera kerfisins. Hins vegar hefur ríkissjóðshallinn slæm áhrif á fjármagnsmarkaðinn. „Það versta af öllu er að ríkissjóður hafí mikinn halla og mikla lántöku- þörf,“ sagði athafnamaður með fyr- irtæki í miklum skuldum. „Hvort tveggja myndi hafa þau áhrif að vextir hækkuðu og þenslan ykist enn.“ Þetta sama sjónarmið hefur kom- ið fram í máli Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra, sem segir að við útgjaldavanda sé að glíma í ríkis- fjármálunum en ekki tekjuvanda, jafnvægi í ríkisfjármálunum sé nauðsynlegt fyrir jafnvægi efna- hagslífsins. Þá hefur fjármálaráð- herra sett á fót niðurskurðarnefnd, sem á að gera tillögur um niður- skurð í ríkisrekstrinum. Það er hins *« vegar eftir að sjá hvemig gengur að standa við það að halli verði ekki á ríkissjóði; það er gömul saga að útgjöldin fara fram úr áætlun og slagurinn um almannafé er hat- rammur í þingsölum. Það sem allir virðast einnig sam- mála um er nauðsyn þess að skrúfa fyrir erlendu lántökumar og ráð- gjafanefndin mun ætla að leggja til róttækar aðgerðir í þá vem. Vil- hjálmur Egilsson segir að nauðsyn- legt sé að sjá til þess að erlendar lántökur fjárfestingarlánasjóðanna verði ekki meiri en sem nemur af- borgunum af eldri lánum, og helst þurfí að taka af þeim ríkisábyrgð og breyta þeim í hlutafélög. Raunar er endurskoðun á þessum sjóðum og afnám ríkisábyrgða til skoðunar í sambandi við fjárlagagerð fyrir næsta ár. Svipaðar aðgerðir séu nauðsynlegar gagnvart ríkisbönk- unum, t.d. að kvóti verði.settur á lántökur þeirra, en opnað verði í staðinn fyrir Qármagnsflutninga inn og út úr landinu á vegum ein- staklinga og fyrirtækja á eigin ábyrgð. Innistæðulausar kauphækkanir „Eftir þessar aðgerðir stendur spurningin um það hversu mikla verðbólgu menn vilja hafa. Ein leið- in er sú að taka af launahækkanir, sem búið er að semja um fram í tímann en engin innistæða er fyrir og reyna þá að hafa gengisfelling- una sem minnsta, kannski 8-9%. Ef launahækkanir koma hins vegar til framkvæmda þarf sennilega um 15-20% gengisfellingu," segir Vil- hjálmur. Samkvæmt kjarasamning- um eiga laun að hækka að jafnaði um 2,5% þann 1. september. Hér hefu'r í stórum dráttum verið lýst leiðum sem taldar eru möguleg- ar til að leysa þann efnahagsvanda sem steðjar að íslenskum útflutn- ingsatvinnuvegum og þar með þjóð- inni. Hvort nokkur þeirra dugar til langframa er annað mál og eins og Friðrik Pálsson sagði: „Ef okkur tekst ekki að aðlaga okkur eðlileg- um markaðsaðstæðum erlendis og búa við svipað verðbólgustig og þar þá munum við alltaf lenda í svona kollsteypum." irkuð irstöðu hefði verið tekin ákvörðun um sér- stakar aðgerðir núna. „Hins vegar hefur verið nokkuð stíft aðhald að útlánum meirihlutann af þessu ári, einkum frá því í apríl, þannig að það hafa fyrst og fremst verið okkar við- skiptamenn sem hafa getað leitað til okkar," sagði Ólafur. „Það kom frétt um það svona viku af júní, að við hefðum þá strax gert þetta og þótti goðgá að við fórum að endurskoða okkar afstöðu til útl- ána þegar Seðlabankinn var að þrengja kröfumar um lausafjár- skylduna. Við gerðum þetta strax þá og höfum unnið þannig í allt sum- ar,“ sagði Höskuldur Ólafsson hjá Verslunarbankanum. Hann sagði þetta ástand munu vara á meðan svigrúm bankans væri jafn þröngt og það er nú. „Við verðum að fara mjög varlega í öllum útlánum." Hann sagði þetta aðhald vera almennt um öll útlán bankans og mjög strangt. Höskuldur sagði vanskil vera meiri en áður og kvað hann það vera al- mennt í þjóðfélaginu. Farið hefði að bera á meiri vanskilum strax í fyrra- haust, þau hefðu aukist fram á vorið en haldist í sama horfi síðan þá. Valur Valssön hjá Iðnaðarbankan- um sagði að ekki væru neinar nýjar aðgerðir á döfinni þar til að tak- marka útlán. „Það verður ekki á meðan lausafjárstaðan er þokkaleg, eins og hún hefur verið undanfarið," sagði hann. Samvinnubankinn takmarkar útl- án til að standa skil á lausafjár- skyldu og ber hvert útibú ábyrgð að sínu leyti á sinni stöðu, segir Geir Magnússon bankastjóri. „Við lánum með það meginmarkmið í huga að eiga fyrir lausafíárskyldunni. Við höfum undan að lána viðskiptamönn- um okkar, en eigum ekki aflögu til að bæta við. Við höfum verið á þrengri nótunum síðan í maí, en þannig er það líka venjulega á sumr- in,“ sagði hann. Vanskil eru vax- andi, segir Geir, og það þrengir einn- ig stöðu bankans. „Það er alveg Ijóst að ef innláns- þróun breytist ekki frá því sem verið hefur, þá leiðir það til þess að lausafj- árstaða sparisjóðanna, eins og ann- arra lánastofnana, hlýtur að versna og af þeirri ástæðu verður ekki hjá því komist að grípa til einhverra aðhaldsaðgerða varðandi útlán," sagði Baldvin Tryggvason spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. „Ástæður eru þær, að innlán hafa ekki aukist, en það hafa vanskil gert, sérstaklega hjá fyrir- tækjum. Auk þess hafa sparisjóðimir tekið að sér að ábyrgjast kaup á spariskírteinum ríkissjóðs að upphæð um 400 milljónir króna það sem eft- ir er ársins og ef okkur tekst ekki að selja þessi skírteini aftur þá minnka náttúrlega útlánamöguleikar okkar sem því nemur“. Á hjóli frá Akureyri til Reykjavíkur Hjólreiðakapparnir Einar Jó- hannsson og Sigurgeir Vilhjálms- son frá Reykjavík ætla að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur um helgina, um 440 km leið.. Þeir leggja af stað frá Ráðhústorginu á Akureyri kl. 5 á laugardags- morguninn. Þeir ætla að skiptast á um að hjóla 2-3 klukkustundir í einu, en áætlaður hjólreiðartími til Reykavíkur er 15 klukkustund- ir. Bifreiðin sem sést á myndinni fylgir þeim félögum á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.