Morgunblaðið - 11.11.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
15
Tengelmann á vílligötum
eftirJón Sæmund
Sigiujónsson
Umræður um hvalveiðibann virð-
ast hafa vaknað á ný við þá ákvörð-
un verslunarauðhringsins Tengel-
mann í Þýskalandi að hætta að
kaupa umtalsvert magn af niður-
suðuvörum frá okkur Islendingum.
Auðhringurinn Tengelmann í
Þýskalandi hefur getið sér mjög
gott orð fýrir umhverfisvemd og
staðið þar mjög framarlega í flokki
og hefur tekið þar á málum, þannig
að menn hafa tekið eftir. Þannig
hefur auðhringurinn ákveðið að
selja ekki skjaldbökusúpur vegna
þess að skjaldbökur vom í útrým-
ingarhættu. Hann hefur ákveðið að
selja ekki froskalappir af því að
froskar vom í útrýmingarhættu.
Og þessi verslunarkeðja hefur m.a.
ákveðið að selja ekki alls konar
„spray“-dósir vegna þess að út-
streymi af gasi úr þeim gæti hugs-
anlega haft varanleg skemmdar-
áhrif á ósonlagið. Þetta em allt
saman aðgerðir sem era mjög af
hinu góða og allir umhverfisvemd-
arsinnar og þeir sem hugsa alvar-
lega um þau mál geta ekki annað
en fagnað þeim aðgerðum. Þetta
hafa verið beinskeyttar aðgerðir og
þær hafa borið árangur. Þær hafa
verið til fyrirmyndar og margir
aðrir ættu að taka þær upp eftir
þeim, sérstaklega þó hvað varðar
þessar „spray“-dósir. Það ættum
við íslendingar kannski sérstaklega
að horfa á.
Ráðist á óskylda aðila
Hvemig snýr þá hvalamálið við
þessum auðhring? Jú, þeir hafa
Seltjarnarnes:
Bæjarskrifstofur Seltjamar-
ness fluttu í nýtt og rúmgott
húsnæði við Austurströnd 2 þar
í bæ i ágúst sl. Bæjarfélagið
keypti fyrstu og aðra hæð húss-
ins af Byggung bsvf. sem eru
alls um 630 fin.
Frágangi er að mestu lokið inn-
anhúss og utan nema hvað enn á
eftir að mála hluta hússins að utan.
Bæjarskrifstofumar vom áður til
húsa f gamla Mýrarhúsaskólanum
en nú er þar rekið skóladagheimili
á Selijamamesi og ér þar gert ráð
ákveðið að kaupa ekki niðursuðu-
vömr frá íslandi. Það er ekki ráðist
á hvalaafurðir eða neitt slíkt, eins
og í hinum tilfellunum. Þeir ákveða
sem sagt ekki, að eftirleiðis muni
þeir ekki selja hvalkjöt eða ein-
hveijar hvalaafurðir, vegna þess að
þær hafa yfírleitt ekkert verið til
sölu hjá þessum auðhring. í fyrri
tilfellunum var ekki hætt við að
kaupa vömr frá Frakklandi vegna
froskalappa og skjaldbökusúpa, það
var ekki hætt við að kaupa vömr
frá öllum öðmm löndum í Evrópu
sem hugsanlega framleiddu ein-
hveijar „spray“-dósir vegna þessa.
Nei, það var ákveðið að'selja ekki
vömmar sjálfar, sem vom viðkom-
andi hveijum málaflokki fyrir sig.
En vegna hvalamálsins er ráðist á
Islendinga og allt sem íslenskt er.
Ekki hvalaafurðir. Þær vom ekki
til. 'Og þetta hefur verið stefnan
yfirleitt hjá þessum grænfriðung-
um, að ráðast á saklausa þriðju
aðila. Það er ráðist að niðursuðuvör-
um, það er ráðist að ullarsölumönn-
um okkar, það er ráðist að fisksölu-
mönnum okkar og það er ráðist að
Flugleiðum. Allt saman saklausir
þriðju aðilar, ef svo má að orði
komast, sem ekkert hafa með hval-
veiðar að gera. Þetta er afstaða,
sem alls ekki er hægt að viður-
kenna á nokkum hátt, en það má
finna fjölda dæma þar sem viðlíka
stefna hefur verið viðhöfð og oftast
nær hafa menn haft fýrirlitningu á
slfkum aðgerðum. Oftast nær hafa
menn yfirleitt ekki tekið undir það,
að sú stefna hafí verið á réttum
forsendum.
„Kollektivschuld"
Eitt af því sem Þjóðveijum finnst
fyrir um 25 bömum. Á bæjarskrif-
stofu Seltjamamess starfa 17
manns að meðtöldum bæjarstjóran-
um, Sigurgeiri Sigurðssyni.
Byggung hefur afhent allar íbúð-
ir sem félagið byggir á Seltjamar-
nesi en þær em alls 143 í 7 fjölbýl-
ishúsum. Á fyrstu og annarri hæð
húsanna er skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði. Enn á eftir að ljúka
hluta af bflskýlunum sem em um
140 og er áætlað að þeim fram-
kvæmdum verði að fullu lokið næsta
sumar.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
eitt hið mesta ranglæti sem við-
gengist hefur gagnvart þeim sjálf-
um er ásökunin um hina svokölluðu
„Kollektivschuld", þ.e. að allir Þjóð-
veijar séu samsekir fyrir það að
flokkur nasista á sínum tíma, ,sem
ekki fékk meira en 40% í fijálsum
kosningum og framdi valdarán í
þeirra landi, skuli hafa stofnað til
annarrar heimsstyijaldarinnar;
skuli hafa valdið því að fjöldi gyð-
inga var sendur í gasklefa og annað
slíkt, að þessi ásökun skuli gilda
um alla Þjóðveija yfirleitt á hvaða
aldri sem þeir em og í hvaða flokki
sem þeir annars hafa staðið. Hvort
sem þeir hafa nokkum tímann stutt
nasista á nokkmn hátt eða ekki,
er það eitt það mesta ranglæti,
segja Þjóðveijar, ásökunin um
„Kollektivschuld", það að allir Þjóð-
veijar skuli undir sömu sökina seld-
ir. Þetta geta allir réttsýnir menn
tekið undir. Auðvitað er þetta rangt.
Af hveiju er þama ráðist á þriðju
aðila sem gjörsamlega em saklaus-
ir af viðkomandi verknaði?
Þegar „terroristar" taka flugvél-
ar og ráðast að fólki með morðum
og limlestingum, alsaklausum far-
þegum, bera menn venjulega fyrir-
litningu fyrir slíkum aðgerðum,
vegna þess að hvort sem málstaður-
inn er góður eða ekki góður, bitna
afleiðingar hans alla vega á þeim
sem ekkert hafa með viðkomandi
mál að gera. Það má segja að með
aðgerðum sínum samþykki auð-
hringurinn Tengelmann að ásökun-
in um „Kollektivschuld“, hafí verið
rétt. Þeir ákveða að kaupa ekki
niðursuðuvömr frá íslandi, vegna
þess að einhveijir allt aðrir veiða
þar hval.
Ef við viljum ganga langt getum
við sagt, að með aðgerðum sínum
samþykki auðhringurinn Tengel-
mann jafnvel og réttlæti árás
„terrorista" á ólympíuþorpið í
Munchen á sínum tima. Að vísu
vom það grandalausir íþróttamenn,
sem fyrir árásinni urðu, en málstað-
inn hefði einhvem veginn verið
hægt að réttlæta skv. aðferð Teng-
elmanns, þannig að árásin hefði átt
rétt á sér. Við verðum að gera okk-
ur grein fyrir því, þegar við sjáum
svona afskræmd dæmi, að Tengel-
mann er kominn á ákaflega lágt
plan.
Afkoma íslendinga
Tengelmanri-samsteypan mun
t.d. ekkert aðhafast, þegar fiskinum
tekur að fækka í sjónum vegna
þess að hvalurinn étur fiskinn sjálf-
an, eða hann étur fæðuna sem fisk-
urinn étur. Tengelmann mun ekkert
aðhafast, þegar kostnaðurinn við
ormatínslu er orðinn slíkur í okkar
frystihúsum, að við getum varla
ráðið við það. Og þegar neytandinn
í Þýskalandi segist ekki vilja borða
fisk af því að hann sé fullur af ormi,
og neytandinn skynjar ekki sam-
hengið, mun Tengelmann heldur
ekkert aðhafast. Hann mun senni-
lega neita að selja fisk, af því að
neytandinn vilji hann ekki, fiskurinn
sé fullur af ormi.
Okkur er neitað um rannsóknir
á okkar eigin lífríki, sjónum í kring-
um landið. Okkur er neitað um
möguleikana á rannsóknum á hugs-
anlegum skaðvaldi á þeim físki-
stofnum, sem em undirstaða alls
lffs á íslandi. Okkur er neitað vegna
þess, að menn niðri í Evrópu hafa
ekki hugmynd um ástand lífríkis
kringum ísland og hafa út af fyrir
sig ekki neinar sérstakar áhyggjur
af því lífríki.
Þegar og ef við hættum hvalveið-
um og nauðsynlegum rannsóknum
á hvölum emm við ekki að beygja
okkur fyrir skynsamlegum rökum,
heldur fyrir grófri valdbeitingu. Ég
vil ekki beygja mig ofan í það duft
með því að kalla á lagaboð okkar
sjálfra þess efnis. Ég tel þess vegna
að það frv. til laga sem lagt hefur
verið fram á Alþingi af þingmönn-
um Borgaraflokksins um bann við
hvalveiðum sé rangt.
Arásir grænfriðunga á rækju-
menn, fisksala og Flugleiðir em
siðlausar. Þær em í ætt við að-
ferðir „terrorista", sem siðmenntað
fólk fyrirlítur og enginn uppréttur
maður getur viðurkennt.
Höfundur er þingmaður Alþýðu-
Ookksins fyrir Norðuriandskjör-
dœmi vestra.
Niður
með hita-
kostnaðinn
OFNHITASTILLAR
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
Bæjarskrifetofum-
ar í nýtt húsnæði
ÚRVAL - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
JE )
EGILL ÁRNASON HF., PARKETVAL
ÁRMÚLA 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 91 82111.