Morgunblaðið - 11.11.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Hafsteinn Austmann listmálari við nokkur verka sinna á Septem ’88 á Kjarvalsstöðum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Septem ’88
í Vestursal Kjarvalsstaða
stendur nú yfir sýningin Sept-
em ’88. Þetta er í 15. sinn sem
Septem-hópurinn sýnir en verk
á sýningunni á Kjarvalsstöðum
eiga að þessu sinni Valtýr Pét-
ursson, Kristján Davíðsson,
Guðmunda Andrésdóttir, Haf-
steinn Austmann, Jóhannes Jó-
hannesson og Guðmundur
Benediktsson. Sýningin Septem
’88 er að þessu sinni haldin til
minningar um Valtý Pétursson
listmálara, sem lést fyrr á þessu
ári, en hann var ein aðal drif-
Qöður Septem-hópsins frá upp-
hafi.
Valtýr Pétursson var einn af
stofnendum Septem-hópsins árið
1974 og aðal driffjöður sýninga
þess félagsskapar. Þá var hann
einnig burðarás í Félagi íslenskra
myndlistarmanna, gjaldkeri þess
um árabil, í stjórn Islandsdeildar
Norræna myndlistarbandalagsins
frá 1951 og formaður þess 1969-
1973. Þá var Valtýr myndlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins um
tæpra fjögurra áratuga skeið.
Morgunblaðið fékk Hafstein
Austmann, einn aðstandenda
Septem-hópsins, til þess að ganga
um sýninguna á Kjarvalsstöðum
með blaðamanni, rifja upp sögu
hópsins í stuttu máli og segja frá
verkum Valtýs Péturssonar á sýn-
ingunni. Myndir eftir Valtý Pét-
ursson á þessari sýningu eru 25
talsins, sú elsta frá 1947 og sú
yngsta frá 1984, þær veita því
dálitla hugmynd um listferil Val-
týs en þó engan veginn tæmandi,
til þess þyrfti mun stærri og yfir-
gripsmeiri sýningu á verkum
hans.
„Hópurinn sem stóð að Septem
í upphafi fyrir 14 árum voru eftir-
taldir: Valtýr Pétursson, Þorvald-
ur Skúlason, Jóhannes Jóhannes-
son, Kristján Davíðsson, Guð-
munda Andrésdóttir, Steinþór
Sigurðsson, Karl Kvaran og Sig-
uijón Ólafsson," segir Hafsteinn
í upphafi spjalls okkar. „Af þess-
um hópi eru þrír fallnir frá, þeir
Valtýr, Þorvaldur og Siguijón og
inn í hópinn hafa bæst Guðmund-
ur Benediktsson myndhöggvari
og ég sjálfur. Ég held að hug-
myndin að stofnun þessa hóps
hafí verið sú fyrst og fremst að
þjappa þessum málurum saman.
Kannski var þetta andóf við hug-
myndalistina — konseptið. Allir í
þessum hóp voru og eru abstrakt-
listamenn nema Valtýr sjálfur,
sem var farinn að mála hlut-
bundið undir það síðasta. Sept-
em-hópurinn var kannski stofnað-
ur til þess að veija málverkið, það
var í tísku á þessum tíma að
mála ekki heldur nota ljósmyndir
og aðra tækni. Menn héldu því
jafnvel fram að málverkið væri
dautt.
Septem-hópurinn rakti uppr-
una sinn til septembersýninganna
fjögurra árin 1947 til 1952.
Fyrsta sýningin af þessum fjórum
vakti óskaplega reiði og umræð-
ur. Síðasta sýningin fimm árum
síðar vakti ekki eins mikla skelf-
ingu en abstraktmálarar voru út-
hrópaðir af mörgum á þessum
Rætt við Haf-
stein Austmann
um Septemhóp-
inn sem nú sýnir
á Kjarvalsstöð-
um í minningu
Valtýs Péturssonar
árum. Svo koma nokkrir úr þess-
um hópi saman aftur 22 árum
síðar og stofna sýningarhóp til
að veija málverkið. Svona gengur
þetta, byltingarmennimir verða
íhaldssamir með aldrinum.
Auðvitað voru líka aðrar prakt-
ískari ástæður fyrir sameiginlegu
sýningarhaldi með í spilinu. Það
er t.d. mun auðveldara að sýna
saman en halda einkasýningu.
Menn eiga líka eitthvað sameigin-
legt þegar þeir koma saman og
sýna einu sinni á ári. Ég hef orð-
ið var við að fólk er fegið að fá
þessar sýningar. Þær eru orðnar
fast akkeri í myndlistartilveru æði
margra. Það má líka segja að
þessar Septem-sýningar komist
næst því að gera tilkall til hefðar
í íslenskri myndlist. Enginn annar
hópur myndlistarmanna á að baki
jafnlangan samfelldan sýningar-
feril," segir Hafsteinn Austmann
um Septem-hópinn.
„Myndir Valtýs Péturssonar
hér á sýningunni ná í árum talið
yfir nær allan myndlistarferil
hans. Elsta myndin er frá árinu
1947 og þær yngstu frá 1984.
Mér er sérstaklega minnisstæð
fyrsta einkasýning Valtýs hér í
Reykjavík árið 1951. Ég var þá
sjálfur að byija í myndlistinni og
þessi sýning Valtýs hafði mikil
áhrif á mig. Myndir hans voru
töluvert ólíkar því sem ég hafði
áður séð; þessi sýning var eins
og ferskur straumur þess helsta
sem var að gerast í myndlistinni
í háborgum Evrópu. Valtýr hafði
dvalið í Bandaríkjunum á stríðsár-
unum og eftir stríðið dvaldi hann
í Flórens á Italíu og síðan um
skeið í París. Hann var því þaul-
kunnugur því sem var efst á baugi
í myndlistinni á þessum árum.
Elstu myndir Valtýs hér á sýn-
ingunni gefa hugmynd um þann
impressjónistiska stíl sem ab-
straktmyndir hans höfðu yfir sér.
í kjölfar slíkra mynda komu
strangflatarmyndir en myndir
hans hér frá því milli 1955-1960
eru unnar með rípólín-lakki og
þar sést hvemig fór að losna um
strangflatarformið hjá honum.
Síðan má segja að Valtýr fáist
við ljóðrænar abstraksjónir og
loks undir lokin er hann farinn
að fást við landslag og uppstilling-
ar. Þessi stutta yfirferð segir þá
sögu að Valtýr hafí farið öðruvísi
að en margur annar. Hann bytjar
fígúratívur og endar einnig þann-
ig,“ segir Hafsteinn um þær 25
myndir Valtýs Péturssonar sem
Septemfélagar völdu úr verkum
hans á vinnustofu listamannsins
að fengnu góðfúslegu leyfi eftirlif-
andi konu hans, Herdísar Vigfús-
dóttur.
Sýningu Septem-hópsins lýkur
næstkomandi sunnudagskvöld en
hún stendur yfir sem áður sagði
í Vestursal Kjarvalsstaða.
H. Sig.
Valtýr Pétursson. „Uppstilling'