Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 19 FARVIÐRI A VESTFJORÐUM Isafjörður: Rafinagnslína og flugskýli skemmdust ísafirði. AUSTAN stórviðri hefur geysað á ísafirði £rá því í fyrrinótt. Skemmdir hafa orðið á flugskýli á ísaQarðarflugvelii auk þess sem rafinagnslínur í nágrenni bæjar- ins hafa slitnað. Vind tók að auka strax upp úr miðnætti, en mesta veðurhæðin varð um hádegisbilið í gær en þá var meðalvindhraði á ísafjarðarflugvelli 55 - 60 hnútar sem er ofsaveður. í kviðum fór vindurinn í 15 vindstig eða um 180 km hraða miðað við klukkustund. Þessi mikli vindhraði var þó einungis inn með austan- verðum Skutulsfirði en út í kaup- staðnum var sæmilegt veður. Á ísafjarðarflugvelli er stórt flug- skýli í byggingu á vegum flugfélags- ins Emis. Búið var að reisa grind skýlisins og klæða báðar hliðar en ekki var búið að ganga frá þverstoð- um í grindinni. Skemman skekktist í vindinum og var á tímabili hætta á að hún félli saman og ofan á nýja flugvél. Mönnum tókst þó að halda skýlinu uppi með stuðningi stórrar vélskóflu og vörubíla, en vélin var bundin niður inni á gólfínu í skjóli af stórum vöruflutningabíl með tengivagni. Rétt eftir klukkan átta í gærmorg- un bilaði aðalflutningslína rafmagns frá Mjólkárvirkjun í Amarfirði á Flatfjalli milli Amarfjarðar og Dýra- Qarðar. Vegna veðurofsans var ekki hægt að kanna skemmdir í gær en í staðinn var tengd inn eldri lína sem hefur verið í viðgerð undanfarið, en hún flytur um helming þess raf- magns sem aðallínan flytur. Þá brotnuðu a.m.k. 5 staurar í Dýrafírði og er nú sambandslaust við sveitabæi þar. Viðgerðarflokkur frá ísafirði varð að snúa við vegna veðurs og ófærðar á Breiðadalsheiði, en reyna átti að fá viðgerðarmenn úr nágrenn- inu til að gera við skemmdimar. Miklar truflanir voru á vesturlínu í gær svo taka varð hana úr sam- bandi, en sú lína er tengilína Rarik við Mjólkárvirkjun. Síðdegis í gær Patreksfjörður: Sumarbú- staður tætt- ist í sundur Nýbyggður sumarbústað- ur við Mikladalsá innst í Pat- reksfirði, tættist í sundur í ofviðrinu í gær og brak úr honum dreifðist inn i bæinn. Engin slys urðu, en um tima var óttast að þak sumarbú- staðarins lenti á bensínstöð- inni. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði var hér um fokheldan sumarbústað að ræða, en ekk- ert stóð eftir nema sökkullinn. Þak bústaðarins lenti á götunni skammt frá bensínstöðinni og var vinnuvélum komið fyrir of- an á því til að halda því í skefj- um meðan veðrið gengi yfir. hafði tekist að samtengja allar virkj- anir vestan ísaflarðardjúps og allar díselrafstöðvar á svæðinu en ekki var gert ráð fyrir að kæmi til skömmtun- ar rafmagns ef fleiri bilanir yrðu ekki á kerfinu. Um 20 skip leituðu hafnar á ísafirði vegna óveðursins. Eru það loðnu-, tog- og flutningaskip. Ekki er vitað til að nein óhöpp hafi orðið á sjó hér í nágrenninu. Úlfar Núpur í Dýrafirði. Bjarnarljörður: Hlutí af þaki mötuneytis Klúkuskóla fauk burtu Vindhraðinn fór yfir 70 hnúta um tíma í Bjarnarfírði og á Gjögri og um 40 hnúta á flugvellinum í Hólmavík Laugarhóli Bjarnarfírði. FÁRVIÐRI gerði í gærmorgun af aust- norðaustri hér í Bjarn- arfirði og fór vindhraðinn yfir 70 hnúta á timabili. Var veður- hæðin þá um 40 hnútar á Hólmavíkurflugvelli og um 70 hnútar á Gjögri. Hluti af þaki mötuneytis Klúkuskóla fauk af, bæði járn og pappi, ennfremur brotnuðu rúður í skólastofu og leikfimisal. Leifar af gróður- húsi vestan við skólahúsið blakta á þeim hluta grindarinn- ar sem eftir er og bílum var ekki óhætt framan við húsið og varð því að flytja þá austur fyr- ir það. Rafinagn var sifellt að slá út og inn og einnig reif umbúðir af heyi í rúllum, sem liggur undir skemmdum. Þá rifiiaði handrið af brúnni yfir Bjarnarfjarðará og slæst það til og skapar hættu fyrir bíla sem um veginn fara. Mikið rok var í Bjamarfirði að- faranótt fimmtudags af aust- norðaustri en það breyttist í fár- viðri í gærmorgun uppúr kl. sjö. Jók sífellt veðrið fram eftir morgni og rétt eftir kl. níu, þegar kennsla var hafín, fóru svo allt í einu að §úka jámplötur og pappi af aust- asta hluta hússins eða eldhúsi og mötuneyti Klúkuskóla. Aðeins nokkmm augnablikum áður en yngri deildin fór upp í efri skóla- stofuna sprakk þar rúða sem sáldraðist um alla stofuna. Var mikil mildi að ekki varð slys af þessu. Einnig brotnaði rúða í glugga á íþróttasal skólans. Var svo mikill loftþrýstingur gegnum húsið að reif upp hurð inn í smíða- stofu í kjallara íbúðarhússins og braut læsingaijám úr dyrakarmi. Þá var bílum hætta búin hér á hlaðinu og varð að flytja þá austur fyrir húsið. Lítið gróðurhús sem staðið hefur vestanvert við skóla- húsið og er plastklætt rifnaði í tætlur og blaktir aðeins á þeim hluta grindarinnar sem eftir stend- ur. Um kl. hálf tíu var safnað saman mönnum úr Bjamarfirði og frá Bassastöðum og er þeir komu á vettvang sögðu þeir að losnað hefði handriðið af brúnni yfir Bjamarfjarðará og blakti það þannig að það virtist vinka vegfar- DAIHATSU endum. Þá var rafmagnið sífellt að fara af í gærmorgun vegna skemmda og bilana á línukerfi Orkustofnun- ar Vestijarða. Hey í rúllum, sem er á túninu hér fyrir neðan, liggur undir skemmdum, þar sem veðrið hefur svipt af því öllum umbúðum og er þetta mikið tjón. SHÞ Dýraflörður: Raftnagns- bilun og fok- skemmdir Núpi. Aftakaveður með stormi, slyddu og ísingu orsakaði raf- magnsbilanir og fokskemmdir í Dýrafírði í gær. Það var um klukkan 8.40 í gærmorgun að rafmagnið fór af sveitinni í Mýrahreppi. Þá gekk á með stormbyljum og slyddu. I fyrstu brotnuðu fjórir staurar í rafmagnslínu sveitarinnar rétt ut- an við bæinn Mýrar. Síðar um daginn brotnuðu tveir til viðbótar á sama stað og tveir staurar utan við Núp nálægt Gerðhömrum lögð- ust á hliðina. Þá var mikil ísing á línunum. Undir hádegi voru þakplötur famar að losna af útihúsum á Núpi og fór þak svo gott sem í heilu lagi af gamalli hlöðu og tvístraðist á skólalóð Núpsskóla, en olli ekki öðru tjóni. Auk þess brotnuðu nokkrir gluggar sem fuku upp í skólanum og flaggstöng staðarins eyðilagðist. Ekki urðu slys á fólki. Sökum veðursins varð að fresta fyrirhuguðu helgar- leyfi nemenda Núpsskóla sem átti að hefjast í gær. Ekki var heldur hægt að halda upppi kennslu í skólanum sökum rafmagnsleysis. Ekki er útlit fyrir að rafmagn komist á í skólanum í dag þar sem ekkert var hægt að eiga við bilun- ina í gær sakir veðurs. Fyrirsjáan- legt er að viðgerð taki nokkum tíma. Kári VOLVO VETRARSKOÐUN í Þjónustumiðstöð, Bíldshöfða 6 Vetrarskoðun frá kr. 4.515,- til kr. 5.343,- Lítinn plastbát rak yfir Tálknaflörð Nýsímanúmer Skrifstofa & söludeild 68-58-70 Verkstœði 673-600 Varahlutir 673-900 * Vélarþvottur * Hreinsuðgeymasambönd * Mælingárafgeymi * Mælingárafhleðslu * ísvari settur í rúðusprautu * Stillt rúðusprauta * Skiptumkerti * Skiptumplatínur * Mælingáfrostlegi * Vélarstilling * Ljósastilling Efni ekki innifalið Nýsímanúmer oKnrstOTa & söiudeild 68-58-70 Verkstaedi 673-600 Varahlutir 673-900 f fárviðrinu í gær tók upp Htinn plastbát, sem lá við akkeri fyrir utan höfiiina á Tálknafirði, og rak hann yfír fiörðinn. Björg- unarsveitinni tókst að koma taug í bátinn og draga hann til baka eftir að akkerið hafði tekið niðri á grynningum handan fjarðarins. Gerðar voru þijár tilraunir til að ná í bátinn á stærri bátum, en hann var kominn of nálægt landi til að stærri bátamir kæmust að honum. Var þá gripið til þess ráðs að senda félaga úr björgunarsveitinni á gúmmíbát með taug í bátinn og tókst það. Hann var síðan dreginn til baka. Brimborg hf., Bíldshöfða 6 Nýtt símanúmer: 673-600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.