Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Sykurmolar
og lánskjaravísitala
Umræður um efnahags-
mál eru stundum svo
flóknar hér og annars stað-
ar, að ógemingur er fyrir
hinn almenna mann að skilja
þær. Þó er fátt nauðsynlegra
fyrir stjórnmálamenn og
aðra sem við stjóm efna-
hagsmála sýsla en að setja
skoðanir sínar og markmið
fram með einföldum og
skýrum hætti. Sjaldnast fást
menn til að styðja eitthvað
sem þeir skilja ekki. Á hinn
bóginn kann að vera unnt
að espa fólk á móti ein-
hveiju með því að útskýra
það á ófullkominn og óljósan
hátt.
Eitt af því sem ríkisstjóm-
in ætlar að gera, ef marka
má sáttmála hennar, er að
breyta grundvelli láns-
lg'aravísitölu, „þannig að
vísitala launa hafí helmings-
vægi á móti framfærsluvísi-
tölu og vísitölu byggingar-
kostnaðar, sem hafí fjórð-
ungsvægi hvor,“ eins og
segir í málefiiasamningi
ríkisstjómarinnar.
Margir hafa orðið til þess
að gagnrýna þetta ákvæði í
stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar og telja það
bijóta gegn ýmsum megin-
reglum, sem eigi .að virða í
viðskiptum manna. Brynj-
ólfur Sigurðsson, prófessor
í viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands, tekur það
dæmi um slík viðskipti í
Morgunblaðsgrein á þriðju-
dag, að öllum þyki sjáfsagt
að skila jafn mörgum sykur-
molum og þeir fá að láni.
Þá segir Brynjólfur:
„Þær umræður, sem hafa
átt sér stað á undanfömum
vikum um breytingu á láns-
kjaravísitölunni, þannig að
laun vegi þar þyngra en
hingað til, fela í raun í sér
fráhvarf frá þeirri megin-
reglu, að skila beri aftur
því, sem fengið var að láni.
I stað þess að verðbreyting-
ar segi til um, hve miklu
skuli skila, skal nú einnig
tekið tillit til launaþróunar
þ.e. afkomu þeirra, sem lán-
Íð tóku. I litlu lífsreynslusög-
unni um sykurmolana jafn-
gilti þetta, að bamið segði
við grannkonuna: „Ég er að
skila sykrinum. Það er að
vísu minna í sykurkarinu
núna, en var í því, þegar við
fengum sykurinn lánaðan,
en það verður að duga, af
því að hann pabbi hefur
fískað svo illa að undan-
fömu.“ Ég er sannfærður
um, að aldrei hefur hvarflað
að nokkurri húsmóður, að
telgur heimilisins ættu að
hafa áhrif á, hvort skilað
yrði í sama magni því, sem
fengið var að láni.“
Allir skilja þessa einföldu
lýsingu prófessorins, sem
segir einnig: „Þeir sem eru
þeirrar skoðunar, að tekjur
lántakendanna eigi að hafa
áhrif á, hve mikinn hluta
lánsins skuli endurgreiða,
eru eflaust hlynntir áform-
um ríkisstjómarinnar að
breyta lánskjaravisitölunni í
þá veru. Þó er ég ekki gran-
laus um, að á hina sömu
færa að renna tvær grímur,
þegar þeir gera sér fyrir, að
á komandi tímum geta laun
hækkað meira en verðlag.
Núverandi vilji stjómvalda
að létta undir með skuldur-
um, snerist þá upp í and-
hverfu sína, að skuldabyrðin
yrði þyngri en væra lánin
tengd lánskjaravísitölunni
óbreyttri. Þeir sem aftur á
móti vilja halda í heiðri þá
reglu að endurgreiða beri
það sem fengið var að láni
ættu að standa vörð um
lánskjaravísitöluna sem
mælikvarða á verðgildi pen-
inga. Leiðin til þess er að
láta stjómmálamenn heyra
vilja sinn.“
Full ástæða er til að taka
undir þessi orð Brynjólfs
Sigurðssonar. Hann hefur
með einföldum og skýram
hætti lýst hinum miklu
vanköntum, sem era á þeirri
stefnu, er ríkisstjómin mót-
aði í málefnasamningi sínum
að þessu leyti. Enn er óljóst,
hvemig ríkisstjómin ætlar
að standa að því að fram-
kvæma þessa stefiiu. Sé það
vilji hennar, að menn skili
færri sykurmolum en þeir
fengu að láni, vill hún ein-
faldlega markvisst feta inn
á rangar brautir.
eftir Þorvald
Gylfason
I
Á yfirborðinu virðist verðbólgu-
vandinn stafa fyrst og fremst af
því, að ríkisvaldinu hefur ekki tekizt
að gæta hófs í peningamálum og
ríkisfjármálum um langt skeið. Það
hefur verið reynt að beizla kauplag
og banna vísitölubindingu launa
með lögum. Það hefur verið reynt
að festa gengi krónunnar. Það hef-
ur verið reynt að verðtryggja spari-
fé og draga úr ásókn í lánsfé með
því að leyfa vöxtum að leita jafn-
vægis milli framboðs og eftirspurn-
ar á peningamarkaði. Ekkert af
þessu hefur dugað til að eyða verð-
bólgunni, enda var ekki við því að
búast, úr því að ríkisvaldinu hefur
ekki tekizt að halda útgjöldum þjóð-
arinnar innán hóflegra marka. Það
hefur ekki tekizt að draga verulega
úr útlánaþenslu bankakerfisins. Það
hefur ekki heldur tekizt að reka
ríkisbúskapinn með myndarlegum
afgangi; það hefur jafnvel ekki ver-
ið reynt fyrr en nú. Það er ekki
hægt að ná varanlegum árangri í
baráttunni við verðbólguna nema
með öflugu aðhaldsátaki á öllum
vígstöðvum í einu.
Agaleysi ríkisvaldsins í efna-
hagsmálum er þó naumast einu um
að kenna. Sumar rætur vandans
liggja dýpra. Lög og reglur sam-
félagsins hafa ekki kallað fyrirtæki
til fullrar ábyrgðar á eigin athöfn-
um. Einkafyrirtæki hafa teflt á
tæpasta vað í íjárfestingu og rekstri
og varpað ábyrgðinni beint eða
óbeint yfír á ríkisvaldið, sem hefur
veitt vandanum út í verðlagið með
peningaprentun eða gengisfellingu
í stað þess að draga fyrirtækin sjálf
til ábyrgðar. Ríkisfyrirtæki hafa
farið fram úr fjárlögum í stórum
stfl án þess að þurfa að sæta
Fyrirtæki, sveit-
arfélög og lífeyr-
issjóðir taki
höndum saman
um byggingu
íbúðarhúsnæðis
í NÝRRI VestQarðaáætlun sem
Byggðastofnun hefur samið er
ekki gert ráð fyrir að ibúum
Qölgi þar næstu árin. Með tillög-
um í áætluninni er hins vegar
stefot að þvi að fólksfækkun
undanfarinna ára stöðvist og að
meiri stöðugleiki myndist í at-
vinnuháttum og búsetu en nú er.
Meðal annars er lagt til að strax
verði ráðinn iðnráðgjafi, með
sérstaka áherslu á þrónun sjávar-
útvegi og skyldum greinum.
Brýn nauðsyn er talin á að taka
ákvarðanir um framtíðarskipu-
lag samgangna, einkum hvað
varðar jarðgangna- og brúar-
gerð. Þá má einnig geta hug-
myndar um samvinnu sjávarút-
vegsfyrirtælga, sveitarfélaga og
lífeyrissjóða tun byggingu íbúð-
arhúsnæðis þar sem skortur er á
vinnuafli.
ábyrgð. Verklýðsfélög og vinnuveit-
endur hafa samið um kaupgreiðslur
langt umfram greiðslugetu fyrir-
tækjanna í þeirri von og vissu, að
ríkisvaldið hlífi þeim við afleiðing-
unum. Þessir brestir í innviðum
atvinnulífsins í landinu hafa staðið
í vegi fyrir hyggilegri hagstjórn.
Það er álitamál, hvort það er yfir-
höfuð hægt að ná varanlegum ár-
angri í viðureigninni við verðbólg-
una með ströngu aðhaldi í efna-
hagsmálum, nema einstaklingar og
fyrirtæki séu kölluð til ábyrgðar í
auknum mæli. Frambúðarlausn
verðbólguvandans er því ef til vill
ekki alveg eins einföld og hún kann
að virðast, ef menn einblína á ríkis-
fjármál og peningamál án þess að
skyggnast undir yfirborðið.
II
Langvarandi verðbólga hefur
skekkt undirstöður atvinnulífsins í
landinu með því að beina fjárfest-
ingu að óarðbærum framkvæmdum
og með því að halda hlífiskildi yfir
óhagkvæmum rekstri. Ríkisvaldið
hefur iðulega varpað fjárhagsvanda
fyrirtækja yfír á almenning með
því að prenta peninga eða fella
gengi krónunnar í stað þess að
knýja fyrirtækin til nauðsynlegrar
hagræðingar og endumýjunar.
Undanlátssemi ríkisvaldsins við
ýmis fyrirtæki, ekki sízt við fyrir-
tæki, sem stjómmálahagsmunir eru
bundnir við, hefur hneigzt til að
fírra mörg þeirra nauðsynlegum
sjálfsaga í flárfestingu og rekstri.
ítök ríkisvaldsins í viðskiptabönk-
unum hafa ýtt undir þessa tilhneig-
ingu, því að stjómmálahagsmunir
hafa iðulega yfírgnæft hagkvæmn-
issjónarmið við ákvörðun útlána.
Stjómendur margra fyrirtækja
virðast gera ráð fyrir því, að ríkið
komi til bjargar, hvenær sem erfíð-
leikar steðja að. Ábyrgðinni á tals-
verðum hluta atvinnurekstrar í
landinu hefur með þessu móti verið
í tillögum Byggðastofnunar segir
að ekki sé líklegt að hlutur Vest-
fírðinga í heildarafla muni aukast
verulega á næstu árum nema mikil
breyting verði á stjómun fískveiða.
Þróun sjávarútvegs í kjördæminu
mun hér eftir sem hingað til byggj-
ast á sjávarútvegsfyrirtækjunum
þar, segir í skýrslunni. Þau verða
að geta fært sér í nyt þær nýjung-
ar og aukna framleiðslutækni sem
fram mun koma og hagkvæmt þyk-
ir á næstu árum.
Lagt er til að skipulagt verði
öflugt þróunarstarf í ýmsum grein-
um sjávarútvegs og í starfsemi
þeirra fyrirtækja sem tengjast fisk-
veiðum og fiskvinnslu. Bent er á
að hér væri verðugt verkefni fyrir
iðnráðgjafa. Mætti hugsa sér að
sjávarútvegsfyrirtækin stofnuðu
þróunarfélag í sjávarútvegi, hugs-
anlega með þátttöku hins opinbera.
Þá er lagt til að athugað verði
hvort skynsamlegt sé fyrir Vest-
fírðinga að taka upp nánara sam-
starf við Grænlendinga á sviði sjáv-
arútvegs.
Úttekt á fisk-
eldismöguleikum
Lagt er til að heildarframleiðslu-
réttur bænda I mjólk á Vestfjörðum
varpað yfír á ríkið í reynd. Fyrir-
tæki, sem telja sig bera ftjlla ábyrgð
á eigin afkomu, hefðu til dæmis
varla kosið að baka sér svo mikinn
fjármagnskostnað að undanförnu
sem raun ber vitni með því að taka
rekstrarlán í stórum stíl við svim-
andi háum raunvöxtum í stað þess
að draga úr rekstrarkostnaði..
Við þessar aðstæður hefur nauð-
synleg nýsköpun ekki getað átt sér
stað með eðlilegum hætti í atvinnu-
lífínu, einkum í landbúnaði og sjáv-
arútvegi. Landbúnaður þarf enn á
gríðarlegri Qárhagsaðstoð ríkisins
að halda, bæði beint og óbeint.
Mörg útvegsfyrirtæki ramba nú á
barmi gjaldþrots þrátt fyrir undan-
gengið góðæri og gríðarlegan afla,
jafnvel þótt útvegsfyrirtælqum'hafí
síðustu ár verið afhentur ókeypis
aflakvóti, sem er metinn til mikils
fjár. Þvílík hlunnindi frá ríkinu
hneigjast til að draga úr sjálfs-
ábyrgðartilfínningu í einkarekstri.
Það þyrfti ekki að vera mjög erfitt
fyrir traust og vel rekin fyrirtæki
að fínna leiðir til aðhalds og spam-
aðar í rekstri, þegar harðnar á daln-
um, en það getur hins vegar verið
mjög erfítt fyrir veikburða fyrir-
tæki, sem skjögra til falls á skakkri
undirstöðu.
Agaleysi í fjármálum margra
fyrirtækja er að sönnu ekki ein-
göngu sök þeirra sjálfra. Ríkisvald-
ið hefur ekki gætt þess sem skyldi
að búa þeim fullnægjandi starfsskil-
yrði. Það hefði til dæmis átt að
vera búið að því fyrir löngu að koma
á laggimar öflugum innlendum
hlutabréfamarkaði til að auðvelda
fyrirtækjum að standa straum af
rekstri með hlutafé í stað lánsfjár
og draga þannig úr þörfínni fyrir
peningaprentun og verðbólgu.
Lífleg hlutabréfaviðskipti á innlend-
um markaði auðvelda líka eigenda-
skipti að fyrirtækjum og stuðla
þannig að eðlilegri endumýjun í
atvinnulífínu. Hlutafjárviðskipti við
verði í sem mestu samræmi við
daglegar þarfír íbúa svæðisins.
Heimilt verði að flytja framleiðslu-
rétt á milli einstakra framleiðenda
innan hvers samlagssvæðis með það
að markmiði og færa framleiðsluna
nær vinnslustöðvunum. Fram-
leiðsluréttur sauðfjárafurða verði
ekki minni en nam framleiðslu
haustið 1986 og verði hann færan-
legur á milli framleiðenda eftir því
sem þeim fækkar.
Veiðimálastofnun verði falið að
gera úttekt á möguleikum til físk-
eldis og fiskiræktar. Nýjar búgrein-
ar verði efldar þar sem skilyrði eru
fyrir hendi, svo sem Ioðdýrarækt,
fiskeldi, hlunnindanytjar og ferða-
mannaþjónusta.
Sett verði upp vinnuáætlun til
að koma á formlegu skipulagi á
Ferðamálasamtök Vest§arða og
leitað fjárstuðnings sveitarfélaga,
fyrirtækja og annarra aðila er mál-
ið varðar til að koma henni í fram-
kvæmd. Efling ferðamannaþjón-
ustu er langtímaverkefni en ætla
má að hún geti orðið nokkuð búbót
þegar fram líða stundir.
Varðandi fræðslumál er meðal
annars lagt til að framhaldsnám
og verkmenntun fái sérstaka um-
fjöllun og verði unnin stefnumörkun
til næstu framtíðar fyrir þau skóla-
stig á Vestfjörðum. Þar verði þess
gætt að námsefni og skólakerfí sé
samhæft því sem annars staðar er
Ný Vestfj arðaáætlun Byggðastofiiunar:
Ekki er gert ráð fyr-
ir að íbúunum Qölgi
Öflugt þróunarstarf
í sjávarútveginn