Morgunblaðið - 11.11.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Utgerðarfélag Akureyringa hf:
Kvótar að klárast og
stöðvun blasir við
„ÞAÐ HEFUR lítið gengið,“ sagði Sverrir Leósson stjórnar-
formaður ÚA aðspurður um hvort Útgerðarfélaginu hefði
tekist að kaupa viðbótarkvóta fyrir togara félagsins. Skipin
eru langt komin með kvóta sína og fyrirsjáanleg stöðvun
þeirra og vinnslunnar í landi ef ekki rætist úr. „En maður
gefiir aldrei upp vonina, lifir alltaf í voninni um að eitt-
hvað gerist. Það er auðvitað verið að reyna að ná í kvóta
og hefiir verið töluvert lengi. En það er ljóst að það er
verulega minna framboð á þessu ári heldur en I fyrra.“
Sverrir segir minna framboð stafa af samdrætti í afla og
að nú má flytja 10% af kvóta á milli ára.
„Ég held að ég megi segja það,
að Útgerðarfélag Akureyringa hf
hafi alltaf reynt að haga því svo
að það væri mjög sterk samtenging
á milli veiða og vinnslu. Skipin
hafa ekki verið í þungri sókn á
árinu 1988, sem stafar af því að
menn sáu að kvótinn var svo lítill
að miðað við viðunandi árferði þá
voru vissir erfiðleikar fyrirsjáan-
legir þegar liði fram á árið,“ sagði
Sverrir Leósson, stjómarformaður
Útgerðarfélags Akureyringa.
Sverrir kvaðst gera ráð fyrir að
skýringar þess, hversu erfíðlega
gengur að fá viðbótarkvóta, séu
líklega minnkandi heildarafli.
„1986 voru veidd 390 þúsund tonn
af þorski, á þessu ári verða veidd
355 til 360 þúsund tonn og það
er verið að tala um á næsta ári
að veiða 330 þúsund tonn af þorski
og samdrátt í karfa, grálúðu og
rækju. Þetta þýðir auðvitað minna
framboð og ég held að skýringin
liggi í því. Og svo mega menn nú
asiPte'
HÓTEL KEA
o
Dansleikur
laugardagskvöld
Kristján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Hljómsveitin
Kvartell
leikur fyrir dansi.
Hótel KEA.
færa tíu prósent aflans á milli ára.
Ég geri ráð fyrir því, ef maður lítur
í eiginn barm, að maður sem á
einhverjar eftirstöðvar af kvóta,
hann mundi færa þessi tíu prósent
yfír á árið 1989 frekar en að selja.
Ég get að vísu ekki alhæft um
það, en mér fínnst það liggja í hlut-
arins eðli þegar verið er að tala
um samdrátt á næsta ári.“
Sverrir sagði rekstrarstöðvun
fyrirsjáanlega. „Það stefnir allt í
það já. Það er verið að skoða þessa
hluti og einhvem veginn reyna
menn að taka á því en það er ljóst
að það stefnir í ákveðna erfíðleika
að þessu leyti. Það þarf ekki að
koma neinum á óvart, hvorki okk-
ur né öðrurn." Hann kvað alveg
ljóst að kvótar togara ÚA yrðu upp
veiddir fyrir áramót og sagði að
mjög lítið væri eftir.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Finnur Friðriksson formaður Nemendaráðs 9. bekkjar í fyrra af-
hendir Rakel Bragadóttur starfsmanni á Sólborg 100.000 krónur sem
renna eiga til sundlaugarbyggingar. Hjá þeim stendur Vilberg Alex-
andersson skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar.
9. bekkur Gagnfræðaskóla Akureyrar:
Sundlaugin við Sólborg fékk
afgangmn af ferðapeningunum
O
INNLENT
Blaðbera vantar í
Arnarsíðu - Keilusíðu - Kjalarsíðu - Vesiursíðu.
Óskum sérstaklega eftirfólki, sem getur borið
blaðið út um leið og það kemur.
- Hressandi morgunganga!
Hafnarstræti 85, Akureyri. S. 23905.
Sundlaugarbyggingu við vist-
heimilið Sólborg barst í vikunni
góð gjöf frá 16 ára unglingum,
sem voru í 9. bekk Gagnfræða-
skólans á Akureyri í fyrravetur.
Eins og venja er, söfiiuðu krakk-
arnir í ferðasjóð í fyrra til að
fara i skólaferðalag um Suður-
land að afloknu grunnskólaprófí
og þegar heim var komið eftir
fímm daga ferð áttu krakkarnir
eftir afgang af ferðasjóðnum.
Krakkarnir voru sammála um
að gefa peningana til góðs mál-
efiiis og var ákveðið að láta
100.000 króna tekjuafgang
renna til sundlaugarbyggingar-
innar.
Finnur Friðriksson, þáverandi
formaður Nemendaráðs, afhenti
peningana áhugamannahópi
starfsfólks sem tók sig saman um
að standa fyrir lokaátaki sundlaug-
arbyggingarinnar, en byggingar-
saga sundlaugarinnar hófst suma-
rið 1983. Rakel Bragadóttir tók
við peningunum fyrir hönd hóps-
ins. Rakel sagði að lokaáfanginn
kostaði um tvær milljónir króna.
Síðustu vikumar hafa safnast um
1,4 milljónir kr. Rúmar 600.000
krónur vantar svo hægt sé að bjóða
verkið út, en reglur kveða á um
að útboð megi ekki fara fram nema
til framkvæmda séu nægir ijár-
munir. Rakel sagði að stofnaður
hefði verið póstgíróreikningur, sem
hægt væri að leggja fé inn á, og
væri hann númer 544655. „Vinna
við útboðsgögn stendur þó yfír og
ef söfnunin gengur vel á næstu
dögum, getum við boðið verkið út
á næstunni," sagði Rakel.
Vilberg Alexandersson skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans sagði að
9. bekkur í fyrra hefði verið stærsti
árgangur, sem útskrifast hefði frá
skólanum frá upphafi, alls um 200
manns. „Það er ánægjulegt að vita
til þess að þetta er verk unglinga
því oft vilja heldur spinnast upp
neikvæðar umræður og frétta-
flutningur um unglingana. Hug-
myndin um að gefa þessa peninga
til Sólborgar er algjörlega komin
frá krökkunum sjálfum og voru
þau öll samstiga í þeirri ákvörðun
sinni."
Finnur sagði að fjáröflunarleiðir
hefðu verið ýmsar. Ein milljón
króna safnaðist í ferðasjóð í fyrra
meðal annars með dansleikjahaldi,
verslunarrekstri og með áheitum
vegna maraþonkennslu, sem einni
bekkjardeildinni datt í hug að
standa fyrir. Þau fengu kennara í
lið með sér og sátu í skólastofunum
yfír bókum í heilan sólarhring og
gátu einstaklingar og fyrirtæki
heitið á þau í leiðinni.
I\IÝR SKEMMTISTAÐUR
0PNARí KVÖLD
KL. 10.00
BLEIKI FILLINN
HAFIMARSTRÆTI 100, AKUREYRI.
Allirvelkomnir
Myndvika í Borgarbíói
- í tileftii af 80 ára aftnæli Eð-
varðs Sigurgeirssonar ljósmyndara
KVIKMYNDAVIKA verður
haldin á Akureyri dagana 12.
til 20. nóvember í Borgarbíói í
tilefhi af áttræðisafinæli Eð-
varðs Sigurgeirssonar ljós-
myndara á sl. ári. Myndvikan
er haldin á vegum menningar-
málanefiidar Akureyrarbæjar
og leggur megináherslu á sögu
og þróun íslenskrar kvik-
myndagerðar.
Myndvikan hefst á morgun,
laugardag, kl. 16.00 með opnunar-
hátíð fyrir boðsgesti. Þar verður
m.a. sýnd syrpa af myndum Eð-
varðs og einnig myndir úr sam-
keppni, sem efnt var til í sumar.
Um leið verða tilkynnt úrslit í
þeirri samkeppni og afhentar við-
urkenningar. Þessar sömu myndir
verða síðan aftur sýndar almenn-
ingi á sunnudaginn að loknu erindi
Hrafns Gunnlaugssonar kvik-
myndagerðarmanns um sögu og
þróun íslenskrar kvikmyndagerð-
ar.
Hin nýja mynd Hrafns Gunn-
laugssonar, „í skugga hrafnsins",
verður frumsýnd á Akureyri annað
kvöld, laugardagskvöld, og verður
myndin sýnd út myndvikuna, alls
tólf sinnum.
Aðrar íslenskar kvikmyndir, sem
sýndar verða á myndvikunni eru:
Útlaginn, 79 af stöðinni, Land og
synir, Stella í orlofí, Húsið, Á hjara
veraldar, Með allt á hreinu, Punkt-
ur punktur komma strik, Foxtrott,
Síðasti bærinn í dalnum, Skamm-
degi og Jón Oddur og Jón Bjarni.
Eðvarð Sigurgeirsson Ijósmynd-
ari
Þá verður Eyfírska sjónvarpið með
dagskrá, tengda myndvikunni,
sunnudaginn 13. nóvember, kl.
17.15. Myndsyrpa Eðvarðs verður
einnig sýnd í dvalarheimilum og í
framhaldsskólunum meðan á
myndvikunni stendur.
Á liðnu ári var í sjónvarpi brugð-
ið upp myndefni frá Eðvarð Sigur-
geirssyni, sem hann hafði tekið á
mismunandi tímum á löngum
starfsferli. Rifjaðist þá upp fyrir
mörgum að hann hafði komið víða
við í kvikmyndagerð á fyrstu árum
kvikmyndanna hér á landi og þá
ferðast víða með ýmsar myndir
sínar. Þegar við bættist að ævifer-
ill Eðvarðs var orðinn heil 80 ár,
fannst ýmsum við hæfí að nýta
tækifærið og koma á fót myndviku
á Akureyri, segir í frétt frá undir-
búningsnefnd um tildrög myndvik-
unnar.