Morgunblaðið - 11.11.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
29
Olafiir Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
„Ætlunin er að snúa um 3 milljarða
halla 1988 í 1 milljarðs afgang 1989“
Forsendur fi*umvarpsins í launa-, verðlags- og gengismálum gjörsamlega
í lausu loffci, sagði Pálmi Jónsson (S/Nv)
Helztu breytingar á tekjuhlið
Qárlagafrumvarpsins eru: 1)
hækkun á óbeinum sköttum, svo
sem vörugjaldi, benzíngjaldi og
innflutningsgjaldi af bílum, 2)
almenn hækkun eignaskatta
sem og hærra skattþrep á eign-
ir yflr tiltekið mark, 3) frekari
sköttun á tekjur í formi hlunn-
inda, 4) hækkun skatthlutfalls
almenns tekjuskatts. Jafiiframt
er til athugunar að taka upp
sérstakt skattþrep á hærri tekj-
ur, 5) veðdeildir og fjárfesting-
arlánasjóðir verða tekjuskatts-
skyld, 6) 12% söluskattur verður
lagður á happdrættismiða.
Þetta kom m.a. fram í fjár-
lagaræðu Ólafs Ragnars
Grimssonar, Qármálaráðherra í
Sameinuðu þingi í gær. Pálmi
Jónsson (S/Nv) sagði hinsvegar
að samkvæmt tekjuhlið Qár-
lagafrumvarpsins hækkaði
heildarskattheimta rikisins úr
26% 1988 í 28% 1989 sem hlut-
fall af landsframleiðslu eða um
3,5-4 milljarða króna. Þetta
þýddi 50 til 60 þúsund króna
viðbótarskatta á hveija fjög-
urra manna flölskyldu í landinu.
Stórfelldur samdráttur
veltuskatta
Ólafur Ragnar Grimsson,
fjármálaráðherra, sagði verulegan
tekjusamdrátt hafa orðið í sölu-
skatti, toilum og veltusköttum á
líðandi ári — vegna minnkandi
veltu innanlands. Tekjutap ríkis-
sjóðs af þessum sökum nemi um
3.000-3.500 m.kr. í ár. Jafnframt
hafi innheimta veltuskatta gengið
verr upp á síðkastið, m.a. vegna
vaxandi greiðsluerfiðleika í rekstri
fyrirtækja.
Á móti hafi komið auknar tekj-
ur af beinum sköttum, þ.e. tekju-
og eignasköttum, bæði vegna betri
innheimtu í staðgreiðslu og breyt-
inga á tekjuskatti fyrirtækja.
Á gjaldahlið ríkisbúskaparins
hafi einnig orðið verulegar breyt-
ingar frá forsendum fjárlaga. Ekki
sízt vegna stóraukinna útgjalda til
að styrkja stöðu atvinnuvega og
greiða niður verðlag nauðsynja til
neytenda.
Verðlagsbreytingar hafi og
raskað fjárlagaforsendum. Hækk-
un almennra rekstrarútgjalda
nemi tæplega 2.000 m.kr., eða
7,5%. Lífeyris- og sjúkratrygging-
ar hafi farið 1.100 m.kr. fram úr
fjárlagaáætlun. Langstærsta frá-
vikið frá fjárlagaáætlun eru þó
vextimir, sem fóru 1.700 m.kr.
fram úr áætlun, þar af 1.200 m.kr.
umframvextir vegna yfirdráttar í
Seðlabanka.
Fj ármálaráðherra sagði að
tekjuhalli ríkissjóðs 1988 verði vel
yfir þijá milljarða króna, Jafnvel
nær 4 milljörðum".
Forsendur frumvarpsins
Fjármálaráðherra sagði fjár-
lagafrumvarpið í meginatriðum
byggt á forsendum þjóðhagsáætl-
unar. Sú áætlun gerði ráð fyrir
því að framfærslukostnaður hækki
um 12% milli líðandi árs og þess
komandi, vísitala byggingarkostn-
aðar um 10%, laun í landinu um
8% og meðalverð gjaldeyris um
7%.
Megineinkenni frumvarpsins er,
sagði ráðherra, 1.200 m.kr. tekju-
afgangur, verulegur samdráttur í
opinberri fjárfestingu, aðhald í
útgjöldum ríkissjóðs og niður-
greiðsla skulda. „Ætlunin er að
Ólafiir Ragnar Grimsson
snúa um 3 milljarða króna halla
á árinu 1988 í rúmlega 1 milljarðs
króna afgang 1988.“
Samkvæmt frumvarpinu hækka
ríkisútgjöld, að sögn ráðherra, úr
27,4% í 27,7% af landsframleiðslu,
eða um 0,3%. Tekjur ríkissjóðs
hækka á sama mælikvarða -að
raungildi um 1,25%. Heildartekjur
ríkissjóðs eru síðan áætlaðar
28,1% af landsframleiðslu.
Gjöld og tekjur
Samneyzluútgjöld fjárlaga-
frumvarps (almennur rekstur og
sjúkratryggingar) nema 35,7 mill-
jörðum króna eða 47% heildarút-
gjalda.
Neyzlu- og rekstrartilfærslur
nema 22,9 milljörðum króna eða
um 30% útgjaldanna. Hér vega
lífeyristryggingar þyngst 10.800
m.kr., niðurgreiðslur og útflutn-
ingsbætur 5.100 m.kr, framlag til
Lánasjóðs námsmanna 1.600
m.kr. og endurgreiðsla á sölu-
skatti og jöfnunargjaldi 1.200
m.kr.
Vaxtagreiðslur eru áætlaðar
7.250 m.kr., eða 13,1% hærri en
1988.
Fjármálaráðherra sagði að
starfsemi ýmissa stofnana yrði
tekin til sérstakrar skoðunar á
árinu. „Kemur til álita að leggja
einhveija starfsemi niður og hag-
ræða annarri, m.a. með því að
fela öðrum aðilum en nú er fram-
kvæmd." Dæmi sem ráðherra
nefndi: Skipaútgerð á vegum land-
helgisgæzlu, Vitaþjónustu Vita-
stofnunar, Skipaútgerð ríkisins,
löggæzlu og tollgæzlu á Keflavík-
urflugvelli og Sölu vamarliðs-
eigna.
Þegar kom að tekjuhlið fmm-
varpsins nefndi fjármálaráðherra
til nýja tekjuöflun 1989: hækkun
vörugjalds, benzíngjalds og inn-
flutningsgjalds af bílum; hærri
eignaskatta og nýtt skattþrep;
skattlagningu hlunninda; breytta
tekjusköttun, hugsanlega nýtt
skattþrep á hærri tekjur; skatt-
lagningu veðdeilda og fjárfesting-
arlánasjóða; 12% söluskatt á happ-
drættismiða. Þá sagði ráðherra að
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins
ætti að skila ríkissjóði 5.600 m.kr.
1989, þar af 900 m.kr. vegna
væntanlegrar bjórsölu.
Stefnuleysi og
skattahækkanir
Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði
Pálmi Jónsson Morgunblaðið/Þorkell
að hvergi í ræðu ráðherrans hafí
örlað á stefnumörkun í efnahags-
og atvinnumálum þjóðarinnar,
þegar lyki tímabili verðstöðvunar
og launafrystingar. Þetta stefnu-
leysi stjómarinnar komi og hvar-
vetna fram í frumvarpinu. Þar séu
margir endar óhnýttir, ekki sízt
þegar komi að útfærzlu á boðaðri
tekjuöflun, auk þess sem útgjalda-
forsendur fmmvarpsins séu í
meira lagi hæpnar. Pámi nefndi
nokkur atriði þessa stefnuleysis:
1) Forsendur frumvarpsins í
launa-, verðlags- og gengismálum
væm gersamlega í lausu lofti.
Sama megi segja um niðurstöður
á rekstraryfírliti A-hluta ríkis-
sjóðs.
2) Fmmvarpið boði stórfelldar
MÞinci
skattahækkanir, sem nemi 3,5-4
milljörðum króna, eða 50-60 þús-
und króna nýjan ársskatt á fjög-
urra manna fjölskyldu. Ríkið
áformi að taka til sín 28,1% af
landsframleiðslu í sköttum, sem
sé hærra hlutfall en oftast áður.
3) Ráðherrar séu berir af mót-
sögnum um útfærslu aukinnar
skattheimtu, samanber ólíkar yfír-
lýsingar þeirra um skatt á happ-
drætti o.fl.
4) Þrátt fyrir mikinn niðurskurð
flárveitinga til framkvæmda, vaxi
önnur eyðsla í ríkisbúskapnum
umfram framkvæmdaniðurskurð,
þann veg að heildarútgjöld vaxi
um 0,8%.
5) í fjárlagaforsendum boðar
ríkisstjómin 7% lækkun kaup-
máttar launa milli ára.
6) Vaxandi skattaálögur
þrengja mjög að atvinnuvegum og
fyrirtækjum, sem ekki eru of vel
stödd rekstrarlega fyrir.
7) Gert er ráð fyrir að greiðslu-
byrði erlendra skulda vaxi úr
16,5% í ár upp í tæp 19% af út-
flutningstekjum á næsta ári.
Á sama tíma sem mjög alvar-
lega horfír í atvinnumálum lands-
manna, sagði Pálmi, er gripið til
þess ráðs að taka ráðstöfunarfé
Atvinnuleysistryggingasjóðs og
veita því yfír í hinn nýja skömmt-
unarsjóð ríkisstjómarinnar. Þar'
með er geta Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs til að sinna hlutverki
sínu, ef til atvinnuleysis kemur,
stórlega skert. Er þetta sú um-
hyggja sem flokkur fjármálaráð-
herra ber fyrir launafólki? Eða
kemur umhyggjan fram í hækkun
neyzluskatta, sem hækka vöra-
verð, á sama tíma og atvinnuör-
yggi minnkar og kaupmáttur
launa rýmar?
Þá gagnrýndi Pálmi harðlega
skattlagningu Öryrkjabandalags,
Krabbameinsfélags, Hjálparsveita
skáta, íþróttahreyfíngar, ung-
mennahreyfíngar, Háskóla íslands
o.fl. með áformuðum happdrættis-
skatti.
Fjörugar umræður
Fjárlagaumræðan fór síðan
fram með hefðbundnum hætti.
Alexander Stefánsson (F/Vl)
sagði að Framsóknarflokkurinn
stæði einhuga að fjárlagafram-
varpinu. Hann sagði og að saga
fyrri ríkisstjómar hefði reynzt
saga forystuleysis og mistaka. -
Skattkerfísbreytingin hafí ekki
skilað sér í betri innheimtu eins
og vonir hafi staðið til. Söluskatts-
vanskil væra gífurleg. Skylda
hefði átt söluaðila til að nota sér-
byggða peningakassa og herða
aðhald með skattskilum.
Alexander sagði að allir stjóm-
arflokkamir væra skuldbundnir til
að standa að íjárlögum, sem ski-
luðu ráðgerðum tekjuafgangi.
Hinsvegar ættu þeir eftir að ganga
endanlega frá útfærslu tekjuöflun-
arleiða. ^
Oli Þ. Guðbjartsson (B/Sl)
sagði íjárlög fyrr hafa verið af-
greidd með tekjuafgangi í orði,
þó annað hafi reynzt á borði.
„Meginniðurstaða mín eftir þá
athugun sem ég hef reynt að gera
á þessu framvarpi til fjárlaga 1989
er, að sömu hættumerkin séu í því
fóígin og vora í fjárlögunum
1988 . . .“
Málmfríður Sigurðardóttir
(Kvl/Ne) sagði framvarpið þýða
annað tveggja: áframhaldandi
launafrystingu og bundinn samn-
ingsrétt út árið „eða þá að fjárlög-
in era gersamlega marklaus".
„Hafa menn trú á því að launa-
forsendur framvarpsins haldi, þar
sem sú verðstöðvun, sem nú er
sögð í gildi, er ekki verðstöðvun,
í bezta falli verðlagsaðhald, þar
sem hækkanir era stöðugt í gangi
bæði leynt og ljóst," sagði þing-
maðurinn.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S/Vf) sagði tvennt ráða
sköpum um fjárlagaframvarpið:
1) felur það í sér nægjanlegan
niðurskurð til viðréttingar efna-*'
hagslífínu? 2) fá forsendur þess
staðizt? Hvoragt væri til staðar.
I framvarpinu er ekki að fínna
þann niðurskurð ríkisútgjalda,
sem til þarf til að hafa hemil á
verðbólgu, minnka þenslu, lækka
vexti, minnka viðskiptahalla og
lækka erlendar skuldir. Það er
ekki einu sinni nægilega aðgert
til að skapa rekstrarskilyrði fyrir
útflutningsatvinnuvegina og
tryggja atvinnuöryggi fólksins í
landinu. í það kunni að stefna, að
óbreyttu, að ekki verði komizt hjá
mikilli gengislækkun til að halda
atvinnulífínu gangandi og koma í
veg fyrir atvinnuleysi. „En þá era
allar verðlagsforsendur þessa §ár-
lagaframvarps foknar út í veður
og vind."
Fleiri þingmenn tóku til máls í
umræðunni, sem ekki verður frek-
ar rakin að sinni.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Atvinnumálaráðgjafar
Starfí iðnaðarráðgjafa hefur ver-
ið haldið gangandi með fjárlaga-
heimildum. Hinsvegar er tími sér-
stakra laga um iðnaðarráðgafa,
sem höfðu „sólarlagsákvæði", fyrir
nokkru út ranninn. Til stendur að
útvíkka þessa starfsemi, þann veg
að ráðgjöfin nái til fleiri atvinnu-
greina (svo sem fiskeldis, ferða-
mannaþjónustu o.fl.) og fella hana
undir Byggðastofnun.
Þetta kom fram í máli Jóns Sig-
urðssonar, iðnaðarráðherra, í svari
hans við fyrirspum frá Hjörleifi
Guttormssyni.
130 erindi hjá
Bjargráðasjóði
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, sagði í svari við
fyrirspum frá Fríðjóni Þórðarsyni,
að endurskoðun væri fyrirhuguð á
tryggingamálum landbúnaðarins í
heild.
Fýrirspum FViðjóns varðaði
framtíð Bjargráðasjóðs. Fram kom
i máli fyrirspyijanda að 130 bótaer-
indi kæmu fyrir stjómarfund sjóðs-
ins nú í vikunni.
Kaup og eign á erlendum
verðbréfum
Hvað líður undirbúningi að því
að heimila innlendum aðilum kaup
á erlendum verðbréfum? Það var
Geir Haarde, alþingismaður, sem
þannig spurði. Jón Sigurðsson, ráð-
herra viðskiptamála, svaraði:
„Eg stefni að því að slíkar reglur
verði settar eftir að frumvarp til
laga um verðbréfaviðskipti og verð-
bréfasjóði hefur verið afgreitt hér
á Alþingi. Ég tel eðlilegt að slfkar
reglur bíði þess að slík lög hafí
verið sett, til þess að tryggja ör-
yggi í viðskiptum af þessu tagi. Það
er reyndar tillaga þeirra, sem um
þetta mál hafa fjallað, Seðlabank-
ans og annarra, meðal annars aðila
að Verðbréfaþinginu, að þessi verði
tilhögunin."
Lög brotin á bændum
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, sagði að reglur
settar af framleiðsluráði stæðu til
þess að sauðfjárbændur fengju s/4
hluta andvirðis sauðfjárafurða
greidda á tilgreindum tíma í bú-
vörulögum. Því miður hafa verið
einhver brögð að því að þetta hafí
ekki gengið eftir. Sláturleyfíshafar
beri við óvenju lélegri rekstrarstöðu
vegna taprekstrar undanfarinna
ára sem og ónógri fyrirgreiðslu við-
skiptabanka.
.Fyrirspyijandi, Egill Jónsson,
sagði það ljóst af svöram ráðherra, *
að ekki hafí verið farið eftir settum
reglum, það er að lög hafi verið
brotin á bændum. Hann krafðist
leiðréttingar sem og vaxta á van-
skil.
Alþýðubandalagið og
námslánin
Guðmundur Ágústsson sagði
m.a. að hvorki í stjómarsáttmála
né frumvarpi til fjárlaga væri að
fínna efndir á fyrirheitum Alþýðu-
bandalags um afnám skerðingar á
námslánum. Hann spurði, hvort
menntamálaráðherra hyggist fella
úr gildi reglugerðarákvæði um
skerðingu námslána og þá hvenær.
Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra, sagði m.a.: „Ákvörðun um
tímasetningu hefur ekki verið tekin,
en ætlunin er að hluti þessarar
breytingar komi til framkvæmda á
þessu skólaári og annað skref í rétta
átt verði stigið í haust."