Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
fclk f
fréttum
Ljósmynd/Jón Sig
HÚNAVALLASKÓLI í A-HÚNAVATNSSÝSLU
„Svmavatnið“ flutt með tílþrifum
Fyrir skömmu héldu nemendur
Húnavallaskóla hátíð með
litríkri dagskrá. Meðal annars döns-
uðu nokkrir nemendur ballettinn
„Svanavatnið" sem mikla athygli
vakti meðal áhorfenda. Útfærsla
nemenda á þessu fræga verki hefur
eflaust aldrei áður komið fyrir augu
manna en hjá þeim höfðu svín náð
yfirhöndinni og „Svanavatnið" varð
„Svínavatnið". Útfærsla þessi hafði
eflaust ákveðna tilvísun en skólinn
stendur við vesturenda Svínavatns.
Á myndinni má sjá litla grisi, svín
og aðra þátttakendur verksins, í þann
mund að hneigja sig.
Skólakstur er snar þáttur í lífi
nemenda í dreifbýlinu og því þótti
eðlilegt að bömin lýstu reynslu sinni
á því sviði. Á myndinni má sjá nokkra augljóslega með hugann við akstur-
nemendur í „skólabflnum" veifa til inn.
áhorfenda meðan „bilstjórinn“ er
ÍTALÍA
Fyrirsætan reyndist vera karlmaður
Lisa, eða Vincenzo eins og
hún/hann heitir réttu nafni. Þvi
verður ekki neitað að hún tekur
sig vel út í kvenhlutverkinu.
Um heim allan ganga stúlkur
og piltar til fyrirsætukeppni.
Ein slik var einmitt haldin á Italíu
fyrir skömmu. Var þátttaka bundin
við stúlkur, eða átti í það minnsta
að vera það. Mörg hundruð stúlkur
frá flestum borgum landsins tóku
þátt í fyrirsætukeppninni, og kom-
ust 38 þeirra í lokaúrslit.
Þegar úrslitin lágu fyrir, nokkr-
um mínútum áður en kynnirinn
ætlaði að tilkynna þau fyrir mörg
þúsund áhorfendum, kom blaða-
maður nokkur askvaðandi bak við
tjöldin þar sem stúlkumar í efstu
sætunum biðu þess að vera kallaðar
fram á svið. Blaðamaður þessi hafði
heyrt að sigurvegarinn væri karl-
kyns, klæðskiptingur, og heimtaði
að fá staðfestingu á þessum orð-
rómi. Lisa, en það var stúlkan
nefnd, var í fyrsta sæti á blöðum
dómnefndarinnar, var látin hátta
sig og orðrómurinn reyndist sann-
ur. Lisa var ekki stúlka, heldur
klæðskiptingur. Hún hefur verið í
hormónameðferð og látið gera
stækkunaraðgerð á bijóstum
sínum.
„Þetta er ótrúlegt, við lifum á
20. öldinni, en hugsunarháttur fólks
er líkur því sem viðgekkst á miðöld-
um,“ segir Lisa. „Svo vann einhver
smástelpa keppnina í minn stað.
Hún er ágæt greyið, en hefur enga
kyntöfra. Mér líður eins og konu,
ég klæði mig eins og kona, ég hegða
mér eins og kona og öllum finnst
ég glæsileg og kvenleg kona! Hvers
vegna í ósköpunum má ég ekki
vinna fyrirsætustörf sem kona?“
segþr Lisa sem heitir reyndar Vin-
cenzo Visconte.
Lisa er ákveðin, hún vill vekja
athygli á málstað kynskiptinga og
hefur því komið fram í ótal viðtölum
í blöðum og sjónvarpi. Hun talar
hispurslaust um málefni samkyn-
hneigðs fólks. „Það er eina leiðin
til að breyta almenningsálitinu,"
segir hún. Ég tók upphaflega þátt
í fyrirsætukeppninni í gamni, en svo
gekk mér mjög vel og átti að vinna
keppnina. Ef þessi heimski blaða-
maður hefði ekki komið og eyðilagt
allt á síðustu stundu."
Antonello Siano skipulagði
keppnina sem fór fram í Napólí.
„Lisa kom afar vel fyrir, hún gekk
örugg um sviðið og var áberandi
kvenleg og aðlaðandi. Hvemig átti
nokkrum manni að detta í hug að
hún væri karlmaður og væri skráð
Vincenzo í þjóðskránni. Við höfum
aldrei farið fram á að þátttakendur
sýndu persónuskilríki, en eftirþessa
reynslu verður þess farið á leit við
þá sem vilja taka þátt í keppninni."
„Lisa hefur unnið á mörgum
stöðum frá því hún kom norður til
Tórínó þar sem hún býr nú. Hún
fæddist á Suður-Ítalíu, en „ég
mætti svo miklum fordómum því
ég var hommi svo ég ákvað að flytj-
ast til annarar borgar," segir hún.
Lisa hefur unnið lítillega við fyrir-
sætustörf, og er vel efnuð. Líklega
á hún eftir að fá ótal tilboð eftir
keppnina, þó að sigurinn hafi verið
dæmdur af henni. Því verður ekki
neitað að hún tekur sig vel út í
kvenhlutverkinu, þó að hún heiti
Vincenzo.
Hús Liberace á uppboð
Dora Liberace, mágkona skemmtikraftsins Liberace heitins, er hér að
sýna gestum hús hans í Las Vegas. Eign þessi er metin á 1120
milljónir ísl. króna. Húsið sem er 14 herbergja verður selt á uppboði þann
10. desember næstkomandi. Myndin er tekin í baðherbergi Liberace en
loftið prýðir risastór mynd af skemmtikraftinum.
Janni Spies
barnshafandi?
Nú velta menn því fyrir sér hvort
hin danska milljónamær, Janni
Spies, sé bamshafandi. Hún gekk í
hjónaband fyrir þremur mánuðum með
lögfræðingnum Christian Kjær, 45 ára.
Nýlega afboðaði hún komu sína í matar-
boð þar sem maður hennar hafði verið
útnefndur „Pípureykingarmaður ársins"
af vín og tóbaksframleiðendum í Kaup-
mannahöfn. Starfsfólk Janniar á ferða-
skrifstofunni segir það boða gott, afsök-
unin hafí að minnsta kosti verið góð og
gild en Janni hefur kvartað yfir svima
og flökurleika síðustu daga. Sjálf hefur
Janni sem er 25 ára gömul lýst því yfir
að hún óski þess að verða móðir. Það
er því aldrei að vita nema þessi kunnug-
legu einkenni bendi til þess að sú ósk
rætist innan tíðar.
EVRÓPUDROTTNING 1988
Vikan sendir fulltrúa
*
Islands til keppni
Síðastliðinn miðvikudag hélt
Karen Kristjánsdóttir til
Finnlands til keppni um titilinn
Evrópudrottningin eða „Queen of
Europe" eins og hann heitir á
ensku. Verður keppnin haldin um
borð í ferjunni MS Mariella. Er
þetta í fyrsta skipti sem keppt er
um þennan titil og eru þátttakend-
ur tuttugu og fimm, víða að úr
Evrópu. Að þessari keppni standa
sömu aðilar og um titilinn Heims-
drottningin eða „Queen of the
World" sem haldin var síðastliðið
sumar, en Vikan valdi þá eins
og nú fulltrúa fyrir íslands hönd.
Karen, sem er 24ja ára gömul,
var kosin „ungfrú Suðurland"
1988. Hún stundar nám í hjúkrun-
arfræði við Háskóla íslands.
LjÓ8mynd/Páll Kjartansson
Karen Kristjánsdóttir.