Morgunblaðið - 11.11.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / SJÓNVARP
„Leggjum til að samið verði
við báðar stöðvarnar“
segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI. Stjórn HSI sam-
þykkir ekki samning félaganna í 1. deild við Stöð 2
„STJÓRN HSÍ heldurfund í
fyrramálið (innsk. í dag, föstu-
dag) þar sem samningi sam-
taka fyrstu deildar félaganna
við Stöð 2 um einkaleyfi
stöðvarinnar á sýningum
leikja í fyrstu deild karla og
bikarkeppni HSÍ verður hafn-
að. {stað þess munum við
leggja til að samiö verði við
báðar sjónvarpsstöðvarnar
um mun hœrri heildar upp-
hæð,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ,
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Greint var frá umræddum
samningi á miðvikudag og
viðbrögð fólks hafa ekki látið á
sér standa. „Símalínur hafa verið
rauðglóandi. Fólk alls staðar að
af landinu hefur hringt og lýst
yfír megnustu óánægju með þenn-
an samning," sagði Guðjón Guð-
mundsson á skrifstofu HSÍ. Marg-
ir hafa hótað að hætta ijárstuðn-
ingi við HSÍ og beðið um að fá
ekki fleiri happdrættismiða senda.
Háværustu raddimar koma frá
stöðum, þar sem sendingar frá
Stöð 2 sjást ekki eins og á Vest-
fjörðum og á skipum á hafi úti.
Þá hafa ummæli Sigurðar Tómas-
sonar, formanns handknattleiks-
deildar Fram, hleypt illu blóði í
fólk. „Ég held að íþróttahreyfing-
in eigi miklu meira inni hjá skatt-
borgurunum en skattborgaramir
hjá okkur,“ sagði hann m.a. á
blaðamannafundinum, þar sem
sagt var frá samningnum.
Hvorki talsmaður iþrótta-
hreyflngarlnnar né HSÍ
„Það er hugsanlegt að formað-
urinn sé eingöngu að hugsa um
að fjármagna eigin deild en ekki
útbreiðslu handknattleiksins og
það sem er að gerast úti á landi
í því efni. Hann er ekki talsmaður
íþróttahreyfingarinnar og alls
ekki talsmaður HSÍ,“ sagði Jón
Hjaltalín um ummæli Sigurðar.
„Eg harma ummæli hans og tel
sjálfur að landsliðið í handknatt-
leik skuldi þjóðinni að vinna sig
upp í a-flokk í B-keppninni í
Frakklandi,“ bætti hann við.
„Viðbrögð fólks sýna hins veg-
ar að handknattleikurinn nýtur
mikilla vinsælda úti um allt land
og stjóm HSÍ hefur ávallt kunnað
vel að meta þann mikla stuðning,
sem raun ber vitni. Við í stjórn
HSÍ erum talsmenn allra hand-
knattleiksliða iandsins, bæði í
karla- og kvennaflokkum, og vilj-
um efla útbreiðsluna enn meir.
Við erum ánægðir með að sann-
gjamt verð hefur loks verið boðið
fyrir sjónvarpssendingai- frá leikj-
um í 1. deild en óánægðir með
að ekki var samið við báðar sjón-
varpsstöðvamar varðandi bikar-
keppnina og því munum við ekki
staðfesta samninginn.
f fyrsta lagi taka öll félög
landsins þátt í bikarkeppni og því
viljum við semja við báðar stöðv-
amar um sýningar frá bikarleikj-
um í karla- og kvennaflokki fyrir.
Tilboð Stöðvar 2 í bikarleiki var
fimm hundruð þúsund, en réttlát
greiðsla er helmingi hærri.
í öðm lagi munum við leggja
til að sami háttur verði hafður á
varðandi leiki I fyrstu deild karla,
en sá liður heyrir reyndar undir
samtök fyrstu deildar félaganna.
í þriðja lagi viljum við beina
þeim tilmælum til stöðvanna að
þær sinni innlendum íþróttagrein-
um meir en verið hefur og þá
sérstaklega unglingunum."
KR-Stjaman
24 : 23
Laugardalshöllin. íslandsmótið í hand-
knattleik, 1. deild. Fimmtudagur 10.
nóvember 1988.
Gangur leíksins: 0:1, 3:3, 6:5, 7:8,
9:9, 11:9, 12:10, 12:11. 13:11, 13:13,
16:14, 18:16, 20:17, 20:21, 21:22,
22:22, 23:22, 23:23, 24:23.
KR: Páll Ólafsson 7, Konráð Olavson
4, Alfreð Gíslason 4/1, Stefán Kristj-
ánsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Þor-
steinn Guðjónsson 2, Jóhannes Stef-
ánsson 1, Guðmundur Pálmason 1,
Ámi Harðarson, Guðmundur Alberts-
son, Páll ólafsson.
Varin skot: Leifur Dagfinnsson 22.
Utan vallar: Átta mínútur.
Stjaman: Gyfli Birgisson 8/3, Haf-
steinn Bragason 7, Sigurður Bjamason
4, Skúli Gunnsteinsson 2, Axel Bjöms-
son 2, Óskar Friðbjömsson, Magnús
Eggertsson, Þóroddur Ottesen, Sigur-
jón Bjamason, Hilmar Hjartarson,
Valdimar Kristófersson.
Varin skot: Brynjar Kvaran 13/1.
Utan vallar: 8 mín. - ein útilokun.
Áhorfendur: 678.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson
og Óli Olsen, höfðu ekki nægitega góð
tök á leiknum.
Herrakvöld Víkings
Hið árlega herrakvöld Víkings
verður haldið í Domus Medica
í kvöld og hefst klukkan 19.30.
Þorsteinn Pálsson verður ræðumað-
ur kvöldsins og fagnaðinum stjóm-
ar Ómar Valdimarsson. Boðið er
upp á sjávarréttahlaðborð. Miðar
eru seldir við innganginn.
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Spenna í lokin
Lokasekúndumar í leik KR og Tindastóls voru æsi
spennandi. KR-ingar höfðu eins stigs forskot þeg-
ar 18 sekúndur voru eftir. Þá fengu þeir innkast og
áttu möguleika á að halda knettinum út leiktímann
^^■■■i en tnisstu hann. Valur Ingimundarson
Guðmundur reyndi langskot en hitti ekki og KR-
Jóhannsson ingar fögnuðu sigri.
skníar KR-ingar söknuðu greinilega ívars
Webster í vöminni, sem var hriplek í
fyrri hálfleik. Gestimir fóru oft á kostum í sókninni
og náðu 12 stiga forskoti á tímabili. Eftir það fóru
KR-ingar að rétta úr kútnum og jöfnuðu snemma
eftir hlé. Síðan var leikurinn í járnum allt til leiksloka.
Leikurinn var góð skemmtun, spennandi og mikið
skorað. UMFT er greinilega að komast í góða samæf-
ingu og getur unnið hvaða lið sem er. KR-ingar eru
hins vegar með jafnara lið og gerði það gæfumuninn.
KR - UMFT 94 : 93
Hagaskóli. íslandsmótið í körfuknattleik, fímmtuaagur 10.
nóvember 1988.
Gangur leiksins: 4:2, 8:16, 13:23, 24:29, 28:40, 38:43, 46:52,
57:61, 63:63, 67:67, 71:71, 76:74, 82:82, 89:84, 90:86, 92:91,
94:91, 94:93.
Stig KR: Birgir Mikaelsson 30, Ólafur Guðmundsson 19, Jó-
hannes Kristbjömsson 16, Lárus Valgarðsson 11, Lárus Áma-
son 8, Matthías Einarsson 6, Gauti Gunnarsson 4.
Stig UMFT: Eyjólfur Sverrisson 30, Valur Ingimundarson 26,
Haraldur Leifsson 24, Sverrir Sverrisson 7, Bjöm Sigtryggsson
4, Kári Marísson 2.
Áhorfendur: 150.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Bergur Steingrímsson dæmdu
vel í fyrri hálfleik en voru fremur slakir eftir hlé.
Haukarnir steinlágu
Eg er að vonum ánægður með sigur i leiknum.
Við náðum að leika góða vörn því það er ekki á
hveijum degi sem Haukaliðið nær aðeins að skora
70 stig í leik,“ sagði Lee Nober þjálfari ÍBK eftir
öruggan sigur ÍBK gegn Haukum í
Bjöm Keflavík í gærkvöldi. Einar Bollason
Blöndal þjálfari Hauka var ekki eins ánægður
v með sína menn. „Þetta var ömurlegt
hjá okkur , var það ema sem hann
vildi segja eftir leikinn.
Haukar höfðu eins stigs forystu í hálfleik eftir
góða byrjun ÍBK, en í síðari hálfleik var Nökkvi M.
Jónsson, ungur leikmaður í liði ÍBK, settur til að
gæta Pálmars Sigurðssonar. Pálmar skoraði ekki stig
meðan Nökkvi var inná, en skoraði þijár 3ja stiga
körfur í röð undir lokin. Þá var forysta ÍBK 22 stig
og allt orðið um seinan.
IBK - Haukar
89:71
íþróttahúsinu í Keflavfk, fslandsmótið í körfuknattleik, fimmtu-
daginn 10. nóvember 1988.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 6:6, 17:8, 24:10, 24:16, 28:22,
28:29, 33:34, 39:40, 43:40, 60:44, 56:46, 60:42, 65:56, 76:57
83:61 89:71.
Stig ÍBK: Sigurður Ingimundarson 32, Guðjón Skúlason 22,
Magnús Guðfinnsson 18, Jón Kr. Gtslason 14, Nökkvi M. Jóns-
son 2, Einar Einarsson 1.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 22, Reynir Kristjánsson 10,
ívar Ásgrfmsson 9, Ingimar Jónsson 9, Jón A Ingvarsson 8,
Henning Henningsson 6, Tryggvi Jónsson 5, Eyþór Amason 2.
Áhorfendur: 150.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason.
KNATTSPYRNA
Baez til
Rapid Vín
Rapid Vín ákvað í gær að kaupa
Enrique Baez, 23 ára sóknar-
leikmann og landsliðsmann
Uruquay. Knattspymusamband
Uruquay tilkynnti í gærkvöldi að
kaupverðið væri 5,4 millj. ísl. króna.
Baez skoraði eitt af þremur mörk-
um Uruquay, sem vann, 3:1, Chile
í vináttulandsleik, sem fór fram í
Montevideo í gærkvöldi.
KNATYTSPYRNA
Galli hetja
AC Mílanó
Giovanni Galli, markvörður AC
Mílanó, var hetja ítalska
meistaraliðsins, sem sló Rauðu
Stjömunna út úr Evrópukeppni
meistaraliða í Belgrad í gær. Galli
varði tvær vítaspyrnur í vitaspymu-
keppni - skot frá Mitar Mekela og
Dejan Savicevie. AC Mílanó vann
vítaspymukeppnina, 5:3.
Eftir venjulegan leiktíma og fram-
lengingu var staðan, 1:1. Marco
Van Basten skoraði mark AC
Mílanó á 35. mín., en Dragan Stoj-
kovic jafnaði fjórum mín. síðar.
■Real Madrid tryggði sér rétt til
að leika í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða með því að
vinna, 3:2, pólska liðið Gomik í
Madrid í gærkvöldi. Real vann einn-
ig í Póllandi, 1:0. Hugo Sanchez 2
og Emilio Butragueno skomðu
mörk liðsins.
2. DEILD
Sigur ÍR-inga
IR-ingar lögðu Armenninga að
velli, 28:21, í 2. deildarkeppninni
í handknattleik í gærkvöldi í Laug-
ardalshöllinni.
Eyjólfur Sverrisson, UMFT,
Birgir Mikaelsson, KR og Sig-
urður Ingimundarson, LBK.
Jóhannes Kristbjömsson og
Ólafur Guðmundsson, KR.
Haraldur Leifsson og Valur
Ingimundarson, UMFT.
Nökkvi M. Jónsson og Magn-
ús Guðfinsson, ÍBK.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Páll tryggði KR sigur
Páll Ólafsson skoraði sigurmark KR beint úr aukakasti á elleftu stundu
PÁLL Ólafsson var hetja KR-
inga. Hann skoraði sigurmark
þeirra, 24:23, gegn Stjörnunni
þegar leiktíminn var að renna
út. Þegar tvœr sek. voru eftir
fengu KR-ingar aukakast
tveimur metrum fyrir utan
punktalínu. Stjörnumenn reikn-
uðu með skoti frá Alfreð Gísla-
syni, en öllum að óvörum lét
Páll Ólafsson sig falla til hœgri
og skoraði með lúmsku skoti í
hægra hornið - fram hjá Brynj-
ari Kvaran, sem vissi ekki hvað-
an á sig stóð verðrið. Dæmi-
gert mark fyrir Pál og dæmi-
gert fyrir óheppni Stjörnu-
manna, sem töpuðu sínum öðr-
um leiknum f röð með einu
marki.
Það var sárt að tapa eftir að
hafa verið með unnin leik und-
ir lokin. Það sem réði úrslitum var
reynsluleysi okkar og leikreynsla
^■■i Páls og Alferð í lok-
Hörður in,“ sagði Gunnar
Magnússon Einarsson, þjálfari
skrífar Stjömunnar.
Leikurinn var
æsispennandi frá uppphafí. Liðin
skiptust á að hafa forustu í fyrri
hálfleiknum. KR-ingar voru yfír,
12:11, þegar flautað var til hvfldar.
KR-ingar höfðu undirtökin lengst
af í seinni hálfleiknum, en Stjömu-
menn vom aldrei langt undan. Þeg-
ar tíu mín. voru til leiksloka var
staðan 20:17 fyrir KR. Hlutimir
gerðust hratt og skoruðu Stjörnu-
menn næstu ijögur mörkin. Þeir
nýttu sér að KR-ingar vom tveimur
færri. Páll jafnar, 21:21, en Sigurð-
ur Bjamason kom Stjömunni yfír,
21:22. Páll gafst ekki upp og jafn-
ar, 22:22.
Jóhannesi Stefánssyni var vísað
af leikvelli og Stjömumenn voru
með knöttinn. Gylfi Birgirsson átti
skot, sem Leifur Dagfinnsson varði
vel. KR-ingar brunuðu fram og
Konráð Ólafssonm skorar úr þröngu
færi, 23:22. Allt er á suðupunkti.
Skúli Gunnststeinsson jafnar fyrir
Stjömuna tíu sek. fyrir leikslok.
KR-ingar halda í sókn og Páll skor-
aði sigurmar þeirra eins og áður
er sagt frá.
„Þetta var sætt. Við vorum
heppnir í lokin, en við áttum sigur-
inn skilið. Stigin tvö voru mjög
Páll Ólafsson
mikilvæg," sagði Páll Ólafsson eftir
leikinn.
„Við sýndum gott keppnisskap
undir lokin. Stjaman er með gott
lið. Leikmenn liðsins eiga fram-
tíðina fyrir sér. Ýmislegt þarf enn
að laga hjá okkur, en næsti leikur
okkar - gegn KA á Akureyri verð-
ur erfíður," sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, þjálfari KR.
Leikurinn hafði upp á að bjóða
allt það besta sem hægt er að sýna
í handknattleik. Spennu, góðar
vamir, góða markvörslu og
skemmtilegar sóknir. Jóhann Ingi
er á réttri leið með KR-liðið. Þegar
leikkerfí liðsins eru komin í lag
verður KR-liðið illsigranlegt.
Leifur Dagfinnsson og Páll
Ólafsson, KR. Hafsteinn
Bragason, Stjörnunni.
Alfreð Gíslason, KR. Brynjar
Kvaran, Sigurður Bjamason
og Gylfí Birgisson, Stjörn-
unni.