Morgunblaðið - 11.11.1988, Side 47
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
47
KNATTSPYRNA / AUSTURRIKI
Guðmundur Torfason á æfíngu hjá Rapid Vín.
Gudmundur til
liðs við Rapíd
Var í gær leigður frá Genk. Rapíd hefurtryggt sérfor-
kaupsrétt ef hann verður seldur í vor
GUÐMUNDUR Torfason,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
skrifaði í gær undir samning
við austurríska félagið Rapíd
Vín og leikur með því fram á
vor.
Rapíd mætir Klagenfurt í deild-
arkeppninni á morgun og verð-
ur það að öllum líkindum fyrsti leik-
ur Guðmundar með liðinu — hafi
staðfestingarskeyti borist frá
belgíska knattspymusambandinu í
tíma.
Guðmundur sagði, er Morgun-
blaðið náði sambandi við hann í
höfuðstöðvum Rapíd Vín í gær, að
hann hefði farið fram á sölu frá
Racing Genk en forráðamenn fé-
lagsins lagt hart að sér að vera
áfram. „Ég neitaði því og eftir að
austurríska liðið sýndi mér áhuga
hækkaði Genk mig mjög í verði.
Ég veit ekki hvert verðið er, en
ekkert varð úr sölu. Leigusamning-
ur tókst hins vegar á milli félag-
anna.“ Ef hann verður síðan seldur
frá Genk í vor hefur Rapíd tryggt
sér forkáupsrétt á Guðmundi.
Þjálfaraskipti urðu hjá liði Rapíd
Vín fyrir um einum mánuði, Júgó-
slavinn Otto Baric, sem reyndi að
fá Guðmund sl. vor, var rekinn en
við tók landi hans Markovic. Sá
þjálfaði liðið þegar Framarar mættu
því f Evrópukeppninni haustið 1985.
Þess má geta að Markovic þessi var
þjálfari Standard Liege í Belgíu
þegar Asgeir Sigurvinsson gerðist
leikmaður þar 1973. Markovic
fylgdist með Guðmundi í landsleikn-
um í Tyrklandi á dögunum og einn-
ig í deildarleik í Belgíu eftir það,
að sögn Guðmundar.
Guðmundur sagðist í gær mjög
ánægður með þann samning sem
Rapíd bauð honum. „Þetta var mjög
góður samningur sem ekki var
hægt að hafna," sagði hann. Liðið
er nú í 4.-6. sæti deildarinnar. Fjór-
ar umferðir eru eftir fram að jólum
— síðasti leikurinn fyrir jól 3. des-
ember, en síðan verður hlé á keppn-
inni allt þar til 11. mars. Þá hefst
sérstök úrslitakeppni átta efstu liða
um meistaratitilinn, sem stendur
Uttím
FOLK
I LANDSLIÐIÐ í körfuknatt-
leik, sem tekur þátt í Smáþjóðaleik-
unum á Möltu í desember, mun
leika tvo æfingaleiki í Englandi
áður en haldið verður til Möltu.
Landsliðið leikur gegn Oxford og
Blackpool, sem er eitt af fjórum
sterkustu félagsliðum Englands.
■ MÓTHERJAR landsliðsins á
Smáþjóðaleikunum á Möltu verða
írland, San Marínó og Gibraltar.
í hinum riðlinum leika landslið
Wales, Luxemborgar, Kýpur og
Möttu.
I MEIÐSLIÍvars Websters eru
það slæm að allt bendir til að hann
leiki ekki aftur með KR fyrr en
eftir áramót.
■ SPÁNSKA félagið Espanol
hefur nú hug á að kaupa júgóslav-
neska landsliðsmanninn Jancovic
frá Anderlecht. Jancovic lék með
Real Madrid áður
en hann gekk til liðs
við Anderlecht.
■ GARY Line-
ker mun að öllum
líkindum fara frá Barcelona fljót-
lega. Hann fær fá tækifæri til að
spreyta sig og þá er það ljóst að
hann og Julio Salinas ná ekki sam-
an. Salinas, sem er spænskur
landsliðsmaður, hefur skorað fimm
mörk fyrir Barcelona í deildar-
keppninni.
■ UWE Rahn, miðvörður
Mönchengladbach, er kominn á
listann yfír þá leikmenn sem
Atletico Madrid hefur áhuga á að
fá. Áður hafa Jttrgen Klinsmann
og Glenn Hoddle verið orðaðið við
Atletico.
KORFUKNATTLEIKUR
Pálmar gefur ekki kost
á sér í landsliðið
PÁLMAR Sigurðsson, lands-
liðsmaður í körf uknattleik hjá
Haukum, hefur tilkynnt KKÍ
að hann gefi ekki kost á sér
f landsliðið í vetur. Þetta er
mikil blóðtaka fyrir landsliðið,
þar sem Pálmar hefur verið
einn af lykilmönnum liðsins
undanfarin ár.
4T
Eg get ekki tekið þátt í verk-
efnum liðsins, þar sem ég er
í prófum í Tækniskólanum á sama
tíma og landsliðið er að keppa í
mótum,“ sagði Pálmar Sigurðs-
Pálmar Slgurðsson.
son, sem stundar nám í rekstrar-
fræði, f viðtali við Morgunblaðið
í gær.
Pálmar mun því ekki leika með
landsliðinu á Smáþjóðamótinu á
Möltu í desember og Qögurra
þjóða keppni í Reykjavík í janúar.
Enn er ekki ljóst hvort að hann
geti verið með á Norðurlandamót••
inu í vor.
„Þegar ég sá að ég gat ekki
tekið þátt í undirbúningi landsliðs-
ins á fullum krafti, þá fannst mér
rétt að taka mér frí að sinni,“
sagði Pálmar.
FráAtla
Hilmarssyni
á Spáni
íkvöld
Þrlr leikir verða leiknir f 2. deildar-
keppnini karla í handknattieik. Haukar
fá HK f heimsókn f Hafnarfjörð kl. 19.
Strax á eftir leika þar ÍH og Þór. t
Njarðvfk verður Suðumesjaslagur.
Niarðvfk og Keflavfk eigast við kl. 20.
■Einn leikur verður f 1. deild kvenna.
Þór og fBV leika á Akureyri kl. 20.
GETRAUNIR 1 X 2
ÁSGEIR
Leikir 12. nóvember
BOB
2 Charlton - Everton X
1 Coventry - Luton 1
X Derby - Manchester United X | M - 11
... ...
1 Liverpool - Millwall 1
1 Middlesbro - QPR 1
JP ite 2 Newcastle - Arsenal X ■‘‘9* j
/ ’S|^' 1 Norwich - Sheffield Wednesday 2 LJ
X Southampton - Aston Villa 1
flK'. j|jjp 1 Tottenham - Wimbledon 1
X West Ham - Nottingham Forest X il*
X Leeds - WBA 1
■H 1 Manchester City - Watford 1
Asgeir Elíasson var langt frá vinningi í sfðustu
viku, en heldur samt áfram í leiknum. „Síðasta
vika var erfið og þessi er ekki síður snúin. Erfitt er
að gera upp á milli nokkurra liða, sem leika saman,
þannig að ég spái óvenju mörgum jafnteflum, en
Tottenham hlýtur að fara að sigra og því set ég einn
á þeirra leik,“ sagði Ásgeir. Hann eyðir um þúsund
krónum á viku í getraunimar, er í félagi með þremur
öðrum og fengu þeir einu sinni fyrsta vinning í fyrra
— rúmlega sjö hundruð þúsund krónur.
Bob Hennessy lifir og hrærist í ensku knattspym-
unni. „Knattspyrnan sameinar alla og ýtir öðmm
hindrunum úr vegi. Hvað seðilinn varðar þá hallast
ég yfirleitt að heimasigri, því ef rétt er að málum
staðið jafngildir heimavöllurinn einu marki. Hins veg-
ar spái ég útisigri hjá Sheffield Wednesday vegna
þess að liðið leggur mjög mikið upp úr því að sigra
og auk þess er það sterkara líkamlega en Norwich,
sem er ekki eins gott og staðan bendir til,“ sagði Bob
Hennessy.
yfir fram í júnf. Að sögn Guðmund-
ar vom fjórir leikmenn frá Rapíd
Vín í byijunarliði austurríska lands-
liðsins gegn Tyrkjum á dögunum,
þar að auki einn á varamanna-
bekknum. Þess^má geta að Hertzog,
einn leikmanna Rapfd, skoraði 2
af 3 mörkum Austurríkis í þeirri
viðureign.
Liði Genk, sem Guðmundur hefur
leikið með í vetur í Belgíu, hefur
gengið afleitlega. Er í neðsta sæti,
en forráðamenn þess „keyptu
marga góða leikmenn fyrir keppn-
istímabilið og stefndu á að beijast
um 5.-8. sæti,“ eins og Guðmundur
orðaði það í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Liðið var sterkt á
pappímum en við höfum hent stig-
unum frá okkur fyrir klaufaskap.
Það er verið að byggja upp fyrir
framtíðina hjá félaginu — þetta
gæti orðið topplið eftir 3-4 ár, en
spumingin er hvort ég verði þá á
fullu í þessu. Þess vegna er erfitt
að neita góðum samningi þegar
stórklúbbur eins og Rapfd gerir
manni tilboð," sagði Guðmundur.
KARFA
Landslið
Malasíu keppir
í Reykjavík
Fjögurra þjóða mót í körfuknatt-
leik verður haldið í Reykjavík
í byijun janúar. Austurríkismenn
hafa tekið boði Körfuknattleiks-
sambandsins um að koma og nær
öruggt er að Malasíumenn komi
hingað með landslið sitt. Ungveij-
ar, sera upphaflega ætluðu að taka
þátt í mótinu, hafa sent KKÍ skeyti
og tiikynnt að þeir hafí ekki tök á
að koma.
KKÍ hefur haft samband við
körfuknattleikssambönd ísraels,
Belgíu, Luxemborgar og Portugals,
til að kanna hvort að að landslið
þessara þjóða séu tilbúin til að koma
og keppa á mótinu.
Bjami úr leik
Bjami Felixson, íþróttafrétta-
maður á Ríkissjónvarpinu, var
með fimm rétta á síðasta seðli og t
féll úr getraunaleik Morgunblaðs-
ins, Jiar sem Ásgeir Elíasson, þjálf-
ari Islandsmeistara Fram, var með
sex rétta.
Sæti Bjama tekur Bob Hennessy,
íþróttafréttaritari Morgunblaðsins í
Englandi. Bob hefur um langt ára-
bil skrifað um ensku knattspymuna
og sérstaklega fylgst með írskum
leikmönnum, en hann er sjálfur íri.
Hann býr rétt hjá Aldershot og
stendur með liðinu í gegnum súrt
og sætt, en hefur miklar taugar til
Liverpool og Newcastle. Liverpool
vegna þess hve liðið hefur aukið
framgang knattspymunnar víða um
heim og Newcastle vegna þess að
ekkert lið á eins trausta stuðnings-
menn hvað sem á gengur.
í síðustu viku fékk einn tólf rétta
á svonefnt útgangsmerkjakerfi,
sem kostaði 300 krónur, og fékk'
hann tæplega milljón í vinning.