Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 48
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
NÝTT
SÍMANÚMER m
606600 MÁ
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Kjötmiðstöðin h/f:
Báðar verslanirnar
seldar og óskað eftir
gjaldþrotaskiptum
NÝIR eigendur taka við rekstri
verslana Kjötmiðstöðvarinnar í
Garðabæ og við Laugalæk í dag.
Jafnframt hefur stjórn Kjötmið-
stöðvarinnar óskað eftir gjald-
þrotaskiptum.
Friðrik G.íslason, 25 ára gamall
kaupmaður í Kostakaupum í Hafn-
arfírði og eigandi Myndbandaleiga
kvikmyndahúsanna, keypti verslun
fyrirtækisins í Garðabæ, og Eiríkur
Eiríksson kjötiðnaðarmaður keypti
verslunina við Laugalæk. Kaupverð
fékkst ekki uppgefíð en var sagt
nema hátt á annaðhundrað milljón-
um króna.
Greiðslustöðvun Kjötmiðstöðvar-
innar h/f átti að renna út í gær.
Að lokinni sölunni, fór stjóm félags-
ins þess á leit við skiptaráðanda í
Garðabæ að bú þess yrði tekið til
gjaldþrotaskipta. Skiptaráðandi
varð við beiðninni.
Silfiirgen hf, Höfuum:
100 þúsund laxaseiði
dauð úr súrefiiisskorti
Grindavik
MILLJÓNA tjón varð í laxeldis-
stöðinni Silfurgeni hf i Höfíium
á Reykjanesi í gær. Þá drápust
tæplega 100 þúsund laxaseiði í
þremur útikeijum þegar raf-
magn fór af sjódælum.
Orsök óhappsins er sú, að sögn
Odds Eirfkssonar stöðvarstjóra, að
vegna mikillar flóðhæðar sjávar
fylltist brunnhús þar sem sjódæl-
umar em og lensidæla sem sem á
að halda því þurra sló út.
„Aðvöranarbúnaður, sem á að
vera mjög fullkominn í stöðinni, fór
ekki í gang og var mesta mildi að
ekki fór verr. í útikeijunum, sem
era sex, eru 250 þúsund seiði. Þeg-
ar bilunarinnar varð vart, um það
bil tveimur tímum seinna, vora
tæplega 100 þúsund seiði dauð úr
súrefnisskorti í þremur keijum og
tókst því að bjarga rúmlega 150
þúsund seiðum," sagði Oddur.
í útikeijunum, sem reist vora í
sumar, era stálpuð seiði í áfram-
eldi, þannig að ljóst er að tjón stöðv-
arinnar skiptir milljónum króna.
Kr.Ben.
*
Morgunblaðið/Júlíus
LÖGREGLUÞJÓNN mælir upp vett-
vang, þar sem ekið var á roskinn mann
á gangbraut við Bústaðaveg, skammt
frá Ásgarði í gær. Hann var talinn
mikið slasaður og fluttur á slysadeild.
Innfellda myndin var tekin eftir að
ekið hafði verið á dreng á Snorrabraut
við Grettisgötu um klukkan hálffjögur.
Drengurinn hafði fárið út á götuna á
milli tveggja bíla sem lagt hafði verið
ólöglega á merktri akrein.
Sovétlýðveldi vill sam-
vinnu um skinnaiðnað
HSI hafnar samn-
ingi við Stöð 2
STJÓRN Handknattleikssam-
bands íslands hefúr ákveðið að
staðfesta ekki samninginn, sem
Fegiirðardrottn-
ingar lyfta lóðum
LINDA Pétursdóttir, ungfrú
ísland, er nú stödd i London
til að taka þátt i keppninni
Ungfrú heimur á fimmtu-
daginn kemur. Myndin er
tekin i líkamsræktarstöð i
London í gær, þar sem Linda
og ungfrú Pólland, Joanna
Gapinska, lyftu lóðum til að
safna kröftum fyrir keppn-
samtök fyrstu deildar félag-
anna í hahdknattleik gerðu við
Stöð 2 um einkaleyfi stöðvar-
innar á sýningum leikja i 1.
deild og bikarkeppni HSÍ.
Stjómin mun þess í stað leggja
til að samið verði við báðar sjón-
varpsstöðvamar um mun hærri
heildarupphæð. Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSI, stað-
festi þetta í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Sjá „Leggjum til að samið
verði við báðar stöðvamar“ bls.
46.
Tíu milljón gærur falla til árlega en eru lítið nýttar
FULLTRÚAR firá sovétlýðveldinu Kírgízíju hafia óskað eftir sam-
vinnu við Loðskinn hf. á Sauðárkróki um uppbyggingu á skinnaiðn-
aði í lýðveldinu. Fulltrúar sfjórnvalda í Kírgíziju ræddu við fulltrúa
Loðskinns hf. og Búnaðarbankans í fyrradag og sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson stjórnarformaður Loðskinns að fyrirtækið hefði á
fúndinum tekið vel í þctta mál. Formlegt tilboð Kírgizijumanna
væri væntanlegt á næstu vikum.
Kírgízíja er fjallaland í Mið-
Asíuhluta Sovétríkjanna, við landa-
mæri Kína. Þar er talsverð sauð-
fjárrækt og mun lítið vera gert með
þær tíu milljón gærar sem til falla
árlega, og þeim jafnvel hent í stór-
um stíl. Fulltrúar stjómvalda í lýð-
veldinu era hér á landi m.a. til að
kanna möguleika á samvinnu við
uppbyggingu skinnaiðnaðar á
nokkram stöðum í landinu. Eyjólfur
Konráð sagði að þeir segðust geta
samið sjálfír við erlenda aðila og
þyrftu viðskiptin ekki að fara um
Moskvu.
Sagði Eyjólfur Konráð að Loð-
skinn gæti selt ýmsa þjónustu við
uppbyggingu skinnaiðnaðar, svo
sem tækniþekkingu og aðstoð við
markaðssetningu. Einnig væri
hugsanlegt að flytja inn hálfunnar
gærar til fullvinnslu hér. Þá væra
Sovétmennimir opnir fyrir erlendri
eignaraðild, jafnvel meirihlutaeign,
en Loðskinn hefði ekki mikið fjár-
magn til slíks.
Þýska fyrirtækið Nordsee
hættir fískkaupum frá Islandi
Frá Kristófer M. Kristinssyni, fróttaritara
ÞÝSKA fyrirtækið Nordsee hef-
ur ákveðið að hætta að kaupa
frystan fisk frá íslandi vegna
andstöðu viðskiptavina fyrirtæk-
isins við hvalveiðar íslendinga.
Að sögn forráðamanna fyrirtæk-
isins er þessi ákvörðun tekin vegna
kvartána frá viðskiptavinum þess.
Það er fyrst og fremst almenningur
sem verslar í fískbúðum fyrirtækis-
ins sem neitar að kaupa ísienskar
sjávarafurðir. Nordsee rekur 150
Morgunblaðsins.
fískbúðir í Þýskalandi. Bannið gild-
ir og um þá 160 fiskréttastaði sem
fyrirtækið rekur vítt um Evrópu.
Nordsee hefur árlega keypt
4—500 tonn af frystum flökum af
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Sambandinu. Stjómarformaður
Nordsee, Querfeldt, sagði í samtali
við fréttaritara að ekki væri endan-
lega ákveðið hvemig þessari
ákvörðun yrði komið á framfæri.
Fyrst í stað yrði neytendum til-
kynnt um þessa ákvörðun í verslun-
Skinnaiðnaður Sambandsins á
Akureyri hefur undanfarin ár verið
í viðræðum við aðila í Sovétríkjun-
um um hugsanlega þátttöku í upp-
byggingu skinnaiðnaðar, m.a. í
Armeníu. Bjami Jónasson forstöðu-
maður skinnaiðnaðarins segir að
skeyti hafi gengið á milli í langan
tíma en málið væri þó enn á fram-
stigi.
um fyrirtækisins og ef það dygði
ekki myndi fyrirtækið auglýsa
ákvörðunina á annan hátt, t.d. í
fjölmiðlum.
Fyrirtækið mun ekki hefja þessi
viðskipti aftur fyrr en íslendingar
hafa hætt hvalveiðum. Eftir sem
áður vill Nordsee kaupa karfa af
íslendingum.
Sjá bls. 4 ummæli Halldórs Ás-
grímssonar og fleiri.
Ríkissjóðs-
hallinn nær
fjórum
milljörðum
ÓLAFIJR Ragnar
Grímsson Qármálaráðherra
taldi í fjárlagaræðu á Alþingi
í gær að tekjuhalli ríkissjóðs
1988 gæti numið „nær fjór-
um milljörðum króna“.
Meginástæðan er tekjutap
ríkissjóðs í söluskatti, tollum
og öðram veltusköttum. Að
sögn ráðherra hafa óbeinir
skattar dregizt saman um 3000
- 3500 m.kr. „Jafnframt virðist
innheimtan sjálf hafa gengið
verr upp á síðkastið sem er
ákveðin vísbending um vaxandi
greiðsluerfíðleika í rekstri fyrir-
tækja", sagði ráðherrann.
Sjá bls. 29: frásögn á þings-
íðu