Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 5

Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 5
MÓRÍáÚkBLAÖIÐ FÖ&TUDÁGUR6. JAlíúAR 1989 5 Keflavík: Aðalvíkin og Drangey skiptast á nöfnum Bergvík heitir nú Skagfirðingnr Grindavík NÝJA Aðalvíkin KE, áður Drangey SK, fór frá Sauðár- króki til Keflavíkur á miðviku- daginn. Aðalvíkin, sem áður var, heitir nú Drangey, og Bergvík- in, sem áður var, heitir nú Skag- firðingur SK. Að sögn Ingólfs Falssonar fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Keflavíkur á Skagfirðingur SK, sem nú er í eigu Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, að selja fljótlega á einhveijum markaðanna hér sunn- anlands, en fara síðan í siglingu á Þýskaland og eftir það í lagfæring- ar um miðjan mánuðinn. Nýju eig- endumir eru að vinna í tilboðum varðandi lagfæringarnar. „Sama er að segja um nýju Drangeyna. Hún fer út fyrir helg- ina í siglingu á Þýskaland og síðan í lagfæringar, en nýju eigendurnir, Utgerðarfélag Skagfirðinga, eru að skoða tilboð í verkið. Nýja Að- alvíkin, sem er hálffrystitogari, er lögð af stað suður til Keflavíkur og verður gerð út sem ísfisktogari þangað til grálúðuveiðarnar hefj- ast í vor, þar sem útlit er dökkt á markaði fyrir frystar afurðir. Grá- lúðan verður fryst og síðan fer skipið í breytingar í sumar og verð- ur breytt í alfrystiskip,“ sagði Ing- ólfur og bætti við, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um rekstur frystihúss HK, en verið væri að skoða hann í þessu tilliti. Kr.Ben. Mýrdalssandur: Stórt skarð í nýja veginn Vík í Mýrdal NÝI vegurinn á Mýrdalssandi skemmdist vegna vatnavaxta um áramótin og kom 20—40 metra breitt skarð í veginn um 5 km fyrir vestan Skálmarbrú. Viðgerð er nú lokið og vegurinn fær að nýju. Vegurinn um Mýrdalssand, sem tekinn var í notkun sl. haust, byij- aði að skemmast í vatnavöxtum á gamalársdag og skemrndist þá á um 100 metra kafla. Á þriðjudag hafði svo myndast skarð í veginn og var hann því með öllu ófær. Fjöldi röra var lagður í gegnum veginn og áttu þau að koma í veg fyrir skemmdir af völdum vatns, en þau voru víða stífluð af völdum snjó- og sandfoks og átti vatnið því ekki greiða leið í gegnum þau. Víterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Leikritasamkeppni LR: 51 leikrit barst FRESTUR til að skila verk- um í leikritasamkeppni Leik- félags Reykjavíkur í tilefni af opnun Borgarleikhússins er runninn út. Alls barst 51 verk til keppninnar. Bæði var óskað efltir verkum fyrir börn og fullorðna. Þátttaka í leikritasamkeppn- inni var mun meiri en reiknað var með. Því ér ljóst að dóm- nefnd keppninnar mun ljúka störfum nokkru seinna en áformað var. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum um næstu mánaðamót. TVOFALDUR POTTUR! / I Nú er til mikils aö vinna í Islenskum Getraunum. • í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum. '') Þessvegnaertvöfaldurpottur ; - og tvöföld ástæða til að vera með! ' HjáokkurkostarröðinaðeinslOkr. \ ~ Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.