Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 9

Morgunblaðið - 06.01.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 9 Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Gengisfellingin Vildu miklu meira Forystumenn ífiskvinnslu heimta um 15% gengisfellingu en segjast faraaf staðsamt. Steingrímur Hermannsson: Gengið fellt vegna óróa ágjaldeyrismörkuðum. F.fnahagsaOgerOir á ncestunni. Ögmundurjónas son: Mjög óréttlát skattheimta. Víglundur Þorsteinsson: Morfinsprauta „Á rauðu ljósi“ — (Jpphaf sameiningar A-flokkana? JÓN BALDVIN OG ÓLAFUR RAGNAR í SAMEIGINLEGA FUNDAHERFERD Jón Baldvim „Endirinn á fortiðinni“ — Viðbrögð forystusveita flokkana neikvœð Furðulegar forsfður í Staksteinum í dag verður staldrað við furðulegar forsíður tveggja stjórnarblaða, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans, í fyrradag. í Þjóðviljanum var rætt um gengisfellinguna undir fagnaðar- fyrirsögninni: Vildu miklu meira. I Alþýðublaðinu var allt lagt undir það, að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson ætluðu að efna til sameiginlegra funda. Fögnuður Þjóðviljans Á forsíðu Þjóðviljans á miðvikudag mátti lesa þessar fyrirsagnir: Geng- isfellingin — Vildu miklu meira — Forystumenn í fiskvinnslu heimta um 15% gfengisfellingu en segjast fkra af stað samt. Steingrímur Hermanns- son: Gengið fellt vegna óróa á gjaldeyrismörkuð- um. Efhahagsaðgerðir á næstunni. Ogmundur Jónasson: Mjög óréttlát skattheimta. Viglundur Þorsteinsson: Morfín- sprauta. Þvi er þessi runa kennd við fögnuð, að það sem letrað var með stærstu letri á forsiðu Þjóðviljans: Vildu miklu meira, gefur til kynna pólitiskt mat málgagns Alþýðubandalagsins og Ólafs Ragnars Grímsson- ar §ármálaráðherra á þvi hvemig staðið var að þvi að fella gengið. Al- þýðubandagalagsmenn vilja láta lita þannig út, að þeir hafi staðið gegn þvi að þeir sem „vildu miklu meira“ fengju það sem þeir vildu. En menn ættu að gera sér i hugar- lund, hvemig fyrirsögnin hefði verið, ef Ólafur Ragnar og félagar hefðu verið utan ríkisstjómar. RKisstjómin hefur meðal annars leitast við að rökstyðja þessa geng- isfellingu með þvi, að nú sé krónan á svipuðu verði og hún var í lok septem- ber, þegar ríkissfjómin settist að völdum. Þá vom allir sammála um og engir meira en ráð- herramir sem vora að mynda stjóm, að við svo búið mætti ekki standa fyrir atvinnuvegina. Nú em sem sé liðnir rúmir þrir mánuðir. Rlkis- stjómin hefur hækkað allt sem henni er fært að hækka og svo er grip- ið til þess ráðs í gengis- málum að færa klukkuna til baka, svo að stjómin fai svigrúm til að grípa til ráðstafana. Og svo hrópar Þjóðviljinn: Vildu miklu meira. „Súper- kratar“ á rauðu ljósi í gengismálum telur ríkisstjómin öllu borgið ef hún færir klukkuna rúma þrjá mánuði aftur í tímann. Þeir Jón Bald- vin Hannibalsson og Ólafur Raguar Grímsson gefa hins vegar tíl kynna, að flokkunum sem þeim hefur verið trúað fyrir, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum, verði best borgið með þvi að færa klukkuna aftur fyr- ir 1930, áður en Komm- únistaflokkur fslands var stofiiaður. Ætla þeir að gera það með þvi að efha til sameiginlegrar fimda- herferðar sem þannig er tíl stofiiað, að hún er einskonar bylting að of- an, þvi að formennimir segjast tveir einir boða til fundanna, flokks- stjómir eða ráð komi þar hvergi nærri. Þótt ætlun- in sé að hefja árið 0 f þessu rauða samstarfi helst með þvi hugarfari, að Kommúnistaflokkur íslands hafi aldrei komið til sögunnar, minna tíl- burðimir við að hrinda þeirri hugmynd i fram- kvæmd mjög á þá stjóra- arhætti, sem tíðkast í al- ræði kommúnistaland- anna, þar sem foringjar fara sínu fram hvað sem öðrum finnst. Eftir að Ólafur Ragn- ar hafði fengið að heyra það bæði i þingflokki Alþýðubandalagsins og hjá formanni fram- kvæmdastjómar flokks- ins, að hann stæði ekki að þessiun fundum með formanni Alþýðuflokks- ins eins og flokksbræður hans kysu, sagði Ólafur einfiddlega, að óheppi- lega hefði verið sagt frá fimdunum i Alþýðublað- inu! Yfirlætíð sem lýsir sér í þessum orðum leyn- ir sér ekki, enda fer ekki fram hjá neinum að Ólaf- ur Ragnar telur sig hala í fullu tré við flokks- bræður sína, eftir að hann varð fjármálaráð- herra og hóf að hækka skattana. í Alþýðublaðinu boðar Jón Baldvin, að þeir Ólaf- ur Ragnar ætli að svara spurningum eins og þess- um á fundum sinum: „Eins og hvort Stalín sé ennþá hér? Er Ólafur Ragnar kratí? Er Al- þýðubandalagið bara kratar? Er Alþýðubanda- Iagið gengið í NATO? Er Gorbatsjov orðinn kratí? Var Jón Baldvin marx- isti? Er Jón Baldvin hægri krati? Er hann friðarsinni? Eða er hann orðinn þjóðnýtingar- sinni? Er verkalýðshreyf- ingin dauð? Er fortíðin f ösku? Er framtíðin súp- erkrataflokkur?" Hingað til hafa menn talaða um „toppkrata", þegar mikið er i húfi, en það er kannski engin furða, þótt Jón Baldvin vilji láta kalla sig og Ólaf Ragnar „súperkrata", þegar framtíð flokka þeirra ræðst helst af því, hvemig menn skilgreina persónulegar skoðanir þessara tveggja manna og sjálfs Gorbatsjovs, sem ef til vill er fyrsti „súperkratinn"? Menn sem em komnir f þessa stöðu þurfii auð- vitað eklti samþykki eig- in flokka til að leggja þá niður. ÆTTFRÆÐIIXIÁMSKEIÐ í næstu viku hefjast ný námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í Reykjavík. Þátttakendur fá fræðslu um ættfræðileg vinnubrögð, leitaraðferðir, uppsetningu ættartölu og niðjatals o.s.frv. Ákjósan- leg skilyrði til rannsókna á eigin ættum. Unnið úr fjölda heim- ilda, m.a. öllum manntölum til 1930, kirkjubókum og öðrum verk- um. Auk sjö vikna grunnnámskeiðs (18 klst.) er boðið upp á 12 klst. framhaldsnámskeið. Helgarnámskeið verða á nokkrum stöð- um sunnan- og vestanlands á næstu mánuðum. Skráning þátttakenda er að hefjast. Ættfræðiþjónustan tekur einnig að sér að semja ættartölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur, m.a. 4-6 kynslóða ættartré á tilboðs- verði. Geymiö auglýsinguna! ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - SÍMI 27101 verður á skeiðvelli Fáks íVíðidal laugar- daginn 7. janúar og hefst kl. 16.30. AÍIir velkomnir. Álfar og tröll verða á svæðinu. Veitingar verða seldar í félagsheimilinu. Dansleikur verður um kvöldið ífélags- heimilinu og hefst hann kl. 22. Skemmtinefndin Sj ómannafélag Reykjavíkur: Smíðað verði nýtt alhliða varðskip Á sfjórnarfundi Sjómannafé- lags Reykjavíkur sem haldinn var þann 30. desember sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur í stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur 30/12 ’88 skorar á ríkisstjóm og Alþingi að tryggja fjármagn til áframhaldandi rekst- urs þriggja varðskipa á vegum Landhelgisgæslu íslands. Nú þegar verði hafist handa hér innanlands um byggingu nýs alhliða varðskips sem geti gegnt þeim fjöl- mörgu störfum sem Landhelgis- gæslunni er að ætlað að gegna. Stjóm SR undirstrikar enn einu sinni hinn þýðingarmikla þátt sem skip Landhelgisgæslunnar eiga í öryggi sjómanna við strendur lands- ins og á úthafinu." í fréttatilkynningu Sjómannafé- lags Reykjavíkur er þess getið að skip Landhelgisgæslunnar séu: Varðskipið Óðinn, smíðaár 1959, aldur 30 ár. Varðskipið Ægir, smíðaár 1968, aldur 21 ár. Varð- skipið Týr, smíðaár 1975, aldur 14 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.