Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.01.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 13 Sinfóníiihljómsveit æskiuinar eftirBaldur Símonarson Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika laugardaginn 7. janúar kl. 14.30. Á efnisskrá er eitt verk, sjötta sinfónía Mahlers, og mun það vera í fyrsta sinn sem hún er flutt hérlendis. Um nokkurra ára skeið hefur Paul Zukofsky haldið námskeið fyrir unga íslenzka tónlistarnem- endur. Námskeiðunum hefur lokið með hljómsveitartónleikum, en þátttakendur í námskeiðunum hveiju sinni hafa myndað heila sinfóníuhljómsveit, Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Zukofsky þykir kröfuharður og nákvæmur stjórn- andi. Ekki hafa unglingarnir sett aga og aðhald fyrir sig. Þvert á móti hafa þau farið eftir því sem forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, minnti okkur á í ávarpi sínu á nýársdag: „Við skulum muna að menning er að gera hlut- ina vel, hvert sem verkefnið er.“ Við sem komin erum á miðjan ald- ur, megum taka okkur æskufókið hér til fyrirmyndar. Er skemmst frá því að segja að Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar hefur skilað ótrú- legum árangri, bæði fyrir þá sem á hana hafa hlýtt og ekki sízt fýr- ir félaga í hljómsveitinni. Hljóm- sveitin hefur ævinlega færzt mikið í fang og oft flutt verk sem sjald- an eða aldrei hafa heyrzt áður hérlendis. Satt að segja finnst mér að „stóri bróðir“, Sinfóníuhljóm- sveit íslands, mætti sýna sama frumleika og hugdirfsku í verk- efnavali, enda held ég að velunnar- ar Sinfóníuhljómsveitar íslands séu vel undir það búnir að hlýða á slík verk. Tónleikar Sinfóníu- Paul Zukofsky hljómsveitar æskunnar hafa ævin- lega verið með ánægjulegustu og eftirminnilegustu tónleikum hvers árs. Ánægja og leikgleði skín af andliti hvers hljóðfæraleikara, og leikur hljómsveitarinnar gefur at- vinnumönnum lítið eftir. Flestir félagar í Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar eru nemendur í framhaldsskólum. Oft hafa þeir þurft að fá leyfi úr skóla, meðan á námskeiðinu stendur. Mun það yfirleitt hafa verið auðsótt mál, enda skilst mér að nemendur sem taka þátt í tónlistarlífi, skili yfir- leitt betri námsárangri en aðrir. Tónlistarnám er vissulega tímaf- rekt, en vonandi mætir þátttaka barna í skólakórum og skólahljóm- sveitum sama skilningi stjórnenda grunnskóla. Æfíngar hafa verið haldnar í Hagaskóla, og ber að þakka þann stuðning og skilning. Skipulagning Zukofsky-nám- skeiðanna kostar tíma, vinnu og peninga. Fyrstu árin sá Rut Magn- ússon um þá hlið, en nú hefur Hulda Birna Guðmundsdóttir tekið við því starfí. Á undanförnum árum hafa aðstandendur nám- skeiðanna sent út gíróseðla til stuðningsmanna. Satt að segja hafa fáir gíróseðlar verið mér kærkomnari sending, og hef ég reynt að sjá sóma minn í að greiða styrktargjaldið sem fyrst, en því hefur ævinlega verið mjög í hóf stillt. En nú er mér því miður tjáð að undirtektir séu orðnar svo dræmar að útsending gíróseðlanna svari ekki kostnaði, og hafa þeir því ekki verið sendir út að þessu sinni. Hefur þó nýlega verið leitað til ýmissa sem aflögufærir eiga að heita og hafa nokkurt orð á sér_ fyrir tónlistaráhuga. Eg vona að enn sé til fólk og fyrirtæki sem ekki eru svo að- framkomin af hátíðarhaldi og krepputali að þau geti ekki látið einhveija upphæð af hendi rakna til styrktar Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Auðvelt er að verða sér úti um gíróseðla eða leggja fram- lagið beint inn á reikning hljóm- sveitarinnar. Áritun hennar er: Sinfóníuhljómsveit æskunnar, Laxakvísl 4, 110 Reykjavík, nafn- númer 8126-7014. Reikningur hennar er nr. 10025 í Árbæjarúti- búi Landsbanka íslands, banka- númer 113. Á gíróseðli eru fylltar út tölurnar 0113 og 26 í reitinn sem merktur er Stofnun Hb. Höfundur er dósent í lífefnafræði við læknadeild Háskólans og hefur ánægju af tónlist. 12,7% rýmun kaupmáttar Miðstjóm ASÍ og BHMR mótmæla efiiahagsráðstöfunum stjómvalda SKERÐING KAUPMÁTTAR ALMENNRA LAUNA FRÁ JÚNÍ 1986 FRAMF - OPINBER TEKJU- VÍSITALA GJÖLD SKATTUR Y////Z//Á i-v..-;.-. „KAUPMÁTTUR almenris launafólks rýrnar um 6% vegna nýafstaðinna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar til tekjuöflunar. Áður en til þeirra kom hafði kaupmáttur rýrnað um 6,7% frá því í júní. Bráðabirgðalög tveggja síðustu ríkisstjórna hafa bannað allar kauphækkan- ir á undanförnum mánuðum." Svo segir í frétt frá Alþýðusam- bandi Islands, en miðsljórnar- fundur ASÍ á miðvikudag fjall- aði um kaupmáttarskerðing- una. Samráðsfundur aðildarfé- laga BHMR sem haldinn var í fyrradag mótmælir harðlega gengisfellingu og öðrum efria- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði eftir miðstjórnarfundinn að ekki væri búið að ákveða á vettvangi ASÍ hvernig staðið yrði að samningagerð og kröfugerð. „Við höfum verið að ræða þetta innbyrðis í Alþýðusambandinu, menn hafa rætt þetta innan sam- bandanna og það eru fundir hjá ýmsum aðilum núna á næstu dög- um, þar sem fjallað verður um hvemig eigi að standa að verki. Ég geri ráð fyrir að við fáum end- anlega niðurstöðu í því fljótlega.“ Ásmundur sagði nærri láta að staða fólks á lágmarkslaunum sé svipuð nú og hún var fyrir desem- bersamningana 1986. „Kaup- hækkanir hafa verið bannaðar frá því í júní þannig að það tímabil sem er tekið fyrir í útreikningum Hagdeildarinnar hafa allir orðið fyrir þeirri breytingu sem þar er verið að tala um,“ sagði hann. Bráðabirgðalögin banna kaup- hækkanir og aðgerðir til að knýja þær fram þar til 15. febrúar. Samningar allmargra félaga eru bundnir lengur og óheimilt að segja þeim upp. „Það getur verið mjög erfitt að ganga til sam- ræmdra aðgerða vegna þess að gildistími samninga er mislangur. En það er auðvitað hægt að sam- ræma vinnubrögðin ef menn velja að fara slíkar leiðir og það er auð- vitað engan veginn útilokað að það gæti tekist að semja áður en samn- ingar renna út. Slíkt eru engin eindæmi, það hefur oft verið gert áður.“ Ásmundur var spurður hvaða aðgerðum ASÍ gæti beitt án þess að fara út fyrir ramma laga og samningsákvæða. „Ég held að það sé fyrst og fremst almennur þrýstingur. Atvinnurek- endur standa auðvitað frammi fyr- ir því augljósa að óbreytt kjör standa ekki endalaust og ef þeir tregðast við og reynast ekki reiðu- búnir til að ganga til samninga, . þá auðvitað eykst reiðin og ólg- an,“ sagði Ásmundur Stefánsson. í greinargerð Hagdeildar ASI segir að kaupmáttur hafi rýrnað um 6,7% frá júní á síðasta ári til desember. Sér tekið mið af áætl- aðri hækkun framfærsluvisitölu vegna nýafstaðinna ráðstafana stjómvalda sé rýrnunin frá júní 1988 orðin 10,2% og að viðbættri hækkun tekjuskatts sé rýrnunin 12,7%. „Þar að auki á kaupmáttur eftir að rýrna enn frekar vegna annarra verðhækkana sem kunna að mælast í janúarmánuði," segir í greinargerðinni. BHMR mótmælir Á samráðsfundi aðildarfélaga BHMR var samþykkt samhljóða að mótmæla harðlega „ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fella gengi íslensku krónunnar og reka þannig enn einu sinni erindi útflytjenda á kostnað launafólks." í ályktun fundarins segir ennfremur: „Ný tekjuöflunarfrumvörp ríkisins og afnám samningsréttar frá maí á síðasta ári hafa skert kaupmátt launafólks stórlega. Aðildarfélög BHMR stefna að því að hrinda þessari árás í komandi samning- um.“ DANSSKÖLI Mnii n wi\v iniii Kennslustaðir: Ath. 2 nýjir kennslustaðir: Heilsugarðurinn, Garðatorgi 1, Garðabæ og Ártún v/Vagnhöfða Reykjavík: Skeifan 17, (Ford-húsið), Gerðuberg, Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól. Innritun í símum 656522 og 31360 frá kl. 13-19alla virka daga. E ] ■LmOCAMD Kennsla hefst mánudag inn 9. janúar. Keflavík: Hafnargata 31. Innritun í síma 92-13030 frá kl. 14-19 alla virka daga. Skírteini afhent sunnudag- inn 8. janúar frá kl. 16-18. Afhending skírteina: Afhending fyrir alla staði er í Skeifunni 17 sunnu- daginn 8. janúar frá kl. 14-18. ÁUtoAR NAKA i 05

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.