Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 27 Fijálst framtak: Framkvæmdir í Smára- hvammi heijast senn Á ÞRIÐJA þúsund manns munu stunda atvinnu á svæði því sem Fijálst framtak skipuleggur í Smárahvammslandi. Vinna við gatna- gerðarframkvæmdir hefst í byijun þessa árs, markaðssetning hefst 1990, en svæðið á að vera fiullbyggt árið 1995. Þegar það verður fúllgert er reiknað með að þar verði 5—10% &amboðs atvinnuhús- næðis á höfúðborgarsvæðinu. Fijálst framtak flytur sína starfsemi í Smárahvamminn, en að auki er reiknað með Qölda fyrirtækja á þetta svæði. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu samdi Fijálst fram- tak við Kópavogskaupstað um að fyrirtækið sjái um alla gatnagerð á Smárahvammslandi, auk skipu- lagningar á þeim hluta landsins sem fyrirtækið hefur keypt. Gatnagerð- arsamningurinn hljóðar upp á rúm- lega 200 milljónir króna, sam- kvæmt kostnaðaráætlun. Fijálst framtak á 17—18 hektara í Smára- hvammslandi og hyggst fyrirtækið nýta hluta svæðisins sjálft, en ann- ars ýmist selja lóðir eða byggja atvinnuhúsnæði og selja það. Hönn- un svæðis Fijáls framtaks hefur Sýningar á Ævintýrum Hoffmanns falla niður SÝNINGAR á óperunni Ævintýri Hoffmanns, sem vera áttu annað kvöld, föstudagskvöld og sunnu- dagskvöld, falla niður af óviðráð- anlegum orsökum, segir f frétta- tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Uppselt var á báðar sýningarnar og eru sýningargestir orðnir á tólfta þúsund eftir 21. sýningu. Tvær mannabreytingar hafa orðið á einsöngvaraliðinu í „Ævintýrun- um“. Ingibjörg Marteinsdóttir tók við hlutverki Rannveigar Fríðu Braga- dóttur sem Nicklausse, förunautur Hoffmanns, í nóvember og á næstu sýningu tekur Kristinn Sigmundsson við hlutverki Lindorfs, leyndarráðs, í stað Guðjóns Óskarssonar, sem far- inn er utan. Kristinn syngur jafn- framt þijú önnur einsöngshlutverk í sýningunni, Coppelíus í 1. þætti, Dapertutto í 2. þætti og Doktor Miracle í þeim þriðja. Þeir sem áttu aðgöngumiða á sýn- ingamar á föstudags- og sunnudags- kvöld eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til miðasölu Þjóðleikhússins fyrir fimmtudaginn 12. janúar. Næstu sýningar á Ævintýrum Hoff- máns verða 13., 21., 22., 27. og 28. janúar. Öndum léttar“: Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja NÁMSKEIÐ fyrir þá sem vilja hætta að reykja hefst á vegum Islenska Bindindisfélagsins mið- vikudaginn 11 janúar. Námskeið- ið, sem kallast „Öndum léttar“, er kvöldnámskeið og stendur yfir í átta kvöld, tvær stundir í senn. í fréttatilkynningu frá íslenska bindindisfélaginu segir að nám- skeiðið eigi sér 30 ára sögu erlend- is, en hafi verið haldið hér á landi undanfarin 20 ár, og sé nú end- umýjað og stóraukið að leiðbein- andi efni og upplýsingum. Námskeiðið verður haldið í Lög- bergi, stofu 201, og á því verða sýndar fræðslukvikmyndir og lit- skyggnur, auk þess sem fjöldi lækna leiðbeinir þátttakendum. Stjómandi og aðalleiðbeinandi verð- ur Jón Hjörleifur Jónsson, en hann mun halda samskonar námskeið víða um land í vetur. Þátttaka og innritun á námskeið- ið tilkynnist á skrifstofu aðventista, Skólavörðustíg 16, en einnig er hægt að láta skrá sig við upphaf námskkeiðsins. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 4. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Engin sala var í gaar. ( dag verður selt m.a. úr Stakkavík og Guðrúnu Björgu. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur c lægður Ýsa óslægð Samtals Seldur var netafiskur. ( dag verður sömuleiðis seldur fiskur frá netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(óst) 59,00 46,00 55,28 14,120 780.520 Ýsa(ósl.) 125,00 110,50 122,50 1,900 232.750 Samtals 63,25 16,020 1.013.270 Selt var úr Happasæli GK, Eldeyjarboða GK og Reyni GK. I dag verður selt úr Baldri KE og úr dagróðrabátum. Haasta verð Lwgsta verð Meðal- verð Magn (lestir) Halldar- verð (kr.) 60,00 50,00 57,33 6,361 364.700 136,00 113,00 129,17 60,85 0,327 6,688 42.239 406.939 Arkitektastofa Ormars Þórs Guð- mundssonar og Ömólfs Hall séð um, í samvinnu við Mark R. Mac Farlane landslagsarkitekt, hjá Sígrænni umhverfishönnun. Hallgrímur Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri bygginga Frjáls framtaks, sagði að strangar kröfur yrðu gerðar um frágang á svæðinu. „Væntanleg atvinnustarfsemi í hverfinu er sambærileg við atvinnu- starfsemi í Múlahverfi í Reykjavík," sagði Hallgrímur. „Þess verður hins vegar gætt að gengið verði frá húsum og lóðum jafnóðum, en til samanburðar má nefna að um 40% lóða í Múlahverfi em enn ófrá- gengnar. Þá verða bflastæði um helmingi fleiri á þessu svæði. Fyrir nokkmm ámm var gerð umferðará- ætlun á Stór-Reykjavíkursvæðinu og miðað við niðurstöður hennar verður Smárahvammur nánast á miðju svæðinu. Reykjanesbraut verður breikkuð og ýmist byggðar yfír hana brýr eða gerð undirgöng, svo hún verður greiðfær. Þá má nefna að um helmingur íbúa höfuð- borgarsvæðisins er innan við 10 mínútna akstur frá Smárahvammi. Við skipulagið var leitað fanga í Bandaríkjunum og við viljum gera svæðið að mannlegum vinnustað, m.a. með því að hafa þar græn svæði. Þá má nefna að í hjarta svæðisins verður veitingahús og bamaheimili,“ sagði Hallgrímur. KÓPAVOGUR Hugmyndir Frjáls framtaks um skipulag þess svæðis, sem fyrirtæk- ið á í Smárahvammslandi. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar frumflytur Sinfóníu nr. 6 eftir Mahler í Háskólabíói á laugardag. Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar flytur verk Mahlers Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur á laugardaginn Sinfóniu nr. 6 eftír Mahler, undir stjórn Pauls Zukofskys. Þetta verður í fyrsta skipti, sem verkið er flutt hér á landi. Þessir tónleikar eru afrakstur námskeiðs hjá Sinfóníuhljómsveit æskunnar, en hljómsveitin hefur áður frumflutt viðamikil verk hér- lendis. Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar er nemendahljómsveit fyrir tónlistamemendur af öllu landinu og hefur starfað síðan á ári æsk- unnar 1985. Á námskeiðinu nú em 100 tón- listamemendur sem æft hafa sleitulaust síðustu 10 daga og mun námskeiðinu ljúka með tónleikum í Háskólabíói, laugardaginn, 7. janúar kl. 14.30. (Úr fréttatilkynningu) Norræna húsið: Ný íslensk djasslög Laugardagínn 7. janúar verða haldnir djasstónleikar í Norræna húsinu. Þar verða leikin 10 lög eftir Tómas R. Einarsson og éru 8 þeirra samin á liðnu ári. Um er að ræða frumflutning flestra laganna, en við samningu þeirra naut höfúndur styrks úr Tón- menntasjóði Rásar tvö. Tómas er þekktur sem kontrabas- saleikari, en hann samdi einnig flest lögin á hljómplötunum „Þessi ófétis jazz og Hinsegin Blús“. Fyrir lög sín á þeirri síðamefndu fengu þeir Tómas og Eyþór Gunnars- son góða dóma og danski gagnrýn- andinn Boris Rabinowitch sagði m.a. um þau í plöturýni sinni í Politiken í fyrra: „Þessar tónsmíðar eru mörg- um gæðaflokkum ofar þeim lögum sem menn eru vanir að heyra frá djassmúsfköntum". Þeir sem spila á tónleikunum f Norræna húsinu eru auk Tómasar; Birgir Baldursson trommur, Ásgeir Steingrfmsson trompet, Eyþór Gunn- arsson pianó, Sigurður Flosason altó- og barítónsaxófón og Össur Geirsson ■ á básúnu. Tónleikamir hefjast kl. 16.00. (Fréttatilkynning) Varmahlíð: Leikfélag Skagfirðinga sýnir „Uppreisn á Isafírði“ Varmahlíð. Leikfélag Skagfirðinga frum- sýndi á miðvikudagskvöld sjón- leikinn, „Uppreisn á fsafirði", eftir Ragnar Arnalds. Húsfyllir var á sýningunni og komust færri að en vildu. Þetta er viðamikil og vönduð sýning og gekk hún vel í alla staði. Voru leikarar og leikstjóri, hylltir lengi í lok sýn- ingarinnar, svo og höfundurinn, en hann fer sjálfur með hlutverk í leiknum og hefur verið með í ráðum við þessa uppfærslu. Næstu sýningar hafa verið ákveðnar helgina, 6.-8. janúar og a.m.k. þijár sýningar helgina, 13.—15: janúar. - P.D. Tómas R. Einarsson bassaleikari og tónskáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.