Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 31 Minninff: Karítas R. Péturs- dóttirfrá Dröngum í dag, föstudag, kveðjum við ömmu okkar Karítas Ragnheiði Pétursdóttur, er lést á fyrsta degi nýárs. Amma var vel að hvíldinni komin. Hún varð 96 ára í septem- ber í haust er leið. Hún fæddist á Veiðileysu á Ströndum 11. sept- ember 1892. Hún var dóttir hjónanna Péturs Söbeck og Ágústínu Benedikts- dóttur og var þriðja bam þeirra en systkinin voru 7 talsins. Amma Karítas giftist afa okkar Eiríki Guðmundssyni frá Dröngum í Strandasýslu árið 1917. Þar bjuggu þau búi sínu til ársins 1947, en þá fluttust þau til Akra- ness. Aftur fluttu þau norður árið 1950. Voru þar næstu þijú árin. Þá fluttu þau í Kópavog. Þar reistu þau reisulegt hús við Kópavogs- brautina. Þar bjuggu þau uns afi okkar dó árið 1976. Þá flutti amma til dóttur sinnar, og síðan á Hrafnistu, en þar var hún vistmaður uns hún lést. Amma og afi eignuðust átta börn og þau eru: Guðmundur, kvæntur Val- gerði Jónsdóttur. Aðalsteinn, hann lést ungur. Anna Ágústa gift Magnúsi Jónssyni. Anna Jakobína gift Kára Kárasyni. Lilja Guðrún gift Friðbert Elí Gíslasyni. Hann lést árið 1980. Elín gift Aðalsteini Örnólfssyni. Pétur kvæntur Svan- hildi Guðmundsdóttur og Álfheið- ur gift Þóri Kristinssyni. Barna- börn ömmu eru 29, bamabömin 49 og barnabarnabörnin 3. Alls em niðjar ömmu og afa okkar 89. Hun hafði mikla ánægju af að ferðast. Þrátt fyrir háan ald- ur fór hún norður á Strandir í sumar til að taka þátt í ættar- móti. Þar hittist stór hluti afkom- enda hennar og átti góða stund saman. Amma var mjög ljúf kona, sem hafði sig lítið í frammi. Okk- ur, bamabörnunum hennar, þótti ætíð gott að koma til hennar. Ævi ömmu er lokið. Við geym- um minninguna um hana í hjarta okkar. Þær verða ófáar sögurnar sem við getum sagt okkar bömum af ömmu og afa, merkishjónunum frá Dröngum. Guð blessi ömmu okkar. Hafsteinn, Ómar, Frið- bert, Elín, Anna, Þor- björg og fjölskyldur. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Breytt símanúmer Mánudaginn 9. janúar nk. flytur tekju- og lagasvið fjármálaráðuneytisins í Arnarhvol við Lindargötu (inngangur um austurdyr, áður húsnæði ríkisféhirðis). Beint símanúmer tekju- og lagasviðs verður frá og með sama tíma 91-609230. Viðtals- og símatími skattadeildar er frá kl. 9.00 til 10.30 alla virka daga. Viðtalstími tolladeildar er frá kl. 9.00 til 10.30, símatími frá kl. 10.30 til 12.00 alla virka daga. Fjármálaráðuneytið, 5. janúar 1989. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda í Verzlunar- mannafélagi Reykavíkur fyrir árið 1989. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 9. janúar 1989. Kjörstjórn. DAGSBRUN Tillögur Tillögur uppstilllingarnefndar og trúnaðar- ráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn verka- mannafélagsins Dagsbrúnar fyrir árið 1989, liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 6. janúar 1989. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 10. janúar 1989. Kjörstjórn Dagsbrúnar. | fundir — mannfagnaðir \ 13. gleði Sinawik Reykjavík Okkar árlega jólatrésskemmtun verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 7. janúar frá kl. 14.00-17.00. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun fyrir börn félagsmanna sunnu- daginn 8. janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi. Miðaverð fyrir börn kr. 400,- og fyrir full- orðna kr. 100,-. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R., Húsi versl- unarinnar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Rússneskunámskeið MÍR Síðdegisnámskeið fyrir byrjendur í rússnesku hefjast nú í janúar, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar veitir kennarinn, Rúslan Smirnov, í síma 17928 næstu daga. MÍR. húsnæði óskast Félagasamtök Gamalgróið virt veislueldhús vantar sali til mannfagnaða o.fl. í öllum stærðum til leigu og/eða til að vísa á. Eldunaraðstaða, borð- búnaður og önnur eldhúsáhöld óþörf. Tilboð sendisttil auglýsingadeild Mbl. merkt: „Veisla - 8105“. Notuð járnsög (hjakkari) Viljum kaupa notaða járnsög (hjakkara). Vinsamlegast hringið í síma 93-47740 (Þorgeir). Þörungaverksmiðjan hf. atvinnuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði 80-100 fm óskast helst með aðgangi að þjónustu, svo sem fundaraðstöðu, símaþjón- ustu, Ijósritun og póstfaxi. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „H - 2611“. Til leigu verslunarhúsnæði Ca 100 fm verslunarhúsnæð við Hlemm til leigu. Laust strax. Upplýsingar í símum 680510 og 686535. Borgnesingar - Mýramenn Egill, félag ungra sjálfstæöismanna Mýrasýslu, heldur aðalfund sinn laugardaginn 7. janúar kl. 14.001 Sjálfstæöishúsinu við Brákarbraut. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 11. janúar nk. kl. 21.00 í Átthagasal Hótels Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Friörik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðsins. Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn i Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 8. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Áramótaspilakvöld Varðar Landsmálafélagið Vörður heldur áramóta- spilakvöld sunnudaginn 8. janúar í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 20.00. Glæsi- legir vinningar, þ.á m. flugferð til Glasgow, bækur, matarkarfa o.fl. Miðaverð er kr. 600,- og gildir miðinn sem happdrætti- smiði, sem er veglegur vinningur. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp. Jóhannes Kristjánsson, eftirherma, skemmtir. - Mætið timanlega - Landsmálafélagið Vörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.