Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 37

Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 37 Þóra Steinunn Sig- urðardóttir — Minning Fædd 21. september 1912 Dáin 2. janúar 1989 „Vesalings börn, í hreysum og höllum. Fá- tæklingurinn þráir gull og auðmaðurinn óbrotið líf. Kotungsdóttirin óskar sér gim- steina og silkis, og kcnungsdóttirin vildi vera snauð og elskuð sjálfrar sín vegna. Skipin á hafinu þrá höfn og skipin við land- festar úthafið. Fiðrildið, sem vindurinn feyk- ir, vildi vera jarðfóst eik, og vatnsliljan slítur sig af stöngli sínum til að fljóta ftjáls á bárunni. Æskan sækist eftir spillingunni, ellin andvarpar eftir sakleysi. Vesalings leit, sem ekkert fínnur, en týnirþví, sem hún á.“ Þessar línur úr Hel í Fornum ástum eftir Sigurð Nordal, sem út kom fyrir hartnær sjötíu árum, rifj- uðust upp fyrir mér, þegar ég heyrði að hún Steina frænka væri dáin. Hún dó á öðrum degi nýs árs, á þeim tíma þegar menn reyna að skilja við minningar brostinna vona og órættra drauma liðins árs. Þetta er sá tími þegar fólk herðir upp hugann, týnir sprek og kal- kvisti glataðra tækifæra í köst og ber að loga nýrra vonar. Þetta er tími uppgjörs og þáttaskila, áður en við tökum til að vefa nýjan þráð í lífsvefinn. Steina hleður ekki fleiri kesti og okkar hinna bíður áfram- haldandi leit við veikan vonar- bjarma. „Vesalings leit, sem ekkert finnur, en týnir því, sem hún á.“ Steina hét Þóra Steinunn fullu nafni og var dóttir Sigurðar Þor- steinssonar frá Flóagafli og konu hans Ingibjargar Þorkelsdóttur. Þeim varð átta barna auðið. Tvö dóu ung, Þorsteinn og Sigríður, en hin sem lifðu auk Þóru Steinunnar voru Ásgeir skipstjóri, Þorkell vél- stjóri, Sigrún húsfreyja á Rauðará og Árni fríkirkjuprestur, sem öll eru látin og Sigurður Ingi á Selfossi sem lifir systkin sín. Hann verður átt- ræður á árinu. Sá sem ritar þessa fátæklegu kveðju, kynntist Steinu aðeins lítil- lega og sá hana yfírleitt aðeins þegar fjölskyldan kom saman á hátíðum og tyllidögum. Regindjúp kynslóðabilsins skildi að, en Steina sýndi litlum drenghnokka alltaf ástúð, hlýju og skilning. Ungi hnokkinn bjó við heiðríkju bernsk- unnar, þar sem svört fordómaský hafa ekki náð að hrannast upp og fá því ekki vamað sólargeislum sakleysis að glitra í daggardropun- um á viðkvæmum vorgróðri lífsins. Jón Kristiánsson, Akureyri Fæddur 21. maí 1891 Dáinn 27. desember 1988 I dag er afí minn, Jón Kristjáns- son, lagður til hinstu hvílu. Hann var fæddur í Landamótsseli í Köldukinn, S-Þingeyjarsýslu, þann 21. maí árið 1891, og hefði því orðið 98 ára í vor. Afí var merkur maður fyrir margra hluta sakir. Hann var mik- ill elju- og atorkumaður og það nánast ekki til sem afi hafði ekki áhuga á. Þrátt fyrir háan aldur var hann vel em, skýr í hugsun og stálminnugur. Mikil reisn var yfír afa. Hann var hár vexti og grannur, beinn í baki og bar höfuð- ið hátt. Hann var all heilsuhraust- ur í ellinni en var orðinn lélegur síðasta árið. Seinni hluta nóvember sl. gekkst afí undir stóra aðgerð sem hann náði sér aldrei fyllilega eftir, enda saddur lífdaga. Fyrir rúmum sjötíu árum ætlaði afí vestur um haf á eftir föður sínum og systrum og gerast land- nemi. Örlögin höguðu því hins veg- ar svo, að afi fór aldrei lengra en hingað til Akureyrar. Hann varð strandaglópur því skipið fór fyrr en ætlað var og svo hitti hann ömmu mína, Laufeyju Jónsdóttur frá Gijótnesi á Sléttu, sem hann kvæntist síðan og átti með 8 böm. Þau eru Joninna, Guðrún, Herbert, Lilly, Baldur, Þorbjöm, Kristján og Magnea Sigurlaug. Öll eru þau á lífí nema Jóninna sem lé'st fyrir tæpum 2 árum. Amma lést árið 1963 og var söknuður afa mikill. Systkini afa fóm hins vegar öll vestur um haf nema hálfsystir hans Kristlaug Kristjánsdóttir sem búsett er í Ólafsfírði. Afí skrifaðist alltaf á við fólkið sitt í Vesturheimi og fylgdist grannt með lífí þess og störfum. Við afkomendur afa og ömmu emm orðin yfír 90 talsins og fylgd- ist afí með okkur öllum. Hann lét sér ekkert óviðkomandi og vildi veg okkar sem mestan. — Minning Afí hafði mikinn áhuga á þjóð- málum, myndaði sér flótt skoðanir og vildi hafa áhrif á gang flestra mála. Hann var framtakssamur maður og vann ötullega að sínum áhugamálum svo vom m.a. starf- semi NLFÍ, skógrækt og umhverf- ismál. Hann var formaður Feg- mnarfélags Akureyrar í tvo ára- tugi og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þau störf sín árið 1977. Veit ég að afa þótti mjög vænt um þá viðurkenn- ingu. Afí dvaldi á Dvalarheimilinu Hlíð síðustu 15 æviár sín. Þar sinnti hann sínum áhugamálum s.s. ýmiskonar félagsmálum og bókbandi eftir því sem honum ent- ist heilsa og þerk til. Afí átti mik- ið safn bóka, blaða og tímarita og undi sér löngum við lestur. Afa leið mjög vel á dvalarheimil- inu, þar sem mjög vel var um hann hugsað af öllu starfsfólki og hafi það þökk fyrir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Herdís Herbertsdóttir t Móðir okkar, ÓSK HALLGRÍMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Fyrir hönd annarra vandamanna, börnin. Theodóra Ö. Frede- riksen - Minning Steina hafði góða kímnigáfu. Hún var á hausti lífs síns mikil og sver um sig, en það sem var kannski eldra fólki feimnismál, skildi litli maðurinn ekki. Aldrei þreyttist hún á því þegar hann teymdi hana fram á baðherbergi til að stíga á vogina í fjölskylduboðum bemsku sinnar. Og alltaf hlógu þau jafn dátt af þessu öllu saman. En nú er Steina dáin. Útför henn- ar fer fram í dag, föstudaginn 6. janúar, frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem bróðir hennar séra Ámi Sigurðsson sálugi þjónaði dyggilega um langt árabil. Eg votta dóttur hennar Ingibjörgu og nánustu að- standendum samúð í sorg þeirra. Eftir lifa fallegar minningar um hana Steinu frænku. „Hún lítur yfir land raunanna og ríki gleymskunnar, sér það allt sem af háum tindi, orpið friðarbjarma kveldsins. Nú er hún handan við hvort tveggja, á ströndinni fyrir austan allar vonir og vestan allar minn- ingar." (Úr Hel) Blessuð sé mjnning hennar. Árni Sigurðsson Fædd 29. september 1910 Dáin 23. desember 1988 „Guð gat ekki verið alls staðar þess vegna skapaði hann mæðurn- ar.“ (Málsháttur) í dag er til moldar borin Theo- dóra Ólafsdóttir Frederiksen. Hún fæddist þ. 29. september 1910 að Drangastekk á Vopnafirði, dóttir hjónanna Ólafs Öddssonar og Oddnýjar Runólfsdóttur, tíunda barnið í þrettán systkina hópi, en af þeim em nú aðeins þrjú á lífi. Hún fluttist ung með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, og síðar þaðan til Reykjavíkur, er hún hóf búskap með eiginmanni sínum, Edward Frederiksen, matsveini, síðar hótelstjóra og eftirlitsmanni. Mig langar í nokkrum orðum að minnast móður minnar og þakka henni fyrir allt það sem hún var okkur systkinunum og börnum okk- ar, sem hún reyndar verður okkur ætíð. Hvort sem heimili okkar var á Húsavík eða í Hafnarfirði, á Akur- eyri eða í Reykjavík, var það alltaf „heima". Hún hafði einstakt lag á því að gera vistlegt og heimilislegt í kringum sig og fjölskyldu sína, og gestrisnin var henni og föður mínum í blóð borin, hvort sem um var að ræða að taka á móti eldri ættingjum og vinum þeirra, eða vinum okkar systkinanna í bernsku og æsku. Tekið var á móti öllum með sömu alúðinni og velvildinni. Móðir mín var af þeirri kýnslóð kvenna sem vann sína vinnu inni á heimilinu og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda til að „kyssa á bágtið", gera við flík sem hafði rifnað við klifur og leiki, gefa okkur og vinum okkar að drekka eða borða, eða ræða raunir og gleði til skiptis. Og þegar bamabörnin litu dagsins ljós var það sama til stað- ar, amma hlustaði og svaraði og gaf heilræði sem að gagni mættu koma. Þessi fáu orð eru aðeins fátæk- legar þakkir fyrir svo margt og mikið, sem aldrei er hægt að full- þakka, en minningin um góða móð- ur, tengdamóður og ömmu lifir á meðal okkar sem nú kveðjum góða konu. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ ^Briem)' Guðrún Þrettánda flugeklar Opiöfrákl. 13-18 ídag í Skátabúðinni við Snorrabraut. 20% afsláttur af öllum vörum. 2 .E Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi <£sve£\ Hjálparsveit skáta i&z/ Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.