Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 LYFLÆK^ÍNGAOutLD 1 verði allar tölvuskráðar. Það vekur hins vegar ýmsar spumingar og hefur vandamál í för með sér, eins og það hvort einungis eigi að skrá svonefndar staðreyndir eða einnig hugleiðingar um hugsanlegar sjúk- dómsgreiningar og orsakir. Þetta er einkum viðkvæmt mál hvað geð- sjúkdóma varðar. Þá þarf að ákvarða hvemig aðgangi eigi að vera háttað og við hvað eigi að takmarka hann. Nú vinnur nefnd á vegum Land- spítalans að því að móta reglur hvað þetta snertir, að sögn Ama Bjömssonar, formanns læknaráðs Landspítalans. T.a.m. hefur Trygg- ingastofnun ekki aðgang að tölvu- því er læknum í sjálfsvald sett hvemig þeir meta hvert tilvik fyrir sig. Sama gildir um afhendingu sjúkragagna sem flallað er um í 16. grein nýju laganna. Lækni er einungis skylt að afhenda sjúklingi sjúkraskrá sína ef það þjónar ótví- ræðum hagsmunum hans. Þar er ennfremur mælt fyrir um að ráð- herra setji nánari reglur um þessi efni að fengnum tillöjgum landlækn- is og Læknafélags Islands. Hér er út af fyrir sig ekki verið að leggja dóm á það hvort þessar heimildir til handa læknum séu of víðtækar. Ljóst er að starf þeirra er þess eðlis að þeir verða að hafa slíkar heimildir, þó ekki væri vegna annars en öryggis annarra en sjúkl- ingsins, til dæmis í sambandi við smitsjúkdóma. Tölvuvinnsla vaxandi Það er kunnara en frá þurfi að segja að tölvutæknin gjörbyltir öll- um möguleikum á geymslu og vinnslu upplýsinga. og með þeirri gífurlegu upplýsingasöfnun sem á sér stað samfara henni getur hætta á misnotkun upplýsinga aukist. Tölvuskráning sjúklinga eða inn- lagna var fyrst tekin upp á sjúkra- húsum hérlendis fyrir rúmum tveimur áratugum og í byrjun þessa áratugar hafði hún verið tekin upp á öllum sjúkrahúsum í landinu. Það sem er skráð eru persónuupplýsing- ar, eins og nafn, heimilisfang og númer, tímalengd vistar eða innlögn og útskrift, sjúkdómsgreining og aðgerðir. Þá eru einnig skráðar þær rannsóknir sem sjúklingar gangast undir. Ennþá er ekki farið að tölvu- skrá hinar eiginlegu sjúkraskrár sjúklinga á sjúkrahúsunum, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, en ýmsir heimilislæknar hafa aflað sér heimildar tölvunefndar til slíkrar skráningar. Sama gildir um tvær heilsugæslustöðvar sem tölvu- færa sjúkraskýrslur og í 25 af 50 heilsugæslustöðvum í landinu er búnaður til þess að tölvuskrá sömu atriði og skráð eru við innlögn á sjúkrahúsin. Þeir læknar sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að ekki verði hjá því komist að læknar taki tölvutæknina enn frekar í sína þjón- ustu sakir ótvíræðra kosta hennar og það sé einungis tímaspursmál hvenær skrár einstakra sjúklinga IAImenningur á kröfu á því að viðkvæmar upplýsingar um persónulega hagi, sem gefnar eru lækni í trúnaði, verði ekki á vitorði fleiri aðila en nauðsyn krefur og læknar eiga mikið undir því að fólk skirrist ekki við að leita til þeirra af ótta við að einkamál þeirra séu ekki nægilega vel varðveitt. skrám spítalans, þó margsinnis hafí verið farið fram á það. „Tölvuvæð- ingin hefur vaðið yfír okkur á síðasta áratug og tæknin og allt sem henni fylgir hefur í rauninni farið á undan hugsuninni um að fínna henni stað,“ sagði Ámi. Hann sagði að rætt hefði verið um að setja sjúkraskýrslur inn á tölvur, en Iækna greindi á um annars veg- ar hvort ætti að gera það og hins vegar hvaða upplýsingar úr sjúkra- skrám ættu að vera inni á tölvunum og auðvitað hveijir ættu að hafa aðgang. Hann viðurkennir að tækn- inni fylgi ákveðin hætta á að sá trúnaður sem á að ríkja á milli sjúkl- ings og læknis verði fyrir áfóllum, en í raun sé sú hætta þó ekki meiri en áður hefur verið. Það séu bara öðruvísi vandamál sem fylgi tölvun- um en menn hafi glímt við hingað til. Tölvumar auðveldi alla skrán- ingu og notagildi þeirra sé mikið. Þær flýti fyrir tjáskiptum og myndi mikilsverðan gagnabanka sem auð- veldi allar tölfræði- og faraldurs- fræðilegar rannsóknir. í gildi em lög um kerfisbundna skráningu upplýsinga er varða einkamálefni. Tölvunefnd hefur umsjón með framkvæmd laganna og getur veitt undanþágur frá ákvæðum þeirra. Þorgeir Örlygs- son, borgardómari, er formaður nefndarinnar. Hann sagði að 3. og 4. grein laganna heimilaði læknum í raun skráningu og tölvunefnd hefði því aldrei séð ástæðu til að gera athugasemdir við beiðnir sjúkrahúsa og lækna um tölvu- skráningu gagna er varða sjúklinga þeirra. I 4. grein segir að opinberum aðilum, þ.á m. læknum og sjúkra- húsum, sé heimil skráning „án vit- undar eða samþykkis hins skráða, standi til þess sérstök lagaheimild eða skráning sé ótvírætt nauðsyn- leg vegna notagildis skránna, sbr. 3. gr.“. Þriðja grein kveður á um að skráning sé heimil sé hún eðlileg- ur þáttur í starfsemi viðkomandi. Þorgeir sagðist tvímælalaust þeirrar skoðunar eftir að hafa kynnt sér þessi mál að tölvuskráning væri miklu öruggari aðferð til geymslu persónulegra upplýsinga en sú að- ferð að geyma þær á pappír. Að- gangur að þessum upplýsingum þrengdist mjög við tilkomu tölv- anna, þar sem hann væri bundinn lykilorðum, sem mjög fáir aðilar hefðu yfír að ráða. Það væri miklu öruggara en skjöl sem iægju í möppum á deildum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. í sama streng tók Gunnar Ingi- mundarson, yfírmaður tölvumála á Landspítalanum. Það væri einungis óttinn við tölvumar sem gerði það að verkum að menn vantreystu þeim o g mikluðu fyrir sér möguleik- ana á misnotkun. Með tilkomu þeirra þyrfti auk þess að setja með- vitaðar reglur um notkun og að- gang að þessum upplýsingum, sem minnkaði líkumar á að óviðkomandi kæmust í þær vegna vanrækslu eða óaðgæslu. „Upplýsingar skráðar á pappír em oft að mínu mati miklu hættulegri vegna þess að það er ekki passað eins vel upp á þær. Ólafur Ólafsson, landlœknir, sagði aðspurður að það mætti della um það hvort varðveisla sjúkraskráa væri sem skyldi. Það kynni að vera að einhverju hefði verið ábótavant í þessum málum hór á árum áður, en átak hefðl verið gert til að kynna fólki reglur um þagnarskyldu og umræða og aukin meðvitund um mikilvægi þessara mála hefði gert það að verkum að sér virtist þetta víðast á sjúkrastofnunum komið í gott horf. Tölvumar em í sviðsljósinu, sem gerir það að verkum að mun strang- ari reglur em búnar til um tölvu- skráð gögn heldur en hin sem era skráð á pappír." Gunnar er formaður þess vinnu- hóps á Landspítalanum sem vinnur að því að setja reglur um tölvu- skráningu sjúklinga. Hann sagði að starfshópurinn reyndi að skil- greina betur þau lög og reglur sem em til um þessi mál og jafnframt koma sér niður á eitthvað sem væri í samræmi við löggjöf og þokkalega nothæft. Ennþá væri þessi vinna ekki langt komin. Reglur um þessi mál hefðu lengi vcrið óljósar, sem hefði þýtt í reynd að öll túlkun hefði verið mjög ströng, þ.e.a.s. annað hefði ekki verið skráð en það sem vissa væri fyrir að mætti skrá og þannig haldið utan um að enginn fengi aðgang nema uppáskrifað samþykki hlutaðeigandi væri fyrir hendi. Skráning færi yfírleitt fram samkvæmt sérstökum leyfum frá Tölvunefnd. Þessi leyfi væra háð ströngum reglum, þar sem um væri að ræða viðkvæmar upplýsing- ar sem ekki mættu fara víða, og þegar reglunum væri fylgt út í æsar gerði það oft að verkum að kerfin yrðu gagnslítil. Aðgangur væri svo takmarkaður að oft á tíðum næðist jafnvel ekki markmið- ið með tölvukerfinu. „Þetta er vandamálið sem við stöndum frammi fyrir. Eins það að þegar við eram með þessar upplýsingar skráðar inn á tölvur viljum við auð- vitað vita hvar við stöndum ná- kvæmlega, því gildandi lagaákvæði era óljós,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.