Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 C 7 DR. GUNNAR SEGISTÞURFA VERKFÆRI, BÆKUR OG PAPPÍR Morgunblaðið/RAX Hef satt best að segja nokkrar áhyggjur af henni og íslenskri menningu nú í öllu þessa aðflutta flæði. Islensk menning er einangr- unarmenning, eins og Sigurður Líndal útskýrði svo skemmtilega í 1. des.-ræðu í Háskólanum." — Eru það ensku áhrifín sem þú hefur áhyggjur af? „Já. Vandræðin eru þau, að menningarstraumarnir, sem berast að landinu, eru engilsaxneskir, enskir eða amerískir. Ég óttast dálítið, að íslenskan lifi þetta ekki af. Það er þungt að liggja un'dir því, að bömin heilsa og kveðja ekki á öðru en einhverri „drusluensku"; „Hæ, bæ.“ — Þetta útskýrði skóla- bróðir minn Ólafur Oddsson cand.mag. ljómandi vel um daginn í útvarpserindi. — Og ef þú ætlar að moka erlendum mönnum inn í landið, þá þolir íslenskan það varla.“ — Hvaða útlendingum? „Til íslands koma allir, sem kæra sig um. Þetta eru viðkvæmir hlutir, en við sjálf verðum að fara að gera upp við okkur, hvemig við viljum að þetta verði í framtíðinni. Hefur einhver á Islandi einurð til að stíga á stokk eins og Sverrir konungur á 12. öld og skipta erlendum mönn- um í flokka? Sverrir amaðist út í Þjóðvetja fyrir það, að þeir komu með sterkara öl en Norðmenn voru vanir; urðu blindfullir og vitlausir, en hann fór lofsamlegri orðum um Englendingana sem komu með gagnlegri vöm. Við verðum að gera upp við okkur hvað við viljum fá. Við getum margt lært af öðrum en það er ekki alltaf nauðsynlegt að fá alla kennarana hingað. Við emm lítil þjóð og megum ekki fá inn á okkur of marga gesti í einu. Við getum dmkknað í þjóðahafínu. Þetta er orðið vandamál meðal stærri þjóða, Þjóðveijar meira að segja borga útlendingum fyrir að fara heim til sin. — Og við þekkjum viðbrögðin sem kennd em við hægrimanninn Le Pen í Frakk- landi." — Þú lærðir í Hamborg, vom innflyljendumir vandamál þar? „Það vom reyndar margir Tyrkir í hverfinu þar sem ég bjó, en þeir sköpuðu ekki vandamál. Vandamál- ið var fyrst og fremst úti í Reep- erbahn. Það er dálítið merkilegtað- „frændur em frændum verstir“. Hamborgar sögðu að þar væm Austurríkismenn innstu koppar í búri, í vændinu, eiturlyijunum og glæpunum." — Hvað viltu fá inn í landið? „Það er hægt að veita straum gegn straumi. Þú getur ekki lokað landinu en þú getur valið. T.d. ræt- ur þýskrar verkmenningar má jafn- vel rekja að einhveiju leyti til þess að húgenóttamir flýðu frá Frakk- landi á sautjándu öld. Það er alltaf gagnlegt að fá menn með verk- kunnáttu — og verkfæri. — Hefur þú annars tekið eftir því að þegar Islendingar koma heim úr námi þá koma þeir með húsgögnin með sér, en engin verkfæri? Heila málið er, að síðan um 1400 hefur aðeins eitt skipt máli í íslensk- um útflutningi og það er fískur. Þessir steinkumbaldar sem við eig- um em algjörlega verðlausir hlutir. Við eigum aðeins eina eign og það er fiskurinn í sjónum. Það eina sem okkur hefur tekist með einhveijum glæsibrag er að veiða fisk og verka.“ íslensk verkkunnátta — Kunna íslendingar ekki þokka- lega til verka? „Svo að segja allir segja það, — og allir trúa því. En því miður er sannleikurinn sá að við emm nokk- urn veginn óverkmenntaðir. Sjáðu til, vagnhjólið kemur fyrst til ís- lands um síðustu aldamót, þá er það sex þúsund ára gamalt. Enn í dag er varla til sá staður á landinu þar sem hægt er að steypa véla- hluta, hvað þá að smíða heilar vél- ar.“ — Komstu að þessari niðurstöðu gegnum sögunámið? „Ég komst að þessari niðurstöðu með vettvangsskoðun, með því að skoða verklegar framkvæmdir á íslandi. Við eigum ljómandi góða rithöfunda og listamenn, slarkfæra íþróttamenn hér og þar, en verk- menningin er í ólagi og verkmenn- ingin er spuming um lff eða dauða þjóðar — nema kannski fyrir þjóð eins og okkur sem er svo lánsöm að eiga glóandi gull í sjónum.“ — Var það vegna þessara skoð- anna, að þú fórst í Vélskólann? „Satt best að segja var það vegna þess að ég treysti mér ekki í dekk- vinnuna á gamals aldri. Það er nú orðið þannig að menn eru ekki mik- ið yfír þrítugt í dekkvinnu á íslensk- um fískiskipum. Ég vildi ekki missa fótfestuna í þessari frumfram- leiðslugrein, sem mér þykir vænt um, svo að ég varð að fara út í einhveija fagmennsku. Eftir að ég lauk vélskólanum 1980 hef ég nú eingöngu hlaupið í þetta í afleysing- um. En af hveiju viltu tíunda allt þetta? Það er augnablikið, nútíminn sem ég hef mestan áhuga á og skiptir mestu máli fyrir þjóðina.“ — Jæja, við hvað ertu að fást? „Ég hef alltaf öðru hveiju verið í byggingarvinnu, ýmist hjá öðrum eða sjálfur. Núna er ég með grunn úti í Grafarvogi sem ég ætla að halda áfram með ef guð gefur mér líf og heilsu.“ — Finnst þér vænlegt að vera að standa í byggingum núna, þegar margir tala um samdrátt, sumir jafnvel um kreppu? „Það á að bjargast ef það er í nógum kotungsstíl. Auðvitað er það ekki alltaf skemmtilegt að hokra. Ég hef líka leyst af á sjó og get alveg hugsað mér það aftur. Ég fór ekkert á sjóinn í sjö ár! Það var ekki fyrr en í haust að ég fór tvo túra með Hafþóri á rækju.“ Fagmenn vinni verkið — íslendingar kunna að veiða og verka físk. En þú sagðir líka áðan, að lögin væru í vitleysu? „Það er voðalegt, að þú minnist á þau. Því miður bera gömlu dönsku lögin í lagasafninu af.“ — Hvað er að íslenskum lögum? „Veikleikinn er sá, að fagmenn hafa ekki unnið verkið. I einni dæmisögu Esóps segir frá því, að nautin komu saman á þingi og sam- þykktu að drepa alla slátrarana. Þá kveður gamall tuddi sér hljóðs og fær orðið. „Kæru samtuddar og samkýr. Finnst ykkur líklegt, að mannfólkið hætti að éta nautakjöt?“ Tuddunum fannst það ólíklegt. Þá segir gamli tuddinn. „Er ekki betra að fagmenn vinni verkið en ekki Pétur og Páll?“ Þá sáu tuddamir sig um hönd; af tvennu illu var skárra að láta slátrarana slátra heldur en Pétur og Pál.“ — Viltu þá að það þurfí lögfræði- próf til að komast á þing til að setja lög? „Það er ég ekki að segja. En lög eru ekki til að gumsa af í einum hvelli. Lög verður að hugsa vel og vandlega; vinna hægt og rólega. Best að fagmenn vinni verkið, í það minnsta menn með einhveija yfir- sýn sem skoði hvernig aðrar þjóðir hagi hlutunum. — Án þess auðvitað að apa allt eftir þeim. Napóleon keisari lét lesa lögin fyrir sig áður en hann samþykkti þau. Á Alþingi koma núna stórir lagabálkar sem þingmennirnir hafa engan tíma til að lesa í gegn. — Þú átt ekki að skrifa undir og sam- þykkja það sem þú hefur ekki lesið. Það er ekkert gagn af því að vera með mikið af lögum. Á þinginu verður að vera þver- snið þjóðarinnar. Það gengur ekki upp að ein stétt eða landshluti telji sig hafa meiri þörf fyrir þingmenn og þurfí þess vegna fleiri. Það eru engin mannréttindi í því. Það á að setja lög milli vertíða og landið á að vera eitt kjördæmi. Hvað varðar þingmennskuna, þá er langeinfaldast, að hún sé kaup- laus; þá eru menn fljótir að þessu og moka síður út lagarusli. Breskur sendiherra sem hér var sagðist enga þjóð þekkja jafnduglega við laga- setningu. — En jafnframt heldur enga þjóð þekkja jafnduglega við að bijóta lög sín eftir þörfum.“ Heljartak heimskunar — Þversnið af þjóðinni, hvemig lýðræði eða þingræði viltu? „Beina lýðræðið, þjóðfundir, er best og gæti alveg gengið. Rousse- au sannaði okkur, að kjömir fulltrú- ar svíkja alltaf. Kosningar í dageru- „þvingaðar kosningar", þér er bara leyft að éta ákveðinn bita, en ekki velja á diskinn. Ef það á að kjósa fulltrúa, þá er best að kjósa menn sem siðan geta hópast í fiokka ef þeir kæra sig um. Hver maður á að geta kosið um hvað sem er beint eða í gegnum fulltrúa. Flokk- arnir eiga að koma á eftir. „Homo homini lupus“ („Maður er manni úlfur“ eða „Ver er veri vargur.“ Þýðingar, blm.) Villdýrseðlið nær best þroska í hópi og það er óþarfí að efla múgæsinguna fyrir ballið. í Róm var sagt: Hver öldungaráðs- maður er heiðurskarl en öldunga- ráðið er ófreskja." — Nú að lokum, Gunnar, vanda- málaumræða er sígild. Af hveiju stafa vandræðin ef einhver era? „Spumingin er sígild og besta svarið held ég að heimspekingurinn Seneca kennari Nerós hafi gefið okkur fyrir um 1800 áram.„Quid nos stultitaia tam pertinaciter tene- at?“ Af hveiju heldur heimskan okkur í slíku heljartaki? „Quia illa quae, nos, a sapientibus viris de- perta sunt, non satis credimus." Þ.e.a.s.: Við trúum ekki nægjanlega þeim staðreyndum sem vitrir menn hafa uppgötvað okkur til handa.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.