Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLABIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAtlUR 29. JANÚAR 1989 miklu tryggð og vináttu sem hún hefur sýnt mér í gegnum árin. Svo örskammt er bil milli blíðu og éls að brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds. Lóló var glæsileg kona. Tröll- trygg vinum sínum, rausnarleg og ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf. Hún hafði mikla kímnigáfu,. var fróð, gefandi persónuleiki og yndis- leg_ manneskja. Ég fyllist tómleika er ég hugsa tii þess að aldrei framar getum við rætt lífsins gagn og nauðsynjar, hlegið saman og notið þess að vera 'til. En hver veit nema við eigum eftir að hittast aftur einhvern tíma. Ég votta eiginmanni Lólóar, Sig- urði Emil Olafssyni, bömunum Hildigunni og Ólafí Má, svo og for- eldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Guð geymi Lóló vinkonu mína. Sigríður Brynjúlfedóttir Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið ,sem aldur og ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skitja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er, grösin og jurtir grænar, gióandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (H.P.) Með örfáum orðum langar okkur að minnast kærrar vinkonu okkar, Ólafar Sigurlaugar Guðmundsdótt- ur. Hún fæddist í Reykjavík 29júli 1947. Foreldrar hennar eru Olöf M. Guðmundsdóttir og Guðmundur Jóhannsson. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum, ásamt þremur systk- inum, þeim Sigríði, Sigurlínu og Þresti, fyrst í Reykjavík og Kópa- vogi og síðan á Selfossi. Fjölskyldan fluttist austur eftir að faðir hennar tók við starfí forstjóra á Litla- Hrauni ánð 1961. Þá hafði Lóló lokið námi við Kvennaskólann í Reykjavík og hóf störf við Lands- bankann á Selfossi, þar sem hún starfaði í nokkur ár. Um þetta leyti lágu leiðir hennar og Sigurðar Emils Olafssonar sam- an. Sigurður er sonur hjónanna Sigrúnar Runólfsdóttur og Ólafs heitins Magnússonar, símaverk- stjóra á Selfossi. Þau gengu í hjóna- band 8.október 1966, stofnuðu bú, og á Selfossi eignuðust þau sín tvö böm, Hildigunni Jónínu f. lO.júli 1966 ogÓlaf Máf. 31.janúar 1970. Það var á fögrum ágústdegi, árið 1964, að við kynntumst, allar á leið í Þórsmörk. Við tengdumst þá vin- áttuböndum, sem varað hafa þessi 25 ár. Það átti fyrir okkur að liggja, að verða nágrannar á Engjavegin- um, er við fluttum öll í okkar nýju hús þar. Þær eru margar góðar minningamar frá þessum frumbýl- ingsámm okkar og svo sannarlega er minningin um Lóló ofarlega í hugum okkar nú, ætíð tilbúin til hjálpar ef eitthvað bjátaði á. Hún var glæsileg, bar góðan þokka og hafði góða kímnigáfu. Athafnaflör hennar var með ólíkindum, svo stundum sýndist sem ekkert gæti staðið í vegi fyrir henni, hún hafði ríka tilbreytingaþörf og þar var engin lognmolla sem Lóló var á ferð. Hún var góðum gáfum gædd og nú tvö síðustu ár stundaði hún framhaldsnám í sínum gamla skóla, Kvennaskólanum, og stefndi að stúdentsprófí. Henni sóttist námið með ágætum. Sveitina sína elskaði hún og átti þaðan ljúfar minningar, frá veru sinni í Skeiðháholti og á Blesastöð- um hjá Ingibjörgu frænku sinni. Rifjaði hún oft upp bemskubrek og bemskuleiki. Það hefur verið gott að hafa slíkan dugnaðarfork í sveit, þar sem ætíð er þörf fyrir fúsar hendur. Árið 1973 flutti fjölskyldan á Engjavegi 71 til Reykjavíkur. Lóló lærði nudd og rak um tíma nudd- stofuna á Hótel Sögu að hálfu, síðar eigin stofu á Dunhaga. Þau hjónin réðust síðan í það 1984 af miklum dugnaði að byggja stórhýsi á Fálka- götu 29 og þar átti gamall draumur að rætast, um að hafa þetta allt undir sama þaki. En lífíð er oft miskunnarlaust og hart. Þegar þetta var allt á veg komið, mestu erfíðleikamir að baki og björt framtíðin blasti við, þá var það snemma á árinu 1988 að Lóló kenndi þess sjúkdóms, sem hún hefur nú lotið í lægra haldi fyrir. Hún sýndi hetjulund og barðist sem ljón til hinstu stundar, því ást henn- ar á lífinu var mikil. Þá sýndi og Siggi, hvem mann hann hefur að geyma er hann stóð við hlið konu sinnar öllum stundum í þessari erf- iðu baráttu. Við þökkum elskulegri vinkonu fyrir tryggð og vináttu og fyrir all- ar þær gleði- og dýrðarstundir er við áttum saman. Og í svo sárri sorg er gott að minnast boðskapar Anana hins egypzka. „Hafið þér misst þann sem þér unnuð hug- ástum, skuluð þér stilla harm yðar. Dauðinn er bamfóstra sem vaggar í blund, ekkert annað, og að morgni Vaknar viðkomandi aftur og á fyrir höndum annan dag með þeim sem verið hafa í fór með honum frá upphafi vega.“ Elsku Siggi, böm og aðrir vanda- menn við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Endurminningin merlar æ á mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (G.Th.) Sjöfii, Dída og fyölskyldur þeirra. Það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn, nú þegar við horf- um á eftir elskulegri systur hverfa yfír landamærin miklu. Allar kveðjustundir eru sárar, og sárari en orð megna að tjá að þurfa að horfa á eftir jafn lífsglaðri og gáskafullri konu og hún Lóló okkar var. Með blöndnum tilfínningum gegn örlögum, máttarvöldum og því dularafli sem öllu stjómar horfðum við á banvænan sjúkdóm leggja hana að velli. Við fylltumst reiði, örvæntingu, sorg og jafnvel beiskju. Á stundum bjuggumst við við kraftaverki, því Lóló var svo sterk, hún hafði gengið í gegnum marga erfiðleika á sinni lífsgöngu, en þrös- kuldurinn var aldrei svo hár, að hún stigi ekki jrfír hann kát og hress að vanda. Það er ekki oflof á Lóló, þegar við segjum að hún hafði verið heil- steyptur og traustvekjandi persónu- leiki, ósjálfrátt laðaðist fólk að henni, treysti henni og trúði, hvort sem var í einkalífi eða á atvinnu- markaðnum. Rúmlegra tvítugri var henni treyst af Landsbanka Islands á Selfossi að gegna gjaldkerastarfi þar, fyrst kvenna, og þótti það mik- ið spor í kvenréttindamálum á þeim árum. En lífsþroski hennar fékk ekki útrás innan veggja skrifstofu- bákna, hún vildi annað og meira, hugsjón hennar var alla tíð að líkna og bæta heilsu annarra. Þau hjónin tóku sig því upp frá Selfossi og héldu til Reykjavíkur, þar sem Lóló lærði nudd. Eftir námið setti hún upp eigin nudd- og ljósastofu, sem hún vann í allt fram á þann dag sem hún lagðist veik. Þá þegar hafði hún kennt manni sínum iðnina og var hann hennar stoð og stytta, þar sem annars staðar, en hún var ekki búin að gefa námið upp á bát- inn. Hún var aftur komin í gamla Kvennaskólann sinn í fullt nám undir stúdentspróf, þegar veikindin dundu yfír. Nú þegar allt er afstaðið, grínið, heimspekilegar vangaveltur og hlátrasköllin hætt að glymja, langar okkur til að þakka Sigga fyrir alla hans væntumþykju og fómfysi. Hann vék ekki frá henni alla þá löngu mánuði sem hún lá banaleg- una. Björgu mágkonu hennar vilj- um við þakka alla tillitssemina ásamt öllum öðrum sem reyndust henni vei í veikindum hennar. Elsku Siggi, Hillý og Óli Már, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Með þakklæti fyrir að hafa átt hana og vera hluti í lífí hennar kveðjum við hana að sinni. Hafí hún þökk fyrir allt og allt og megi góð- ur Guð fylgja henni um alla eilífð. Sirrý, Lína og Þröstur Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga segir einhvers staðar. Þegar ég frétti lát Lólóar datt mér í hug að líklega hefðum við fram að þessu aðeins heilsast og að nú væri komið að því að kveðja. í hugskoti mínu sé ég káta og bjarta stúlku og með henni berast ævinlega hlátrasköll og dálítið ákaf- ar samræður, ekkert það til í veröld- inni sem hún vildi ekki kryfja og ræða. Innileg og tilfinningarík kona sem átti það til að opna sitt eigið sálartetur einum of mikið fyrir sárs- auka lífsins. En þannig er tilfinn- ingaríkt fólk oftast. Það á svo auð- velt með að taka hlutina inn á sig. Lóló hafði þann sérstaka hæfi- leika að gefa manni þannig viðmót að hafí smákrapi verið í sálarhóifí viðkomandi þá tókst henni að þíða slíkt með kveðjunni einni saman. Það var í ágúst í sumar að við í minni fjölskyldu vorum á ferðalagi með Sirrý systur Lólóar og fjöl- skyldu. Við vorum stödd á Ítalíu og ég vissi að Sirrý hafði verið að hringja heim. Þegár við komum út í sólarhitann um morguninn og hitt- um Nonna og Sirrý segja þau okk- ur fréttimar að heiman, að Lóló sé með krabbamein. Allt í einu var sólin ekki eins heit og áður og það setti að mér hroll. Veikindin mögnuðust hratt og nú er komið að leiðarlokum. Veg- ferðin hennar í þessum heimi var stutt, allt of stutt finnst okkur — en hvað er framundan? Ég tel að þeir verði margir vinimir sem kveikja hljóðlátt kertaljós og biðji henni velfamaðar í bjartari heim- um. Eftirlifandi maki Ólafar Sigur- laugar, en svo hét Lóló fullu nafni, er Sigurður Emil Ólafsson. Þau eignuðust tvö böm, Hildigunni og Ólaf Má. Þau sjá nú á eftir yndis- legri manneskju og bið ég Guð að styrkja þau, og einnig foreldra Lóló- ar og systkini í sorginni — með von um endurfundi. Ástvinimir höfði halla af hvörmum falla tár, Guð mun styrkja ykkur alia öll hann græðir sár. Sirrý Ólafe. og Steini Hún Lóló frænka er dáin. Fréttin kom ekki á óvart, en olli engu minni sársauka fyrir það. Lóló sem var svo full af lífi og skilningi á sárs- auka og gleði tilverunnar. Þann skilning hafði hennar eigin lífsreynsla fært henni. Þegar hugsað er til baka virðist sem Lóló hafí stöðugt verið að þreyta próf í lífinu. Hún stóðst þau með sóma og hafði að vopni ótrú- lega jákvætt viðhorf til alls og allra. Hún var ávallt tilbúin að gefa af sjálfri sér, miðla öðrum en ætlaðist ekki til endurgjalds, þvf ekkert var henni fyær, en gera kröfur til ann- arra. Hún Lóló stóð ekki ein í lífsbar- áttunni sinni. Alla tíð naut hún stuðnings Sigga, sem alltaf hefur staðið við hlið hennar og stutt hana í hvívetna. Þegar okkur fannst að loksins væru erfiðleikamir að baki veiktist Lóló af krabbameini. í banalegunni kom enn fram hvílíkan sálarstyrk Lóló hafði. Einlæg bamatrú hennar gerði það að verkum að hún áleit að þessari glímu gæti hún ekki tap- að. Annaðhvort ynni hún sigur á sjúkdómnum eða henni væri ætlað annað og meira hlutverk á öðrum stað. Með slíkt hugarfar er ekki hægt að tapa. Henni Lóló var ætlað annað og meira hlutverk á öðrum stað. Við vinir hennar emm þakklátir og ríkir af að hafa fengið að kynn- ast henni. Vonandi getum við lært af þessari óbilandi bjartsýni sem Lóló hafði í svo ríkum mæli. Elsku Siggi, Hildigunnur, Óli Már og aðr- ir ástvinir. Við vonum að allar góðu minningarnar og fallega brosið hennar Lólóar geti með tímanum sefað sorgina. „Því hvað er að deyja annað en standa nak- inn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Úr spámanninum. Kahlil Gibran.) Frænkur frá Blesastöðum Lóló er horfin yfír móðuna miklu. Það er erfítt að trúa því og sætta sig við það. Að horfa á eftir fólki á besta aldri, sem á svo margt fram- undan, kveðja þennan heim. Þegar svo mörgu er ólokið og svo mikið gott er hægt að láta af sér leiða. Ólöf eða Lóló eins og hún var alltaf kölluð rak nuddstofu á Dun- haganum, þar sem hún var elskuð og virt af viðskiptavinum sfnum, enda leiddi hún margt gott af sér í starfi sínu og gaf mörgum ómetan- lega hjálp. Þar lágu leiðir okkar fyrst veru- lega saman, þegar ég vann hjá henni árið 1983. Þá kynntist ég t Þökkum inniiega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Álfaskeiði 39, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra, er hjúkruðu henni í veikindum hennar. Anna Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Rúnar Pálsson, Reynir Pálsson, Elfn Pálsdóttir, Aðalstelnn (saksson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurstelnn Húbertsson, Slgurgeir Jónasson, Sif Elðsdóttlr, t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR skósmlðs á Selfossl. Sórstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða hjúkrun og umönnun. Marinó Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Björgvln Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Agústa Hafberg, Jóhann Marinósson, Halldóra Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hvaða mann hún hafði að geyma, þrátt fyrir mikil veikindi sem hún átti við að etja. Lóló var atorkumanneskja, ham- hleypa við vinnu, hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim, var ein- staklega hreinn og beinn persónu- leiki. Þrátt fyrir skapfestu var Lóló viðkvæm og bjó yfír gnótt af hlýju og blíðu sem naut sín í ríkum mæli gagnvart þeim sem minna máttu sín og áttu við erfileika að stríða. Sá skilningur og sú alúð naut sín ekki síst í starfinu, þar sem hún gaf sig alla. Lóló var frumkvöðull að mótun og stofnun félagssamtaka nuddara fyrir um það bil 15 árum og barð- ist þá fyrir réttindum nuddara. Hún arkaði milli stofnana og ráðuneyta til að vekja athygli ráðamanna á mikilvægi starfs okkar, og starfs- réttindum. Hún plægði jarðveginn á sinn dugmikla hátt. Þrátt fyrir lægð sem var í félags- samtökum nuddara um margra ára skeið má þakka hennar frumátaki velgengni Félags íslenskra nudd- ara, þegar það var endurvakið á ný og hún var stofnfélagi í þótt hún hafí þá ekki haft sig eins mikið í frammi vegna veikinda, en var ætíð reiðubúin til að gefa góð ráð út frá sinni reynslu af þessum málum. Lóló sat sem varamaður í fyrstu stjóm Félags íslenskra nuddara. Veikindi hennar vom í rénum, hún fór í Kvennaskólann og byijaði að nýju nýju þar sem frá var horfíð fyrir mörgum árum. Lauk þaðan námi síðastliðið vor. Hún var tiltölulega nýflutt í nýja húsið sitt, sem hún og Sigurður, maður hennar, byggðu við hliðina á nuddstofunni á Dunhaganum, og þar var draumurinn að setja upp nýja og glæsta stofu. Framtíðin blasti við á ný. Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan að hún sagði okkur samstarfs- mönnum sínum í félaginu frá fyrir- heitum og ætlunum sínum með geislandi áhuga og lífsorku. Síðastliðið sumar kom svo annað áfall. Annar erfiður sjúkdómur heij- aði á, þar til yfir lauk 20. janúar síðastliðinn. Þessu erfíða tímabili er lokið hjá Lóló. Á öðmm stað, í tíma og rúmi, hefur verið meiri þörf á kröftum hennar. Þannig vilj- um við skilja það. Með þessum fátæklegu orðum langar mig fyrir hönd fyrrverandi stjómar FIN að þakka fyrir að hafa fengið að kjmnast og starfa með henni. Það tómarúm verður aldrei fyllt. Við sendum þér, Siggi minn, bömunum og allri íjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að vemda ykkur og styðja. F.h. Félags íslenskra nuddara Eygló Þorgeirsdóttir Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var skólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness) Hún Lóló er horfín. Blákaldur veruleikinn blasir við okkur sem eftir sitjum. Alltaf er jafn erfítt að sætta sig við þegar fólk í blóma lífsins kveður. Við erum hér nokkrar skólasyst- ur, sem minnumst hennar, sem hins ljúfa og hlýja félaga, eftir hartnær þijátíu ára kynni. Ifyrst sem kátar og glaðar skólasystur og eftir að skólaverunni lauk höfum við haldið hópinn í saumaklúbbnum okkar. I nóvember sl. var Lóló með okk- ur í síðasta sinn. Við vissum að hún var sárþjáð en hún brosti sínu ljúfa brosi og tók þátt í glaðværum sam- ræðum okkar. Umræðumar snerust eins og oft áður um allt frá hvers- dagslegustu málefnum til hinnar stóm spumingar um tilgang lífsins. Lóló lagði ævinlega eitthvað gott til málanna og benti okkur á hinar góðu og björtu hliðar mannlífsins. Þetta var ljúf stund, sem við munum seint gleyma en geyma í minning- unni. Innilegar samúðarkveðjur til allr- ar fjölskyidunnar. Saumaklúbburinn úr „Kvennó“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.