Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 C 17 reistu þau Ámi sér gott íbúðarhús, þar sem systir Áma, Pálína, bjó einnig hjá þeim. Vinnusemi og dugnaður voru Agnesi í blóð borin og samhliða húsmóðurstörfum á gestrisnu heimili vann hún einnig að þárgreiðslustörfum. Árið 1957 fluttu þau Ámi til Reykjavíkur, en þá hætti hann læknisstörfum vegna aldurs. Þau fluttu fljótlega í íbúð í nýju húsi að Öldugötu 34 og áttu þar heima alla tíð síðan, en Ámi lést í febrúar Í971. Þau Ámi áttu saman góð ár. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma. Gestrisni, hlýlegt viðmót og gagnkvæm virðing þeirra hjóna var eftirbreytni verð. Eitt af sameigin- legum áhugamálum þeirra vom ferðalög og ferðuðust þau víða, bæði innanland og utan, enda munu þau upphaflega hafa kynnst í Ferðafélagi íslands. Eftir lát Áma hélt Agnes sínu striki, hélt áfram að ferðast og vinna við hárgreiðslu- störfin heima hjá sér og í mörg undanfarin ár tók hún þátt í félags- starfi aldraðra. Agnes átti ekki böm, en hún hafði mikið yndi af bömum og nutu öll böm í fjölskyldu hennar þess. Að leiðarlokum koma fram í huga okkar systkina minningamar um frænkuna góðu sem lék sér við okkur og síðar bömin okkar af bamslegri gleði svo að alltaf var hátíð í bæ þegar Agga frænka kom í heimsókn. Og ekki var nú síðra að heimsækja hana, þá raðaði hún í okkur góðgætinu. Hún lifði eftir orðunum: „Sælla er að gefa en þiggja." Hún krafðist einskis af öðrum, kvartaði aldrei, en var boðin og búin að leggja öðmm lið. Agnes var svo lánsöm að búa við góða heilsu og geta verið sjálfbjarga fram á síðasta dag. Henni fylgja góðar bænir og þakklæti frá fjöl- skyldum okkar. Blessuð sé minning hennar. Unnur Baldvinsdóttir, Jón Baldvinsson, Jónína Baldvinsdóttir. Sigga systir hans minnist æsku- áranna með hlýhug og trega. Þegar þau vom lítil dvöldu þau saman á Staðarbakka í Miðfirði sem var þá sumardvalarheimili fyrir böm. Minnist hún þessara tveggja sumra með ánægju og hlýhug og góðar vora þær stundir er pabbi þeirra kom í heimsókn og allt lék í iyndi. Aldís systir á einnig góðar og ánægjulegar minningar frá æskuár- um sínum, er stóri bróðir bauð litlu systur á fyrstu árshátíðina, þá að- eins 14 ára. Við Einar og Jóhann, hálfbræður hans, ásamt móður okkar, Bjöm- fríði, eigum góðar og ljúfar minn- ingar um Svavar bróður þó svo samvemstundirnar hefðu mátt vera fleiri. Svavar hafði góða lund og átti gott með að umgangast annað fólk. Var hann allsstaðar vel liðinn og vinnufélagar hans bera honum gott orð sem dagfarsprúðum og hjálp- legum ef til hans var leitað. Við kveðjum stóra bróður með virðingu og þökk. Fari hann í friði. Friður Guðs blessi hann. Einar Már KVÖLDNÁMSKEIÐ í HUGARÞJÁLFUN HUGEFLI Bolholti 4 2. feb. kl. 19.00. Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Opnað aðgang að öflugustu hlut- um undirmeðvitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnað á nokkmm mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða og áhyggjur. A Hætt reykingum og ofáti. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Námskeiðið verður haldið á hverju fimtudagskvöldi í 4 vikur. Leiðb. er Garðar Garðarsson. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Gulu Línunni. Sendum bækling ef óskað er. 'WVW'CUIA 62 33 88 Það er í þínum höndum hvað verður um penínga heimílísins. Þegar kemur að afborgunum lána, er því undir þér komið að borga á réttum tíma. febrúar Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekkí sé.talað um innheimtukostnað. Og getur notað pening- ana þína til mun gagnlegrí hluta, ekki satt? húsnæðíslána. 16. febrúar. Eindagi lána með lánskjaravísítölu. 1. mars. Eindagi lána með bYggingarvísitölu. Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar — 1. maí—1. ágúst — 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á árí, önnur aðeins einn. Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þítt, þá gleymír þú síður að gera tímanlega ráð fyrír næstu greiðslu. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK 8:6969 00 Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendir gjaldendum og greíðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparísjóðum landsíns. ÞÚ STJÓRNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.