Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Sigfínnur Pálsson bóndi—Kveðjuorð Fæddur 16. apríl 1916 Dáinn 22. janúar 1989 Loks þegar hlíð fær hrim á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg ég á bak og brotfc ég held beint inn i sólarlagsins eld. (Ólafur Jóh. Sigurðsson.) Þannig endar skáldsnillingurinn Ólafur Jóhann Sigurðsson sitt loka- stef, sína hinstu kveðju til þessa jarðlífs. Þetta stef hefur ómað í huga mínum síðustu daga, það er svo auð- velt að tengja það hestamanninum og bóndanum Sigfinni Pálssyni í Stórulág, sem nú hefur kvatt okkur, yfirgefið þá flötra sem erfíður sjúk- dómur skóp honum og söðlað þann fák, sem að síðustu flytur okkur öll móti hækkandi sól og nýjum degi. Sigfínnur Pálsson var af aust- firsku bergi brotinn. Ungur missti hann móður sína, en hlotnaðist það lán að alast upp á góðu heimili, hjá góðu fólki að Hoffelli í Homafirði og dvelja þar flest sín þroskaár. Ekki er að efa að uppvöxtur og að- stæður allar í Hoffelli hafa átt stóran þátt í að þroska meðfædda hæfileika drengsins. Heimilið var fjölmennt og þar var mikið mannval. Þar á bæ þurfti oft að fylgja og aðstoða ferða- menn, erlenda og innlenda jöklafara. Fjárleitir voru um torfærur á flöllum. Lífið var skóli í því að sigrast á erfíð- leikum. Sigfinnur var góður nemandi í þeim skóla, ungur varð hann annál- aður atgervismaður svo að hálfgild- ings þjóðsögur mynduðust um hann og bárust milli sveita. Hann var eft- irsóttur til að vera með í för þar sem reyna mundi á þrek og þor, varkámi og hyggindi og það mun hafa komið fyrir að nærvera hans skipti sköpum, réð úrslitum um líf og dauða. Snemma uráu hestamir gildur þáttur i lífi þessa unga manns, gilti þá einu hvort um var að ræða að koma ferða- hestum yfir torleiði og lítt fær vatns- föll eða hleypa gæðingi um sléttar gmndir. Sigfinnur var í nánu tilfinn- ingasambandi við þessa vini sína og uppskar eins og hann sáði, eignaðist ljúflinga sem veittu honum margar ánægjustundir. Og svo er það á fímmta áratug aldarinnar að Sigfinnur hefur fundið lífsförunautinn, Sigurbjörgu Eiríks- dóttur frá Miðskeri í Nesjum. Eftir það verður varla minnst á annað þeirra hjóna án þess að hins sé get- ið, svo samhent og samvalin vom þau tvö. Fljótlega eru þau farin að búa í Stórulág, einni fallegustu jörðinni í Nesjum, fyrst sem leiguliðar, en kaupa svo jörðina þegar hún var föl. Og nú hefst tími uppbyggingar og ræktunar, tími mikilla starfa þar sem stundir vinnudagsins geta orðið ærið margar. Slíkt þarf ekki að tíunda. En einhvem veginn gerist það undra fljótt að þama er komið stórbú, þar er að finna fallegasta féð, arðsömustu kýmar og bestu hestana. Upp úr kartöflugörðunum koma landsins gómsætustu kartöfl- ur. Þessi hjón setja metnað sinn í að allt sem heimilið framleiðir sé ósvikin vara. Yfir öllu er blær alúðar og snyrtimennsku, úti sem inni. Þama búa verðugir fulltrúar íslepskrar bændastéttar. Á þessum ámm fæðast drengimir þeirra flórir, Eiríkur, Valþór, Sigurð- ur og Páll. Það lætur að líkum að húsfreyjan hafi stundum gengið þreytt til hvílu ekki síður en hús- bóndinn. Því fór fjarri að hversdagsönnin væri allsráðandi í lífi hjónanna í Stómlág. Þau hafa frá fyrstu tíð verið virkir þátttakendur í félagslífi sveitarinnar, glaðst með glöðum og verið hrókar alls fagnaðar í vina- hópi, jafnt á mannfundum sem heima í stofu í Stómlág þar sem gestum og gangandi var tekið af sömu alúð og rausn. Sigfínnur var góður sögumaður og hafði glöggt auga fyrir samferða- mönnum á lífsleiðinni. Broslegar hliðar tilvemnnar fóm heldur ekki framhjá honum. í þröngum hópi rifj- aði hann stundum upp liðin atvik svo unun var' á að hlýða. Þó var ein teg- und sagna sem hann kunni ekki, eða vildi ekki segja. Það .vom frægðar- Minning: Óskstr Pálmarsson Fæddur 3. september 1921 Dáinn 18. janúar 1989 Eins og oft gerist í mannlífi vom, þegar á skammri stundu skipast veð- ur í iofti, þá setti okkur hljóða nokkra verkstjóra RR, þar sem við vomm að ræða um verkþætti dagsins, þeg- ar fréttinm um að Óskar Pálmarsson starfsfélagi okkar væri látinn. Á slíkri stundu koma fram í huga manns fjöldi minninga, sem rúlla hratt. í gegnum liðinn tíma, sem við átt- um með Óskari, vom stundir sem vom basði hrikalegar, ánægjulegar og broslegar. óskar átti oft til með að vera spaugsamur í tali og fram- komu. Kom það sér oft vel þegar erfið verk stóðu yfir í stórviðram og þegar mest reyndi á línumenn við að skipta um víra og brotna staura I blindbyl og frosti, þar þurfti svo sannarlega þrek og viljastyrk til, svo heimilin fengju straum til eldunar og hitunar. Þama sýndi Óskar sem verkstjóri oft verklagni, er kom sér vel fyrir neytandann og Rafveituna. Óskar hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1941. Fer ekki hjá því eftir nærri 60 ára starf á sama vinnustað, að það segir ákveðna sögu. Óskar var hó^vær, lítillátur og öðlingur meðal samstarfsmanna og er margs að minnast í samstarfi okkar hjá RR. Óskar var nýhættur útivinnunni við línumar og kominn inn á verkstæði RR og vann þar við leturgröft og smáviðgerðir og undi sér vel við það, enda laghentur með afbrigðum. Okkur samstarfsfélögum Óskars fannst lífshlaup hans of fljótt rofið, en þar em æðri máttarvöld sem ráða og aliir verða að lokum að beygja sig fyrir. Við þökkum Óskari Pálm- arssyni samvemna og óskum honum góðrar ferðar til æðra tilvemstigs. Ég vil fyrir hönd fyrrverandi sam- starfsmanna hans senda eiginkonu og ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstund. Matthías Matthfasson Óskar Pálmarsson fæddist í Reylq'avik 3. september 1921. Hann var sonur hjónanna Önnu Guðbjargar Helgadóttur og Pálmars Sigurðsson- ar. Hann ólst upp í stómm systkina- hópi við nám og störf. Snemma á starfsævinni fór hann að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vann þar æ síðan. Hann kynntist ungur eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Á. Ólafsdóttur, og kom hún líka frá stórri fjölskyldu. Þau áttu saman 9 sögur er tengdust honum sjálfum. Þær eftirlét hann öðmm. Sigfinnur Pálsson sóttist ekki eftir mannvirðingum þó ekki gæti hjá því farið að sveitungamir veldu hann til trúnaðarstarfa, slíkur maður sem hann var, heill og traustur. Óbeðinn hafði hann aftur á móti forgöngu um það að koma náunganum til hjálpar þegar liðsinnis var þörf og laða þar aðra til samstarfs. í þessu sem öðra átti hann vísan stuðning sinnar góðu konu. Það var eins og meðfædd greind, næmleiki og skiln- ingur vísaði honum þá leið sem öllum reyndist farsælust. Hann var einn þeirra manna sem láta gott af sér leiða hvar sem þeir koma við sögu. Skyldi finnast betra veganesti inn á landið ókunna. Við hjónin kveðjum góðan vin með þökkum fyrir allt, um leið og við óskum honum velfamaðar á nýjum leiðum. Aðalheiður Geirsdóttir Sigfinnur var fæddur að Borgum í Norðfjarðarhreppi 18. apríl 1916. Foreldrar hans vom Páll Ámason skipstjóri og Sigurlaug Sigurðardótt- ir. Þegar Sigfinnur var fimm ára gamall missti hann móður sína, en hún lést árið 1921. Þá flyst hann með móðurbróður sínum, Þorsteini Sigurðssyni til Homaflarðar, en Þor- stejnn var þá vinnumaður í Hoffelli. í Hoffelli bjuggu þá heiðursjónin Guðmundur J. Hoffell og Valgerður Sigurðardóttir frá Kálfafelli. Hjá þeim hjónum ólst Sigfinnur upp, naut áhrifa þeirra og heimilisfólksins í Hoffelli æskuár sin, eða þangað til hann flytur aftur með móðurbróður sínum að Ámanesi eftir 1930 og síðan að Móa í Nesjum. En leiðir þeirra frændanna skildu þegar Sig- finnur var 18 ára, en þá dmkknaði Þorsteinn ásamt þremur öðmm, er vélbáturinn Sæbjörg fórst í sjóróðri fró Homafirði 21. febrúar 1934. | Hoffelli liður æskuárin við leik og störf á stóm mannmörgu menn- ingarheimili. Lífsviðhorfin mótuðust af traust- um heimilisháttum og góðu atlæti. Valgerður gekk drengnum í móður- stað og aðeins nokkmm vikum áður en Sigfinnur lést sagði hann við mig: Hún Valgerður var ein besta mann- eskja sem ég hefi þekkt. Stór og hlý í orði og gjörðum. Starfsvettvangur unglingsins var böm og bamabömin em orðin 17 og eitt bamabamabam. Ég kynntist Óskari fyrir 14 ámm og tengdist honum síðar. Stuttu eft- ir það var mér boðið í sumarbústað I Ardal í Borgarfirði. Þá tók ég eftir því, hvað hann var ömggur bflstjóri, og átti seinna eftir að reyna, að það var sama hvort var á malbikinu eða hrikalegum fjallvegum á Vestfjörð- um, maður var alltaf öryggur með Óskari. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að ferðast með þeim hjónum, þau þekktu landið svo vel, og ef þau vissu ekki eitthvað var gáð á kortið. Óskar hafði mikinn áhuga fyrir starfí sínu, og lifði fyrir vinnuna og fíölskylduna, enda höfðu Stína og Öskar alltaf verið samhent að ala upp stóra bamahópinn sinn. Óskar las töluvert og hafði mikið yndi af músik, enda frábær dansari. Ég hlakkaði alltaf til árshátíðanna hjá Rafinagnsveitunni, því ég átti von á að dansa við Óskar, og ég var ekki ein um það. Það er gott til til þess að vita, að síðasta árið sem Óskar lifði skyldi vera honum svo ánægju- legt. Fjölskyldan var samtaka um að endumýja sumarbústaðinn við Lækjarbotna og koma honum í nýtísku horf og hafði Óskar mikla ánægju af þessu. Stfna og Óskar bjuggu mestallan búskap sinn á Fálkagötu 28. Fyrst í bakhúsinu, en síðan byggði hann hús við götuna með föður sínum og tveim bræðmm. Fyrir 2 ámm seldu þau á Fálkagöt- unni og vom búin að koma sér vel fyrir í minni fbúð f sama húsi og Guðfinna dóttir þeirra og fjölskylda hennar. Óskar var mikill gæfumaður í sínu einkalífí. Hann átti góða konu, sem bjó fjölskyldunni fallegt heimili og var félagi f gegnum lffið. Og hann átti bamaláni að fagna. Ég þakka Óskari samfylgdina. Og ég get sagt með sanni, eftir þá viðkynningu: Hann var sannur heiðursmaður. Ég votta Stínu og fjölskyldunni samúð mína. Ólöf HúnQörð í sveitinni við öll algeng störf og sfðan kallaði sjórinn á krafta hans, þar sem hann vann að fískveiðum og vinnslu sjávarafla. Árin 1937—1939 var Sigfínnur við nám að Laugarvatni, en sumurin ’37 og ’38 var hann fylgdar- og aðstoðar- maður Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings við rannsóknir á Vatna- jökli. Eftir lát Þorsteins lá leiðin aft- ur að Hoffelli, sem hann taldi heim- ili sitt þangað til hann flytur að Fomustekkum ásamt unnustu sinni, Sigurbjörgu Eiríksdóttur frá Mið- skeri og ungum syni, Eiríki, þá tveggja ára gömlum árið 1944. Tveimur ámm síðar fluttu þau að Stóralág, en þar hafa þau búið fram til þessa dags. En nú er dagur að kvöldi, boga- strengurinn sterki slitinn og víkings- lundin horfin á vit annars heims. Mér mun löngum verða hugsað til þessa góða vinar míns, sem nú er horfinn af sjónarsviðinu. Það var' dýrmætt að eiga hann að í leik og starfi. Það var dýrmætt að finna með honum storminn „og frelsi í faxins hvin sem fellir af brjóstinu dægursins ok“. Og sannarlega var það ekki alltaf um alfaraslóðir, sem þeir bám okkur saman, Sleipnir og stóri Brúnn. En svo lágu leiðir Sigfinns miklu víðar og til meiri afreka. Ég skynjaði þó ekki fyrr en seinna þennan stóra draum hans um hest- inn. Drauminn, sem varð að vemleika í þeim Skúmi og Létti. Einn eða með öðmm á fleygiferð með svitavotan hestsmakkann og flaksandi faxið upp í fangið, heyr- andi innra með sér: „Lát hann stökkva svo draumur þíns hjarta rætist." E.B. Honum var að sjálfsögðu ekki nóg að hann eldri Skúmur væri endurvak- inn í höggmynd sem reiðhestur nor- ræns fomkonungs, en sú höggmynd stendur í listaverkagarði í einni af útborgum Stokkhólms, höfuðborgar Svíaveldis. Hann langaði líka til að allir vissu að hann ætti hestinn á íslandi. Sá draumur rættist líka á Þingvöllum sumarið 1978 í hesti með sama nafni og fyrirmynd konungs- hestsins í Throne Holst listaverka- garðinum í Svíþjóð. Löng kynni okkar og traust vin- átta hefur skilið eftir í huga mfnum nokkuð, sem eykur á verðmæti þeirr- ar lífsreynslu, sem ég hefi öðlast. í huga mínum var Sigfinnur ekki bara góður hestamaður, fremstur meðal jafningja, heldur var hann góður hestamaður af þvf að hann var traustur, sterkur og heilsteyptur maður sem gott var að vera nátengd- ur, en ung að ámm varð Sigurbjörg systir mín lífsförunautur hans. Ég minnist þess, þegar við skóla- krakkamir sáum Sigfinn ganga á höndunum eftir mjóu handriðinu á gömlu Laxárbrúnni. Til þess þurfti að vísu nokkra ófyrirleitni, en þó fyrst og fremst áræðni, óttalausan hug og styrka hönd. Eg held að þessi styrkur hafi fylgt C 25 honum í sérhverri athöfn allt hans Hf. Og þrátt fyrir langvinn veikindi þóttist ég finna þennan styrk í hand- taki hans fyrir aðeins fáum dögum. Já, margar góðar stundir áttum við saman. Við höfðum samvinnu um garðrækt og mér er óhætt að full- yrða að ágóðahlutur minn frá þeim rekstri var ekki skorinn við nögl, þegar til skiptanna kom. Við reynd- um með okkur í íþróttum og ég minn- ist ennþá undmnar hans þegar ég reyndi að standa honum jafnfætis á þ\d sviði. Ungmennafélagsskapurinn og sveitarstjómarmál urðu líka sam- eiginlegur vettvangur okkar. En allt f einu er tíminn hlaupinn frá okkur, tilheyrir ekki lengur því sem er, en við getum huggað okkur við að — Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var. Við sem minnumst Sigfínns nú, áttum raunar ekki von á því, að þessi trausti hlekkur mjmdi bresta. Og þó er það svo að jafnvel sterk- ustu eikumar standast ekki atlög- una í bylnum stóra seinast. Sigfinnur Pálsson var óhræddur við að fara sínar eigin leiðir, — hyggindi han? og framsýni hæfðu vel bóndanum og ræktunarmannin- um, — glettni hans, góðlátleg kímni og félagslyndi, gleðimanninum, — áræðni hans og styrkur fram- kvæmdamanninum, — og heimilis- föðumum hlýja hans og trú- mennska. En hann stóð ekki einn að lífshlaupi sínu og fjölskyldunnar. Án góðs lífsförunauts er förin um þessa jarðnesku slóð vandrötuð og án Sigurbjargar hefði hún líka ver- ið mínum ágæta vini, Sigfinni, vandfarin. ■ Þau Sigurbjörg og Sigfinnur eignuðust fjóra syni: Eirík, Valþór, Sigurð og Pál. Þeir em allir löngu uppkomnir dugnaðarmenn, eins og þeir eiga kyn til, en allir finna þeir nú vandfyllt föður- og vinarskarð. Svo er dagur að kvöldi kominn. Ég sat hjá Sigfinni niðri í borðstof- unni í Stóralág fyrrir aðeins nokkr- um dögum. Hann lá fyrir í sófanum, þannig að hann gat séð suður til tjamanna vestur á sandinum, — hólanna þar sem hestamir hans vom að nasla í vetrarkulinu, vestur til fljótanna þar sem Skúmur eldri bar hann yfír á hröðu stökki fyrir nærri hálfri öld. Og þá sagði Sig- finnur á þá leið, að sér væri svo mikils virði að geta horft þama út á túnið, sjá vestur til fjallanna, vita af þessu kunnuglega umhverfí í nálægðinni. En nú hefur verið skipt um svið, nýjar slóðir framundan sem augu okkar er eftir sitjum, fá ekki numið. Við öll sem höfum verið Sigfinni svo nátengd á liðnum ámm þökkum samfylgdina og fæmm Sigurbjörgu, sonum, fjölskyldum þeirra og öðram skyldmennum innilegar samúðar- kveðjur. Rafii Eiríksson Birting aímælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofu blaðsins í Hafiiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMKWÆGI 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.