Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 10
10 c '■.v íu)viAi es’í aiaAjfíHuaaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 HAGFRÆÐI/Erfjöldaatvinnuleysiframundan? Atvinnuleysivofan — eða atvinnulausa vofan? Mikil verðbólga, óstöðugt efna- hagslíf og lítið atvinnuleysi. Þessi þrjú atriði standa upp úr í íslensku efnahagslífi þegar leitað er samanburðar við önnur vestræn lönd. Að þessu sinni er ætlunin að líta aðeins á at- vinnuleysi. Þótt atvinnuleysi hafi verið hverfandi lítið á íslandi hefur það oft verið ofar- lega í efnahags- umræðunni. Bráðabirgðalög um efnahagsmál eru ósjaldan réttlætt með orðum eins og „til að koma í veg fyrir atvinnuleysi“, eða „til að treysta atvinnustig". Þegar árin eru að kveðja er fastur liður að ráðamenn þjóðarinnar þakki sér sérstaklega að „komið var í veg fyrir atvinnu- leysi“, á milli þess sem þeir rifja upp skólaljóðin með „góðum íslend- ingum“. Osjaldan hefur atvinnu- leysisgrýlan verið vakin upp sem nú á tímum þjóðargjaldþrotsins. Er valið verðbólga eða atvinnuleysi? í stað glímunnar við atvinnuleys- ið á árunum milli stríða varð verð- bólga það meginvandamál, sem við var að etja í efnahagsmálum Vest- urlanda eftir stríð. Arið 1958 setti A.W. Philips fram þá kenningu, að val stæði á milli verðbólgu og at- vinnuleysis. í kenningu hans fólst að ekki væri hægt að minnka at- vinnuleysi án þess að auka verð- bólgu. Um þessa kenningu, Philips-kúrvuna, hafa staðið deilur meðal hagfræðinga í 3 áratugi. Þótt margir hagfræðingar í dag telji samband vera milli verðbólgu og atvinnuleysis ríkir muh meiri svartsýni meðal þeirra um að draga megi úr atvinnuleysi með aukinni verðbólgu. Milton Friedman o.fl. hafa haldið því fram, að um nátt- úrulegt eða eðlilegt atvinnuleysi sé að ræða í hveiju landi. Atvinnu- leysi geti ekki vikið frá þessu stigi til langframa, nema þá og því að- eins að verðbólga stigmagnist. Hér má eflaust finna samsvörun við íslenskt efnahagslíf, og spyija má hvort verðbólga verði kveðin niður til frambúðar, án þess að atvinnu- leysi aukist? Atvinnuleysi Atvinnuleysis hefur ekki orðið vart á íslandi svo heitið geti í meira en hálfan annan áratug. Síðan blessuðu stríðinu lauk hefur raunar atvinnuleysis aðeins orðið vart tvisvar sinnum, þ.e. á árunum upp- úr 1950 og síðan 1968-1969. At- vinnuleysið fór á þessum árum hæst í 5% 1969. Ennfremur fluttu flölmargir til útlanda og má ætla að nokkur hluti útflytjenda hefði að öðrum kosti orðið atvinnulaus hér heima. Atvinnuleysis-leysi Atvinnuástand batnaði hins veg- ar brátt og atvinnuleysi mældist um 1% árið 1971 og var um og innan við 0,5% af mannafla fram til loka 8. áratugarins. í upphafi þessa áratugar jókst atvinnuleysi nokkuð og mældist 1,3% árið 1984. Atvinnuleysi hefur síðan rénað ár frá ári á tímabilinu 1984 til 1987, og var enn á ný 0,5% 1987. Atvinnuleysisleysis-leysi? Meðal viðlaganna í barlómssöngi þjóðkórsins, sem nú er efstur á vin- sældalistanum, er að „atvinnuleysi hefur aukist frá því í fyrra“. Umfjöllun fjölmiðla um þetta er oft á tíðum ákaflega villandi. At- vinna er jafnan mest á sumrin og eykst atvinnuleysi jafnan með haustinu og fram á vetur. I nóvem-' ber sl. voru 1.156 manns atvinnu- lausir, eða 0,9% af mannafla, sem er nær tvöfalt meira en í júní. Af þessu er þó ekki hægt að draga ályktanir um, að atvinnuleysi sé að aukast. Þótt hitastig í nóvember hafi verið helmingi lægra en í júní er vart hægt að spá ísöld í nánd af þeim sökum! Langt er síðan atvinnuleysi hefur verið jafn lítið og á árinu 1987, er það mældist 0,5% af mannafla. Atvinnuástand á því ári einkenndist af mikilli manneklu og sýndu kann- anir Þjóðhagsstofnunar, að at- vinnurekendur hefðu viljað fjölga starfsmönnum um 3-4% (þar á bæ heitir þetta „umfram-eftirspurn- eftir-vinnuafli“). Atvinnuleysi á þessu ári stefnir í að verða 0,1-0,2% hærra en í fyrra, það er svipað og meðaltal áranna 1980-1988. Nokkur umskipti hafa orðið á atvinnuástandi nú í haust. Athugun Þjóðhagsstofnunar í haust sýndi að mannekla hefur minnkað og „um- fram-eftirspum“ lækkað í sem svarar 0,5% af mannaafla. Þá er fjöldi atvinnulausra í október og nóvember nokkru meiri en undan- farin ár. Enn má nefna, að uppsagn- ir á starfsfólki hafa færst í vöxt og gjaldþrotum ijölgað og eftir- vinna hefur minnkað. Réttlæta þessi umskipti þá álykt- un að framundan sé stórfelld aukn- ing atvinnuleysis? Eða er atvinnu- ástand að færast í eðlilegt ástand eftir þenslu undanfarinna missera? Vinnuveitendasamband Islands dregur upp dökka mynd af atvinnu- ástandi þessa árs og samkvæmt spá þeirra bíður atvinnuleysi tuttugasta hvers launþega. Og það sem meira er, framkvæmdastjórinn er svo viss í sinni sök að þegar Seðlabankinn tekur ekki undir með þeim sam- bandsmönnum, telur hann bankann boða gengisfellingu. Hér er ein- hvers konar kremlólógía á ferð. Miðað við reynsluna í fyrri sam- dráttarskeiðum í íslensku þjóðarbúi er ákaflega ósennilegt að nú komi til stórfellds atvinnuleysis. Þjóð- hagsstofnun gerir nú ráð fyrir að framleiðslan minnki um 4-5% sam- tals árin 1988-1989, eða sem svar- ar til um 12 milljarða kr. Árið 1983 dróst landsframleiðslan saman um 4%, en atvinnuleysi jókst einvörð- ungu um 0,3 prósentuhluta. Samdráttarskeið á að nota til umbyggingar hagkerfísins. Þetta hefur svo sem verið reynt áður, fyrir tveimur áratugum með inn- göngu í EFTA o.fl. Umbygging efnahagslífsins nú felst í samruna fyrirtækja og lokun óarðbærra fyr- irtækja. Af þessu gæti leitt fækkun starfsfólks, en ekki er sjálfgefíð að atvinnuleysi myndi aukast með þessu. Valið stendur e.t.v. á milli höktandi hagkerfís með lágri fram- leiðni og duldu atvinnuleysi, sem hrekst frá bullandi þenslu til dýpstu lægða, og hagkerfis með jafnan vöxt framleiðslu og framleiðni, þótt um nokkurt atvinnuleysi gæti verið að ræða. LÆKNISFRÆÐIl/// velgjörbamaburinn? LTSTER Joseph Llster hefurveriðkallað- ur mesti velgjörða- maður mannkyns, og svo mikið er víst að framlag hans til skurð- lækninga skiptir sögu þeirra í tvennt. Skömmu eftir að fyrstu pistl- amir um ýmsa mannlífs- strauma skriðu úr eggjum hér í blaðinu á liðnu hausti rakst höf- undur eins þeirra á gamlan sam- starfsmann á fömum vegi. „Þú byijar með því að líta um öxl,“ sagði hann, „og tínir til eitt og annað sögulegt um þróun lækn- isfræðinnar en gleymir samt skurðlækningunum. “ Sá er pistilinn skrifaði fékkst ekki til að játa á sig gleymsku en bjóst við að nefna síðar meir nöfn einhverra þeirra sem manni koma í hug þegar sagan er rifyuð upp. Og skal þá fyrst frægan telja — föður nútíma-skurðlækninga. Joseph Lister hefur verið kall- aður mesti velgjörðamaður mann- kyns, og svo mikið er víst að fram- lag hans til skurðlækninga skiptir sögu þeirra í tvennt. Allt fram á hans daga vom sár, bæði af völd- um slysa og læknisaðgerða, stór- háskaleg og oft banvæn. Engar ráðstafanir vora gerðar til að veija þau fyrir aðvífandi óhollustu enda voru sýklar óþekktir og eng- inn vissi hvemig á því stóð að í flestum sárum gróf. Það var franski efnafræðingur- inn Louis Pasteur sem „fann upp bakteríumar" eins og stundum er sagt í gamni og alvöru, og kenn- ingar hans komu slíku róti á huga Listers að hann unni sér ekki hvfldar fyrr en hann hafði ráðið gátu sýkingarinnar. Pasteur sýndi fram á að örsmáar lífagnir valda geijun í víni en rotnun í kjöti og öðram fæðutegundum. Hann hafði einnig sannað með einföld- um og auðskildum tilraunum að hægt er að losna við þessar lífagn- ir með upphitun. Og Lister braut heilann: Var ekki ígerðin í sáran- um og drepið í kringum þau líka rotnun, þótt í lifandi líkama væri? Ekki var hægt að hita sár sjúkl- inganna upp eins og tilraunaflösk- ur Pasteurs. En reyna mátti ein- hver rotvamarefni; vínanda, salt- vatn eða karbólsýra. Hann valdi karbólsýrana. Lister fæddist í nágrenni Lund- úna árið 1827. Hann las læknis- fræði og skrapp norður til. Edin- borgar að námi loknu og hugðist vinna þar á spítala um skamma hríð. En dvöl hans í Skotlandi varð lengri en til stóð. Eftir sjö ára starf í Edinborg gerðist hann prófessor í skurðlækningum í Glasgow og dvaldist þar í áratug en fluttist þá aftur til Edinborgar og bjó þar önnur sjö ár. Þaðan lá leiðin til London; þangað kom hann nú frægur maður, fimmtug- ur að aldri, og þar andaðist hann í hárri elli árið 1912. í Glasgow vann hann þau verk sem áttu eftir að bera hróður hans vítt um lönd. Síðla vetrar 1865 vætti hann líntrefjar í karb- ólblöndu og lagði við opið bein- brot, með öðram orðum brot þar sem beinflaski hafði stungist í gegnum húðina og þannig valdið sári. Sjúklingurinn var svo langt leiddur að þessi nýi læknisdómur megnaði ekki að bjarga lífi hans, og heilir fímm mánuðir liðu áður en karbólsýran var reynd í annað sinn. Sá sjúklingur var ellefu ára drengur sem var fluttur á spítala vegna opins fótbrots. Fyrstu dag- ana bar ekkert til tíðinda en það var ekki að marka, því að venju- lega komu verkir í sárin á íjórða degi og gáfu til kynna að ígerðar- bólgan væri að ná sér niðri. Fjórða daginn kom Lister eftirvænting- arfullur að rúmi drengsins og spurði um líðan hans. James litli kvartaði um sviða í fætinum en var hress í bragði og át matinn sinn með góðri lyst, en það var sjaldgæft þegar bólguþrautir voru komnar í spilið. Lister losaði um- búðimar varlega. Engin graftar- lykt, engin bólga; aðeins smá- vægilegur roði þar sem sýran hafði ert skinnið. Það var í þessar afrifur sem stráksa sveið, og skemmst er frá að segja að honum batnaði fljótt og vel. Tveimur áram síðar skýrði List- er opinberlega frá tilraunum sínum og reynslu af þeim. Sú reynsla sannfærði hann sjálfan um að bati drenghnokkans með fótbrotið var engin tilviljun heldur stórsigur í baráttu við grimman óvin. Þegar hér var komið sögu hafði hann beitt hinni nýju aðferð við ellefu sjúklinga með opin brot og gat státað af betri árangri en áður þekktist. Aðeins einn hafði dáið og annar misst lim. Þótt undirtektir margra stétt- arbræðra væra í fyrstu blandnar tortryggni leið ekki á löngu uns kenning hans og aðferðir tóku að festa rætur. Ny öld skurðlækn- inga var rannin upp, öld Listers og fylgismanna hans. Meðan List- er var enn í skóla sagði einn af kennuram hans, frægur skurð- læknir á sinni tíð, að þótt skurð- tækni kynni í framtíðinni að taka einhveijum breytingum yrði lækn- um samt um aldur og ævi fyrir- munað að seilast inn í þijú holrúm mannslíkamans — kviðarholið, bijóstholið og heilabúið. Það hefur löngum verið erfitt að spá! \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.