Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 SKRIFSTOFMKl17 I TAKT VIÐ TIMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Gísli Þráinsson „Námskeiðið reyndist yfirgrips- meira og hagnýtara, en ég átti von á. Tölvur voru mér lokaður heimur áður, en nú nýti ég mér þær á alia kanta í námi, vinnu og fjármálum. Hópurinn sem ég var í var sam- hentur og skemmtilegur'og kennar- arnir hressir og góðir “. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Bjóðum glæsileg húsakynni og goðan mat, hvort tveggja forsenda velheppnaðrar veislu. Hægt er að fá sali fyrir 80-220 manns, heitt steikarhlaðborð eða sérréttaseðil. Utanbæjarfólk! Sjáum um veislurfyrir hópa utan af landi. Sérstakt verð ef pantað er saman gisting, salur og veitingar. Vegna mikillar eftirspurnar minnum við ykkur á að panta sem fyrst í síma 22322-22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA jOB HÓTEL Agnes S. Guðmunds- dóttir - Minning Mig langar til að minnast hennar Öggu frænku með nokkrum orðum. Agnes Sigríður Guðmundsdóttir fæddist þann 8. október árið 1906 á Melum á Skarðsströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Benedikt Bjömsson og Jónína Guð- mundsdóttir. Agnes fluttist ung til Reykjavík- ur ásamt Guðborgu systur sinni, en þá voru foreldrar þeirra látnir. Guðborg, amma mín, giftist síðar Baldvini Jónssyni uppfinninga- manni, en Agnes giftist dr. Ama Ámasyni lækni. Áður en hún giftist hafði hún lært hárgreiðslu og starf- aði hún við þá iðn meira og minna alla sína tíð. Það er ekki auðvelt að lýsa mann- eskju af einhveiju viti í svo stuttu máli sem hér, en þegar Agga frænka var annars vegar get ég óhikað fullyrt að glaðværari og já- kvæðari manneskja en hún er vand- fundin. Hún virtist alltaf vera í góðu skapi og átti auðvelt með að sjá broslegu hliðamar á hlutunum. Hún var afskaplega sjálfstæð og vildi sem allra minnst þiggja af öðrum. Agnes ferðaðist víða um heim með Áma eiginmanni sínum, en hann lést árið 1971. Hún átti því láni að fagna að vera við góða heiisu fram til hins síðasta og þeg- ar maður hitti hana var hún oftast með einhverja utanlandsferð í bígerð. Öggu var gestrisni í blóð borin og var hún alla tíð höfðingi heim að sækja. Agnesi og Áma varð ekki bama auðið, en öllum bömunum í fjöl- skyldunni sýndi Agga mikla ástúð því hún var einstaklega bamgóð manneskja. Ég er þakklát fyrir að litla dóttir mín, sem er aðeins tveggja ára gömul, fékk að kynnast Öggu frænku. En þrátt fýrir stutt kynni voru þær orðnar hinar bestu vinkonur. Að lokum vil ég þakka þessari kæru frænku minni fyrir samvem- stundimar, sem allar voru góðar. Sigríður Birna Guðjónsdóttir Mánudaginn 30. janúar verður kvödd frá Dómkirlqunni Agnes Sigríður Guðmundsdóttir. Hún fæddist 8. október 1906 á Melum á Skarðsströnd við Breiðafjörð, dóttir hjónanna Guðmundar Bene- dikts Bjömssonar bónda þar og Jónínu Margrétar Guðmundsdóttur ljósmóður. Agnes ólst upp á Melum, en flutt- ist um tvítugsaldur til Reykjavíkur og lærði hárgreiðshi, sem hún vann síðan við fram á efri ár. Árið 1943 giftist hún dr. Áma Ámasyni hér- aðslækni á Akranesi. Á Ákranesi Svavar Einarsson - Minningarorð Fæddur 10. nóv. 1933 Dáinn 7. janúar 1989 Hann Svavar bróðir okkar er dáinn, löngu fyrir aldur fram, að- eins 55 ára að aldri. Þessi harma- fregn barst okkur systkinum hans frá Svíþjóð þar sem hann hafði búið síðastliðin 11 ár. Svavar fæddist í Reykjavík 1933 elstur bama hjónanna Svanborgar Þórðardóttur, sem er ættuð frá Eyrarbakka en hefur verið búsett í Skotlandi síðastliðin 40 ár, og Einars Jóhanns Jónssonar, sem ættaður var úr Fljótum í Skagafirði en hann lést fyrir 43 ámm. Auk Svavars áttu þau dætumar Sigríði og Aldísi. Foreldrar þeirra Blömmtofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavik. Sími 31099 Opið öii kvöld tll kl. 22,-einnig um heigar. Skreytingar viö Öll tilefni. Gjafavörur. slitu samvistum, faðir hans kvænt- ist síðar Bjömfríði Sigurðardóttur og em synir þeirra Einar Már og Jóhann Sveinn. Bjömfríður og Ein- ar vom nýbúin að búa sér heimili að Ásvegi 11 hér í borg. Svavar var aðeins 11 ára þegar heimilið verður fyrir þeirri þungu sorg að Einar, faðir hans, fellur frá langt fyrir aldur fram, aðeins 33 ára gamall. Eftir þetta ólst hann upp hjá föðurbróður sínum, Sveini Jónssyni, og konu hans, Kristínu Ingvars- dóttur, á Bergþómgötu. Þau hjónin tókum honum opnum örmum og gengu honum í foreldra stað, þar átti hann ávallt vísa hlýju og um- hyggju. Eins og oft tíðkaðist á þess- um ámm vora borgarbömin send í sveit á sumrin. Dvaldist hann mörg sumur að Reykjum í Miðfirði eða alveg fram yfir unglingsárin og líkaði vistin vel enda hjá úrvalsfólki. Ætla má að sveitardvölin hafi haft einhver áhrif á að Svavar fer til náms í Bændaskólanum að Hól- um í Hjaltadal og útskrifast þaðan sem búfræðingur 18 ára að aldri. Síðar á lífsleiðinni vann hann ýmis- konar störf svo sem akstur hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og við löggæslu bæði hér í Reykjavík og í Vestmannaeyjum. Enn fremur stundaði hann sjómennsku í nokkur ár á fossum Eimskipafélagsins. Leigubflaakstur stundaði hann af og til. Fyrir um það bil 11 ámm fluttist hann búferlum til Svíþjóðar. Starf- aði þar hjá Volvo-verksmiðjunum þar til hann sökum heilsubrests varð að láta af störfum. Svavar var þríkvæntur og eign- aðist 14 böm sem öll em á lífí. Mikið myndar- og efnisfólk. Bama- böm hans em nú orðin 22 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.