Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNlÐ fAðMAð __________ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 C 31 Þorsteinn Sigurðsson formaður Búnaðarfélags ísiands, Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Þorsteinn Sigurðsson bóndi í Vatnsleysu og formaður Búnaðar- félagsins flutti ávarp. Hann þakk- aði einstakan velvilja Gunnars Thoroddsens borgarstjóra og bæj- aryfirvaldanna. Þá gekk fram Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra og tók sér skóflu í hönd og stakk upp myndarlegan moldarhnaus. Þessu næst tók jarð- ýta til starfa við að ryðja jarðvegin- um úr grunni hússins og að sögn Morgunblaðsins var það mikill og harður atgangur. Að þessu loknu var haldið til kaffidrykkju í Tjamar- kaffi. Steingrímur Steinþórsson var einn af forystumönnum framsókn- armanna. Hann var landbúnaðar- ráðherra á árunum 1953-56, for- sætisráðherra var hann 1950-53. Búnaðarmálastjóri var hann 1935-62 að frátöldum þeim árum sem hann var ráðherra. Blaðamanni þótti þetta mikill og harður atgangur. SÍMTALID... ER VIÐ ÖRL YG RICHTER SKÓEASTJÓRA Litla gula hænan áttifræ 666718 — Góðan daginn. Er þetta heima hjá Örlygi Riehter skóla- stjóra? „Já, það er hann?“ — Páll Lúðvík Einarsson heiti ég og er blaðamaður á Mogganum ... Fyrirgefðu, Morgunblaðinu, góðan daginn. Mér var sagt að þú hefðir starf- að m.a. í fræðsluráði. Þú getur e.t.v. svarað brýnni spumingu? „Jæja, spyrðu." — Hvað varð um litlu gulu hænuna? „Þú meinar þessa gömlu góðu?“ — Einmitt, þessa sem fann fræið, sáði því, sló hveitið, þreskti og malaði, bakaði brauðið og át það. Bömin virðast ekki lengur læra þessa ágætu sögu. Ef mig misminnir ekki lásum við þessa sögu í lestr- arkennslunni strax á eftir Gagni og gamni. „Já, Litla gula hænan er ekki kennd lengur.“ — Hvenær var því hætt? „Ég bara man það ekki, það er svo langt síðan og ég hef sjálf- ur ekki kennt á yngra stiginu." — Nú? Hvemig gat þetta gerst? Allir kunnu þessa sögu. Svínið, kötturinn, hundurinn, vildu ekkert á sig leggja. — En það vildi hæn- an og hún fékk þess vegna að borða brauðið. Þessi saga var málsvörn skatt- greiðandans. Ég var að útskýra fyrir bömum nýjustu skattahækk- anirnar með tilvísun til hænunnar sem fékk að borða brauðið sitt. Bömin skildu mig ekki! Hvað er að gerast, hvað læra bömin? „Það þarf alltaf að endumýja . námsefni öðm hvom. Krakkamir nota annað tungutak í dag og umhverfi barnanna er annað en áður var og námsefnið verður að breytast með. Bömin læra svo margt annað í skólanum í dag. Hér áður fýrr var það átthaga- fræði, í dag er það t.d. samfélags- fræði.“ — Já, þau læra annað núna og þau tala líka öðmvísi. Sumir hafa vem- legar áhyggjur og segja að orða- forðinn sé fátæk- í legur? „Kannski rétt, en þessum þætti er nú minna sinnt heima en áður var. Það fara fram miklu minni um- ræður á heimilinu heldur en áður fyrr. Allir em að vinna og hafa minni tíma. Þar af leiðir að málið verður fátæklegra. Viðræður heima hafa minnkað með breytt- um aðstæðum og breyttri fjöl- skyldugerð. Krakkamir læra mál- ið miklu meira hvert af öðra og þar af leiðandi verður það fátæk- legra en þyrfti." — Sem sagt, tala við bömin. — Jafnvel um skattana. „Endilega." — Jæja, þakka spjallið. „Sömuleiðis." — Blessaður. „Já, blessaður.“ Örlygur Richter skóla- sijóri. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Fjölbreytilegar skemmt- anir í„rauðum bæ ii Opnir fnndir um allt land með Jóni Baldvin og Ólati «aKn“ FORMENN Al- þýðuflokks og Al- þýðubandalags, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, eru sagðir kunna að notfæra sér fjjöl- miðlana. Er þetta náttúrugáfa eða byggja þeir á gam- alli hefð? Báðir eru þeir fæddir á ísafirði ogþar í bæ stendur „hressi- leg fiölmiðlun" á gömlum merg. Alþýðuhúsið á ísafirði komst í fréttirnar þegar fundaher- ferðin „Á rauðu ljósi“ hófst þar föstudaginn 13. janúar. Alþýðuhúsið er eitt af þeim minnismerkjum sem standa eft- ir frá þeim tíma þegar ísafjörður var og hét „rauði bær- inn“. Nokkur styrr stóðu um byggingu hússins á sinni tíð. 1. maí 1934 var þeirri fyrirætlan lýst yfir í Skutli, mál- gagni Alþýðusambands Vestfirðingafjórðungs, að byggja samkomuhús og var það talið stórkostlegt menningarmál allar vestfírskrar alþýðu til sjós og lands. Vesturland málgagn sjálfstæðisstefnunnar lét sér fátt um finnast þangað til 12. júní 1934. Þá var sagt frá byggingu hússins undir fyrirsögninni„Nýjasta hneyksli kratabrodd- anna“. Vesturlandiþótti ekki vansalaust að sjóður Sjómanna- félagsins væri notaður í bygginguna. Einhverjir andstæðing- ar Alþýðuhússins kölluðu jafnyel gmnninn „þjófagryfju“. - vyT(VT’ . SKUTULL Otgefandi: AlþýSaumband Ve«tfirSlnjfmf]ir8anira. 1 Vestfjaröakjördaemunum 4, þar sem Alþýðullokkurinn býö- ur fram, mun hann nó, ligt reiknað, fi hiifl þriðja þós- nnd atkvseða. Ihaldið ter aldrei meira en ca. 1800 atkwði RltotJAri oo ábyrgðarmaOuri Hannlbal Valdlmiriion. og Framsókn innan við 1000. Trygglð AlþýöuRokknum alU- 1 XV. ir UfjörBar, 16. jónl 1987. 81. tbl. her|ar slgur. Rauða Vestfirði! Hraðfryitihús, niAunuöuverkimiðjur, illdar-og karfavcrksmiöj-1 ur. Nýtliku togarar, vaxtnlnus l&n til vélh&tabyoginga 1 landinu. Dragnótavciði, nckjuvciði, lúðuvciði I net. Aukin riektun, sam-1 gAngu- og hafnarbsetur. Baforkuver og eddur iAnaður. Allt eru þelta órlauinannál Alþýðuflokksins. iRauðari ba en nokkru sinni fyr! QtO’ ,t«.e oft ms Bíó Alþýðnhússii sýnlr laugard. og suonud. kl. 9 Paramountmyndlna: DrJeky||-_ogMrHyde (Tvíftrlnn.) r.írH’ "«*"-! Þcssl mynd hlsut «d®m. I að»«ltn 1 Rerí'/«ví|t. Adalhlutverkln |eysa hcndt þau: Fredr|ch kins °Part 08 M,ram 'lop.’ Ra"'i« mlS, i t(nu. . B°r" « ekkl aOgang. I Sunnudag kl. s ' Stríðsfr'" I slðasta Það er óhætt að segja að Skut- ull lét ekki hjá líða að svara þess- um ásökunum. Daginn eftir stend- ur í Skutli: „Öfundin yfir Al- þýðuhúsinu. — Vesturland svívirð- Jón Baldvin Hannibals- son Ólafur Ragnar Grímsson Mj Sunnudag kl. 5; Stríðsfréttamyndlrnar I slðasta sinn. Agg' 1 kr' Fy'r börn 50 ,u. ÍihTi ir sjómannafélagsmenn. íhaldið hefur átt örðuga daga nú í seinni tíð. Siðleysi þess í fjármálum, yfír- hylmingar, þjófnaðir og flárglæfr- ar hafa farið svo dagvaxandi að þetta verður ekki dulið leng- ur . . . Til þess að draga athygli manna frá þessu, reyna íhalds- blöðin, eftir mætti að svívirða saklausa menn . . . Síðasta þjófnaðaraðdróttun Vesturlands er beint til sjómanna.“ Og „Hug- arþel íhaldsins til fómfysi og fé- lagsþroska sjómanna hefur komið greinilega í Ijós á margan hátt í orðum og aðgerðum íhaldsmanna hina seinustu daga.“ Síðla árs 1935 var hægt að taka Alþýðuhúsið í notkun. Þáver- andi ritstjóri Skutuls Hannibal Valdimarsson skrifaði 24. nóvem- ber í blaðið: „Alþýðuhúsið væntir góðra viðskipta við alla bæj- arbúa . . . Býður Alþýðuhúsið gesti sína hér með velkomna og óskar þeim góðra og fjölbreyti- legra skemmtanfi. . ;,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.