Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 6
Dr. Gunnar Jónsson lögfrœðingur, sagnfrœðingur, loftskeytamaður, vélstjóri... eftir Pál Lúðvík Einarsson/myndir Ragnar Axelsson HVAÐ ER sameiginlegt með sagnfræði, lögfræði, frönsku, spænsku, rússnesku, loftskeytum og vélfræði? Gunnar Jónsson er með prófgráðu í öllum þessum fögum. Stundum er sagt að tími „§ölfræðinganna“ hafí liðið undir lok með siða- skiptunum og vísindabylt- ingu sautjándu og átjándu aldarinnar. Morgunblaðið fékk spurnir af því að þessi viðtekna kennisetning stæðist ekki. Blaða- maður vildi kanna málið nánar og knúði dyra hjá Gunnari Jónssyni á Grettisgötu 19a. Gunnar Jónsson er fæddur 18. febrúar 1943 í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðbjörgu Andrésdóttur hjúkrunarkennara B.Sc. og eiga þau einn son og eina dóttur. Gunn- ar á ættir að rekja til Skaftafells- sýslu og Ámessýslu. „Konráð Bjamason ættfræðing- ur, sonur Þórunnar ljósmóður í Þorkelsgerði, rakti ætt mína aftur á miðja sextándu öld. Það er enginn útlendingur meðal minna forfeðra. Ég er hreinn íslendingur. Trúir þú þessu ekki? Rétt, ættfræðin er mjög óábyggileg grein.“ Þarf verkfæri Ég vissi að Gunnar væri fjöl- menntaður maður, hvar átti að byija? Bókahillur skrifborðið og reyndar herbergið allt var yfirfullt af helstu „handbókum". Yfirleitt vó hvert eintak á að giska 3-5 kílógrömm. Ég rak augun í veglegt safn orða- og málfræðibóka, m.a. í rússnesku. Gunnar sagði með af- sökunarsvip: „Eðlisgreindu mennirnir þurfa ekki á þessu að halda, þeir bjarga sér best sjálfir. Ég fór í ferð til Vínarborgar með Kristni Finn- bogasyni, íjármála- og bankaráðs- manni. Ég held að harin hafi kom- ist lengra en allir þýskumennimir á þessum þrem orðum sem hann kunni, „Schwindel und Teufel". Hvað sem því líður, Vínarbúar tóku miklu meira mark á honum en okk- ur hinum. — Það er myndugleikinn, segulsviðið, sem gildir. Það er sama hvað þú hengir af prófamsli utan á menn, ef þeir hafa slappt segul- svið þá ná þeir engu fram. Eðlisgreindir menn „redda“ sér málalaust, en þeir sem eru slappir þurfa verkfæri. í öllu sem ég hef fúskað við um ævina hef ég alltaf verið óspar á að fá mér verkfæri. Ég hef alltaf gætt þess í mínu allt- of langa málanámi að hafa mikið af orða- og málfræðibókum." — Hvenærlærðirþú rússnesku? „Ég átti við það í nokkur ár, en til þess að koma því í eitthvert horf fór ég á gamals aldri aftur í Háskól- ann og þetta varð að BA-prófí spænsku og rússnesku sem lauk í endaðan febrúar 1987.“ Líttu um öxl frú Lot — Ekki er allt upptalið, ég veit að þú hefur lært fleira? Nei, nei. í guðs bænum ekki líta um öxl eins og kona Lots sem vildi sjá eyðingu Sódómu og Gómorru og breyttist í saltstöpul fyrir vikið.“ — Líta um öxl? Nú hefur þú skoð- að Iiðna tíð, ertu ekki með BA- gráðu í sagnfræði og frönsku? „Jú, ég tók þijú stig í hvoru fagi. Ég ætlaði að hafa söguna sem aukagrein en í græðgi minni enduðu þær báðar sem aðalgreinar. — En athugaðu, það var ekkert strit að vera í sögu á þessum tíma, því að um hana sá Ólafur Hansson og ég naut hverrar mínútu hjá honum, hrein unun. Ég hef sennilega haft fleiri kennara en margir aðrir, en ég hef engan hitt, hvorki fyrr né síðar sem var jafn troðfullur af fróð- leik. Sama hvar niður var borið, maðurinn vissi alla skapaða hluti. Ég býst við, að maður hafi verið uppáþrengjandi, því ef maður vissi ekki eitthvað, var svo auðvelt að spyija Ólaf. Það er gagnlegt að gogga ofurlít- ið í mannkynssöguna. Sögufróður maður veit að Rússar telja sig út- valda vemdara vestursins gagnvart holskeflu þjóðanna í austri sem em síleitandi til vesturs þótt þær hafi ekki áhuga á beinni innrás til Vest- urlanda. Lítum t.d. á tatarana. Þeir leituðu um aldaraðir vestur á bóg- inn í sæluna í Rússlandi. Að lokum var ekki annað ráð en að taka þá í rússneska herinn, — en ef þeir á annað borð gengu í herinn vom þeir hafðir þar í tuttugu ár. Ásókn- in í vestur breyttist í liðhlaup í aust- ur. Klókir menn Rússar." — En þú hefur nú lært fleira, t.d. loftskeytatækni? „Allt búið, afgreitt, úrelt msl.“ — En hvað sástu við fagið? „Alveg frá bamsaldri hef ég ver- ið áhugamaður um rafeindatækni. Þáma sá ég mér færi á að koma því í eitthvert heilsteypt form. Gmndvallarlögmál rafeindafræð- innar gilda ennþá, þótt lampatækin séu ekki notuð. Aðalmunurinn á sjalfsnámi og skólanámi er sá að í fijálsu námi hættir mönnum til að sleppa erfíð- ari hlutunum. Við eigum t.d ákaf- lega mikið af sjálfmenntuðum mönnum í bókmenntum, en svo að segja enga sjálfmenntaða í mál- fræði." Rússneskir rifflar notadijúgir — Er það rétt, að þú fáist einnig við byssusmíði? „Nei, nei. En ég er áhugasamur um öll tæknileg efni og hef alltaf haft áhuga á „fínmekanisma"; álít sjálfur að „homo faber“ (maður smiður) sé hærra þroskastig en „homo sapiens" (hinn viti borni maður), gagnstætt ríkjandi skoðun. Því til sönnunar vil ég benda á, að allflestir geta náð einhveijum árangri í bóklegum fræðum, en þeir eru miklu færri sem geta eitt- hvað smíðað. John Locke ráðlagði mönnum að hafa verkstæði og ég er með rennibekk og Iogsuðutæki og þess háttar í kjallaranum. Mínar tómstundir hafa aðallega farið í alls konar smíðar. Annars er ekki hægt að kalla þetta byssusmíði, ég er aðallega í skeftunum. Hef átt við þetta mér til gamans. Þessi byssa héma, skeftið gerði ég, en ekki húsið, en innvolsið er eftir mig.“ — Hvað er hægt að „fýra“ mörg- um skotum? „Þessi byssa er mitt á milli sjálf- virkrar og hálfsjálfvirkrar byssu, þ.e.a.s. þegar þú tekur í gikkinn þá skýtur hún fímm skotum, en hálfsjálfvirk skýtur einu skoti þegar tekið er í gikkinn, fullsjálfvirk skýt- ur svo lengi sem haldið er í gikkinn og skotfærin endast." — Er það annars alltaf æskilegt að „mekanisminn" í byssum sé mjög fíngerður, þessi tæki verða jú að þola ýmsar aðstæður? „í hemaði t.a.m. virðast byssur ekki mega vera of fíngerðar. Þjóð- veijar á austurvígstöðvunum kváðu hafa sóst eftir rússneskum byssum vegna þess hve þær vom einfaldar og þoldu vel hnjask. „Rússnesku riflamir reynast best þegar mest á reynir“ auglýsti Eiríkur Ketilsson. — Og það innrásarárið 1968. Ann- ars em rússneskir riflar misjafnir, en þeirgeta búið til góðar byssur.“ — Er það algengt, að það fari saman áhugi á aflfræði (mekanik) og rafeindafræði? „Ja, það skiptist en á það má benda, að mjög stór hluti vélstjóra- fræðslunnar t.d. er rafmagns- fræði.“ V VERKLEG OG BÓKLEG FRÆÐI FYLGJAST AÐ Andlegt fyllerí „Ef ég má annars gefa fólki ráð þá er það að taka mig ekki til fyrir- myndar. Ég stórefa, að það geti orðið nokkmm til þroska að vera að tala við mig. Það er stórhættu- legt að ijúka úr einu í annað, — en skemmtilegt er það.“ — Þú hefur nú gert það skipu- lega? „Jú, það má nú segja að í öllu óstöðuglyndinu hef ég nú reynt að fullgera hvem „pakka“ ef svo mætti segja. í minni ætt hefur verið meira um verkmenn heldur en bókabéusa. Mitt fólk hæddist lengi að því hvað ég hékk yfír pappímnum. Lengi frameftir lá ég undir því, að það yrði aldrei maður úr mér og nú hefur fólkið mitt almennt séð að úr manninum ætlar ekki að rætast. Guð hjálpi eiginkonu og aðstand- endum. Það er ekki létt hlutskipti að vera með óstöðuglynda menn. Guði sé lof, fjölskyldan hefur ekki liðið neinn skort. Þrátt fyrir minn alltof langa námsferil hef ég efnast ágætlega en það er auðvitað Guð- björgu að þakka eða kenna. — Það er til óregla í miklu víðarí merkingu heldur en snertir vímuefni." — Andlegt fyllerí? „Það má segja það. Ég hef viljað gogga eitthvað í það, sem verið er að framkvæma í veröldinni." — Þú verður að skrifta þessar „óreglusyndir“. Bar á þessari „fíkn“ { bamaskóla? „Ég þori ekki að segja til um það. Menntun er meira en skóla- nám. Maxim Gorkí t.d. hlaut sína menntun á fjölbreyttum vinnustöð- um og kallaði þá fyrir bragðið „há- skóla sína“. Ég var heppinn, var sendur í sveit til Elínar móðursystur minnar í Hrífunesi í Skaftártungu og lærði þar ákaflega mörg störf. Svo vann ég í tvö ár hjá Pétri Péturssyni „í glerinu", miklum fíár- málamanni. Lærði mikið hjá hon- um. Pétur var með jarðsambandið fullteúgt. Þaðan lá svo leiðin til sjós og í byggingavinnu og hef reyndar við hvorugt skilið síðan.“ Lög í vitleysu — En „formlegur menntaferill“, stúdentspróf? „1963. Ósköp vanalegt." — Fyrsta háskólagráðan? „Lauk BA í sagnfræði og frönsku 1967.“ — Hvenær byijaðir þú í laganám- inu? „1963, lauk því 1970.“ — Og loftskeytin? „Æ,æ. Það var 1973 að ég tók loftskeytamannsprófið. “ — Yélskólinn? „Lauk honum 1980. Fór ekki í hann fyrr en ég var búinn að vinna í sjö ár í lögfræðinni. Úr lögfræð- inni kom ég „kalinn á hjarta“ eins og skáldið sagði.“ - Nú? „Það er ákaflega andstyggileg vinna að innheimta skuldir af sak- lausu fólki, gengur í sjö ár en ekki miklu lengur." — Hvað vakti þá áhuga þinn á lögfræðinni? „Hvað var það og hvað er það? Auðvitað er ekki nokkur leið að ganga í gegnum þetta líf öðruvísi en að hafa áhuga á því hvaða leik- reglur eru í gildi. Ég vildi kynna mér málin vandlega. — Niðurstaðan er, að þessi mál eru í vitleysu, við kunnum ekki að búa til leikreglur og því síður kunnum við að fram- fylgja þeim leikreglum sem við klöstrum saman. Haustið 1982 fór ég út til fram- haldsnáms í eignarrétti til Ham- borgar. Þar var ég með annan fót- inn fram á vorið 1987 er ég lauk mínu doktorsprófí. Þegar ég kom heim var ég nátt- úrlega klifíaður bókum. Einn kunn- ingi minn sagði:„Það verður aldeilis bál á haugunum þegar þú verður dauður Gunnar." Landar vorir bera ákaflega litla virðingu fyrir eignarréttinum. T.d. er hér á borðinu alveg nýtt og ákaf- lega „skemmtilegt" dæmi um að leigutaki geti veðsett eign sem hann er með á leigu. í breytingu á ábúð- arlögum nr. 64, 1988. Við fimmt- ándu grein bættist: „Þó er ábúanda ríkisjarðar heimilt að veðsetja ábýl- isjörð sína til tryggingar lánum sem hann á kost á í Búnaðarbanka ís- lands til bústofnskaupa.“ Hér er hugsunin eitthvað þokukennd. Fár- ánleikinn í hámarki.“ Einangrunarmenning — Doktorspróf 1987 frá Ham- borg. og þú laukst BA-prófí í spænsku og rússnesku í febrúar 1988. Hvar fannstu tíma fyrir það nám? „Manstu eftir laginu um Nik- ólínu? Níkólína sagði: „Nóttina á ég sjálf." Maður ræður því sjálfur hvort maður notar hana til að skála • í bjór eða hanga í einhveijum fræð- um.“ — Hvaða tungumál langar þig næst til að læra? „Eiginlega kann ég ekki nema eitt tungumál og það er íslenska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.