Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ (SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Stríðsœsingamaður eðafriðarsinni? Hirohito keisari: Tókst honum að voru gefnar út í hans nafni, þegar Japanir lögðu undir sig stóran hluta Asíu. Einangraður Frá upphafi taldi Hirohito sig bundinn af svokallaðri Meji-stjórn- arskrá frá 1899. Hún kvað á um að hann yrði að fylgja þeirri stefnu sem ráðherrar hans mörkuðu og hann taldi það skyldu sína sam- kvæmt henni að vera þjóðartákn og landsfaðir. Fyrirrennarar hans í 15 aldir höfðu nær aldrei haft nokk- ur raunveruleg völd, þótt þeir væru taldir guðlegir. Ráðherrar þeirra og herforingjar höfðu fengið að ráða því sem þeir vildu og keisaramir lagt blessun sína yfir ákvarðanir þeirra. Hirohito virtist engin undantekn- ing frá þessari regiu og var einangr- aður í höll sinni eins og fyrirrennar- ar hans. Mörg rök hníga að því að hann hafí ekki verið í fararbroddi þeirra manna, sem báru ábyrgðina á hemaðar- og útþenslustefnu Jap- ana fyrir 1945, en ýmsir draga það í efa. „hylja slóðina"? Einn helzti gagnrýnandi Hirohit- os, David Bergamini, heldur því fram í Japan’s Imperial Conspiracy að hann hafí tekið virkan þátt í stríðsundirbúningi Japana nánast allt frá því hann steig í hásætið á jóladag 1926. Aðeins tvítugur að aldri hafí hann komið á fót nefnd hemaðarráðunauta og ungra her- fræðinga, sem hafí lagt fyrstu drög- in að áætlunum um heimsyfirráð Japana. ítarleg grein er gerð fyrir gagn- rýninni á Hirohito í nýjum heimilda- þætti BBC, Hirohito: Maðurinn á bak við þjóðsöguna, eftir Edward Behr, sem samdi bókina Síðasti keisarinri). Behr heldur því fram skv. Sunday Times að „mörg rök hnígi að því að Hirohito hafí hvorki verið leikbrúða né friðarsinni, eins og veijendur hans láti í veðri vaka“. Behr hefur frásögn sína 1931 þegar Japanir réðust inn í Mansj- úríu í Norður- Kína. „Opinberlega tók Hirohito afstöðu gegn öllum hemaðarlegum yfírgangi, en hann heiðraði þá japönsku ofursta, sem tóku Mansjúríu,“ segir hann. Að sögn Behrs taldi keisarinn eftir blóðuga og misheppnaða bylt- ingartilraun ungra foringja í hem- um í febrúar 1936 að eina leiðin til að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir aftur .væri að herinn fengi frjálsar hendur í Kína. „Veij- endur Hirohitos halda því fram að herforingjar hans hafí ginnt hann út í styijöld, en skjöl sýna að eina mótbára hans var sú að herinn gæti ekki unnið nógu skjótan sig- ur,“ segir Behr. Hirohito krafðist þess að for- sprakkar byltingartilraunarinnar yrðu teknir af lífí. Seinna sagði hann að hann hefði ekki aftur knú- ið fram pólitískan vilja sinn fyrr en 1945. Efasemdir Þótt Behr og Bergamini séu á öðm máli skrifaði innsiglisvörður Hirohitos, Koichi Kido markgreifí, í dagbók sína að keisarinn hafí snemma sýnt óbeit á vaxandi áhrif- um hemaðarsinna. Þegar velja þurfti nýjan forsætisráðherra 1932 fór hann fram á að stuðningsmaður ■■ erlend mmm hringsiA eftir Gudm. Halldónson DAUÐIHIROHITOS Japanskeisara hefur vakið nýjar deilur um hlutverk hans í síðari heimsstyrjöldinni og á árunum fyrir hana. Margir finna honum allt til foráttu, en aðrir bera blak af honum og þeir virðast fleiri. Andlátið sýndi að víða logar enn í glæðum hat- urs í garð Japana. Land- vamaráðherra Nýja- Sjálands, Bob Tizard, harmaði að keisarinn hefði ekki verið „skotinn eða hálshöggvinn" eftir stríðið". Samtök fyrrverandi her- manna í nokkmm löndum tóku í sama streng, þótt þau kvæðu ekki eins fast að orði. Forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, ákvað að mæta ekki við útförina. Nokkuð vafðist fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum hvaða fulltrúa þeir ættu að senda. Þeir sem urðu fyrir valinu, Filippus prins og George Bush, kynntust báðir Japön- um í stríðinu. Prinsinn var viðstadd- ur uppgjöf þeirra á Tókýó-flóa 1945 og forsetinn var skotinn niður yfir Kyrrahafi þegar hann var orrustu- flugmaður í bandaríska flotanum. En Bandarílqamenn hafa ekki gleymt því að Hirohito fékk Japana til að ganga að kröfum Banda- manna um skilyrðislausa uppgjöf 1945 og Ronald Reagan lét þau orð falla að hann hefði gegnt „hetjulegu hlutverki". Andstæðingar hins látna keisara segja að hann hafí verið heimsveld- issinni og stríðsæsingamaður, sem hafí naumlega sloppið við hengingu fyrir stríðsglæpi. Hann hafí verið æðsti maður hersins, en ekkert gert til að koma í veg fyrir þátttöku Japana í styijöld, sem tengdi þá Þýzkalandi nazista og leiddi til fýrstu kjamorkuárása sögunnar. Þótt viðurkennt sé að hann hafí knúið fram uppgjöf Japana eftir t árásimar á Hiroshima og Nagasaki spyija ýmsir af hveiju hann hafí ekki stöðvað stríðið fyrr úr því að hann gat það þá. Aðrir segja að Japanir hafí átt engra kosta völ í ágúst 1945, þótt harðlínumenn hafí viljað beijast áfram. Veijendur Hirohitos segja að hann hafi engu ráðið og lítil sem engin áhrif haft á atburðarásina. í raun og vem hafí hann viljað frið og verið á móti hemaðarævintýrum, en orðið leikbrúða hershöfðingja, flotaforingja og embættismanna og neyðzt til að styðja stefnu, sem hafí verið honum á móti skapi. Klíka hemaðarsinna hafí haft tögl og hagldir og samið tilskipanir, sem fasista yrði ekki fyrir valinu. Einu ári síðar lét hann í ljós efasemdir, þegar stjórnin ákvað að Japan segði sig úr Þjóðabandalaginu vegna gagnrýni bandalagsins á útþenslu Japana í Kína. Þegar Kínveijar og Japanir hættu bardögum um tíma 1937 var það þakkað áhrifum Hiro- hitos. Kido gaf í skyn að keisaranum hafí ekki verið sagt frá fjöldamorð- um Japana í Nanking 1937 og fleiri ódæðisverkum þeirra. Yfírmaður Japana í Nanking, Asaka prins, var frændi keisarans og var ekki dæmd- ur eftir'stríðið.- -• Bæði Kido og sendiherra Banda- ríkjanna, Joseph C. Grewe, töldu keisarann andvígan bandalaginu við íjóðveija og ítala. Kido segjr að Hirohito hafí talið að afleiðingin yrði stríð við Bandaríkin, en á hann hafí ekki verið hlustað. Sagnfræð- ingurinn Mikiso Hane segir í riti frá 1983 að samkvæmt dagbókum að- stoðarforingja keisarans 1933- 1936, Shigeru Honjo hershöfðingja, hafí hann verið hlynntur alþjóða- samvinnu og viljað viðhalda góðum samskiptum við Breta, sem honum var vel við, og Bandaríkjamenn. Hane telur útilokað að Hirohito hafí verið „heilinn" á bak við ákvörðunina um stríð gegn Banda- mönnum. Uppeldi hans, menntun og lundemi hafi valdið því að hann hafí talið eðlilegast að hlíta leiðsögn ráðunauta sinna og eiga ekkert fmmkvæði sjálfur að mótun stefn- unnar inn á við og út á við. Því megi halda fram að hann hafí ekki verið nógu mikill bógur til að koma í veg fyrir stríð. Hann hafi stundum verið varkár úr hófi fram og of bundinn af þeirri skoðun sinni að stjórnarskráin meinaði honum að taka ákvarðanir, nema um það væri beðið. Þó hafí hann ekki hikað að taka af skarið þegar það hafi verið óhjákvæmilegt, eins og 1936 og 1945. Robert J.C. Burrow segir í Tojo og aðdragandi stríðsins (1961) að Hirohito hafi ekki haft til að bera nógu sterkan persónuleika og ekki haft nógu mikil pólitísk völd til að hafa taumhald á klíku hemaðar- sinna, sem vildi stríð. Bergamini segir að keisarinn hafí spurt Sugiyama Hajime hers- höfðingja, forseta herráðs land- hersins, í þaula um hemaðar- og efnahagsáætlanir stjórnarinnar síðustu mánuðina áður en árásin á bækistöð Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna í Pearl Harbor var gerð 1941, m.a. um árásina sjálfa. 2 Aðeins áhorfandi? í þætti sínum mótmælir Edward Behr harðlega þeirri „opinbem skoðun“ að Hirohito „hafi ekkert vitað fyrirfram um árásina á Pearl Harbor og ekki getað komið í veg fyrir hana“. Dagbækur Sugiyama sýni að keisarinn og flotaforingjar hans hafi „rætt um Pearl Harbor fram og aftur og að lokum ákveðið árásina". Hann hafí verið viðriðinn blekkingar, sem hafi miðað að því að sannfæra Bandaríkjamenn um að stríð stæði ekki fyrir dymm, með því að hundsa orðsendingu frá Roosevelt forseta rétt fyrir árásina þess efnis að reyna yrði að varð- veita friðinn. Leonard Mosley segir í bók sinni Hirohito Japanskeisari (1966) að keisarinn hafi krafizt þess að Bandaríkjamönnum yrði tilkynnt um árásina á Pearl Harbor áður en hún yrði gerð þegar hann sam- þykkti hana. Hann hafi einnig skot- ið eftirfarandi setningu inn í tilskip- unina um árásina þegar hann undir- ritaði hana: „Hjá því varð ekki komizt að dragast inn í átök við Bandaríkin og Bretland, þótt það stríði gegn vilja okkar.“ Eftir stríðið sagði keisarinn Douglas MacArthur hershöfðingja að hann hefði ekkert vit á hermál- um, en ákvarðanimar um stríð gegn Kínveijum, Bretum og Bandaríkja- mönnum virðast hafa verið teknar með fullri vitund og samþykki hans og stríðið var háð í hans nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.