Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Fjárhagsáætlun RÚV: Reynt að skila af- gangi hjá RÚY Ekki voru gerðar stórvægilegar breytingar á Qárhagsáætlun RÚV fyrir árið 1989 á fundi útvarpsráðs á þriðjudag. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns ráðsins, var þess freistað að skila rekstraraf- gangi til að eiga fyrir skuldum og upp í þann halla, sem verið hef- ur undanfarin ár. Einnig að auka umsvif stofnunarinnar. Heildartekj- umar eru 1536 miiyónir, að frádregnum söluskatti og menningar- sjóðsgjaldi. Þar af fara 128 milljónir í að greiða hallann. Inga Jóna segir töluverðar breyt- ingar hafa verið gerðar á tillög- um fjármálaskrifstofu RÚV, áður en þær voru samþykktar. Af 1,5 milljörðum renna 842 milljónir til sjónvarpsins og 566 milljónir til hljóðvarps. Inga Jóna sagði að reynt yrði að veita eins miklu fé til inn- lendrar dagskrárgerðar sjónvarps og kostur væri, þar sem RUV þyrfti að styrlq'a stöðu sína þar. í ár nem- ur flárhæðin 157 milljónum króna en á síðasta ári var hún 144 milljón- ir. Þá eykst ráðstöfunarfé hljóð- varps, m.a. vegna ráðgerðs svæðis- útvarps á Vestfjörðum og vegna fréttamanns útvarps í Kaupmanna- höfn. Samkvæmt ijárlögum 1988 átti sjónvarpið að hafa í rekstrar- tekjur 1,3 milljarða. Það náðist ekki, þar sem ekki fékkst áætluð hækkun afnotagjalda, m.a. vegna verðstöðvunar, svo að tekjumar verða eitthvað minni. Umræður um kostun í Sjónvarpinu: Einkum íþrótta- deildinni til góða Möguleiki á því að fengnir verði stuðningsaðilar að einstökum íþróttaviðburðum og stórviðburðum á listasviðinu er nú ræddur inn- an Sjónvarpsins. Nýlega kostaði GBB auglýsingaþjónustan útsend- ingu frá heimsmeistarakeppninni í snóker sem fram fór á Hótel íslandi. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri segir fordæmi fyrir slíkri kostun á einni sýningu íslensku óperunnar og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ekki eru þó uppi ákveðin áform um fram- hald á slíku, enn sem komið er. Menn hafa rætt um endanlega stefnumörkun varðandi kost- unina. Einhverjar reglur þarf að móta, hingað til hefur hún verið á tilraunastigi. En þetta er í samræmi við það sem er að gerast innan EBU, til dæmis hjá BBC. Þar er nú rætt um að leita fyrir sér með kostun, sérstaklega á íþróttavið- burðum. Við fylgjumst með þeirri umræðu og munum einnig hafa augun opin fyrir tækifærum á að fá stuðningsaðila að einstökum verkefnum hérlendis. Slíkt gerir róðurinn léttari í dagskrárgerðinni þó að í litlum mæli sé. íþróttadeild- in mun njóta góðs af og væntanlega geta boðið upp á meiri ijölbreytni í efnisvali." Markús sagði um svo lágar upp- hæðir að ræða, að ekki yrði lækkað ráðstöfunarfé deildarinnar á fjár- hagsáætlun. Aðspurður um hvort kostunin hefði sætt gagnrýni, sagði hann að vitanlega hefðu skapast umræður um hana og sitt Sdist hverjum. sir innan Sjónvarpsins héldu því fram að Sjónvarpið ætti engar aug- lýsingar að birta. Aðspurður sagðist hann Markús Orn ekki vita hvort kostun ætti eftir að bæta samkeppnisaðstöðu Sjón- varpsins. Það færi eftir því hvernig gengi að fá stuðningsaðila. „Ég geri ráð fyrir að áhugi væntanlegra aðila sé háður dagskrárefni hveiju sinni. Ef menn hafi pata af efni sem þeir vilji kosta muni þeir hafa sam- band. En ég á ekki von á því að menn gefi sig fram og láti skrá sig á biðlista til að fá að kosta sjón- varpsefni." Hvers vegna sápuóperur? ■ Erlendar rannsóknir staðfesta að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem horfa á sápuóperur ■ íslenskar athuganir gefa til kynna að tveir af hverjum þremur áhorfendum sápuópera séu konur ÓSEÐJANDI áhugi kvenna á sápuóperum er meginástæða þess að þær eru um gjörvallan heim það sjónvarpsefni sem nýtur hvað mestra vinsælda. Um það er engum blöðum að fletta. Hvers vegna konur eru svona hændar að þessu lítilsvirta sjón- varpsefni er annað mál og flóknara, — en að sjálfsögðu eru til kenningar sem útskýra það eins og annað. Bandarískir femínistar hafa bent á að hinn stöðugi efnis- þráður og óendanleiki tilfínn- ingalegra vandamála í sápuóper- um sé í meira samræmi við lífsviðhorf kvenna og reynslu en hvörf og lausnir sígildra frásagn- arforma. Annað sem bent hefur verið á er að í öllum ærlegum og vinsælum sápuóperum er Qöl- skyldan miðpunkturinn, — upp- haf og endur alls. Óleysanlegar tilfínningalegar kreppur bama og foreldra, systkina og hjóna sem er meginefniviður sápuópera höfða frekar til kvenna þar sem fjöl- skyldumál hvíla frekar á herðum þeirra í flestum þjóðfélögum. Þriðja atriðið sem varpað getur ljósi á sáupáhuga kvenna er að í flestum sápuóperam era sterk- ar og sjálfstæðar kvenpersónur. Oftast era þessar persónur öf- undsverðar en að sama skapi víðsjárverðar, og á enskri tungu era þær kallaðar „tíkur“. Að sjálfsögðu er Alice í Ættarveld- inu drottning þeirra. Meginein- kenni þessara kvenpersóna er þó ekki illskan, eða gæskan ef því er að skipta, heldur það hversu djúp spor þær marka og að þær era ógleymanlegar í þess orðs fyllstu merkingu. Að mati sumra sem hafa sápugláp og -þanka að brauðstriti, þá era sápuóperar samofnar kvennamenn- ingu tuttugustu aldar og jafnvel ein helsta opinbera birtingar- mynd hennar. Þó svo konur séu í miklum meirihluta áhorfenda að sápum er það engu að síður staðreynd að tugþúsundir íslenskra karl- manna horfðu á Dallas eitt kvöld í nóvember og hundruð milljónir Sápunafnið er þannig til- komið að bandarísk sápu- fyrirtæki styrktu á fíórða ára- tugnum gerð daglegra og enda- lausra framhaldsleikrita fyrir út- varp. „Ópera“-endingin er m.a. talin tilkomin vegna þess að á þessum árum voru hinir sívinsælu vestrar kallaðir „hestaóperur“. karlmanna á Vesturlöndum stara reglulega á sjónvarpssápur. Hvað er það sem hænir þá einn- ig að þeim? Hugsanleg svör við > þessu era náskyld því sem þegar hefur verið nefnt. Vegir lífs og sápa era órannsakanlegir en samt sem áður samhliða. Fólk sér sjálft sig, einkum tilfínninga- og ástarlíf sitt í sápuspegli. Sápufíölskyldumar verða að heimilsvinum, sápustjörnur eld- ast, bömin vaxa og sápulífíð gengur sinn vanagang, svipað því sem gerist hjá Jóni og Gunnu. I mörgum alþýðusápum sam- tvinnast veraleiki atburðarás- inni. í þeim bresku t.d. er fjallað um kosningar, bikarúrslitaleiki og konungleg brúðkaup svo eitt- hvað sé nefnt. Ef drottningin á stórafmæli á sápudegi þá er al- deilis haldið upp á það. Annað sem gerir sápur áhugaverðar er að þrátt fyrir að persónur, at- burðir og aðstæður séu sennileg- ar era þær „einum of‘. JR er einum of mikill þijótur, Krystle Carrington í Ættarveldinu er einum of blíð, Bobby blessaður Ewing of góður o.s.frv. Að formi til er sápuóperan íjölbreytt og hefur innbyggða þætti sem bæði vekja og halda athygli. í sápum era sagðar margar sögur í einu. Margir söguþræðir, sem gjaman mynda fjölskyldu- og eða vináttubönd, era ofnir og þeir era aldrei lagð- ir til hliðar án þess að einhveijum mikilvægum spumingum sé ósvarað. Flestar senur enda því í forvitnissveiflu. Áhuginn er áreittur markvisst og sérhveijum þætti lýkur í háspennu. Þátta- röðin endar síðan í háspennu og lífshættu, ef svo má að orði kom- ast. Einnig skiptir kunnugleikinn miklu máli. Áhorfendur þekkja persónur og aðstæður og því rista atburðimir dýpra og auk þess gerir það þá lítið til að missa úr þætti því auðvelt er að setja sig á jiýjan leik inn í atburðarás- ina. Ýtt er undir kunnugleikann með því að breyta aldrei stað- setningu tökuvéla gagnvart lyk- ilstöðum eins og t.d. dyranum á skrifstofu JR. Sjónarhomið er alltaf eins og þú sætir í stólnum hans. eftirÁsgeir Fridgeirsson Listin að kaffæra spyrla ær útvarps- og sjón- varpsstöðvar sem ég hef ánetjast hér heima legðust að vísu ekki af ef stjómmálamennimir okkar þögnuðu sem snöggv- ast, en það mætti ekki tæp- ara standa. Orð eins og mál- óðir eða jafnvel trítilóðir hafa óneitanlega sótt á hugann síðustu vikumar. Þeir hafa verið með alversta móti þess- ir fjórir mánuðir eða svo, sem stjómin hans Steingríms er búin að þræða bjargbrúnina með Stefán drýgindalegan í eftirdragi, og gekk þó ekki svo lítið á undir lokin í valda- tíð Þorsteins, ef valdatíð er þá rétta orðið um allar þær hörmungar. Hjá ófáum . þjóðum sem ástunda lýðræði og konar era til vits og ára væra menn auðvitað fyrir langalögnu búnir að kveðja til sálfræð- inga eða að minnsta kosti að senda eftir einhveiju ró- andi. Ég hef í huga til dæm- is orðaleppana sem toppamir okkar sumir hveijir hafa ver- ið að velja hver öðrum nú upp á síðkastið. Hugsið ykk- ur bara hann Nigel Lawson, fíármálaráðherrann breska, organdi í bankastjóra Eng- landsbanka að hann væri ekki einasta heimskur og þver heldur bölvaður kúa- labbi í þokkabót; og herra bankastjórinn svarandi fúll- um hálsi og með rentum og renturentum. Ansi er ég hræddur um að einhver þama ytra væri búinn að gera ráðstafanir til þess að láta skoða hausinn á mönn- unum. Útlendingur, sem upplifði þennan íslenska gauragang, hélt svo ég heyrði að líklega kæmust pólitíkusarnir okkar upp með að taka svona risp- ur ár eftir ár af því allur þori manna væri einfaldlega farinn að líta svo á að þetta væri bara allt í ganni eins og krakkamir segja. Honum fannst líka sem íslenskir fréttamenn gerðu kannski meira af því en starfsbræður þeirra úti að espa kempumar upp. Hvemig sem því er varið er allavega þráseta stjóm- málamanna, sem hafa oft á tíðum ekkert nýtt að leggja til málanna, óneitanlega hvimleiðari í útvarpi og sjón- varpi en í dagblöðum. Þeir verða einhvem veginn fyrir- ferðarmeiri þegar þeir eru komnir svona inná gafl hjá manni; og hvert á maður að forða sér þó að aldrei væri annað? En þó að okkar menn séu óstýrilátari á stundum en kollegamir í útlandinu þá sannast enn að það er margt líkt með skyldum. Þeir bresku sýnasttil dæmis síður en svo feimnari við það en þeir hér heima að skjóta sér undan því að svara óþægileg- um spumingum. Daily Telegraph birti um daginn glefsur úr niðurstöð- um sálfræðings nokkurs sem hafði tekið sér fyrir hendur að rannska hversu hrein- skilnir nokkir af kunnustu stjórnmálamönnum Breta væru þegar þeir þættust vera að sitja fyrir svörum í út- varpi o g sjónarpi. Þau Thatcher forsætisráðherra og Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, urðu þar með uppvís að því að svara ekki nema naumum helmingi þeirra spurninga sem frétta- mennimir lögðu fyrir þau og að beita hvorki meira né minna en yfir þrjátíu mis- munandi aðferðum við að þegja sem fastast. Hvort hefur sinn undan- bragðastíl ef svo mætti að orði komast. Uppáhaldsað- ferð jámfrúarinnar er að snúa vöm f sókn eins og hann Bjami Fel. þreytist aldrei á að segja um knatt- spymukappana og gera svo harða hríð að aumingja spyrlinum með alls kyns aðdróttunum að hann fer á taugum; en Kinnock liggur gjarnan á því lúalagi að standa á því fastar en fótun- um að hann sé þegar búinn að svara spumingunni þó að því fari raunar fjarri. Ýmis önnur mismunandi lúaleg brögð eru tíunduð í Telegraph- fréttinni og eign- uð breskum stjórnmála- mönnum almennt. Að sögn sálfræðingsins setja sumir einfaldlega upp snúð og þykjast yfír það hafnir að svar „svona þragli". Aðrir svara hinni óþægilegu spum- ingu að hluta og þykjast þar með lausir allra mála. Þá „svara“ sumir með því að dengja annarri spurningu á spyrilsgarminn og enn aðrir gerast drengilegir á svipinn og skjóta sér bak við svoköll- uð þagnarheiti eða neita að svara af „öryggisástæðum“ eins og þeir kjósa að kalla það. Breskir pólitíkusar geta með öðrum orðum verið al- veg eins loðnir og þeir íslensku. En ég hygg samt að svona dagsdaglega séu þeir öllu sparari á stóru orð- in. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.