Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.1989, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 BAKÞANKAR Á Fugla- bamum Eg var að ganga Skúlagötuna um daglnn og heyrði þar á tal tveggja manna. Annar sagði: — Blessaðir fuglamir, ja, þeir mega þakka fyrir að hafa hvorki brennivín né bjór. Við kvöddumst og allt í einu kom máfur og settist á öxlina á mér. — Uss, þetta er tómt píp, sagði máfur- inn. — Vitaskuld höfum við fugl- amir okkar búll- ur, hvað annað. Það kom i ljós að ölkrá fuglanna er i Heimakletti. Það hefði maður svo sem mátt vita. Snemma morg- uns mæta þeir, Lundinn og Skarf- urinn. og stjaka við síðasta Geir- fuglinum sem veit ekki að hann er dauður og sefur þar á bekk. Geirfuglinn er krumpaðuri fram- an og skelfur af þynnku. Þeir vom að búsa kvöldið áður allir þrír. Þeir setjast við sitt fasta borð og „kippa einum köldum“, og yflrfara nóttina. Ég bara man ekki baun, lýgur Geirfuglinn, sem hefur lúmskan gmn um að hafa móðgað Lundann. Þeir panta annan umgang og brauð og sild og Lundinn gefur snaps á línuna. — Hvað er orðið af Hrafninum, spyr Skarfurínn. — Hann er hættur að sjást. Hrafninn fór í meðferð, segir Geirfuglinn. Geirfuglinn er strax orðinn áhyggjufullur þó drykkjan sé tæplega hafln. Hann er hrædd- ur um að Lundinn og Skarfurínn vilji fara heim þegar þeir em bún- ir að rétta sig af. Allt í einu stend- ur Hrafninn í dymnum. . — Nei, daginn, daginn, segir Lundinn, bara mættur á bartnn að heilsa upp á gamla félaga. Bind- indisfuglinn sjálfur. Svona kondu og fáðu þér einn kaldan. Nú glaðnar yfir Geirfuglinum. Hann heyrír á mæli Lundans að hann er að verða fullur. — Sælir drengir, segir Hrafn- inn. — Já, maður hefur ekki sést. — Ég var farínn í bindindi eins og þið vissuð, en það gekk ekki. Mér leið illa. Þeir kalla það að vera á krepptum hnefanum. Eg féll og lenti á þriggja vikna túr. Ég brá mér í meðferð og nú er þetta allt annað líf. Eins og þið vissuð þá var allur gljáinn farinn af vængj- unum hjá mér. Hrafninn sýnir þeim vængina sína, sorglega fama af sukki. — Nú, hvað ertu að vilja hingað maður, spyr Skarfurinn. — Nú, bara kikja og spjalla, segir Hrafninn. — Maður er orðinn félagslega einangraður. Hrafninn gefur umgang og fær sér sjálfur vatnsglas með sítrónusneið. Hinir gera grín að þessu. Hrafninn dauð- langar i öl og brennivín en stilllr sig. Undir miðnætti slaga þeir Lundinn og Skarfurínn út. Þeir skransa í fugladríti á syllunni og velta niður i myrkríð í bjarginu. Þeir hafna á kolvitlausum syllum. Hrafninn tekur að hafa ofan af fyrir Geirfuglinum, sem heldur þvi fram að hann eigi hvem stokk og stein i Eldey og gott ef ekki í Látra- bjargi líka. — Lundinn er vinur minn, segir Gelrfugllnn. Við hðf- um þekkst síðan hann var pysja. Loks sofnar Geirfuglinn á ein- um trébekkjanna. Fyrr um kvöldið hafði hann laumað martíníflösku og einum Carlsberg Elefant ofan í blómapott til að vera viss um að eiga eitthvað í birtingu. Eftir vakir Hrafninn. Hann tregar þá daga er hann gat þambað ölið. Ekkert vissi hann betra en hvæsandi rökkríð á pðbbunum þegar gleðin stóð sem hæst yfir freyðandi krúsum. Nú birtir bráðum. Hrafninn er að safna saman sítrónusneiðum og tómum töppum og öðm glingrí. Hann ætlar að fljúga með þetta upp í hreiðríð sitt og brúka tii skrauts, glysgjarn fugl. Það er gott að vera edrú í dagrenningu, finnst honum. Þegar fyrstu geislar sólar- innar falla á fuglabjargið Iyftir hann sér af syllunni með farm í gogginum. Hann sér á fluginu að hann hefur fengið aftur örlítið blik . á vængina sína og verður ham- ingjusamur. eftir Ólof Gurnorsson SKATTHLUTFALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRB 1989 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér aö ný skattkort veröi gefin út til þeirra sem þegar hafa fengiö skattkort. Launagreiöanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæö persónuafsláttar a viö útreikning staögreiðslu. 1 Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi viö þaö hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. ^ i RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.