Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 37. tbl. 77. árg._______________________________ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Merkasti fornleifafundur aldarinnar? Reuter Verkamaður við Lúxor-musterið í Egyptalandi skef- ur ryk af einni af fimm styttum sem fundust þar fyrir þremur vikum. Menningarmálaráðherra Egyptalands segir að hér kunni að vera um merk- asta fomleifafund aldarinnar að ræða. Styttumar, sem eru í fullri líkamsstærð, eru taldar a.m.k. 3000 ára gamlar. Heimildarmynd um selveiðar Norðmanna: > Ihuga að aflýsa veiðunum í ár Utflytjendur uggandi vegna yfirvof- andi sýningar í Bandaríkjunum Ósló. Frá Nils Jörgen Bruun og Rune Timberlid, fréttariturum Morgunblaðsins. BÚIST var við því í gær að norska sjávarútvegsráðuneytið lyki skipun alþjóðlegrar sérfræðinganefndar sem skoða á þær aðferðir sem norsk- ir selveiðimenn viðhafa í Norður-íshafi og meta sannleiksgildi heimild- armyndar sem sýnd hefiir verið í Bretlandi, Danmörku og Sviþjóð. Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, sagði í gær eftir ríkissljómarfund að nefhdin þyrfti að ljúka störfum áður en selveiði- tímabilið hefst i næsta mánuði. Ljóst virðist að norsk yfirvöld íhugi að aflýsa selveiðum þetta árið, þótt það hafi ekki verið staðfest opin- berlega. Heimildarmyndin „Af selum og mönnum" vakti mikla reiði og andúð á kópadrápi og aðferðum norskra selveiðimanna þegar hún var sýnd á fimmtudagskvöld í Danmörku og Bretlandi. A sunnudag var efnt til fjölmennra mótmæla fyrir utan norska sendiráðið í Stokkhólmi, dag- inn eftir að myndin var sýnd þar í landi. Að sögn Jons Lauritzens, blaða- fulltrúa norska sjávarútvegsráðu- neytisins, verða norskir og erlendir sérfræðingar í nefndinni sem nú er Fundur Helmuts Kohls og James Bakers: Endurnýjun skammdrægn flauganna ekki útrætt mál Uonti Dnlifntt Bonn. Reuter. JAMES Baker, nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i gærkvöldi að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefði ítrekað sagt á fundi þeirra að ummæli hans í viðtali við breska dagblaðið Financial Times fyrir helgi væru ekki í mótsögn við stefiiumótun Atlantshafsbandalagsins frá því í mars í fyrra. í yfirlýsingu sem þá var gefin út fólst meðal annars að endurnýja bæri þau kjarnorkuvopn sem bandalagið ræður yfir. Að sögn Bakers hefiir Kohl ekki skipt um skoðun á endumýjun skammdrægra Lance-kjamorkueldflauga. Bandaríski utanríkisráðherrann sagði að bandarísk og vestur-þýsk stjórnvöld myndu halda áfram að ræða þetta mál og leita samkomulags. Fundar Bakers og Kohls var beð- ið með eftirvæntingu vegna yfirlýs- inga kanslarans í viðtali við Finan- cial Times um að fresta mætti ákvörðun um endurnýjun 88 skamm- drægra Lance-kjarnorkueldflauga um tvö ár. Bandaríkin og Bretland hafa gengið fram fyrir skjöldu innan Atlantshafsbandalagsins um að fá Vestur-Þjóðveija til að samþykkja endumýjun flauganna á þessu ári. Meirihluti almennings í Vestur- Þýskalandi hefur lagst gegn end- umýjun flauganna sem flestar eru þar í landi. Telja stjómmálaskýrend- ur að kanslarinn vilji forðast að taka mjög óvinsælar ákvarðanir áður en kosið verður í Vestur-Þýskalandi á næsta ári. Fréttaritari breska út- varpsins túlkaði niðurstöðu fundar- ins í gærkvöldi á þann veg að bæði ríkin væru ennþá fylgjandi endurnýj- un flauganna en ekkert lægi á að taka endanlega ákvörðun þar að lút- andi. Vestur-Þjóðveijum hefði því tekist að fá fram nokkurn umþóttun- artíma. Fyrsti viðkomustaður Bakers í heimsókninni til aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins var í í Kanada á föstudag. A laugardag átti Baker viðræður við Jón Baldvin Hannibals- son í Leifsstöð. Frá íslandi lá leiðin til Bretlands þar sem Baker hitti Margaret Thatcher forsætisráðherra að máli á sunnudag. Samdægurs flaug Baker til Bonn og hitti Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands. Fyrripart gærdagsins átti Baker fundi með utanríkisráðherrum Noregs og Dan- merkur áður en hann hélt til Bonn á ný til fundar við Kohl. Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagðist hafa hvatt Ba- ker til að ganga ekki hart eftir því við Vestur-Þjóðveija að þeir sam- þykktu endumýjun Lance-flaug- anna. Sjá „Tvíhliða samskipti . . .“ á bls. 18 og „Engar kröfur gerð- .“ á bls. 19. verið að skipa. Nefndarmenn munu meðal annars leita nánari upplýsinga hjá Odd Lindberg, sem gerði heimild- armyndina umtöluðu og var áður opinber eftirlitsmaður með veiðun- um. Lindberg hefur neitað að láta norska sjávarútvegsráðuneytinu í té myndir þær sem hann tók síðastliðna tvo vetur og notaði við gerð heimild- armyndarinnar. Hann á nú í viðræð- um við bandarískar sjónvarpsstöðvar um sölu á myndinni. Bjame Merk Eidem, sjávarút- vegsráðherra Noregs, segist óttast viðbrögð við heimildarmyndinni einkum ef hún verður sýnd í Banda- ríkjunum. Gæti það komið niður á útflutningi Norðmanna á laxi sem fært hefur þeim milljarða norskra króna í tekjur. Sá útflutningur hefur áður beðið hnekki vegna selveiða Norðmanna. í gær var gerð opinber skýrsla norska landbúnaðarráðuneytinu um selveiðamar. Þar kom fram að ár- lega hafa selir verið drepnir í ósam- ræmi við reglur stjómvalda. Hins vegar segja ráðuneytismenn að heimildarmynd Lindbergs sé mjög ónákvæm og illa unnin. Danski þingmaðurinn Svend Heis- elberg hefur beðið Lars P. Gammel- gárd, sjávarútvegsráðherra Dan- merkur, að taka málið upp innan Evrópubandalagsins. Heiselberg leggur til að Norðmenn verði þving- aðir til að stöðva hinar „óleyfílegu og villimannslegu" kópaveiðar. Benazir Bhutto: Ekkert pakistanskt herlið í Afganistan Islamabad. Kabúl. Reuter. BENAZIR Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, vísaði í gær á bug ásökunum Sovétmanna og Najibullahs forseta Afganistans þess efhis að mörg þúsund pakist- anskir hermenn, dulbúnir sem afganskir skæruliðar, væru í Afg- anistan og berðust gegn lepp- stjórn Sovétmanna. Meginhluti sovéska herliðsins sem eftir var í Kabúl hélt þaðan í gær en nokkrir hermenn em þar enn. Að sögn Sovétmanna eiga þeir að hafa umsjón með flutningum sov- éskra flugvéla með hveiti til höfuð- borgarinnar en þar ríkir skortur á ýmsum lífsnauðsynjum. Foringi sov- éska herflokksins, sem hélt á brott, sagði að hann vonaði að friður kæm- ist á í landinu og Afganar „minnt- ust aðeins þess sem jákvætt var við sovésku hermennina". Einn her- mannanna sagði að afskipti Sovét- manna hefðu verið mistök; leysa hefði mátt deilurnar með friðsamleg- um hætti. Sjá ennfremur bls. 20: „Hátt- settur skæruliðaforingi...*1 Reuter Söngvar Satans vekja reiði Útgáfa Söngva Satans eftir indverska rithöfundinn Salman Rushdie hefur vakið mikla reiði margra múhameðstrúarmanna. Um helgina kom til átaka við bandarísku menningarskrifstofuna í Islamabad, höfuð- borg Pakistans, milli lögreglu og fólks, sem mótmælti fyrirhugaðri útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum. Þá létust fímm manns og var efnt til allsheijarverkfalls í Pakistan í gær vegna þessa og sýnir mynd- in þátttakendur í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.