Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 38

Morgunblaðið - 14.02.1989, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Minning: ÓlöfS. Magnúsdóttir hárgreiðslwneistari Fædd 26. nóvember 1966 Dáin 5. febrúar 1989 Mig langar með fáeinum orðum að minnast ástkærrar vinkonu minnar, Ólafar S. Magnúsdóttur, sem lést þann 5. febrúar síðastlið- inn. Það er ekki auðvelt að setja nið- ur á blað þær hugsanir sem koma fram þegar góð vinkona er hrifín burt í blóma lífsins. En ég ætla að minnast hennar með þeim skemmti- legu stundum sem við áttum saman. Leiðir okkar lágu fyrst saman í hárgreiðsludeild Iðnskólans í Reykjavík, haustið 1984, en þar vorum við á síðustu námsönn í hár- greiðslu. Ólöf hafði verið í Iðnskól- anum í Hafnarfírði en kom til Reykjavíkur til að taka síðustu önn- ina. Við fórum fljótlega að vera mikið saman í skólanum ég, Ólöf, Svava og Hrefna, sem einnig voru að læra hárgreiðslu. Við fjögur eyddum miklum tíma saman þetta haust og mun ég aldréi gleyma þeim stundum sem við áttum saman innan sem utan skólans. Eftir að skólanum lauk héldum við hópinn enda öll með sama áhugamálið þar sem hárgreiðslan var. Það voru ófá skiptin sem við hittumst á hár- greiðslusýningum enda var Ólöf ákveðin í að ná langt í sínu fagi. Ólöf hafði allt sem til þarf, dugn- að, vilja og lífshamingju enda var hún alltaf jafn hress og skemmtileg og það er þannig sem ég ætla að geyma hana í huga mínum og ég veit að þannig munu aðrir sem hana þekktu einnig minnast hennar. Megi Guð gefa unnusta hennar, fjölskyldu og ástvinum styrk á þess- ari erfiðu stundu. Aðalsteinn Aðalsteinsson Sunnudagsmorguninn 5. febrúar barst okkur sú harmafregn að son- ardóttir mín og frænka okkar Ólöf Sæunn Magnúsdóttir hefði látist snögglega. Ólöf Sæunn var dóttir hjónanna Einínu F. Einarsdóttur og Magnús- ar Jónssonar en hann lést langt um aldur fram fyrir rúmlega þremur árum. Á svo ótímabærri sorgar- og saknaðarstundu verða minningam- ar áleitnar, ásamt óteljandi spum- ingum sení aldrei verður svarað. Af hveiju? Hvers vegna? Er einhver tilgangur með þessu? Ólöf litla var elst af fjórum systk- inum, þeim Brynhildi Rósu, Helenu Björk og einkabróðumum Magnúsi. Ólöf litla segjum við þó hún hafi verið tuttugu og tveggja ára þegar kallið kom, en við minnumst hennar best þegar hún var lítil telpa með ljósu lokkana sína og fallega brosið er hún kom daglega til ömmu og afa og systkinanna á Erluhrauninu. Hún var fyrsta bamabamið í báðum fjölskyldum, yndi allra og eftirlæti, enda var hún glaðlynt og blítt bam að eðilsfari og miðlaði hún því Blómastofa FHðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld tli kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tllefni. Gjafavörur.^ óspart öðmm og ekki hvað síst for- eldrum og systkinum í langvarandi veikindum föður síns. Stuttu eftir lát föður síns kynnist Ólöf Sæunn Kristjáni Magnúsi Hjaltested og opinbemðu þau trú- lofun sína 29. desember sl. Ólöf Sæunn hafði lokið námi í hár- greiðslu frá Iðnskólanum i Reykjavík og nýverið opnað hár- greiðslustofu og naut handlagni og smekkvísi hennar sín þar vel sem og annars staðar. Með trega í hjarta kveðjum við elskulegu telpuna okkar vitandi þess að leiðir okkar allra eiga eftir að mætast á ný. Elsku Kidda, Einínu, Binnu, Hel- enu og Magnúsi og öðmm ættingj- um og vinum vottum við okkar dýpstu samúð og viljum við minna á orð spámannsins sem segir: „Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Amma Rósa og föðursystkini. Okkur, sem enn emm ung og eigum fyrir höndum að erfa landið, er tamt að líta á dauðann mjög óraunhæfum augum. Dauðinn er eitthvað fjarlægt, eitthvað óraun- hæft, eitthvað framandi, em hendir ekki ungt og heilsuhraust fólk í blóma lífsins. Þess vegna fínnst okkur sárt að hugsa til þess að stóra systir skuli vera tekin frá okkur. Hún sem geislaði af hamingju, ný- búin að trúlofast Kidda sínum og lífíð blasti við þeim. Alveg frá því að Ólöf byijaði að læra í iðnskólan- um áttu hún sér þann draum að opna sína eigin hárgreiðslustofu, og með hjálp Kidda varð sá draum- ur að vemleika í nóvember á síðasta ári. Elsku Kiddi, við biðjum algóðan guð að styðja þig og blessa í þess- ari miklu sorg, og megi bjartar minningar um okkar elskulegu Ólöfu hlýja þér um hjartarætur. Elsku besta mamma, guð styrki þig á þessari erfíðu stundu. Nú legg ég augun aftur, 6, guð þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom - Sb. 1871 -S. Egilsson) Guð varðveiti minningu systur okkar. Binna, Helena og Magnús í dag er kvödd kær ijænka mín, Ólöf Sæunn, sem mér fannst alltaf vera _sem ein af mínum bamaböm- um. Ólöf Sæunn var fædd í Hafnar- fírði þann 26. nóvember 1966, elsta bam hjónanna Einínu Einarsdóttur o g Magnúsar Jónssonar húsasmíða- meistara. Magnús lést í október 1985, langt um aldur fram. Ólöf ólst upp í glöðum og sam- hentum systkinahóp. Hún hóf ung nám í hárgreiðslu og öðlaðist meist- araréttindi í þeirri grein fyrir ári síðan. Síðastliðið haust hóf hún rekstur hárgreiðslustofu á Seltjam- amesi. Ólöf var einstaklega dugleg og áhugasöm um allt það, sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar ég lít til baka, sé ég fyrir mér glæsilega og vel gerða stúlku, sem með sínu hlýja og glaða við- móti laðaði alla að sér, bæði unga og aldna. Hún var mér, ömmusyst- ur sinni, alltaf Ijúf og góð fyrir það vil ég þakka nú að leiðarlokum. Elsku Einína, Kiddi, Binna, Hel- ena og Magnús, ég bið góðan Guð um að gefa ykkur stýrk á sorgar- stundu og öllum þeim, sem þótti vænt um hana. Margs er að minnast, maigt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Vald. Briem) Bogga frænka Ólöf Sæunn Magnúsdóttir, vin- kona okkar, er dáin. Skyndilega og fyrirvaralaust hefur hún lagt upp í ferðina miklu yfír landamæri lífs og dauða. Stundum eru staðreyndir lífsins okkur óskiljanlegar. Þá er það líka ómetanlegt að eiga dýr- mætar minningar um góðan vin. Spurningar um tilgang lífsins, almættið og tilvist okkar mannanna leita oft á hugann í hinu daglega lífí. Oftar en ekki verður fátt um svör. Sjaldan verða þó spumingar af þessu tagi áleitnari eða svörin fátæklegri en þegar ungt fólk í blóma lífsins er frá okkur tekið með skyndilegum og óútskýranlegum hætti. Við spyijum okkur í sífellu hvers vegna? En við vitum það jafn- framt, að við erum aðeins fær um að spyija og að svör þekkjum við engin. . Okkur er það einfaldlega um megn að skilja tilganginn eða rétt- lætið sem í því getur falist að vin- kona okkar, ung stúlka full af lífskrafti og lífsgleði, skuli þurfa að hlíta hinu hinsta kalli svona fljótt, svona alltof fljótt. í Víðistaðaskóla lágu fyrst saman leiðir okkar Ólafar Sæunnar. Þar deildum við saman lífí og leik, námi og umróti æskuára. Þar áttum við saman bæði súrar og sætar sam- verustundir, spunnum saman þráð lífs og vona, nutum þess að vera til og dreyma framtíðardrauma. Þá myndaðist sú samkennd og þau vin- áttutengsl sem enst hafa okkur allt fram á þennan dag. Þessi vinahópur sem þama myndaðist hefur verið góður og traustur, hveiju okkar ómetanlega mikils virði. Og Ólöf Sæunn var ein af okkur, ein af þessum góða, glaða og trausta vina- hópi. Fregnin um andlát Ólafar var því sem reiðarslag fyrir okkur vinkon- umar. Ein ur hópnum var skyndi- lega horfín á braut og skildi eftir skarð sem aldrei verður fyllt. Ein myndin eftir aðra kemur í hugann, minningamar lifa, lýsa og verma, þegar tilveran er svo erfið, dimm og köld. Við vinkonumar höfum ætíð haldið góðu sambandi og hist reglulega, þótt samverustundunum hafí í seinni tíð farið fækkandi. Við minnumst þess er við vomm saman síðastliðið gamlárskvöld, hversu lífíð var þá bjart, hversu stundin var þá hlý og notaleg. Efst er okkur þó í huga hversu glöð og hamingjusöm Ólöf var þetta kvöld. Hún hafði þá nýlega opnað hár- greiðslustofu á Seltjarnarnesi, sem hún rak sjálf. Hún var snjöll hár- greiðslukona og fann sig vel í sínu starfí. Stofan fór því vel af stað og virtist lofa góðUi Þá var ekki síður hitt hamingju- og gleðigjafí, að hún og unnusti hennar Kiddi, vom nýbú- in að opinbera trúlofun sína og lífíð og framtíðin virtist brosa við þeim. En skjótt skipast veður í lofti. Maðurinn með Ijáinn hefur gengið um garð og Ólöf er ekki lengur á ir.eðal okkar. Við raunum hana Ólöfu eins og hún var, ákveðin og lífsglöð, bjartsýn en þó raunsæ, dugleg og einbeitt. Hún var ætíð hress og stefndi markvisst að því sem hún ætlaði sér. Dugnaðurinfi var henni dijúgt veganesti og við vinkonurnar höfð- um margt af henni að læra. Við fundum það oft, að hún var á marg- an hátt þroskaðri en við, lífsreynd- ari kannski, og það var gott að eiga hana að. Hún hafði svo margt að gefa öðmm. Ólöf varð fyrir þeirri sára lífsreynsluu að missa föður sinn fyrir þremur áram. Þá sást kannski best hvað í henni bjó, kjarkur henn- ar, þrek og hjartahlýja, ásamt hæfi- leikanum til að gefa öðram styrk og yl. Hún var svo stór og svo sönn í sorg sinni. Slíkt gleymist ekki samferðafólkinu. Slíkar minningar vekja trú á lífið og hamingjuna. Nú skilja leiðir. Við kveðjum með þessum orðum vinkonu okkar, þökkum henni fyrir allt sem við áttum saman hér í þessu lífi og óskum henni góðrar ferðar yfír í eilífðina. Við samhryggjumst móður henn- ar og systkinum, unnusta hennar, vinum og vandamönnum. Við send- um þeim okkar innilegustu samúð- arkveéjur og biðjum þess að góður Guð styrki þau í sinni miklu sorg. Hanna Birna, Unnur, Benedikta og Berglind. Vinur þinn er þér allt, hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gieði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hiyggjast, þegar þú skiiur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið jiér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af siéttunni. (Kahil Gibran) Hún Ólöf er dáin, það er erfítt að sjá á eftir ungri vinkonu í blóma lífsins, sem manni fínnst rétt að byija, geislandi af hamingju, nýtrú- lofuð, svo stolt af fjölskyldunni og nýju hárgreiðslustofunni sinni sem hún var nýbúin _að opna. Ég kynntist Ólöfu Sæunni árið 1982 í Iðnskólanum í Hafnarfírði, þar sem við hófum okkar nám í hárgreiðslu og voram við samferða f gegnum námið og lukum því í Iðnskólanum í Reyjavík, þar sem Ólöf útskrifaðist með hæstu ein- kunn þrátt fyrir lát-föður hennar nokkram vikum fyrir próf. Mér varð það fljótt (jóst hve mikla og ríka hæfíleika hún hafði, geisl- andi af gleði sem laðaði fólk til hennar og hve gefandi hún var í öllu. Alltaf til í að prófa og gera eitthvað nýtt, engin ládeyða, fljót að hugsa og framkvæma. Við höfð- um alltaf samband þó oft væri langt á milli okkar og alltaf vora sömu fagnaðarfundimir þegar við hitt- umst, þá þurftum við oft að segja hvor annarri margt um okkar óskir og vonir. Ólöf var mjög meðvituð um lífið og dauðann og forvitin um hið hulda og framtíðina. Hún kynntist sorg- inni þegar pabbi hennar lést, sem hún dáði svo mjög, hann var svo stór hluti í tilvera hennar. Hún trúði Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur á líf eftir dauðann og vissi að pabbi hennar var með henni, alltaf, þó hann væri búinn með sitt hlutverk hér hjá okkur. Ólöf vildi alltaf vera glöð og með glöðu fólki. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera með heimi síðasta kvöldið sem hún lifði, svo falleg, geislandi af gleði og spaugi með allan hláturinn sem ég mun hafa í hjarta mínu alla tíð. Ó, þvílíkur Drottinn að hafa gefíð okkur Ólöfu og leyft okkur að kynn- ast henni, þó okkur fínnist það stuttur tími, en stundimar vora miklar og stórar hjá henni, hún gaf okkur svo margt sem mun lifa. Lif- um og verum glöð í minningunni, það gerði hún. Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlaus- um öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fúnd guðs síns. (Kahil Gibran) Elsku Einína, Kiddi, Binna, Hel- ena og Magnús, mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur, algóður Guð styrki ykkur og blessi. Mínar hinstu kveðjur sendi ég Ólöfu. Guð blessi hana og varðveiti og gefí henni frið. Hrefna Magnúsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. 'Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Okkur langar í örfáum orðum að minnast og kveðja elskulegu Ólöfu okkar sem var kölluð óvænt á braut. Henni hlýtur að vera ætlað stórt hlutverk því þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við minnumst með hlýhug allra skemmtilegu stundanna þegar við riíjum upp æsku- og ærslaárin bæði á Smyrlahrauni og í Norður- bænum með hlátri og gleði. Við biðjum góðan Guð að styrkja og styðja mömmu Ólöfar hana Einínu, Kidda unnusta hennar og systkini, Binnu, Helenu og Magnús. Sorgin er djúp en minningin um góða og fallega vinstúlku lifír. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Inga og Heiða Ég var staddur í London þegar mér bárast þær sorglegu fregnir að Ólöf væri dáin. Hún var ekki bara starfsmaður hjá mér, heldur líka eins og litla systir mín. Minningamar fóra að streyma um huga minn. Það era nú liðin tæp 6 ár frá því að Ólöf kom á stofu mína Adam og Evu, í fyrsta skipti úr Iðnskólan- um í Hafnarfírði, og óskaði eftir að jcomast í starfsþjálfun. Ólöf þurfti þegar á unga aldri að horfa upp á veikindi föður síns og studdi hún hann af heilum hug þar til yfír lauk. Gott er að hugsa til baka og minnast þess hversu vel móðurfólkið hennar stóð saman á þessum erfíða tíma. Ólöf bar alltaf hag fjölskyldu sinnar fyrir bijósti. Viku eftir lát föður síns kom Ólöf til mín og sagði: „Ég ætla að drifa mig í sveinsprófið.“ Þetta kom mér á óvart en ég sagði: „Þá útvegum við módel.“ Hún hóf strax að æfa sig af full- um krafti. Svava, vinkona hennar, æfði með henni á stofunni. Eftir- væntingin var mikil dagana fyrir próf. Þá kom í ljós sá ótrúlegi kraft- ur er bjó innra með Ólöfu þegar hún stefndi að einhveiju ákveðnu marki. Segja má með sanni að mikil gleði hafí ríkt með okkur þegar Olöf dúxaði á prófinu. Daginn eftir var komið með stóran blómvönd á stofuna og á honum stóð: „Til ham-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.