Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 ^6 Minning: Eiríkur Benedikz fv. sendiráðunautur Fæddur 5. febrúarl907 Dáinn 1. ágúst 1988 í dag, þriðjudag 14. febrúar, fer fram frá Dómkirlq'unni minningar- athöfn vegna andláts Eiríks Bene- dikz, fyrrum sendiráðunautar við sendiráð íslands í London. Eiríkur lézt á spítala í Witney, Oxoh, 1. ágúst 1988, eftir aðeins fárra daga legu. Eiríkur hafði óskað þess að hann yrði brenndur að sér látnum og öskunni síðan komið fyrir í graf- reit foreldra sinna í gamla kirkju- garðinum í Reylqavík. Foreldrar Eiríks voru dr. phil. Benedikt Þórar- arinsson, kaupmaður, f. að Ósi í Breiðdal 6. nóvember 1861 og Hansína Eiríksdóttir, f. 6. nóvember 1874, Bjömssonar bónda að Karls- skála við Reyðarijörð. Hansína var seinni kona Benedikts. Fyrri kona hans var Sólrún Eiríksdóttir, Eiríks- sonar bónda að Svínafelli í Nesjum. Hún fæddist 1855 en lézt 1901. Með Sólrúnu átti Benedikt fjögur böm, þijár dætur og einn son og var móðir mín Þórdís Todda ein dætranna. Árið 1906 giftast þau svo Hansína og Benedikt. Þau eign- uðust þijú böm og var Eiríkur, sem HVERVANN? 5.173.843 kr. Vinningsröðin 11. febrúar: 221 - X2X - X1X -11X 12 réttir = 4.246.978 kr. Einn var með 12 rétta - og fær í sinn hlut kr. 4.246.978,-. 11 réttir = 926.864 kr. 33 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 28.086,-. T\ WA ekki bara heppni hér er verið að minnast, elztur þeirra. Hin voru Sigríður f. 1910, gift Óskari Norðmann stórkaup- manni, f. 4. febrúar 1902, og eru þau bæði látin. Óskar lézt 1971, en Sigríður 1976. Yngstur var Þór- arinn, f. 1. marz 1912, en hann lézt 1961. Þórarinn var verzlunar- menntaður, var með próf frá Niels Brook-verzlunarskólanum í Kaup- mannahöfn, síðan fór hann til Berlínar og tók inntökupróf í há- skólann þar. Síðan fór hann til London og lauk prófi frá London School of Economics. Kona Þórarins var Maria Benedikz, dóttir Ágústar H. Bjamasonar, prófessors, og Sigríðar Bjamason, dóttur Jóns Ólafssonar skálds og ritstjóra og Helgu Eiríksdóttur frá Karlsskála, systur Hansínu móður Þórarins. Eins og kemur fram af ofanrituðu var Eiríkur hálfbróðir móður minnar og um leið uppeldisbróðir minn. Foreldrar mínir létust í spænsku veikinni 1918 og fluttmust við þá systkinin tvö, systir mín 3ja ára og ég tæpra 6 ára, að Lauga- vegi 7 til foreldra Eiríks. Eiríkur gekk í Menntaskólann í Reykjavík og verður stúdent 1925. Síðan tekur hann heimspekipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1926 og les jafnhliða ensku. Eftir ársnám í ensku í Kaupmannahöfn flytur hann sig yfir til háskóla í Cam- bridge og er þar við enskunám um sumar og haust 1927. Síðan flytur hann sig til Leeds og er við ensku- nám þar 1928-30 og 1931-32. í Leeds kynnist Eiríkur konunni, sem átti eftir að vera honum tryggur fömnautur til æviloka. Það var Margaret Simcock Benedikz, fædd 11. janúar 1911 í South Banks, Yorks. Margaret lagði einnig stund á enskunám við sama háskóla og Eiríkur og lauk BA-prófi í ensku og frönsku. Þau gengu í hjónaband hér í Reykjavík 1931. Eiríkur hafði fyrst stundakennslu í ensku að at- vinnu, en síðan verður hann kenn- ari við Gagnfræðaskóla Reykjavík- ur frá 1932-1938. Kennari við Við- skiptaháskóla, íslands frá stofnun hans 1938-40. Hann er enskukenn- ari við Ríkisútvarpið frá 1934-42. Hann samdi í því tilefni kennslu- bækur í ensku fyrir Ríkisútvarpið, Enska I-II. Eiríkur var stundakenn- ari við Verzlunarskólann í ensku. Löggiltur slq'alaþýðandi og dóm- túlkur í ensku 1935. Hann varð talsvert fyrir brezka sendiráðið hér og var gerður að prokonsúl 1938-42. Margaret kona Eiríks var honum stoð og stytta í starfi hans, því hún hafði þá menntun. En íslenzkuna lærði hún á einu ári og hún hefur talað og skrifað íslenzku svo lengi sem ég man og gerir enn þann dag í dag, þó að þau hafi dvalið um áratugaskeið á Englandi. Margaret tók að sér kennslu með Eiríki í framhaldsskólum og vann með honum við kennslustörfin. Hæfileikar Margaret og vinnusemi léttu Eiríki störfin, sem vom alla tíð ærin. Sambúð þeirra var líka með afbrigðum góð, enda áhuga- málin þau sömu. Árið 1942 verða þáttaskil í lífi Eiríks, en það ár tekur Pétur Bene- diktsson við sendiherrastörfum í London. Þeir vom bekkjarbræður úr Menntaskóla, Pétur og Eiríkur, og góðir vinir frá æskuámm. Pétur lagði fast að Eiríki að gerast starfs- maður sendiráðsins. Það verður úr að Eiríkur er ráðinn sendiráðsritari við sendiráðið í London árið 1942. Síðan verður hann sandiráðunautur 1954 og starfar við sendiráðið fram til ársloka 1977, en á því ári varð hann sjötugur. Frá árinu 1942 em þau hjón búsett í Bampton, smábæ í Oxon- Sigurvin Ossurar- son - Minning’ Fæddur 28. mars 1907 Dáinn 5. febrúar 1989 Þau vom þung sporin heim í Grænuhlíð frá Landspítalanum sunnudagskvöldið 5. febrúar sl. öll höfðum við vonað að Sigurvin kæmi aftur heim til okkar, en hans tími var kominn. Við á neðri hæðinni vomm þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sigurvin og fjölskyldu hans þegar við fluttum í húsið fyrir tæp- um fimm ámm, og varð strax mik- ill samgangur á milli hæða. „Litlu vinumar" eins og hann kallaði allt- af dætur mínar vora fljótar að finna þá hjartahlýju og endalausu þolin- mæli sem þar var og er fyrir hendi og líður varla sá dagur að ekki sé aðeins skroppið upp. Reyndar em þeir dagar miklu fleiri, sem lengur er dvalið, því Zíta og Sigurvin hafa verið óþreytandi við að passa „litlar vinur“ öll árin. Bömin þeirra þijú, Benedikt, Anna og Sólveig, hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Sigurvin fékk strax nafnið Abbi þar sem hitt var of erfítt í litlum munni og okkar á milli var hann aldrei kallaður ann- að. Það var yfirleitt fyrsta verk bamanna á morgnana að athuga hvort búið væri að opna á milli svo hægt væri að fara til Abba og fá rúgbrauð með hunangi, tilreitt á sérstakan hátt sem hvergi var hægt að borða nema hjá honum. Abbi átti líka skrifborð með góðri skúffu þar sem hann geymdi „fóður“ handa litlu bömunum og var hann JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þetta eru tölurnar sem upp komu 11. febrúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 5.558.318,- 1. vinningur var kr. 2.559.202,-. Einn var með fimm tölur réttar. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustalaj var kr. 444.368,- skiptist á 2 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 222.184,- Fjórartölurréttar, kr. 766.458,- skiptastá 147 vinnir.gahafa, kr. 5.214,-á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.788.290,- skiptast á 4.330 vinningshafa, kr. 413,- á mann. ~ Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. fylki. Eins og getið var í upphafí þessara orða hefur orðið dráttur á, að þessa merka manns, Eiríks Benedikz, væri minnzt. En Margar- et kona hans ætlaði að fylgja honum seinasta spölinn, en sakir veikinda getur hún það ekki og er því ekki hér stödd. Hún er á heimiíi þeirra í Bampton og hjá henni Leifur, einn sonur þeirra. Það er óhætt að fullyrða að Eirík- ur var þjóð sinni til sóma með störf- um sínum á Englandi. Auk sendi- ráðsstarfanna, vann hann alltaf mikið fyrir háskóla bæði í Oxford og Leeds. Hann skrifaði greinar um íslenzk bókasöfn hjá háskólum á Englandi. Prófdómari var hann í norrænum fræðum við háskólann í Oxford í mörg ár. Eiríkur var það þekktur á Englandi fyrir fræðistörf sín, að mörg ensk blöð hafa minnzt hans með dánarminningum, sem skrifaðar hafa verið af fræðimönn- um. M.á. hefi ég séð greinar í Da- ily Telegraph, The Times, Inde- pendent. Language International, sem er sérfræðirit. Ennfremur hefi ég vitneslq'u um að nágranni Eiríks í Bampton skrifaði minningarorð um hann í bæjarblaði í Bampton. Hana hefi ég þó ekki séð enn. Það er óvenjulegt að ensk stórblöð skuli birta minningarorð við andlát er- lends manns, nema hann hafí til þess unnið með störfum sínum. Það er víst að Eiríkur var þjóð sinni til sóma öll þau ár, sem hann dvaldi á Englandi. Seinustu árin vom Eiríki erfíð vegna heilsubrests, einkum var það sjónleysið, sem háði honum við þau störf, sem höfðu verið aðalstörf hans alla ævina, vinnan við lestur og skriftir. Loks varð hann blindur og mátti þola myrkrið seinustu tvö árin. Banalegan var stutt. Hann var fluttur á spítala til athugunar, en tveim dögum síðar var hann allur. Eins og áður er sagt var hjóna- band Eiríks og Margaret mjög gott og ævinlega notalegt að koma til þeirra meðan þau dvöldu hér í bæ. Eins var um heimili þeirra í Bamp- ton. Eiríkur og Margaret eignuðust 5 syni, sem allir hafa stofnað sín heimili nema Leifur, sem er ókvænt- ur og býr með móður sinni í Bamp- ósjaldan leiddur þangað. Það þótti líka sjálfsagt að fara með alla litla gesti, sem komu, aðeins upp, þar sem vel var tekið á móti og skúffan góða jafnvel opnuð. Þær gleymast aldrei allar stundimar, sem Abbi sat og las sögur eða söng með þeim alla Vísnabókina eða bara spjallaði um lífíð og tilvemna. Ósjaldan var líka farið til hans í leit að huggun ef lífíð þótti erfitt. Ferðimar vestur í Örlygshöfn, sem þau hjón buðu stelpunum með, síðustu sumur, verða ómetanlegar í hugum þeirra, en fyrir vestan dvaldist hugur Abba svo oft. „Mér þykir verst að valda ykkur allri þessari fyrirhöfn," var með því síðasta sem hann sagði og lýsir það honum betur en mörg orð. Hann var sá sem gaf. Nú þegar Abbi er farinn frá okk- ur, þökkum við mæðgumar fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta vináttu hans. Öll þau and- legu verðmæti, sem hann gaf okk- ur, verða dýrmætt veganesti í framtíðinni. Það er nú tómlegt í húsinu en við þökkum fyrir að hann þurfti ekki að heyja langa baráttu og huggum okkur við að hann fékk að deyja með þeirri reisn og virð- ingu sem honum bar. Bryndís, Edda Kristín, Birna og Ingibjörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.