Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Forstjóri Grangers: Alver á Is- landi dýr- araenvið töldum Hagkvæmniskönnuninni fyrir ATLANTAL-hópiim er nú lokið og hafa forráðamenn fyrirtælq- anna fjögurra fengið niðurstöð- ur hennar í hendur. Per Olof Aronson, forstjóri Grangers al- uminium í Stokkhólmi, eins af fyrirtækjunum fjórum, segir að samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar líti út fyrir að nýtt álver á íslandi sé dýrara í uppbygg- ingu en þeir töldu í upphafí. Per Olof Aronson vill að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um niður- stöður könnunarinnar að svo stöddu. Hann segir að ástæður þess að álverið sé dýrara en þeir töldu felist í því að hin mikla þensla, sem verið hefur í efnahagslífi á Vestur- löndum seinni hluta þessa áratugs, geri það að verkum að öll aðföng til verksmiðjunnar séu orðin dýrari. „I könnuninni eru settir fram ^gokkrir möguleikar í tengslum við álverið og við munum ræða þá í þessari viku. Fyrr en þeim viðræð- um er lokið vil ég ekki gefa út nein- ar yfirlýsingar um þetta mál,“ seg- ir Per Olof Aronson. 2% verð- lækkun á bláref UPPBOÐI á refaskinnum Iauk í Kaupmannahöfii á sunnu- daginn, en þar voru boðin 223 þúsund skinn til sölu. Nokkur lækkun varð á verði skinn- anna miðað við uppboð sem haldið var í Finnlandi fyrir skömmu. Að sögn Jóns Ragnars Bjöms- sonar, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra loðdýrarækt- enda, var meðalverð íslenskra blárefaskinna á uppboðinu í Kaupmannahöfn 1.649 kr., og er það 2% lækkun miðað við uppboðið í Finnlandi. Meðalverð skugga-skinna var 1.501 kr., sem er 3% verðlækkun, silfur- refaskinn seldust á 3.900 kr., lækkuðu um 8%, og bláfrost- skinn seldust á 2.509 kr, en það er 1% lækkun. Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirsson Nýþota Flugleiða Smíði fyrstu Boeing 737-400- þotu Flugleiða er vel á veg komin í Boeing-flugvélaverk- smiðjunum í borginni Renton við Seattle í Bandaríkjunum. Skrokkur þotunnar hefiir verið settur saman. Hafði þotan verið merkt Flugleiðum á stórum borða á báðum hliðum skrokks- ins er blaðamaður Morgun- blaðsins heimsótti verksmiðj- urnar síðastliðinn föstudag. Afliending til Flugleiða fer fram um 20. apríl en þá tekur við þjáiftin flugmanna og hing- að til lands kemur hún um miðj- an maí. Flugleiðir hafa pantað þrjár þotur af gerðinni Boeing 737-400 og tvær af gerðinni 757-200. Kaupverð þeirra er um 10 milþ'arðar ísl. króna. Skyggnir óvirkur í 78 mínútur: Flugstjórnarmiðstöðin sam- bandslaus við aðrar stöðvar Flugstjórnarmiðstöðin í Reylyavík, sem stjórnar flugumferð á íslenzka flugstjórnarsvæðinu, var sambandslaus við flugstjórnarmið- stöðvar í nágrannalöndunum í nærri 80 mínútur á sunnudag. Orsökin var sú að jarðstöðin Skyggnir varð óvirk í rafinagnsleysinu, sem náði um allt land. Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri flugum- ferðarþjónustu flugmálastjórnar, segir það ákaflega mikið áhyggjuefiii að svona lagað geti gerzt, og í flugstjórnarmiðstöðvum á nærliggjandi flugstjómarsvæðum hafí menn einnig miklar áhyggjur af því að hafa ekkert öruggt samband við Reykjavík ef Skyggnir bilar. Samgönguráð- herra sagði á Alþingi í gær að til greina kæmi að reisa aðra jarðstöð til að koma í veg fyrir sambandsrof af þessu tagi. Sjálfvirk vararafstöð er við Skyggni og fór hún strax í gang þegar rafmagnið fór af stöðinni. Ákveðnir magnarar í tækjabúnaði stöðvarinnar tóku hins vegar ekki við sér af sjálfsdáðum. Jarðstöðin er mannlaus að staðaldri, en viðgerðar- menn voru sendir á vettvang strax og bilunin kom upp til þess að setja magnarana af stað með handstýr- ingu. Skyggnir var ónothæfur í 78 mínútur alls, fyrst í rúma klukku- stund, en síðan tvisvar sinnum í nokkrar mínútur í einu á meðan við- gerðarmenn voru á staðnum. „Þetta er grafalvarlegt mál,“ sagði Guðmundur Matthíasson. „Við höf- um mjög litla möguleika á að ná sambandi við aðrar flugstjómarmið- stöðvar öðruvísi en í gegnum Skyggni og ekkert tryggt samband. Það tókst ekki að tengja okkur við lítinn varaskerm við Skyggni, eins Nærri þrjú þúsund manns voru atvinnulausir í janúar ÞENSLA á vlnnumarkaði er ekki lengur fyrir hendi samkvæmt könnun Þjóðhagsstofiiunar og Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. í heild eru nú engar lausar stöður og áhugi er hjá at- vinnurekendum á að fækka fólki, sem nemur um 370 störfiim, aðal- lega I verslunar- og þjónustu- greinum og byggingariðnaði. Þá ^’ar atvinnuleysi í janúar hið mesta ,em verið hefiir i þeim mánuði síðustu átta ár og samsvaraði skráð atvinnuleysi því að tæplega 3.000 manns hafi verið atvinnu- lausir í mánuðinum, eða 2,5% af vinnuafli. Kannanir á atvinnuástandi og at- vinnuhorfum hafa verið gerðar reglu- lega vor og haust, síðan 1985, en þetta er í fyrsta skipti sem slík könn- un er gerð yfir vetrarmánuðina og því er ekki samanburður frá fyrri könnunum fyrir hendi. Þetta er þó í fyrsta skipti þar sem kemur í ljós að ekki er um lausar stöður að ræða. Þannig voru lausar stöður 3.200 í mars 1985,1.600 í september 1985, 1.900 í apríl 1986, 2.700 í október 1986, 3.200 í apríl 1987, 3.250 í október 1987, 2.900 í apríl 1988 og 490 í september 1988. Nú eru um- framstöður taldar vera 370. Ástandið er mismunandi eftir at- vinnugreinum. Þannig vilja fyrirtæki í verslun og veitingastarfsemi fækka fólki um 550. Fyrirtæki í byggingar- starfsemi vilja einnig fækka fólki um nímlega 220, en um árstíðabundin áhrif gæti verið að ræða. Hins vegar vantar tæplega 400 manns til starfa í almennan iðnað og rúmlega 100 manns vantar í fískvinnslu á lands- byggðinni. Samt hefur starfsfólki í fiskvinnslu fjölgað síðan í september. Mat atvinnurekenda í heild er að töluvert færri verði við störf í apríl nk. en í apríl í fyrra, og gera þeir nú ráð fyrir enn færri starfsmönnum, en gert var ráð fyrir þegar síðasta könnun var gerð sl. haust. og hefði átt að vera ef allt væri með felldu. Við höfðum samband við brezka flugherinn um sérstaka rás, sem varnarliðið ljær okkur afnot af, en hún kom að takmörkuðum notum, enda ekki notuð nema í neyðartilfell- um. Gufunesradíó reynir líka að ná radíósambandi við nærliggjandi stöðvar þegar svona stendur á, til þess að reyna að koma nauðsynleg- ustu skilaboðum í gegn.“ íslenzka flugstjórnarsvæðið nær frá 61. breiddargráðu að sunnan og norður á Norðurpólinn, og frá Green- wich-lengdarbaugnum að austan og vestur fyrir Grænland. „Flugstjórnin á þessu svæði byggist að langmestu leyti á samstarfí og upplýsinga- streymi milli flugstjómarstöðva. Ef það bregzt, getur farið illa,“ sagði Guðmundur. „Það var þó lán í óláni að þetta skyldi gerast síðdegis á sunnudag. Umferðin var að mestu leyti komin af stað og búið að út- hluta flugvélum hæðum. Ef þetta hefði gerzt fyrr um daginn hefðum við verið í ennþá meiri vandræðum og sennilega orðið að grípa til þess ráðs að beina umferðinni frá okkar svæði. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir flugið, flugvélar yrðu jafnvel að snúa við til Evrópu." Að sögn Þorvarðar Jónssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs Pósts og síma, sem rekur Skyggni, undir- býr stofnunin að treysta sambandið við útlönd í gegnum stöðina. Sjá fréttir af rafmagnsleysi og óveðri á bls. 2,27,31 og miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.