Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 Islendingar eignast verk- smiðjutogara í Seattle Allt hægt ef vilji er fyrir hendi, segir Jón Grímsson Seattle, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Valgerði P. Hafstað. „ÞAJÐ er allt hægt ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Jón Grímsson þeg- ar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði á dögunum. Jón og félagi hans, Guðjón Guðmundsson, sem báðir eru búsettir í Seattle, festu fyrir ári síðan kaup á fiskirannsóknarskipi, sem þeir hafa nú breytt í verksmiðjutogara. Hyggjast þeir nota hann til botn- fiskveiða, einkum þorskveiða á Al- askaflóa, nálægt Kodiak-eyju. Ver- ið er að leggja síðustu hönd á inn- réttingar í togaranum, en ráðgert er að fara í fyrstu veiðiferðina um miðjan mars. Skipið var 6 ára gamalt þegar Jón og Guðjón keyptu það fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, en það hafði áður verið notað til veiða á „humar á Hawaii og hörpudisk í Alaska," eins og Jón komst að orði. Kostnaðurinn við breytingamar nemur tveimur og hálfri milljón bandaríkjadala. Togarinn er 140 fet að lengd (um 43 metrar) og rúmar 200 tonn af frystum fiski. Guðjón var önnum kafinn úti í bæ þegar fréttaritari kom á skrif- stofu Sea Master Inc., en svo heitir hið fjögurra ára gamla fyrirtæki þeirra félaga. Jón tók hins vegar á móti blaðamanni glaður I bragði. Hann kvaðst hafa gefið togaranum nafnið Continuity, eða Áframhald, því „maður verður að halda áfram, það þýðir ekkert að gefast upp“. Jón tjáði blaðamanni að á skipinu yrði 22ja til 24ra manna áhöfn og að eigendumir yrðu báðir í þeim hópi. Auk þeirra tveggja yrðu í áhöfiiinni j)rír japanskir matsmenn, nokkrir Islendingar, Bandaríkja- menn og ef til vill menn frá öðrum heimshomum. Skipstjóri verk- smiðjutogarans verður Grétar, son- «r Guðjóns Guðmundssonar, en Jón vinnur nú að því að afla sér skip- stjómarréttinda. Aðspurður um markaðshorfur kvað Jón þá félagana hafa gert 5 ára samning við Japani, sem eiga 25% hlut í togaranum. Hann sagði að Japanir ættu meirihluta í fisk- veiðiflotanum frá Seattle. „Samn- ingaviðræðumar við Japani stöðv- uðust í 7 mánuði af því þeir vildu eiga 51% í togaranum," bætti hann við, en Jón og Guðjón létu sig ekki og Japanir féllust á 25% eignarað- ild. Nú stunda, að sögn Jóns, 40 til 50 verksmiðjuskip veiðar á Alaska- miðum og eru þau flest gerð út frá Seattle. Jón reiknar með að slík skip muni ekki verða fleiri en 60, því útlit er fyrir að reglugerðir gangi í gildi á næstunni sem komi í veg fyrir frekari fjárfestingu í þeim. Jón sagði nýjar aflaspár gefa til kynna að á tímabilinu apríl til júlí VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 14. FEBRÚAR YFIRLIT f GÆR: Vestlæg átt á landinu, allhvöss norðanlands og vestan, en hægari annars staðar. Léttskýjað var á Suður- og Aust- urlandi en él í öðrum landshlutum. Frost var um altt land, mest 9 stig á Hveravöllum. SPÁ:Hæg breytileg eða vestlæg átt víðast hvar á landinu og él. Frost 2-8 stig. I DAG kl. 12.00: Heimifd: Veöurslofa Islands (Syggt é veóurspá W. 16.15 i gær) VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hiti veður +3.1 snjó'el 1 snjóél Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Pórshöfn S skýjað 2 l'ettskýjað 7 Pettsk’yjað +14 l’ettskýjaó +17 snj'okoma 4 sk'yjað 4 heiðsk'yrt 4 rigning Algarve 16 l'ettsk’yjað Amsterdam 7 úrkoma grennd Barcelona 14 mistur Berlín 6 skýjað Chicago 2 snjókoma Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 6 hálfskýjað Glasgow 9 súld Hamborg 6 hálfskýjað Las Palmas 18 þokumóða London 9 rigning Los Angeles 7 heiðskirt Liixemborg 1 iéttskýjað Madríd 9 léttskýjað Malaga 17 féttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Montreal +15 heiðskirt New York +3 léttskýjað Orlando 13 léttskýjað Parfs vantar Róm 13 þokumóða San Diego 8 heiskírt Vín 6 skúr Washington +1 alskýjað Winnipea +6 skýjað TAKN: Heiðskírt A Léttskýjað A •» Hálfskýjað A Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstkj: * Vindörin sýnir vind- stefnu og flaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG:Á miðvikudag: Norð anátt um allt land. Él nprðaniands en léttskýjað syðra. Kólnandi veður, frost 6-13 stig. Á fimmtudag: Hæg norðan- eða breytileg átt. Smáél við norður- og austurströndina, annars bjart veður. Frost 6-13 stig. ♦ Reuter Jón við verksmiðjutogarann. Meðeigandinn, Guðjón Guðmundsson, var önnum kafinn þegar fréttaritara bar að garði. í ár verði aflaverðmæti á Alaska-- miðum hæst, eða 600.000 Banda- ríkjadalir fyrir 200 tonn af fiski. Jón reiknar með að togarinn geti verið 10 til 12 daga í hverri veiði- ferð. Jón hefur verið búsettur í Banda- ríkjunum í átta ár, en Guðjón í um 15 ár. Jón var áður sjómaður á ísafirði. „Hvað kanntu best að meta í Bandaríkjunum," spurði fréttarit- ari. Jón hugsaði sig um og svaraði, „Tækifærin . . . en ekki er allt dans á rósum f Ameríku." Milljónir af vöðusel í Norður-Atlantshafi Selunnn gengur suður um vegna ofQölgunar og fæðuskorts AUKIN gengd vöðusels og blöðrusels hér við land stafar að öllum likindum af vaxandi stofiistærð og hugsanlega ætisskorti á hefð- bundum slóðum selsins langt norður af landinu að sögn Erlings Haukssonar, sjávarlíffræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Talið er að stofii vöðusels við Norður-Atlantshaf skipti milljónum dýra og þar af sé um hálf milljón norður af Jan Mayen. Ástæða Qölgunar er friðun og síminnkandi veiði Norðmanna, sem á árum áður veiddu tugi þúsunda sela í isnum fyrir norðan Jan Mayen. Islendingar hafa ekkert veitt af þessum tegundum um langt skeið. Við veiðum aðeins landsel og útsel, en báðar tegundimar kæpa hér við land. Að meðaltali hefur veiði okkar á þessum tegundum verið um 5.000 dýr, en þó mun minna á síðasta ári. Nú fást 25 krónur fyrir hvert kíló af selnum og er hann nýttur í loðdýrafóður. Erlingur Hauksson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að áður hefðu Norðmenn tekið tugi þúsunda sela í ísnum norðan við Jan Mayen. Nú hefðu aðeins fimm skútur farið norður. Vegna þess að ekki mætti lengur skilja skrokkana eftir eins og áður, þyrftu skipin að eyða miklu plássi í meltutanka um borð og tak- markaði það burðargetu á skinnum og veiði. Skipin hefði verið á styrk frá norska ríkinu þar sem skinnin væru nánast verðlaus. „Bæði vöðusels- og blöðrusels- stofninn voru vaxandi, áður en botninn datt úr veiðunum, vegna samtaka Kanadamanna, Sovét- manna og Norðmanna um að tak- marka veiðar frá því, sem fyrr var á öldinni. Vöðuselir í Norður-At- lantshafi skipta nú milljónum. Flestir eru við Kanada og í Barents- hafi, en um hálf milljón í ísnum norður af Jan Mayen,“ sagði Erling- ur. „Stofn landsels og útsels hér við land telur aðeins nokkra tugi þúsunda svo þar er mikill munur á.“ Erlingur sagði, að selagöngumar við Noreg kæmu bæði úr Barents- hafinu og frá Jan Mayen og stöfuðu af offjölgun og fæðuskorti í kjölfar- ið. Sókn þeirra hingað væri líklega af sömu orsökum. Hefðbundin gangur mála væri sá að selurinn kæpti á ísnum norður frá. Fengitími hæfist skömmu síðar og færi kópur- inn þá, nokkurra vikna gamall, suð- ur og vestur með ísröndinni uns ísinn leysti að áliðnu sumri. Þá héldi hann til baka. Einn og einn kópur flæktist venjulega hingað, en nú væru óvenjumikið um hann. Áður fyrr hefði það ekki þótt tíðind- um sæta þó þessar tegundir kæmu í net út af Sléttu, en nýlunda væri að svo gerðist við Grímsey og Höfn í Hornafirði eins og nú væri. Bflar hækka um 0,7 tfl 3% GENGISLÆKKUN krónunnar um 2,5%, hefur mismikil áhrif á verð nýrra bifreiða vegna mis- vægis milli gjaldmiðla og er hækkunin á bilinu 1,5 til 3%. „Það má segja að prósentuhækk- unin komi svo til beint ofan á gjald- skrána sem var í gildi í janúar," sagði Þorbergur Guðnason sölustjóri hjá Sveini Egilssyni. „Meðal fólks- bifreið frá Vestur- Þýskalandi kost- aði fyrir gengislækkun milli 650 til 700 þúsund en hækkar nú um um 3%. Ford Bronco til dæmis hækkar um 2% og er það vegna misvægis milli gjaldmiðla og má nefna sem dæmi að kanadadollar hefur hækkað frá því 11. janúar um 5,9% en jap- anska jenið á sama tímabili um 1,8%. Japanskir bílar hækka um 3% við gengisfellinguna. Hjá Heklu hf. fengust þær upplýs- ingar að japanskir bílar hækka um 2%, breskir bílar um 1,5%, og vestur þýskir um 0,7% og er þá miðað við tollagengi við gengisfellingu. Þannig hækkar Lancer 1500 GLX með afl- stýri úr 759 þúsund krónum í 774 þúsund og Pajero jeppi, dísel, sjálf- skiptur, sem kostaði 2.059 þúsund krónur kostar nú 2.100 þúsund. Kaupmannahöfii: Málverk á V2 milljón Kaupmannahöfn. MÁLVERK eftir Þorvald Skúla- son, Komposition, var selt á upp- boði í Kaupmannahöfii á 476.000 íslenskar krónur eða 68.000 dkr. Verkið var selt á málverkaupp- boði hjá Kunsthallen í Köbma- gergade í lok síðustu viku. Komposition ber ártalið 1960 og er 130x97 sm að stærð. Matsverð þess í sýningarskrá var 50.000 dkr. Þrír aðilar buðu í verkið sem loks var slegið hæstbjóðenda á 68.000 dkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.