Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989
JÍ
!'
Það eru
ekki allir
svo heppnir - eða eigum við að segja lánsamir - að finna hvergi til
í skrokknum, þegar þeir eru komnir á miðjan aldur, og flest okkar
finnum greinilegan mun á vellíðan þann og þann daginn þegar
við höfum sofið vel. Það er að segja - sofið í einum dúr frá kvöldi
til morguns.
BkZJannslíkaminn er undursamleg „vél“, er virðist þola sitt
af hverju sem við leggjum á hana tímabundið, hvort sem það heit-
ir skortur, t.d. (strangur megrunarkúr), mikið erfði eða ofát. Og
við misbjóðum þessari vél nánast á hveijum degi á einhvern hátt.
Uitt er þó alveg víst. Mannslíkaminn þolir ekki, hvort sem
það er í stuttan tíma eða til lengdar, að vera án nauðsynlegrar
hvíldar - fá ekki nægan svefn. Hvort sem það er bam eða gamal-
menni, æsku- eða hreystiskrokkur, þá kemur strax í ljós ýmiskon-
ar vanlíðan, ef á svefninn vantar.
lilm þetta þarf ekki að íjölyrða. Þetta vita allir. En hvað
veldur óvæmm - slæmum - svefni? Jú, við vitum að það er ekki
gott að kýla vömbina áður en við fömm í háttinn, þamba kaffi,
að fara upp í rúm með áhyggjur sínar af morgundeginum eða liggja
á einhveiju svo hörðu eða mjúku, að eðlileg blóðrás líkamans
hindrist.
jinir fomu Rómverjar sögðu: Besta krydd matar er svengd-
in. Eins er hægt að segja að besta svefnmeðalið sé notaleg þreyta.
En því miður, notaleg þreyta er ekki nóg til þess að þú sofir vel -
EFDÝNAN ÞÍN ER VOND DÝNA.
■j|ið getum ekki ráðlagt þér hvaða dýna er best fyrir þig.
Það er svo einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. Þess vegna
bjóðum við upp á í verslun okkar nokkra tugi dýnugerða og ótak-
markaðan skiptirétt þangað til þú finnur dýnuna sem þú sefur vel
á. Þetta kostar þig ekki neitt - VIÐ SKIPTUM UM DÝNUR
ÞANGAÐ TIL ÞU ERT ÁNÆGÐ(UR).
■■Ivernig væri að byija á því að prófa dýmstu fjaðradýnuna
sem hægt er að kaupa á Islandi - Lux-Ultraflex dýnuna okkar frá
Scapa verksmiðjunum í Svíþjóð? Stífa dýnu eða mjúka Lux-
Ultraflex dýnu? Hún kostar að vísu 28.900,- í stærðinni 90x200
cm, en verðið gleymist fljótt ef þú verður ánægð(ur). Þeir, sem
em undir þrítugsaldri eða mjög léttir, ættu hugsanlega frekar að
byrja á að prófa Lux-Komfort fjaðradýnuna okkar frá Scapa, sem
kostar 10.620,- í sömu stærð.
LJJXz
J
90x200cm
105x200 cm
120x200 cm
160x200 cm
LUX
UL TRAFLEX
Fjaðradýna, stíf eð mjúk, með
tvöfalt fjaðrakerfi í tréramma.
iefri fjaðramottunni eru 240
LFK fjaðrirá fermetra og í
neðri mottunni 130 Bonell
fjaðrirá fermetra.
Dýnunni fylgir þvottekta
yfirdýna.
Krónur
28.900,-
HAsgagnfrltöllin
REYKJAVIK
ÓlöfÁgústa JónS’
dóttir - Minning
Eædd 5. nóvember 1968
Dáin 8. febrúar 1989.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stunri.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Ástkær vinkona okkar, Ólöf, er
dáin. Fyrstu viðbrögðin voru reiði
og vantrú. Sú sorg sem við fmnum
til verður seint tjáð með orðum eða
söknuðurinn eftir brosinu hennar
og glaðlyndri_ framkomu. Allar
þekktum við Ólöfu frá bamæsku
og höfum því margs að minnast.
En fyrsta minningin er þegar yngsti
bróðir hennar fæddist og hún bauð
okkur stolt heim til að sýna okkur
nýja meðliminn í fjölskyldunni.
í gagnfræðaskóla héldum við
alltaf hópinn. Stundum tvær og
tváer, stundum þtjár og þijár sam-
an. En alltaf töluðum við um okkur
sex_ vinkonumar.
Á þessum árum kynntist Ólöf
unnusta sínum. Þau tengdust sterk-
um böndum og hafa átt margar og
góðar samverustundir.
Þegar gagnfræðaskólanum lauk
fóm sumar af okkur í skóla og
aðrar út á vinnumarkaðinn. Ólöf fór
í Verslunarskóla íslands og síðar í
fjölbrautaskólann í Garðabæ þar
sem hún stefndi að stúdentsprófi í
vor. Hún kynnist nýju fólki, eignað-
ist aðra vini, en aldrei rauf hún
sambandið við okkur. Oft hittumst
við um helgar til að skrafa saman
og skemmta okkur eða hringdum
og spurðumst frétta. Alltaf var
hægt að leita huggunar hjá Ólöfu
og hún hafði sérstakt lag á því að
dreifa huga manns ef eitthvað var
að.
Samband Ólafar og móður henn-
ar var aðdáunarvert. Þær voru ekki
síðri vinkonur en móðir og dóttir.
Þetta mátti vel sjá af því hversu
óvenjulega fullorðinsleg Ólöf var.
Allar hennar athafnir einkenndust
af raunsæi og skjmsemi og hún
lokaði aldrei augunum fyrir raun-
veruleikanum eins og svo mörgum
hættir til að gera. En þetta kom
ekki í veg fyrir sterka kímnigáfu,
lífsgleði og hæfileika til að sjá
björtu hliðamar á lífinu.
Á undanfömum mánuðum
styrktist samband okkar stallsystr-
anna og þróaðist í það sem við viss-
um að yrði ævilöng vinátta. Alltaf
vorum við velkomnar á heimili Ólaf-
ar og foreldrar hennar ávallt tilbúin
til að hlusta á okkur og gefa góð
ráð ef þeirra var þörf.
Það er erfitt að trúa því að Ólöf
sé okkur horfin úr þessu lífi. Stórt
skarð er höggvið í vinahópinn og
verður ekki fyllt. En við vitum að
hún mun ávallt vera meðal okkar
og við viljum trúa því að einhvem
tíma og einhvers staðar munum við
hitta hana á ný.
Elsku Jón Þór, Hildur, Svavar,
Amþór, Ómar Andri og Jón Geir.
Engin orð eru nægjanlega sterk en
við biðjum af öllu hjarta að Guð
Áróra S. Ásgeirs-
dóttir - Minning
Fædd 14. maí 1942
Dáin 5. febrúar 1989
Elskuleg vinkona mín er látin.
Hún hét Aróra Sjöfn Ásgeirsdóttir,
fædd 14. maí 1942. Foreldrar henn-
ar voru þau sæmdarhjón Lára Her-
bjömsdóttir og Ásgeir Ármannsson.
Hún átti systkini, Ásgerði, Ámýju,
Guðbjöm og Einar. Áróra bjó lengst
af í Reykjavík en síðustu árin í
Hveragerði með manni sínum Helga
Kristinssyni og 12 ára gamalli, fal-
legri dóttur, Þórhildi Sif.
Við kynntumst fyrst 22. ágúst
1960. Þá hófum við nám í Hjúkr-
unarskóla íslands, ásamt 22 öðmm
nemum.
Mér fannst hún lífreyndari en ég
því hún hafði unnið árið áður í
Danmörku og talaði dönsku mjög
vel.
Því fór sem fór að við lásum
saman námsbækumar sem voru
flestar á dönsku í þá tíð.
Það var gott að vera nálægt
henni því hún var alltaf svo glöð
og hafði mjög hressilegt viðmót sem
allir löðuðust að. Góðmennskan og
hjálpsemin voru í fyrirrumi þá sem
alltaf síðan.
Við bjuggum í heimavist sem þá
var lokuð og það þótti okkur gott,
við upplifðum það sem mikla vemd-
un og öryggi. Starfið er kreQandi
og það var gott að hafa þann aga
að eiga að koma heim á skikkanleg-
um tíma. Það var svo gaman í skól-
anum að við þurftum lítið að fara
út fyrir skólann til að skemmta
okkur, þó það kæmi auðvitað fyrir
eins og hjá öllu öðru ungu fólki.
Það kom strax í ljós að Áróra
átti eftir að verða sérlega elskuleg
hjúkrunarkona, svo mjög þótti
sjúklingunum vænt um hana. Hún
var alltaf svo væn.
Það er ekki hægt að minnast
þessa tíma án þess að geta þess
hve foreldrar hennar tóku mikinn
þátt í öllu okkar lífi og starfi. Ég
segi „okkar", því þau voru mér góð
og eru svo sérstök í gæsku sinni
og ásttfki. Þau opnuðu heimili sitt
fyrir mér sem einu af sínum böm-
um. Þangað var gott að koma og
hafa þau verið mér tryggir vinir
ávallt síðan. Vil ég þakka Guði
mínum fyrir þessa handleiðslu og
bið hann að blessa þau og öll böm-
in á heimilinu og íjölskyldur þeirra.
Áróra átti móðursystur, Lillý, en
hún og maður hennar Guðmundur
áttu heima stutt frá skólanum, við
kölluðum það í „Bakkabúð". Þang-
að komum við nær daglega og þar
var sama gleðin og ljúfa viðmótið
eins og heima hjá henni.
Þar lærðum við að meta góða
tónlist, því þau voru óþreytandi við
að leika fyrir okkur á „hi-fi-ið“ eins
og þau kölluðu fóninn sinn og svo
buðu þau okkur á tónleika. Það var
sama hvort við komum heim til
Áróru eða í Bakkabúð með vanda-
mál, sorgir eða gleði, alltaf var tek-
ið á málum af einlægni og ást.
Áróra hafði alltaf mikið samband
við afa sinn og ömmu. Afi dó fyrir
5 árum en amma lifír enn hress og
gefandi styrk frá sínu stóra hjarta.
Hún er 93 ára og býr nú á Dal-
braut umvafin góðu fólki. Hún sýn-
ist ekki degi eldri en 75 ára og í
anda er hún ung, þó man hún tíma
tvenna. Þangað fór Áróra mikið og
hlustaði á lífsspeki ömmu sinnar.
Ég átti því láni að fagna að fara
þangað með Áróru og fórum við
ekki bónleiðar til búðar.
Ég gæti rifjað upp miklu fleiri
minningarbrot en mál er að linni.
Áróra lætur eftir sig yndislegan
eigimann, Helga Kristinsson, sem
var alltaf sem líknandi hönd og
ástríkur vinur, og dóttur unga,
Þórhildi Sif, 12 ára og þijú uppkom-
in böm, þau Kjartan, Ásgeir og
Hönnu Láru.