Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 9 Ég vil þakka öllum þeim, er sýndu mér þann vinarhug og viröingarvott, með gjöfum og heilla- óskum, á 75 ára afmceli mínu þann 9. febrúar. Einnig vil ég þakka fjölskyldu minni, ásamt Halldóri Júlíussyni, veitingamanni og starfsfólki hans, auk Björgvins Árnasonar, veitingamanns, fyrir þeirra þátt í vel heppnuöum degi. GuÖmundur Þórðarson, Laugarásvegi 1. Átt þú spariskírteini ríkissjóðs sem eru innleysanleg núna? Kauptu ný skírteini með 6,8% til 7,0% ársvöxtum í stað eldri skírteina. Sala og innlausn fer fram í Seðlabanka Islands. .......Vissir þú að Útvegsbankinn ■býðnr þér Spari-Ábót með stigúækkandi vöxtum..........? i ÚO Útvegsbanki Islands hf Þar sem þekking og þjónusta fara saman OgitóÉms? IByltingarmóðurinn ferl ört dvínandi í Nicaragua f ~ ■ i ■ i " Vinstrisinnar í vanda Vinstrimennska hefur verið á undanhaldi um víða veröld á und- anförnum árum. Helstu andstæðingar kommúnismans eru.þeir í kommúnistaríkjunum, sem berjast fyrir afnámi ofstjórnar og óstjórnar. Kommúnisminn hefur ekkert hugmyndafræðilegt að- dráttarafl lengur. Á fræðilegum vettvangi hafa menn helst áhuga á að kanna, hve miklu tjóni kommúnisminn hefur valdið, hve margir tugir milljóna manna hafa látið lífið í blóðugri viðleitni harðstjóra við að hrinda þessari stefnu í framkvæmd. í lýðræð- isríkjunum fækkar þeim stöðugt, sem halda í þá skoðun, að stjórnmálamennirnir fari betur með fé almennings en fólkið sjálft. Við þetta er staldrað í Staksteinum í dag. Hugsjóna- fátækt í síðasta hefti breska vikuritsins Spectator ræðir Paul Johnson að vanda um fjölmiðla og svarar að þessu sinni þeirri gagnrýni á ríkis- stjóm Margaretar Thateher, að hún sé að þrengja prent- og skoð- anafrelsi. Paul Johnson segir í upphaii pistils sins: „Níundi áratugurinn hefur verið hörmulegur timi fyrir vinstrisinnaða menntamenn. Hver á eft- ir annarri em ríkisstjóm- ir kommúnistalandanna að yfirgeia hið hug- myndafræðilega virki. Um víða veröld em sósialdemókratar að draga upp fánann til merkis um uppgjöf kennisetninga sinna. Marxismi á undir högg að sækja, nema þar sem tapaður málstaður hefur alltaf átt skjól, meðal stúdenta í vemduðu há- skólaumhverfi. Verst af öllu er þó, að kapítalism- inn, sem sagður var dauður á áttunda ára- .tugnum, lifir góðu lífi. Vinstrisinnuðum bresk- um menntamönnum hef- ur einkum þótt lífið erf- itt hin síðari ár: Thatch- erisminn blómstrar, Verkamannaflokkurinn er trausti rúinn, verka- menn em með hugann við að afla sér tekna og eyða þeim. Þegar ekkert er til að trúa á og ekki er unnt að benda á nein- ar sósialiskar staðleysur, er engin furða, þótt ólæknandi vinstrisinnar — þeir fáu sem eftir em — láti ímyndunaraflið ná yfirhendhmi. Þeir hatíf nú fundið það upp, að borgaraleg réttindi búi við meiri ógn en nokkm sinni fyrr vegna stefnu og ákvarðana Thatcher- sfjómarinnar." Hér skal ekki frekar rakið af því, sem Paul Johnson segir um þetta efiii. Hann nefiiir tíl dæmis að ráðstafanir til að takmarka aðgang hryðjuverkamanna að Qölmiðlum séu í sam- ræmi við aðrar takmark- anir, sem menn hafi orð- ið að grípa til vegna hryðjuverka. Hann getí tíl dæmis ekki lengur bmgðið sér inn á rit- stjómarskrifstofur blaða eða fréttastofur útvarps og sjónvarps, þegar hon- um dettí það í hug, á leið sinni um London. Nú fái ekki aðrir að heimsækja slíkar skrifstofur en þeir, sem hafa hringt á undan sér og pantað viðtal við einhvem sérstakan, sem vilji taka á mótí hontun. Engir fái að fara inn á skrifstofumar nema þeir sem getí skilmerkilega gert grein fyrir erindi sinu eða hafi tilskilin skilríki eða plastspjöld til að opna öryggisdyr. Aftur til vinstri- sinnanna; einnig hér á landi verður þess vart, að þeir gefi imyndunar- aflinu lausan tauminn, nú þegar hugsjónamálin em á undanhaldi fyrir markaðsbúskap og fijálshyggju í fram- kvæmd. Nefhd skulu tvö dæmi úr samtímanum: 1) Sú bábilja, að hér gefi það góða raun að hverfa frá vestrænum leiðum í stjóm efiialiagsmála. Aukin íhlutun stjóm- málamanna á eftir að te§a fyrir framförum og leiða til Qárhagslegs tjóns. 2) Vonin um að það eigi eftir að auka fylgi uppgjafar-sósíal- isma meðal kjósenda, að Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag sameinist i einum flokki. Látíð er í veðri vaka, að img- menni innan raða þess- ara flokka sjái helst von um að hugsjónir sinar rætíst, að einn „stór“ vinstriflokkur verði myndaður hér. Flest bendir ti), að hann sé aðeins stór í hugum þeirra, sem að ímyndun- inni standa. Trúináríkið Kjami vinstrimennsk- unnar er oftrúin á ríkið. Þessi trú birtist nýlega í forystugrein Þjóðvijjans, málgagns Alþýðubanda- lagsins, þar sem svarað var Ieiðara í Dagblaðinu Vísi (DV). í DV sagði meðal annars: „Ríkis- stjómin á að hætta að skipuleggja vextí og vísi- tölur, krónugengi og hús- næðislánareglur, nýja sjóði ofan á þriggja mán- aða gamla sjóði, nýja kvóta ofan á nýlega kvóta, fullvirðisrétt ofan á búmark. Hún á að leyfa þessum þáttum að ráðast af sjálfum sér.“ Um þetta segir meðal annars í Þjóðviljanum: „Þetta er því miður bæði óraunsæ kenning og siðferðilega röng — eins þótt hún sé studd með tilvísunum í þann skemmtilega fomkín- verska speking Laó Tse, sem taldi stjómir þvi betri þeim mun minna sem þær gerðu. Það ræðst ekkert „af sjálfii sér“. Vextir ráðast ekki af sjálfú sér, ekki einu sinni í fijálshyggjuríki eins og Bandaríkjunum þar sem forsetinn og seðlabankastjóri ríkisins takast á um vaxtastefii- una. Það er frumskylda stjómmálamanna á ís- landi að leita sifellt að betra kerfi til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskstofiia, ef að „kvóta- mál“ eiga að ráðast af sjálfu sér getur það hæg- lega leitt til eins konar efnahagslegs þjóðar- sjálfsmorðs innan tiðar. Húsnæðislánareglur verða sífellt að vera í endurskoðun vegna þess blátt áfram, að það er (að fiskveiðistefhu slepptri) ekki til stærra praktískt pólitískt vandamál en finna svör, skárri svör en i gær, við þvi með hvaða kjörum ný kynslóð fær þak yfir höfuðið.“ Þjóðviljinn gat varla fundið hlálegra dæmi en húsnæðismálin til að mæla með þvi, hve mikil- vægt sé að stjómmála- menn séu með puttana i stjóm brýnna mála: bið- röðin eflir afgreiðslu slíkra mála telur nú um 10.000 manns hér á landi. Eru h'kar raðir það sem koma skal? Em þær til marks um siðferðilegan sigur vinstrimennskunn- ar? Neðst við Dunhaga, SÍmÍ 622230.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.