Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 ingju með sveininn." Þá hófst leitin að sendandanum og kom fljótt í ljós að vöndurinn var frá móður Ólafar sem vildi gleðjast með okkur. Ólöf tók tvisvar þátt í sýningun- um með Intercoiffure. Og þá má nú segja að eftirvæntingin hafi ver- ið mikil. Eins og alltaf stóð hún sig vel og kom mjög vel út úr sýningun- um. Olöf var hugmyndarík og góður fagmaður, naut einnig mikilla vin- sælda meðal viðskiptavina, enda var hún alltaf létt, kát og lífsglöð. Hún var opin fýrir nýjungum og miðlaði vel til viðskiptavina. Oftast prófaði hún á sjálfri sér. Einu sinni að lokn- um starfsdegi er við kvöddumst var hún orðin ljóshærð. Næsta morgun mætti hún snemma heima hjá mér, til þess að ég gæti fengið tíma til að jafna mig, því að þá var hún orðin dökkhærð. Á námstímanum náði hún ekki bara góðum námsárangri, heldur setti hún einnig markið hátt í ein- kalífinu. Hún vann á kvöldin og um helgar í Nýja kökuhúsinu við af- greiðslu og þrif. Og markmiðinu náði hún fýrir eigin verðleika. Hún var 17 ára er hún keypti sinn fyrsta bíl og þeir urðu fleiri er fram liðu stundir. Seinna vann hún í veitinga- húsinu Y þar sem hún kynntist eft- irlifandi unnusta sínum, Kristjáni Hjaltested. Voru þau mjög samrýnd og áttu sömu áhugamál. Svo kom dagurinn sem okkur dréymir öll um, nefnilega að stofna eigið fyrirtæki. Ólöf ákvað að opna stofu 1. nóv. 1988, sem hún gerði. Ég var mjög glaður hennar vegna þótt mér fyndist óneitanlega erfitt að missa svo góðan starfskraft. Reyndi ég að leiðbeina henni eftir bestu getu. Og þegar þessum mikla áfanga var náð og lífið virtist blasa við Kidda og Olöfu kom kallið óvænta með þessum orðum: „Lífið er iangt en hamingjan stutt.“ Ég bið guð að styrkja Einínu, Binnu, Helenu, Magnús og Kidda í sorg þeirra. Blessuð sé minning Ólafar. Jan Sunnudaginn 5. febrúar 1989 barst okkur sú hörmulega frétt, að Ólöf væri dáin. Hvers vegna, af hvetju hún, svona ung, aðeins 22 ára gömui. Tilfinning ótta og sárs- auka fyllir mann, þegar dauðinn kemur svona skyndilega og tekur eina úr hópnum, einmitt í blóma lífsins. Ólöf var trúlofuð æskuvini mínum og skólabróður, Kristjáni Hjaltested. Leist mér vel á ráðahag vinar míns, eftir fyrstu kynni mín af Olöfu, og eftir að ég kynnist minni kærustu myndaðist strax traustur og einlægur vinskapur milli þeirra. Áttum við fjögur margar skemmtilegar stundir saman. Eftir- minnilegast er þó ferðalagið sumar- ið 1987, þegar við fórum í siglingu um Karabíska hafið. Undirbúningur fýrir ferðina hófst snemma sumars. Við hittumst á kvöldin, lögðum á ráðin og gerðum nákvæma ferða- áætlun. Ferðin varð að ævintýri og því ógleymanleg, Ólöf var skemmti- leg, hugrökk og þægilegur ferðafé- lagi. Hún var yndisleg stúlka, sann- ur vinur og hæfileikarík. Ólöf var útlærð hárgreiðslumeist- ari. Hún rak hárgreiðslustofu á Seltjarnamesi með miklum áhuga og stolti. Sárt er að kveðja góða vinkonu, en fallegar minningar geymast. Við vottum ijölskyldu hennar og elsku Kidda innilegra samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, jw heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrimur Pétursson) Lalli og Fanney Okkur langar með nokkmm orð- um að kveðja Ólöfu Sæunni, sem við kynntumst í gegnum vinnu hennar sem hárgreiðslumeistari. Ólöf var svo opin og hress að maður var strax orðinn góður vinur en ekki eingöngu viðskiptavinur. 39 Síðastliðið ár var það því orðinn fastur punktur í tilverunni að fara til hennar í klippingu mánaðarlega eða svo og alltaf fór maður hress og kátur frá henni eftir góða þjón- ustu og létt spjall. Hún hafði mjög gott lag á böm- um og það var því litlum drengjum okkar ávallt ánægjuefni að fara til hennar í klippingu. Ólöf var nýhætt að vinna á Rak- arastofunni Ádam og Evu og höfð- um við samglaðst henni fyrir jólin þegar hún setti á stofn stofu á Seltjarnamesi. Hún var nýtrúlofuð og framtíðin sem virtist svo björt var hennar. En skyndilega var öllu lokið og maður situr eftir og áttar sig ekki á hlutunum. Að Ólöf sé horfin virðist eitthvað svo fjarlægt, svo sárt. Við þökkum Guði fyrir að hafa kynnst henni og fyrir þessa stuttu samfylgd í lífinu. Éftir situr minning um yndislega stúlku. Öllum ástvinum vottum við sam- úð okkar. Laufey, Víðir, Björk, Jenný, Halla, Davíð, Bald- ur og Halldór Ragnar. Það er sársaukafullt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til ungrar stúlku, sem hrifin er á brott fyrir- varalaust. Manni fínnst þetta svo miskunnarlaust. Allir em harmi slegnir. Minningamar leita fram. Fyrir um 35 ámm kynntist ég móður hennar, Einínu Einarsdóttur og fjöl- skyldu hennar, er þau fluttu í næsta hús. Mikill samgangur var á milli heimila okkar. Lífíð og tilveran gekk hratt fyrir sig í leik og starfi. Ung að ámm kynntist Einína skólabróður mínum, miklum gæða- dreng, Magnúsi Jónssyni. Þau gengu í hjónaband og eignuðust 4 börn. Fyrst fæddist lítil perla þann 26. nóvember 1966 og hlaut hún nöfnin Ólöf Sæunn, vom það nöfn móð- urömmu hennar og langömmu í móðurætt. Ólöf litla var sannkölluð prinsessa, bráðfalleg og yndislegt barn, enda vom þau stolt Magnús og Einína er þau sýndu okkur hana. Næst kom önnur prinsessa tveim ámm seinna eða 1968. Hún hlaut nafnið Brynhildur Rósa. Síðan fæddist Helena 1972 og þá sagði Magnús stoltur að nú ætti hann fjórar fallegar prinsessur, að þetta væri eins og í kvennabúri, það hefðu það ekki allir svona gott. En 1978 fæddist litli prinsinn Magnús og var hann þeim mikill gleðigjafí. Örlögin höguðu því þannig að við Einína og Magnús urðum nágrannar aftur 1975. Mikill samgangur var á milli heimilanna og fýlgdumst við með bömunum vaxa og þroskast, okkar börn og þeirra böm urðu vinir. Magnús byggði fallegt heimili yfir sína fjölskyldu, ekkert var of gott fyrir þau. Én lífið gekk ekki eins og í sögu þar sem endirinn er jákvæð- ur. Einína vinkona mín er búin að ganga í gegnum miklar hörmung- ar. Fyrst missir hún pabba sinn, Einar Pétursson, langt um aldur fram, nokkram ámm seinna mömmu sína, Guðbjörgu Sæunni, mjög snögglega. En þá komu Rósa og Jón, foreldrar Magnúsar, og breiddu sig yfir hana, mikið gæða- fólk. En þetta var ekki búið. Jón tengdafaðir hennar lést snögglega fyrir nokkmm ámm, og svo Magn- ús fyrir rúmum þremur ámm eftir erfið veikindi, sem allir vonuðu að þegar rofaði til eftir erfiðar aðgerð- ir að hann hefði betur, en sú varð ekki raunun. Hann var aðeins 38 ára er hann lést. Þetta var mikið áfall fýrir Einínu og bömin, en þau stóðu saman sem einn. Ólöf Sæunn, þessi yndislega stúlka, lærði hárgreiðslu. Henni sóttist námið vel, enda erft dugnað- inn og kraftinn frá fjölskyldu beggja. Hún var mjög þroskuð strax sem barn, og þegar maður talaði við hana var hún alltaf svo jákvæð gagnvart öllu og öllum, alltaf stutt í brosið og hlýjuna frá henni. Hún var móður sinni mikill styrkur í veikindum pabba síns, systkinum sínum góð systir. Eftir allt sem á þau hafði verið lagt í gegnum árin, skyldi lífið ganga áfram. Móðir hennar studdi hana í námi og starfi. Hún var hamingjusöm ung stúlka, komin með meistarabréf í hár- greiðslu. Hún ákvað að opna sína eigin stofu, reyndar svolítið nervus, en það var óþarfi. Viðskiptavinimir fylgdu henni eftir á nýja staðinn og nýir komu í hópinn. Stofan Hjá Ólöfu var komin til að vera. Ég hafði alltaf svolítið gaman af því að sonur minn elsti var ekki á því að hleypa hveijum sem er í hárið á sér, Olöf var vinur hans, og ég þóttist nú vita þegar hann kom heim hver hafði farið í gegnum hárið hans. Svo ég sagði: Svaka ert þú fínn, hvar varst þú? Ja, ég kom við hjá henni Ólöfu. Eins var með dótturina, hún var að fara í perm- anett og enginn gat sett það í eins vel og Ólöf. Því var þannig farið með Olöfu að hún vann traust allra. Um jólin trúlofaðist hún Kidda sínum, elskúlegum dreng, mikil var hamingjan, allt svo spennandi, þau vom að fá lánsloforðið og næsta viðfangsefni var að fara að spá í íbúð. Hún geislaði af hamingju yfír þvi hvað allt virtist ætla að rætast hjá þeim unga parinu. Hún fór út með vinkonu sinni og skólafélaga sem hún hafði ekki hitt í nokkum tíma. Það var farið til að gleðjast yfír öllu þessu. En skjótt skipast veður í lofti. Næsta morgun er þessi fallega stúlka öll. Þetta er okkur öllum sem stöndum eftir óskiljanlegt, spurn- ingar hrannast upp, hún var allra manna hraustust, aldrei kennt sér meins. Svo gefur hjartað sig, þvílíkt reiðarslag sem lagt er á eina íjöl- skyldu. Maður situr eftir reiður'og dapur, og spyr sjálfan sig af hveiju hún sem var svo full af orku og gleði, tilbúin að takast á við lífið með Kidda sínum. En manni verður svarafátt. Mik- ill harmur er nú kveðinn að unnust- anum unga, móðursystkinum, ætt- ingjum og vinum, allar framtíðar- vonir ungrar stúlku brostnar, þvílíkt reiðarslag. Kæm vinir mínir, við endum þessa kveðju með orðum Spámannsins: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Við vitum að Ólöf fær góða heim- komu að handan, þeir verða margir sem taka á móti henni. Elsku Einína, Kiddi, Binna, Hel- ena, Magnús og fjölskylda, megi góður Guð blessa ykkur minningu um góða stúlku. Ragnheiður Matthíasdóttir og fjölskylda Svo leggur þú á höfín blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum áram, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér, og þú skalt vera mín í söng og táram. (D. Stef.) Þetta fallega ljóð kemur fram í hugann í dag er við kveðjum hana Ólöfu í hinsta sinn. Það er stundum sagt að gleðin og sorgin séu systur sem verða að dveljast hjá okkur á víxl. Sorgin, þessi undarlega tilfinning sem særir svo djúpu sári og skilur eftir svo mikið tóm, knýr fram svo margar spurningar, sem aldrei verður svarað. Nú er það aðeins guð og tíminn, þessi líðandi stund sem kemur og fer, sem hellir hugg- un í sorgarsárin. Ólöf var heitbundin syni okkar, og bróður, Kristjáni Magnússyni, og þegar hún fluttist inn á heimili okkar fundum við strax fyrir þeirri birtu og þeim hlýhug sem fylgdi henni. Hún var ekki aðeins glæsileg að ytra útliti, heldur hafði hún einstakt innræti. Þar fór saman einstök kurteisi, ástúð og umhyggja og heiðarleiki. Þessir mannkostir hennar gerðu það að verkum að hún ávann sér hylli og tryggð allra sem hún kynn- ist í starfí svo og í leik. Þó svo að æviár hennar yrðu ekki mörg, hafði hún þó áorkað mörgu með samviskusemi og dugn- aði. Hún hafði lokið námi í hár- greiðslu og starfaði við iðn sína. Ólöf var sérstæður persónuleiki og þegar hún hafð hlotið meistara- réttindi í iðn sinni stofnsetti hún eigin hárgreiðslustofu sl. haust, sem bar nafn hennar og stóð á Seltjamarnesi. Ólöf og Kiddi áttu sér draum. Hugur þeirra stefndi á að eignast sína eigin íbúð, og það var ánægju- legt að fýlgjast með skynsamlegum áætlunum þeirra. Það var mikið gleðiefni fýrir okk- ur sem stóðum þeim næst að taka eftir hversu samrýnd þau vora, og virtu hvort annað mikils. í þessu sambandi þeirra fór saman ást og umhyggja sem var til fyrirmyndar. Ólöf hafði sjálf kynnst sorginni fyrir fáum ámm, því ástríkur faðir hennar, Magnús Jónsson bygging- armeistari, andaðist eftir erfiða sjúkdómslegu 2. október 1985. Á fermingardaginn valdi Ólöf sér gimstein úr Ritningunni: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins." Guð gefi að það ljós megi lýsa henni veginn til að öðlast föðurlega umhyggju handan við móðuna miklu. Hennar elskulegu móður Einínu Einarsdóttur, systranum Brynhildi og Helenu, Magnúsi bróður hennar, svo og Kristjáni syni okkar og bróð- ur og öðmm ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þá em og kveðjur frá ömmu Njálu og ömmu Lóu. Að lokum þökkum við Ólöfu fyr- ir þau djúpu og fögm spor sem hún skilur eftir í hjörtum okkar og hug. Blessuð sé minning hennar. Stefán Hjaltested og Margrét ' Pálsdóttir, Ragnar, Arnar, Lísa Björg og Stefanía. Nú þegar við kveðjum okkar ást- kæm vinkonu, Ólöfu Sæunni Magn- úsdóttur, sem andaðist þann 5. þessa mánaðar, viljum við með nokkmm orðum minnast hennar, bæði sem persónu og góðs félaga. Það má segja að kunningsskapur okkaf og hennar hafi byijað þegar ég flutti heim frá Svíþjóð 1981, og síðan í gegnum skóla og æskuárin. Þegar við Svenni byijuðum að vera saman reyndist hún okkur báðum góður félagi og er sjálfsagt erfitt að eignast traustari félaga og trún- aðarvin. Ólöf var dugnaðurforkur við vinnu og kraftur hennar oft á tíðum óskiljanlegur og hversu sterk hún var andlega .kom best í ljós þegar faðir hennar andaðist og hvað hún reyndist fjölskyldu sinni vel. Það reynist okkur erfítt að skilja tilgang lífsins og ef það er líf eftir þetta líf vonumst við að fá að njóta félagsskapar Ólafar aftur þegar þar að kemur. En eitt er það sem aldrei er hægt að taka frá okkur og það er minningin um góðan vin. Við þökkum Ólöfu samfýlgdina, vináttuna og sendum fjölskyldu hennar og unnusta innilegar sam- úðarkveðjur. Hinsta kveðja. Stina og Svenni Vegir Guðs em órannsakanlegir og þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það em stór en jafnframt sönn orð. Samt er erfitt að sætta sig við það. Hvem hefði gmnað að þegar Ólöf, Hrefna og ég voram að skemmta okkur saman á laugar- dagskvöldið yrði Ólöf farin um morguninn. Hún í blóma lífsins og átti allt lífíð fram undan. Hún var nýbúin að opna stofuna og þau Kiddi settu upp hringana 29. des- ember, en sá dagur hafði að geyma minninguna um er þau byijuðu saman þremur ámm áður. Minningin um útskriftardaginn stendur mér ljóslifandi fýrir sjónum. Þá fengum við sveinsprófsskírteinin afhent. Ég gleymi aldrei svipnum á Ólöfu þegar hún komst að því að hún var hæst yfír hópinn. Gleðin og ánægjan skein úr andlitinu. Við vomm sannfærðar um að hún hefði ekki verið ein. Pabbi hennar sem hafði kvatt þetta líf aðeins þrem vikum fyrir prófið stóð eins og klett- ur við hlið hennar, hvatti hana og dáði. Þetta var stór dagur í lífi okkar allra í hópnum. Elskuleg vinkona er farin á und- an okkur en yndislegu minningam- ar um samvemstundirnar geymast vel. Já, margs er að minnast og margt er að þakka. Ólöfu er greini- lega ætlað eitthvert nýtt og stærra hlutverk í nýjum heimkynnum. Hafí elskuleg vinkona þökk fyrir allt og allt. Við hittumst aftur seinna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkrafutr mín veri vöm í nótt. . Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið þvi, - svo hana guð þar geymi og gefi fegri’ á ný. (Bjöm Halldórsson frá Laufási) Elsku Kiddi, Einína, Binna, Helena og Magnús. Algóður Guð verndi ykkur og styrki á þessari sorgarstundu. Skólasystir og vinkona, Svava. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIGDÍS BRUUN MADSEN, Hringbraut 58, Hafnarfirði, andaöist á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, laugardaginn 11. febrúar. Jens Erlingsson, Guðrún B. Madsen, Karen B. Madsen, Sólveig Erlingsson, RagnarJónsson, Sigurður Ingólfsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR, Arkarlæk. Guðmundur Ó. Guðmundsson, Þorgerður Ólafsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Björnfrfður Guðmundsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Ásmundur Guðmundsson, Hulda Pótursdóttir, Guðný Kolbeinsdóttir, Gfsli Búason, Slgurður Magnússon, Júlfana Sigurlaugsdóttir, Sigrfður Sigurlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag e.h. þriðjudaginn 14. febrúar vegna útfarar ÓLAF- AR MAGNÚSDÓTTUR. Hárgreiðslustofan Adam & Eva, Skólavörðustíg 41.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.