Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 3 STOÐ 2 VILL MINNA A SAMKEPPNI UM HANDRIT AÐ SJÓNYARPSLEIKRITUM A/leð sjónvarpsleikriti er átt við leikið efni sem tekið er upp á hefðbundinn hátt í sjónvarpssal með 3 myndavélum á 1-3 dögum, eftir umfangi verksins án teljandi úrvinnslu eftir á. TILHÖGUN OG REGLUR: E fni þarf ekki að vera frum- samið. Höfundar mega byggj a það á áður útgefnu efni. Samkeppnin nær bæði til einstakra leikþátta og þáttaraða og efnis ætlað börnumjafntsem fullorðnum. Y rkisefnið skal vera úr íslenskum samtíma til að draga úr kostnaði við búninga og leikmyndir. Aðalhlutverk skulu ekki verafleiri en3-5. Atburðarásin á sér stað í einni leikmynd. Ekki skal gera ráð fyrir flóknum tæknibrellum, viðamiklum leikmyndum eða mannmörgum atriðum. Lengd hvers þáttar skal vera um 30 mínútur. SKILAFRESTUR FRAMLENGDUR: Skilafrestur handrita er miðvikudaginn 29. apríl. H andrit skulu merkt dulnefni. Nafn ,heimilisfangog símanúmer skulu fylgj a í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. DÓMNEFND: Dómnefnd áskilur sér 6 vikur til að fara yfir innsend handrit og rétt til að hafna öllum. AAiðvikudaginn 24. niaí verða opnuð umslöghöfunda þeirra handrita sem dómnefnd telur hæf til frekari vinnslu og þeir kvaddir til samstarfs við dagskrárgerðarfólk Stöðvar 2 um nánari útfærslu þeirra. E ngin verðlaun eru í boði en þau handrit sem dómnefnd velur verða búin til upptöku og útsendingar á árinu 1989 og fyrirþaugreitt. •• Oðrum handritum verður skilað svo og meðfylgjandi umslögum óopnuðum. Dómnefnd skipa: Björn G. Bjömsson dagskrárgerðar- stjóri, formaður.Bríet Héðins- dóttir leikstjóri, Egill Eðvarðs- son kvikmyndaleikstjóri, Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps- stjóri og Snorri Þórisson kvikmyndagerðarmaður. UPPLÝSINGAR: N ánari upplýsingar um reglur og tilhögun samkeppninnar liggja frammi hjá símavörðum Stöðvar 2 og fást sendar í pósti sé þess óskað. V erkefnisstjóri ogsérstakur umsagnaraðili um dagskrár- tæknileg atriði er Maríanna Friðjónsdóttir framleiðslu- stjóri dagskrárgerðarsviðs. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.