Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 2

Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1989 Yfirdráttur nkissjoðs í Seðlabanka 11,3 milljarðar STAÐA ríkissjóðs hjá Seðla- banka versnaði um 2,4 miHj- arða frá áramótum til febrú- arloka, og var þá óhagstæð um 11,345 miiyarða króna. Á sama tima batnaði lausa^ár- staða innlánsstofnana um 4,1 milljarð króna og var 8,2 milljarðar í febrúarlok. Höfðu innlán þá aukist um 2,6% en útlán staðið í stað. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans sagði að breyting á innheimtu sölu- skatts hefði haft áhrif, bæði á lausafjárstöðu innlánsstofnana og ríkissjóðs. Nú er söluskattur innheimtur nokkrum dögum eft- ir mánaðamót, til samræmis við uppgjör greiðslukorta. Reglum um lausafjárbindingu banka var auk þess breytt um sfðustu ára- mót og við það batnaði lausafj- árstaða nokkurra banka. Innlánsstofnanir eru bankar, sparisjóðir, kaupfélög og Póst- gíróstofan. Sendiráð losna við söluskatt af áfengi beint úr tolli SENDIRÁÐ hafa getað feng- ið áfengi, þar með talinn bjór, beint frá tollvörugeymslu. Hefúr áfengið þá ekki farið um sölukerfi Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins og söluskattur hefúr ekki verið greiddur af þvf. Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR hefúr ritað fjármálaráðherra bréf og tjáð honum að hann álíti þetta óviðunandi og er málið nú f athugun í Qármálaráðu- neytinu. Höskuldur Jónsson segir að lögum samkvæmt þurfí að sækja um heimild til ÁTVR til að geyma áfengi í tollvöru- geymslu. Honum sé ekki kunn- ugt um að slíkt erindi hafí bo- rist ÁTVR, að minnsta kosti ekki í sinni forstjóratíð þar. ÁTVR hefur hins vegar einnig selt sendiráðum áfengi og þá þurfa þau að greiða söluskatt af því. Fór lóan aldrei burt? LÓUR virðast hafa sést af og til í vetur við Sundin f Reykjavík. Ólafúr Oddsson verktaki segist hafa séð yfir 30 lóur f hóp f Kleppsvfk, þann 3. desember, og að star&menn skipaafgreiðslu Sambandsins á Holtabakka hafi einnig séð lóuhóp í janúar. Ævar Peters- en fúglafræðingur segir ólík- legt að lóuhópar séu hér yfir vetrarmánuðina, en vill þó ekki fortaka það. Lóa sást í Viðey á þriðjudag, og sagði Ævar Petersen að á þessum tíma mætti vel fara að búast við lóunni, þótt flestar kæmu þær í aprflbyijun. Hann sagði að fyrir kæmi að ein og ein lóa yrði strandaglópur á íslandi, þegar félagar hennar fara til Evrópu til vetrarsetu. Slíkt væri þó sjaldgæft og hann vissi ekki tfl að heilir hópar hafi dvalist hér á landi yfír veturinn. Áskriflt Stöðv- ar 2 hækkar ÁSKRIFTARGJALD Stöðvar 2 hækkar um 330 krónur, eða 22,5%, um næstu mánaða- mót. Gjaldið er nú 1.465 krónur en verður 1.795 eftir hækkun. 25 milljónir í snjómokstur SNJÓMOKSTUR f Reykjavík það sem af er vetrar hefúr kostað borgarbúa um 25 milljónir og víða eru umferðarmerki og önnur umferðarmannvirki illa farin þar sem snjóruðningstæki hafa farið um. „Götur borgarinnar eru víða mjög illa famar og er það fyrst og fremst vegna aukins umferðarþunga undan- farin ár,“ sagði Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri. „Með aukinni vel- meg^un komu fleiri bílar en svo hafa nagladekkin líka sín áhrif. Við höfum dreift rúmlega 4.000 tonnum af salti og hefur ekki verið dreift jafn miklu síðan snjóaveturinn mikla 1983 til 1984 en því er við að bæta að gatna- kerfíð hefúr lengst síðan auk þess sem við höfum aukið þá vegalengd sem er söltuð. Þannig að saltmagn á hvem fermetra er minna nú en var. Þetta er því enginn saltaustur heldur dreifíng í hóflegu magni því minna getur það ekki verið." Ingi sagðist verða var við minnk- andi notkun nagladekkja og telur hann að hún hafi dregist saman um 15% og sparað borginni um 10 til 15 millj. „Saltið hefur slæm áhrif að vissu leyti. Það leysir ekki upp malbikið en heldur götunum lengur rökum en ella og þá verður yfirborð þeirra viðkvæmara fyrir þeirri áraun, sem notkun nagladekkja veldur. Að því leyti er það skaðvaldur," sagði Ingi. Morgunblaðið/Bjarni Götur eru víða illa farnar eftir veturinn eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á Miklubraut neðan við Ártúnshöfða. Samræmd próf fara fram síðustu viku aprílmánaðar: Verkfall kemur mis- jafnt niður á skólum RÚMLEGA íjögur þúsund nemendur i 9. bekk grunnskólans eiga að gangast undir samræmd próf i Qórum námsgreinum, íslensku, stærðfræði, ensku og einu norðurlandamálanna, síðustu viku april- mánaðar. Hrólfúr Kjartansson, deildarstjóri skólarannsóknardeildar menntamálaráðuneytisins, segir ekki fyrirsjáanlegt að breytt verði neitt prófáætlun, þó til boðaðs verkfalls Hins íslenska kennarafélags komi hinn 6. april næstkomandi og það standi enn þegar samræmdu prófin eiga að fara fram, prófúnum verði ekki frestað. Um Qórðung- ur félaga í HÍK kennir í grunnskólunum eða rúmlega 300 af um 1.200, þar af langflestir í 7.-9. bekk. Hrólfur sagði erfítt að segja til um hvaða áhrif verkfallið hefði í grunnskólunum, það væri mjög mismunandi eftir skólum og jafnvel frá einum bekk til annars innan sama skólans. „Grunnskólamir stöðvast ekki út af þessu einu sér, en óhjákvæmilega hlýtur kennsla að falla niður í þeim bekkjum og þeim fögum sem þetta fólk kennir. Þegar kennsla fellur niður í þeim greinum sém prófað er í samræmt, þá hljóta þeir krakkar sem verða fyrir barðinu á því að verða illa úti svona síðasta mánuðinn fyrir próf,“ sagði Hrólfur. Aðspurður um reynsluna af hálfs mánaðar verkfalli HÍK vorið 1987 sagði hann að því hefði verið aflýst í tíma fyrir samræmdu prófín og erfitt væri að meta hvort og þá hvaða áhrif það hefði haft á útkomu prófanna. Reynt hefði verið að bæta inn aukakennslustundum fyrir þann tíma sem glataðist í verkfall- inu og það hefði bætt að einhvetju leyti upp þá kennslu sem féll niður. Röskunin og rótleysið sem verk- fallið hefði haft í för með sér hefði að líkindum verið einna verst. Hrólfur benti einnig á að óljóst væri með aðrar aðgerðir en verk- fall, til dæmis af hálfu Kennarasam- bands íslands. Hann væri ekki að ætla því eitt eða neitt, en það.væri vitað mál að kennarafélögin stæðu saman í svona baráttu, þó þau væru ekki bæði í verkfaili. Hann sagði óljóst hvaða staða kæmi upp í sambandi við sam- ræmdu prófín, ef meirihluti kennara í skóla væri í verkfalli, þ.e. hvort yfirseta annarra en viðkomandi kennara væri verkfallsbrot eða ekki. Á það hefði aldrei reynt. Eng- ar reglur segðu til um að það yrðu að vera kennarar sem sætu yfir. Samræmdu prófín færu algjörlega fram á vegum ráðuneytisins. Út frá því sjónarmiði mætti segja sem svo að hver sem ráðuneytið kysi gæti iagt prófín fyrir. Halldór Ásgrímsson: Vísinda- áætlunin verður ekki endurskoðuð HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, segir að það standi ekki til að endurskoða visindaáætlun fslendinga þótt markaðir tapist erlendis vegna andstöðu við vísindaveiðar á hvölum. Nú siðast lýsti banda- ríska veitingahúsakeðjan Red Lobster því yfir. að enginn fiskur yrði keyptur af íslendingum fyrr en vísindaveiðum yrði hætt. Forráðamenn General Mills, sem reka Red Lobster, létu í ljósi áhyggjur yfír hvalveiðum íslend- inga og vöruðu við því að svo gæti farið, sem fór, þegar þeir áttu fund með sjávarútvegsráðherra í vetur. Ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að fulltrúar General Mills hefðu sagt að þeir vildu ekkj taka áhættu á mörgum sviðum. Önnur vandamál, til dæmis umtal um mengun, öngruðu fyrirtækið líka. „Við munum ljúka okkar vísindaáætlun næsta sumar og ég á von á að þetta fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við okkur. Það kom fram hjá þeim að þeir hafa fullan hug á að skipta við íslend- inga og hafa ekki undan neinu að kvarta. Hins vegar virðast einhveij- ir í fyrirtækinu hræðast hótanir," sagði ráðherra. „Ég er þeirrar skoð- unar að við getum ekki látið undan svona hótunum, og ég harma að ábyrg fyrirtæki skuli gera það, en ég býst við að þeir muni endur- skoða afstöðu sína þegar okkar vísindaáætlun verður lokið." Forráðamenn Sambandsins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna telja heillavænlegast að reyna að ljúka vísindaáætluninni án þess að fleiri hvalir verði veiddir, og hefur þeirri skoðun ítrekað verið komið á framfæri við stjórnvöld óbeint, þótt ekki hafi verið farið formlega fram á slflct. „Ég tel að ef hægt væri að ljúka vísindaáætluninni án þess að taka fleiri hvali, væru meiri líkur til þess að hægt væri að ná skynsamlegri samstöðu meðal þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli, og viðkomandi hagsmunaaðila, að nýta öll sjávar- dýr miðað við langtímahagsmuni," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „Það er líklegra til árangurs en að beijast í andstöðu við stóra hópa. Það eru deildar meiningar um þetta, og menn jeggja mismunandi mat á stöðuna. Ýmsir aðrir eru á algerlega andstæðri skoðun og telja að ef gefíð væri eftir hið minnsta hvað varðaði vísindaáætlunina væri mál- ið endalega tapað. Þar er ég aftur á móti ósammála." Nýr útflutningur til Rússlands: Kaupa Lödur til niðurrifs úti á sjó SVO vfrðist sem ný útflutningsgrein sé komin til sögunnar hér á landi. Nokkuð hefúr borið á því undanfarið að sovéskir sjó- menn, sem koma til hafnar í Reykjavík, kaupi gamlar Lödur, sem íslendingar hafa fleygt, og hafi þær með sér um borð í skip sín. Þeir hafa keypt bílhræin hjá Vöku og einnig hafa þeir fengið að rífa bfla hjá Sindra hf. Þeir hafa sagst ætla að rífa bilana í hafi og hirða það sem nýtilegt er úr þeim og hafa með sér heim til Sovétríkjanna. „Það komu hingað nokkrir Rússar um daginn þegar ísbijót- urinn var héma og þeir keyptu af okkur þijú flök,“ sagði Steinar Gunnsteinsson hjá Vöku hf. „Við mundum nú ekki kalla þetta ann- að en hræ, en það virðist vera gull í þeirra augum." Steinar sagði að Rússamir hefðu keypt bílflökin á fimm, sjö og tíu þúsund Morgunblaðið/Sigurður Rúnar Gislason Gömlum Lödum skipað út i sovéska ísbijótinn Otto Schmidt i Reykjavíkurhöfii á dögunum. Þrjár eru á hafnarbakkanum og ein er komin um borð. Sovétmennirnir sögðust ætla að rífa bílana úti á sjó og taka nýtilega hluti með sér heim. Sindra hf. „Þegar skipin koma þá sækja þeir mikið til okkar. Þetta sýnir hvað er mikill skortur hjá þeim. Þetta em verðmæti fyr- ir þá sem við erum að grafa.“ krónur. Bflamir voru af árgerðun- um 1980 og 1981, „alveg verð- lausir bflar," sagði Steinar. „Þeir eru að hirða hér alveg ótrúlegustu hluti, þurrkublöð og þéttikanta til dæmis. Það hefur verið straumur af þeim hingað þegar þeir hafa verið í höfn og þeir hafa verið dijúgir að hreinsa hluti sem okkur þykir lítil verðmæti í.“ „Það komu Rússar til okkar og fengu Lödu sem þeir rifu í spón í portinu hjá okkur. Svo bám þeir hlutina um borð,“ sagði Ásgeir Einarsson framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.