Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 16

Morgunblaðið - 23.03.1989, Page 16
‘16 kÓkGÚNBLÁÐÍÐ mm»Ah\Íká: itlik 1989 ' ■ ^ i ’ ; ' ■ Eitthvad fyrir #; : ■.■• . , :' . ■■ ■■■ ■'■,:• r- ■ Fimm þús- und norræn ungmenni á leið til Sov- étríkjanna Undirbúningnr að þátttöku íslenskra ungmenna í hópferð 5000 norrænna ungmenna til Sovétríkjanna í september er nú hafinn. Ferðin er skipulögð af hreyfingu sem nefiiir sig Næsta skref Sovét (Next Stop Soviet) sem varð til í framhaldi af hliðstæðu ferðalagi til Bandaríkjanna vorið 1987, sem nefndist Næsta skref Nevada, og um 60 dönsk ungmenni tóku þátt í. Fyrirkomulag þessarar ferðar er þannig að áhugahópar á ýmsum sviðum hafa þriggja vikna dvöl í Sovétríkjunum og tengjast viðlíka hópum þar. Meðal þeirra sem taka þátt í undirbúningi ferðarinnar hér á íslandi eru þrjár hljómsveitir, leikhópur úr fjölbrautaskóla, ljóð- skáld, myndlistarmenn og áhuga- fólk um mótorhjól. Er talið líklegt að um hundrað manna hópur fari héðan. Morgunblaðið tók tali þær Þó- runni Óskarsdóttur og Sigríði Richards, sem sæti eiga í fram- kvæmdanefnd. Þær sögðu að gist yrði á sovéskum einkaheimilum og hefðu þeir aðilar í Danmörku sem bæru hitann og þungann af skipulagi ferðarinnar unnið að því að fínna hópa og einstaklinga inn- an Sovétríkjanna sem vildu taka á móti fólki er hefði svipuð áhuga- mál og það sjálft. Einn megintil- gangur ferðarinnar sögðu þær vera að auka skilning milli þessara mismunandi menningarsvæða og losna við fordóma sem tengdust hugtökum á borð við „austur og vestur“. Þetta eru tvíhliða skipti því í maí kemur stór hópur sov- éskra ungmenna til Norðurland- anna í sama tilgangi og sögðust þær vona til þess að fá sovéska hljómsveit hingað til lands. Hver hópur verður með sína ijármögnunarstarfsemi og sögðu þær Þórunn og Sigríður að famar yrðu úölbreittar leiðir til að fjár- magna ferðina. Ýmsar uppákomur yrðu skipulagðar, s.s. tónleikar og götuleikhús, en einnig yrði beðið um opinberan styrk. Það dýrasta í þessu dæmi væri flugið til Dan- merkur en þaðan héldu menn áfram á mjög mismunandi vegu, sumir færu með flugi, lest eða rútu en einnig á óhefðbundnari hátt svo sem seglskútum og hjóla- skautum. Einnig myndu fimm víkingaskip sigla frá Kaupmanna- höfn til Leníngrad. LÍKAMSRÆKT SEM LÍFSSTÍLL Á hverjum degi bætastfleiri í hóp þeirra, sem stunda líkamsþjálfun reglulega. Þetta fólk er sammála um það, að fljótlega fer kroppurinn að breyta um lögun, styrkjast og mótast. - Þol og kraftur eykst og almenn vellíðan batnar til muna. Er ekki kominn tími til að þú slúist í hópinn? Hugsaðu um heilsuna í dag, þá hugsar heilsan um þig á morgun. leiöin tii arangurs ★ Magi, rass og læri ★ Þrekhringur ★ Púltímar ★ Eróbikk ★ Karlatímar ★ Barnshafandi GLEÐILEGA PASKA Barnagæsla og svo auðvitað Ijós og sauna. Frábærir kennarar með þekkingu, reynslu og hressilegt andrúmsloft STÚOlÓ J Ó NIN U & ÁGÚSTU SKEIFUNNI7 SÍMI: 68 98 68 ÓSKUM VIÐSKIPAVINUM OKKAR opib alla páskahelgina 10:00 til 21:00 ath. babhúsíb hefur verib stækkab og bílastœbum fjölgab jlAA LOf töfrandi baðstaður jafht sumar sem vetur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.