Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 23.03.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 1 Þáttaskil í lífi Ella eftirMaríu Finnsdóttur Það var eitt vetrarkvöld í jan- óar árið 1981 sem urðu þáttaskil í lífi Ella sonar míns. Þá var hann 14 ára gamall er hann varð fyrir þeirri þungbæru reynslu að lam- ast og skerðast andlega. Orsökin var sú að Elías hefði verið að „sniffa“ lím með félögum sínum. Eftir nokkurra daga meðvitundar- leysi á Borgarspítalanum vaknaði Elías og grét þá mikið og gaf frá sér sársaukafull hljóð. Eftir að hafa legið á Borgarspítalanum í 3 mánuði var hann sendur á Grensásdeildina í endurhæfingu, þar dvaldi hann í um það bil eitt ár. Síðan var hann fluttur, ásamt öðrum dreng sem var lamaður eftir umferðarslys, á öldrunar- deild Borgarspítalans sem er til húsa á Heilsuvemdarstöðinni. Þá var mér sagt að þar myndi Elías dvelja til bráðabirgða — en þar dvelur Elías enn og árin eru orðin sjö og hann orðinn 21 árs gam- all. Mér eru enn í fersku minni viðbrögð þessara tveggja ungl- inga þegar við komum niður á Heilsuvemdarstöð á öldrunarde- ildina og víst er að viðbrigðin hafa verið gífurleg fyrir þá báða. Eftir að Elli kom þangað fékk hann um tíma að sækja sund hjá Grensásdeildinni. Síðan var hann sendur tvisvar í viku, einn vetur í þjálfunarskóla ríkisins sem þá var til húsa í Kópavogi. Einnig fékk hann að dvelja í einn mánuð í Reylqalundi til þjálfunar og gekk svo til í þijú sumur en þá varð hann að hætta vegna þess að hann var álitinn of gamall fyrir hópinn. Eftir þetta tók við þriggja vetra dagvistun á Lyngási þar sem Elli fékk mjög góða umönnun og leið vel en þar varð hann einnig að hætta vegna aldurs. Síðasta þjálfunin sem Elli hefur fengið er sú að veturinn ’87 og fram á vor ’88 var honum komið í dagvistun hjá Þjálfunarskóla ríkisins, Safa- mýri 5, þar sem hann fékk kennslu í tjáskiptum og líkmsþjálfun hjá íþróttakennara. En sagan endurtók sig. Elli fékk ekki lengúr að sækja Þjálfunar- skólann vegna þess að hann var orðinn of gamall. Eftir dvöl hans þar fékk hann ummæli frá kennara sínum, Birgi Bjamasyni, en þar segir orðrétt í lokin: Athuganir mínar sýna að Elli skilur einfaldar spumingar um hvort hann vilji eitt fremur en annað ... Síðar segir: Elli verður að fá meiri tilbreytingu í líf sitt, fara þarf með hann innan um fólk á hans aldri, í kvikmyndahús og annað sem fólk sækir í frístundum. Ef þetta væri gert mundi hann hressast andlega, verða opnari, betur vakandi og sýna greinilegri viðbrögð við því sem er sagt við hann. (Tilvitnun lýkur.) Ennfremur fékk hann umsögn frá Markúsi Einarssyni íþrótta- kennara þar sem mælt er með að sú líkamsþjálfun sem Elli fengi næsta vetur yrði aukin frá því sem var síðastliðinn vetur og á hann þar við sjúkraþjálfun. Markús leggur áherslu á að hann þyrfti að fá sjúkraþjálfun á hveijum degi en það þurfí ekki að vera langur tími í senn, aðeins 20—25 mín. á dag. María Finnsdóttir ásamt Ella syni sinum. Öll þessi 7 ár sem Elli hefur dvalið á öldunardeildinni hef ég lagt mig fram um að taka hann heim um helgar og á tyllidögum. Ég minnist þess að þegar Elli var á Grensásdeildinni og ég var að taka hann heim þá gat hann geng- ið svolítið studdur að bflnum — en svo er ekki í dag. Það ætti engan að undra þó að við, foreldrar þessara ung- menna, sem ekki geta tjáð sig né barist fyrir málefnum sínum, beij- umst fyrir því að þau komist í heimilislegra og meira örvandi umhverfi heldur en öldrunardeild- ina á Heilsuvemdarstöðinni. í annan stað er Heilsuvemdarstöðin engan veginn í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þau þarfn- ast. Minn draumur er sá að þeim verði séð fyrir heimili, þ.e.a.s sam- býli sem líkast venjulegu heimili með aðstöðu til þjálfunar sem hveijum og einum íbúa hentaði. Heimili þar sem hæft starfsfólk ynni jafnt til þjálfunar og aðstoð- ar — fólk sem gæti farið með öryrkjana innan um annað fólk á þeirra reki, í heimsóknir, í kvik- myndahús og annað sem fólk sækir í frístundum sínum. Hér er um líf fólks að ræða sem verður að hlúa að — fólks sem ekki get- ur sjálft barist fyrir bættum að- búnaði. Öllum ætti að vera ljóst það eitt að sá sem hlotið hefur slík örlög sem hér hefur verið lýst hlýtur að geta vænst þess af þjóð- félaginu að það sjái sóma sinn í að breyta aðstæðum þeirra með því að skapa þeim heimilislegt umhverfí með allri þeirri aðstoð sem þau þurfa á að halda. Höfundur er húsmóðir og móðir EUa. Þannig var umhorfs eftir innbrotið. Hveragerði: Morgunblaðið/Sigrún Sigfusdóttir. Brotist inn hjá Essó Hveragerði BROTIST var inn í bensínstöð Esso í Hveragerði aðfaranótt mánudagsins. lltidyrahurð var sprengd upp og stórskemmd og fyrir innan var brotinn upp rammgerður peningaskápur, úr stáli, sem steyptur var inn í vegg. í honum var töluverð flárhæð og voru peningar hirtir en áví- sanir skildar eftir. , Einnig voru brotnir upp skápar sem hafa að geyma tóbaksbirgðir verslunarinnar og öllu úr þeim sóp- að í ruslapoka sem var þó skilin eftir. Er það skoðun manna að ekki hafi neinir viðvaningar verið þaraa á ferð. Rannsóknarlögreglan í Ar- nessýslu vinnur að rannsókn máls- Sýning á verkum Hafharborgar í HAFNARBORG, Menningar- og listastofhun HafiiarQarðar, stend- ur nú yfir sýning á verkum úr safni Hafnarborgar. Sýningin er opin frá klukkan 14—19 alla daga nema þriðjudaga. Lokað á föstudaginn langa og páska- dag. ins og hefur fengið aðstoð frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Sigrún Opera Karólínu Eiríksdóttur flutt í ríkisútvarpinu í kvöld: Einstök ákefð og innileiki —sagði í sænskum dómi um verkið Nágon har jag sett ÓPERA Karólínu Eiríksdóttur, Nágon har jag sett, sem samin var við samnefiidan Ijóðaflokk sænsku skáldkonunnar Marie Louise Ramnefalk, var frumflutt í Vadstena-höll í Svíþjóð 28.7. 1988. Ljóðaflokkurinn, sem i ópe- runni er mjög styttur og nokkuð breyttur, fjallar um unga ekkju, ást hennar á eiginmanni sínum, sálarangist hennar vegna ban- væns sjúkdóms hans og hvernig hún reynir að ná áttum á ný, öðlast hughreystingu. „Jafiivel AA-samtökin: Aftnælisfiindur Afinælisfundur AA-samtak- anna verður haldinn að venju fostudaginn langa I Háskólabíó klukkan 21 og eru allir velkomn- ir. Þar koma fram AA-félagar og einnig gestir frá Al-anon og Al- ateen samtökunum, sem eru sam- tök aðstandenda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. íslensku AA-samtökin voru stofn- uð á föstudaginn langa 1954, eða fyrir 35 árum síöan. Síðan hefur þessi dagur verið hátíðis og aftnælis- dagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber uppá. AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru eng- in, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða. AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þáu halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opin- berra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama. í dag eru starfandi um 190 deild- ir um land allt, þar af í Reykjavík um 90 deil^ir, erlendis eru 5 íslen- skumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundarsókn allt frá 5—10 manns og uppí Í50 manns á fundi. þótt útsýnið sé aðeins sólsetur er það þrátt fyrir allt sólin sjálf sem við horfurn á,“ segir í texta óperunnar. Verkið tekur eina klukkustund í flutningi og verð- ur flutt í þættinum Tónlistar- kvöld ríkisútvarpsins í kvöld i kynningu Óskars Ingólfssonar. Hér verður sagt frá ummælum nokkurra sænskra blaða og breska tímaritsins Opera eftir frumflutning óperunnar á síðasta ári. Gagnrýnandi Expressen segir það koma skýrt fram að Karólína hafi mikla reynslu af hljóðfæratón- list; uppbygging verksins sé einföld en hugmyndaauðgi gæti varðandi hljómfall. Yfir verkinu hvfli blær vandvirkni, jafnvel nosturs, sem sé sjaldgæft I sænskri nútímatónlist. í heild sameini verkið einstaklega góða tónlist og skáldskap og henti vel til flutnings í útvarpi. Syd- svenska Dagbladet segir óperuna nútímalegt verk er fjalli um sár- sauka dauðans og saknaðarins. Sviðsmyndin sé afar einföld; þijú risastór segl, og verkið megi fremur nefna tónlistar-draumleik, eins og höfundar geri, en óperu í hefð- bundnum skilningi. Tónlist Karólínu geri ljóðum Ramnefalk góð skil, einkum hinu ljóðræna og angist- inni, eii síður kímninni sem sé einn- ig sé þar að fínna. Kvállsposten í Málmey segir að Karólína geri miklar kröfur til söngvaranna fjögurra. Oft komi fiðla eða' klarinetta söngvara á óvart, afhjúpi hann fyrirvaralaust, andmæli honum. Tveir söngvarar skipti stundum með sér orðum eða jafnvel atkvæðum textans. „En ein- Ljósmynd/Svala Sigurleifsdóttir Karólína Eiríksdóttir stök ákefðin, innileiki og við- kvæmni, óhjákvæmileg tímaröð (lífið fyrir og eftir dauðann), ofur- sterkar og samt jarðbundnar tilfínn- ingar og hversdagsleiki, ekkert af þessu fer forgörðum,“ segir í blað- inu. Sagt er að fólk njóti verksins þó enn betur hafi það áður lesið umræddan ljóðaflokk sænsku skáldkonunnar. Ritstjóri Opera, Rodney Milnes, segir að í heild hafí sér fundist sem ekki væri einni nótu ofaukið og það sé meira en yfirleitt verði sagt um ný verk. Akefðin í tónlistinni minni á [Benjamin] Britten. „Það bregður fyrir reiði, biturð vegna lífs sem hefur verið sóað og verkið er gjör- sneytt allri væmni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.